Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN Jón Skaftason Skrifar Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, hefur ekki áhyggjur af því að hryðju- verkaváin í Bretlandi og þær auknu öryggiskröfur sem fylgja, valdi fyrirtækinu fjárhagsleg- um skaða „Okkar flugleiðir eru lengri en lággjaldaflugfélaganna í Evrópu og vélarnar fljúga ekki jafn oft á dag. Við getum þar af leiðandi tekið á okkur meiri tafir. Tapið verður ekkert á þessu í heildina þótt það kunni að verða smá dagamunur.“ Birgir bætir við að ekki hafi orðið sýnilegt tap af hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí 2005. Auknar öryggiskröfur á bresk- um flugvöllum hafa valdið mikl- um töfum á flugi og hefur EasyJet til að mynda þurft að aflýsa meira en fimm hundruð ferðum undanfarna viku. Sérfræðingar hafa sagt auknar öryggiskröfur og lengri bókunartíma koma afar illa niður á lággjaldaflugfélög- um, sem eiga mikið undir því að öllum kostnaði sé haldið í lág- marki og að flugvélar nýtist sem allra best. Írska flugfélagið RyanAir hefur hingað til fylgt þeirri stefnu að flugvélar taki á loft á ný tuttugu mínútum eftir að þær lenda. Ómögulegt hefur reynst að fylgja því eftir síðustu daga og segja sérfræðingar að í ljósi hertra öryggiskrafna á flugvöll- um sé viðbúið að félagið þurfi að sveigja frá þeirri stefnu sinni. Er jafnvel talið að lággjaldaflug- félög þurfi að hækka verð til að mæta auknum kostnaði og minni nýtni. Flugvélar Iceland Express taka á loft fjörutíu mínútum eftir lendingu. Almar Örn Hilmarsson, for- stjóri norræna lággjaldaflugfé- lagsins Sterling sem er í eigu FL Group, segir þau flugfélög sem hafa bækistöðvar á stórum flugvöllum á borð við Heathrow verða verst úti. „Við vorum eina flugfélagið sem flaug óraskað frá Bretlandi meðan önnur þurftu að aflýsa eða seinka.“ Almar telur ekki að umtals- verð hækkun verði á fargjöldum lággjaldaflugfélaga. Vissulega kunni kostnaður að aukast vegna hertra öryggiskrafna, hins vegar sé rétt að flugvellirnir beri þann aukakostnað. „Kastrup-flugvöll- ur skilaði til dæmis hálfum millj- arði danskra króna í hagnað á fyrri árshelmingi. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að þurfa að bíða klukkustundum saman eftir flugi. Flugvellirnir verða að bæta við fólki og setja fé í uppbyggingu og skipulag.” 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eftir látlausar verðhækkanir á ferskum laxi frá því í sumar- byrjun 2005 hefur verðið lækkað undanfarið. Hæst fór það í 48 norskar krónur á kílóið nú í júlí en stendur nú í 37-38 norskum krónum. Kristinn Albertsson, fjármála- stjóri hjá Alfesca, segir að í dag sé mögulegt að gera framvirka samninga um kaup á laxi á um það bil 32 norskar krónur miðað við afhendingu frá og með októb- er nk. sem bendir til þess að verð á laxi fari lækkandi. Alfesca studdi stofnun Fish Pool, sem er alþjóðlegur afleiðu- markaður með lax, með það að markmiði að tryggja meiri stöðug- leika í viðskiptum með lax. - eþa VERÐ Á LAXI LÆKKAR EFTIR MIKLAR HÆKKANIR Alfesca er háð verði á laxi sem fór hæst í 48 norskar krónur á kílóið. Verð á laxi lækkar Alfesca skoðar framvirka samninga um kaup á laxi á enn lægra verði. Herrafatakeðjan Moss Bros Group greindi frá því í síðustu viku að sala á fyrstu 26 vikum reikningsársins, fram til júlíloka, hafi dregist saman í fyrsta skipti í fjögur ár. Stjórnendur félagsins segja að hita- bylgjan, sem gekk yfir Bretlandseyjar í sumar, og HM í knattspyrnu séu ástæður þessa sam- dráttar. Forstjórinn Philip Mountford telur að félagið hafi tapað 140 milljónum króna í veltu vegna HM en alls dróst sala saman um 0,75 prósent á milli ára. Unity Investments ehf., fjárfestingarfélag í eigu Baugs Group, FL Group og Kevins Stanford, er stærsti hluthafinn í Moss Bros, með yfir 28 prósenta hlut. Markaðsverðmæti Moss Bros hrundi um fimmtán prósent eftir tíðindin en lækkunin gekk að öllu leyti til baka. Frá því að Unity varð stærsti hluthafinn fyrr í sumar hefur gengi Moss Bros lækkað um tíu prósent. - eþa DRÓ ÚR SÖLU VEGNA HM 2006 Moss Bros- herrafatakeðjan greindi frá samdrætti á fyrri hluta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY IMAGES Dregur úr sölu hjá Moss Bros Hitabylgja og HM ástæður samdráttar. Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir samkeppnishæfustu hagkerfi Evrópu í nýrri skýrslu sviss- neska viðskiptaháskólans IMD og er Danmörk í öðru sæti. Efst á lista yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims eru Bandaríkin, Hong Kong og Singapúr. Ísland er í fjórða sæti á listanum. Í skýrslunni, sem heitir Í leit að bestu norrænu leiðinni, og var gefin út af samtökum atvinnu- lífsins á Norðurlöndunum, kemur fram að Norðurlöndin státi öll af sterkri stöðu í alþjóðlegri sam- keppni. En þrátt fyrir að margt sé líkt með löndunum þá sé ekk- ert eitt norrænt módel sem þau vinni eftir og því geti þau lært hvert af öðru. Þá segir að Norðurlöndin eigi það sameiginlegt að þau eru lítil og samfélögin opin og því hafi alþjóðleg samkeppni þar mikil áhrif. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að þótt Norðurlöndin séu á meðal samkeppnishæfustu landa heims í dag þá sé engin trygging fyrir því að svo verði um aldur og ævi. Er bent á að Þýskaland og Japan hafi verið með efstu þjóðum á listanum fyrir áratug. Því er ekki að skipta nú og segja skýrsluhöfundar það benda til að mikilvægt sé fyrir löndin að geta lagað hagkerfi sín að breyttum tímum. Það hafi Norðurlöndunum tekist fram til þessa. - jab REYKJAVÍK Ísland býr yfir samkeppnis- hæfasta hagkerfi í Evrópu. Í nýrri skýrslu er bent á að hagkerfin verði að geta aðlagast breyttum tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Aðlögun hagkerfa er mikilvæg Íslensk lággjaldafélög tapa ekki á hryðjuverkavá Forsvarsmenn lággjaldaflugfélaga segja ekki búast við að fargjöld hækki vegna hertra öryggiskrafna. Íslensku félögin eru betur í stakk búin til að takast á við seinkanir. FLUGVÉLAR ICELAND EXPRESS Í BIÐSTÖÐU Auknar öryggiskröfur á flugvöllum víða um heim valda íslenskum lággjaldaflugfélögum ekki miklum skaða. Flugfélög með bæki- stöðvar á stórum alþjóðaflugvöllum verða verst úti. Samkvæmt heimildum Markað- arins mun Baugur leggja fram formlegt yfirtökutilboð í House of Fraser öðru hvoru megin við næstu helgi. Er talið að tilboðið hljóði upp á 350 milljónir punda sem jafngildir 47 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um þrjú pró- sent í Kauphöllinni í London á mánudag vegna væntinga um að komið væri að því að Baugur legði fram formlegt tilboð en gáfu lítillega eftir í gær. Fjárfestingarbankinn HBOS, fjárfestarnir Kevin Stanford og Don McCarthy og FL Group verða meðal lykilfjárfesta í kaupum Baugs á bresku keðj- unni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Takist Baugi yfirtakan á House of Fraser verður félagið leiðandi á verslunargötum Bretlands. Meðal eigna Baugs eru Mosaic Fashions sem meðal annars reka Oasis, Coast, Whistles og Karen Millen, leikfangaverslunin Hamleys, Iceland-verslunarkeðj- urnar og Whittard of Chelsea. - hhs HOUSE OF FRASER Búist er við form- legu yfirtökutilboði Baugs í bresku keðj- una HoF öðru hvoru megin við helgina. Styttist í tilboðið Landsvirkjun hefur gert samning við TM Software um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem bygg- ist á IP-símatækni fyrir skrif- stofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Fljótsdalsstöð, Kárahnjúkum. Í verkinu felst meðal annars forritun, uppsetn- ing, prófanir og kennsla á IP-sím- stöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir. Haft er eftir Óskari H. Valtýssyni, fjarskiptastjóra Landsvirkjunar, að símakostnað- ur muni lækka og sveigjanleiki aukast enda sé það Netið sem sé samtengipunktur í stað símalína áður. - jab FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Landsvirkjun og TM Software hafa samið um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á IP-símatækni. Samið um IP-tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.