Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 2
Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Tvö tónleikasvið! Öll dagskráin á www.landsbanki.is BAUGSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs Group hf., verður yfirheyrður í dag vegna meintra brota á skattalögum, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald, samkvæmt upplýs- ingum frá lögmanni hans, Gesti Jónssyni. Meint brot eru í tengsl- um við rekstur félaganna Baugs, fjárfestingafélagsins Gaums og Fjárfars á árunum 1998 til 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra tengjast meint brot ekki efnisatriðum málsins sem tekið verður til efnismeðferð- ar í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Yfirheyrslurnar byggja á sömu rannsókn og málið sem tekið verður til efnismeðferðar í haust. Lögreglan gerði fyrst húsleit hjá Baugi 28. ágúst 2002. Málið hefur því staðið yfir í nær fjögur ár um þessar mundir. - mh Jón Ásgeir Jóhannesson: Verður yfir- heyrður í dag DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var í gær framlengt á tveimur mönnum vegna skotárásar á raðhús í Valla- hverfi í Hafnarfirði 21. júní. Hér- aðsdómur Reykjaness úrskurðaði mennina í gæslu til 12. september. Báðir úrskurðirnir voru kærðir til Hæstaréttar. Skotvopnið sem notað var við árásina er ófundið. Þrír menn voru inni í raðhúsinu á Burknavöllum þegar tveimur skotum var skotið inn í það. Annar þeirra sem nú situr í gæsluvarð- haldi vegna skotárásarinnar er jafnframt grunaður um að hafa hent eldsprengju að sama húsnæði tæpum sólarhring eftir árásina. Í tengslum við rannsókn málsins fann lögregla ýmis vopn, svo sem kylfur, hnúajárn og skotfæri. Tildrög árásanna telur lögregla vera ósætti á milli annars þeirra sem nú situr í gæsluvarðhaldi og tveggja manna af þremur sem inn- andyra voru þegar skotárásin var gerð. Það ósætti náði svo hámarki í skotárás þeirri sem áður er frá sagt. Mennirnir tveir voru úrskurð- aðir í Héraðsdómi Reykjaness í gæsluvarðhald til 29. ágúst, en þeir kærðu til Hæstaréttar, sem stytti gæsluvarðhaldstímann til 15. ágúst. Framlenging var svo úrskurðuð í gær eins og áður sagði og kærð aftur til Hæstaréttar. -jss Gæsluvarðhald byssumannanna í Vallahverfi í Hafnarfirði framlengt: Haglabyssan enn ófundin SKOTÁRÁSIN Stór göt voru á rúðum rað- hússins þar sem skotin höfðu farið inn. VIÐSKIPTI BNbank í Noregi, sem er alfarið í eigu Glitnis, hefur náð samkomulagi um kaup á 45 pró- senta hlut í fjármálafyrirtækinu Norsk Privatøkonomi. Þetta eru sjöttu kaup Glitnis í Noregi á síð- ustu tveimur árum, en bankinn skilgreinir Noreg ásamt Íslandi sem heimamarkað sinn. Norsk Privatøkonomi veitir fjár- málaþjónustu, en um 90 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu. Þá hefur félag- ið leyfi til verðbréfamiðlunar. Gunnar Jerven, forstjóri BNbank, segir að með þessum kaupum sé stefnt að eflingu dreifi- kerfis bankans. - öhö Glitnir fjárfestir í Noregi: Kaupir í fjár- málaþjónustu VEÐUR „Það horfir bara ljómandi vel,“ segir Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur um veður- horfur á menningarnótt, næst- komandi laugardag. „Það lítur út fyrir suð-suðvestlæga átt og vind- urinn verður hægur og ljómandi góður. Líklega verður skýjað og úrkomulítið, jafnvel úrkomulaust um daginn. Skil gætu þó skriðið inn á landið þegar líður á nóttina og úrkoma fylgt með, en það er erfitt að tímasetja það.