Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 63

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 63
MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 31 Á Laugavegi 11 þar sem þunglynd intelligensía sat um miðbik síðustu aldar og blandaði í svartan dauðann er nú ítalskur matsölustaður - Ítalía. Ítölsk matgerðarlist hefur átt greiðan aðgang að íslenskum bragðlaukum. Erfiðast hefur Íslending- um reynst að læra að góð máltíð samanstendur af nokkrum réttum sem best er að borða hvern í sínu lagi því að diskar sáust ekki á Íslandi fyrr en á síðustu öld nema á heimilum auðmanna, og því var þeim matvælum sem til voru skellt saman í trébyttu með loki, svokallaðan ask og meðan aðrar þjóðir notuðu hnífapör báru Íslendingar á sér sjálfskeiðunga sem þeir sleiktu svo hreina og stungu í vasann að lokinni máltíð. Á þeim tíma sem liðinn er síðan Ítalía tók að fram- reiða ítalska rétti handa Reykvíkingum hefur mikil „fusion“ átt sér stað til að samþætta reykvískan matarsmekk og ítalska smekkvísi í matargerð. Fusion eða sambræðingur getur verið mjög spennandi þegar góður kokkur sækir innblástur í framandi hefðir, en fusion getur líka verið aumasta lágkúra, eins og þegar austurlenskir kokkar bjóða upp á franskar kartöflur í stað hrísgrjóna - eða í ofanálag. Á Ítalíu hefur því miður reykvískur matarsmekkur orðið ítalskri fágun yfirsterkari sem sjá má af hinni miklu kartöfludýrkun á matseðlinum, en með flestum réttum eru bornar fram kartöflur, soðnar, bakaðar eða djúpsteiktar. Það er því varla hægt að tala um Ítalíu lengur sem „ítalskt veitingahús“, nema þá í merkingunni skyndibitastaður, „pizzeria“, því að þarna er boðið upp á pasta og ágætar flatbökur. Það voru mín mistök að halda að þarna ríkti ennþá sá metnaður að bjóða upp á ítalska matargerð. Mér til afsökunar vil ég þó benda á að verðið á matseðl- inum bendir til að staðurinn líti mjög stórt á sig. Forréttir voru ágætir sniglar (1.350 kr.) og nauta- carpaccio með visnuðu rucolasalati 1.600 kr.). Aðalréttir voru Baccalà alla Livornese, saltfiskur að hætti Lívorno-búa (2.600 kr.) sem þýðir á þessu veitingahúsi með soðnum kartöflum og tómatmauki, og Agnello Toscano, lambalund með bakaðri kartöflu, smjöri, og hveitiþykktri rauð- vínssveppasósu að hætti kokksins. Ekki spurði kokkurinn um óskir gestanna varðandi steikinguna og ofsteikti og þurrkaði kjötið að eigin frumkvæði. Rauðvín hússins er prýðilegt og heitir Prima vera Sangiovese, hálf karafla á 1.800 kr. Eftirréttir voru afbragðsgóður blandaður ís á 1.100 kr. og marengsterta með skógarberjum á sama prís. Máltíð fyrir tvö kostaði 13.750 kr. Gæðin voru á borð við sunnudagsmat í þokkalegu mötuneyti. Þetta er stundum kallað að plata sveitamanninn. Þjónustan á staðnum er í höndum skólafólks. Ítalía ber fram ágætis pasta og pitsurnar eru góðar. En öðru er ekki hægt að mæla með. Þetta er skyndibitastaður með stórmennskubrjálæði. „Við erum að gera nýja seríu sem verður sýnd á Skjá einum,“ segir Gaukur Úlfarsson, umboðsmaður Silvíu Nætur sem lítið hefur heyrst frá síðan hún gerði allt vit- laust í Eurovision-keppninni í Aþenu. Silvía, Gaukur og Dagbjört Ylfa Geirsdóttir, kærasta Gauks, skelltu sér í stutt frí á eyjunni Mýkonos eftir að keppninni lauk. Þau sneru aftur til Íslands á mánu- dag og eru þegar farin að vinna að næstu verkefnum sínum. „Þó við séum að gera nýja seríu þarf það ekki endilega að þýða að hún verði eins og fólk á að venj- ast,“ segir Gaukur leyndardóms- fullur. Hann segir að ekki sé ákveðið hvenær ný þáttaröð með Silvíu Nótt verði sýnd. Eins segir hann að sögusagnir um að gera eigi kvikmynd um Silvíu Nótt séu ekki frá þeim komnar. Það virðist því ljóst að Silvía Nótt hefur ekki sagt sitt síðasta og Íslendingar heyra væntanlega aftur frá henni innan tíðar. Silvía með nýja þætti DROTTNING Silvía á sviðinu í Aþenu. Nú snýr hún sér aftur að því að vera sjónvarps- stjarna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEÐ HNÍF OG GAFFLI ÞRÁINN BERTELSSON SKRIFAR Að plata sveitamanninn ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� Ítalía Laugavegi 11 101 Reykjavík Notalegt umhverfi Fín þjónusta Góður matur Staðir geta mest fengið þrjú tákn í hverjum flokki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.