Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 65
Leikarinn og söngvarinn Seth
Sharp frá New York heldur
tvenna tónleika á Gauki á Stöng
dagana 7. og 8. júní.
Þar mun hann flytja vinsæl-
ustu lög tónlistarmannsins
Prince ásamt hljómsveit sinni.
Guðbjörg Elísa sem tók þátt í
Idol-keppninni mun syngja með
Seth, sem hefur alla tíð verið
mikill Prince-aðdáandi. Á tón-
leikunum verða meðal annars
flutt lögin Kiss, Purple Rain,
Let´s Go Crazy, Cream, Darling
Nikki og 1999.
Seth hélt svipaða tónleika á
Gauknum á síðasta ári sem þótt-
ust heppnast ákaflega vel. Í þetta
skipti verður mikil ljósasýning í
boði, auk þess sem dansarar
munu stíga á svið. Leynigestur
mun einnig koma fram.
Syngur til heiðurs Prince
SETH SHARP Bandaríkjamaðurinn Seth
Sharp heldur tvenna tónleika á Gauki á
Stöng. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Andspyrnuhátíð verður haldin
fimmtudaginn 1. júní í Tónlistar-
þróunarmiðstöðinni við Hólma-
slóð. Fram koma Innvortis, I
Adapt, Severed Crotch, Morðingj-
ar, Raw Material og Finnegan,
sem var fulltrúi Íslands í Battle
of the Bands í London síðasta
haust.
Tónleikarnir eru hluti af hreyf-
ingu gegn stóriðjuvæðingu á
Íslandi. Húsið opnar klukkan
19.00 og standa þeir yfir til 23.00.
Spilað gegn stóriðju
FINNEGAN Rokksveitin Finnegan spilar á
andspyrnuhátíð í Tónlistarþróunarmiðstöð-
inni fimmtudaginn 1. júní.