“ „Hitinn verður frá 10-16 stig- um um daginn, svo það horfir ljómandi vel. Þó að það verði skýj- að ætti flugeldasýningin að sjást vel,“ segir Sigurður. - sgj Veðrið á menningarnótt: Fínustu horfur LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem réðst á og reyndi að nauðga tvítugri stúlku í Breiðholti í síðustu viku er enn ófundinn. Auk tilraunar til nauðgunar rændi árásarmaðurinn stúlkuna og beit í hálsinn svo hún hlaut ljótt bitsár. Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg- ertssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, var lýsing stúlkunnar á árásar- manninum afar takmörkuð og hefur það torveldað rannsóknina. Rannsókn málsins stendur þó yfir, en enn hefur enginn verið hand- tekinn í tengslum við málið. - æþe Árásin í Breiðholtinu: Enginn verið handtekinn FRAMSÓKN Siv Friðleifsdóttir segir þingflokk Framsóknar- flokksins ekki ráða því hverjir verði kosnir til forystustarfa fyrir flokkinn, heldur flokks- menn sjálfa. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær voru níu af tólf þingmönnum Framsóknar- flokksins tilbúnir til þess að lýsa yfir stuðningi við Jón Sigurðsson sem næsta formann flokksins í júní síðastliðnum. Jón kom í veg fyrir að undirskriftasöfnun, honum til stuðnings, færi af stað innan þingflokksins, vegna þess að honum fannst óheppilegt að stuðningur þingmanna yrði opinberaður á þeim tíma- punkti, þar sem hann var ekki búinn að gera upp við sig hvort hann ætl- aði að bjóða sig fram til formanns eða ekki. Siv segist ekki vera í banda- lagi við neinn annan frambjóð- anda sem býður sig fram til for- ystustarfa fyrir Framsóknarflokkinn á flokks- þinginu um næstu helgi. „Ég hef tilkynnt um framboð mitt til for- manns, eftir að væringar innan þingflokksins stóðu yfir í júní síðastliðnum, og mér finnst eðli- legt að flokksmenn sjálfir taki ákvörðun um það hvernig for- ystusveit Framsóknarflokksins verði skipuð, en ekki þingmenn flokksins. Það verða um 850 manns sem kjósa á flokksþinginu en þingmennirnir hafa aðeins rétt til þess að greiða tólf atkvæði.“ Frambjóðendur til embættis ritara í Framsóknarflokknum hafa að undanförnu sagt það nauðsynlegt að styrkja innra starf Framsóknarflokksins. Siv segist ekki líta á slíkar yfirlýs- ingar sem gagnrýni á hennar störf en hún hefur gegnt stöðu ritara í flokknum um árabil. „Rit- ari er mikilvægt embætti en það er langt frá því að hann beri einn ábyrgð á innra starfi flokksins. Það hefur verið unnið vel að ýmsum málum innan flokksins undanfarin ár en það er auðvitað alltaf hægt að gera betur. Ég fagna því að það sé nýtt fólk sem vill taka við starfi ritara og sinna því af heilindum á næstu árum.“ Flokksþing Framsóknar- flokksins fer fram um næstu helgi. Um 850 manns hafa atkvæðarétt á flokksþinginu. Fyrst verður kosið til formanns, síðan varaformanns og að lokum ritara. Halldór Ásgrímsson, sem verið hefur varaformaður og for- maður Framsóknarflokksins í meira en aldarfjórðung, lætur af embætti sem formaður flokksins um helgina. magnush@frettabladid.is Segir þingmennina tólf atkvæði af 850 Siv Friðleifsdóttir segir flokksmenn í Framsóknarflokknum ráða því hverjir verði kosnir til forystustarfa fyrir flokkinn, en ekki þingflokkinn. Ég er ekki í bandalagi við neinn, fer fram á mínum eigin forsendum, segir Siv. