Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 61

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 28 29 30 31 1 2 3 Miðvikudagur ■ ■ LEIKLIST  21.00 Sokkabandið sýnir verk- ið Ritskoðarinn eftir Anthony Neilson í sal Sjóminjasafnins við Grandagarð 8. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Jón Axel Egilsson sýnir vatnslitamyndir í Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg 11. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 10 til 17 alla virka daga og stendur til 16. júní.  15.00 Leirlistasýningin 3x3 í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Guðný Magnúsdóttir, Kogga og Kristín Garðarsdóttir sýna verk sín. Sýningin stendur til 18. júní.  Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal stend- ur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Sýningin er haldin í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur til 3. júlí.  Marinó Thorlacius sýnir myndverk á Thorvaldsen bar í Austurstræti. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningu Gunnars Kristinssonar, Sigurliðið, í Café Karolínu á Akureyri lýkur á föstudaginn. Á sýn- ingunni gefur að líta málverk, teikn- ingar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu 2006 er kynnt. Þetta er því tilvalin upphitun fyrir heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu sem hefst einmitt innan skamms í Þýskalandi. ■ ■ MÁLÞING  09.00 Skyn(sam)leg rými: rými, list og umhverfi. Alþjóðleg ráð- stefna verður haldin í Öskju, nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands í tengslum við listsýninguna Site- Ations sem nú stendur yfir í Viðey. Dagskráin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Huld Hafsteinsdóttir fiðluleikari hlaut styrk úr Minningarsjóði Helgu Guðmundsdóttur á nýaf- stöðnum skólaslitum Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Þetta er í fimmta skipti sem þessi styrkur er veittur, en til hans var stofnað árið 2001 til minningar um Helgu Guð- mundsdóttur sem var skólaritari Tónlistarskólans um árabil. Styrk- urinn er veittur þeim nemendum skólans sem sýnt hafa dugnað og árangur í námi og hyggja á áfram- haldandi tónlistarnám. Huld var einn þriggja nemenda sem luku burtfararprófi frá skól- anum að þessu sinni og hyggur hún á framhaldsnám í fiðluleik í Þýskalandi næst vetur. -khh Styrkur til ungs tónlistarfólks ÞRÍR LUKU BURTFARARPRÓFI FRÁ TÓNLISTARSKÓLA HAFNARFJARÐAR Styrkþeginn Huld Hafsteinsdóttir, Kristján Tryggvi Martinsson og Baldur Páll Magnússon. Völuspá er eitt frægasta kvæði norrænna bókmennta, samið á Íslandi um árið 1000. Kvæðið lýsir hugmyndum heiðinna manna um sköpun heims og örlög manna og guða, gullöld þeirra, tortímingu í ragnarökum og nýrri upprisu. Ljóðið hefur brenglast töluvert í aldanna rás og röð vísnanna hefur ruglast. Nú hefur þýðandinn Helgi Hálfdánarson lagfært röð stefjanna þriggja sem kvæðið hverfist um og með því gert kvæð- ið auðskildara og skýrara. -khh Bætt Völuspá FRÆGASTA KVÆÐI NORRÆNNA BÓK- MENNTA Í nýrri útgáfu Helga Hálfdánar- sonar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.