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv Friðleifsdóttir hefur að undanförnu ferðast um landið, ásamt öðrum frambjóðendum á flokksþinginu, og kynnt baráttumál sín fyrir flokksmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN SIGURÐSSON FRAMSÓKN Guðni Ágústsson von- ast til þess að komandi flokksþing Framsóknarflokksins um næstu helgi sameini flokksmenn og efli þá til góðra starfa í fram- tíðinni. „Við frambjóðend- ur erum á okkar vegum í framboði og höfum ekki myndað bandalög til þess að ná sameiginleg- um markmið- um. Ég hef verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og hef áhuga á því að sinna því starfi áfram. Ég treysti mér til þess að vinna með hverjum þeim sem verða kosnir til starfa í stöð- ur formanns og ritara.“ Guðni segist sammála því að skynsamlegt hafi verið af Jóni Sigurðssyni að koma í veg fyrir að undirskriftasöfnun til stuðn- ings Jóni, hefði farið fram innan þingflokksins. „Ég taldi, eins og Jón sjálfur, að það væri farsælast fyrir Fram- sóknarflokkinn að flokksmenn kysu sér fólk í forystusveit Fram- sóknarflokksins á flokksþingi. Það hefði ekki verið rétt að koma í veg fyrir það að aðrir hefðu getað boðið sig fram í embætti hjá Framsóknarflokknum, ef þeir hefðu haft á því áhuga. Undir- skriftasöfnun var hugmynd sem kom upp á miðstjórnarfundi, sem síðan varð ekki að veruleika. Aðalatriðið er að grasrót Fram- sóknarflokksins geti haft afger- andi áhrif á flokksstarfið,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra. - mh Guðni Ágústsson segist ekki í kosningabandalagi: Grasrótin hafi áhrif GUÐNI ÁGÚSTSSON WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að meinta hryðjuverkasam- særið sem koma tókst í veg fyrir í Bretlandi væri vitnisburður um að Bandaríkin myndu eiga í höggi við hryðjuverkamenn um langt árabil. „Bandaríkin eru öruggari en þau voru, en eru þó enn ekki örugg,“ tjáði Bush fréttamönnum í hryðjuverkavarnamiðstöð Banda- ríkjastjórnar á leyndum stað í Norður-Virginíu, rétt utan við Washington DC. Í miðstöðinni er stefnt saman undir eitt þak hundr- uðum sérfræðinga og tugum tölvu- kerfa alríkisstofnana. - aa Bush um hryðjuverkaógn: Segir langt stríð framundan Í HRYÐJUVERKAVARNAMIÐSTÖÐ Bush talar við fréttamenn í miðstöðinni, sem er á leyndum stað í N-Virginíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LEIKSKÓLAMÁL Hörð gagnrýni kom fram á fundi leikskólastjóra í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Tilefni fundarins var ákvörðun borgaryf- irvalda að skipta menntaráði upp í leikskólaráð og grunnskólaráð. Sigrún Elsa Smáradóttir frá Samfylkingunni vildi meina að fyrirhuguð breyting á mennta- sviðinu væri til komin til þess eins að búa til stöðu fyrir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Svandís Svavarsdóttir frá vinstri grænum sagði að vinnu- brögðin bæru vott um reynslu- leysi og vék orðum sínum þá sér- staklega til Þorbjargar Helgu frá Sjálfstæðisflokki. - æþe Leikskólakennarar í Ráðhúsinu: Mikill hiti í fundargestum Í RÁÐHÚSINU Meðal þeirra sem til máls tóku voru þær Svandís Svavarsdóttir, Fanní Gunnarsdóttir og Margrét Sverrisdóttir. SPURNING DAGSINS Kristinn, færðu að skrifa undir svona stuðningsyfirlýsingar ef þú verður ritari? „Ætli ég verði ekki bara settur í að semja hana.“ Kristinn H. Gunnarsson var eini þingmaður Framsóknarflokksins sem ekki var beðinn um að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Sigurðsson í formannsframboð í flokknum. Kristinn sækist eftir stöðu ritara í Framsóknar- flokknum á komandi flokksþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.