Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 16
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Rúmlega hundrað konur tóku þátt í hinni árlegu kvennareið í Dölum um síðustu helgi, sem að þessu sinni var farin frá Geir- mundarstöðum við Skarðsströnd. Riðið var yfir Skarð niður að Barmi og hringur tekinn að Klif- mýri sem einnig er á Skarðs- strönd. „Eiginmennirnir komu svo á trússbílum og spiluðu fyrir okkur á gítar og báru fram veit- ingar á hverjum áfangastað,“ segir Gróa Dal Haraldsdóttir reiðkona. „Að endingu grilluðu þeir svo fyrir okkur og þá var mikið húllumhæ. Og við sem vorum ekki búnar að fá nóg fórum svo á pöbbinn eftir grillið og vorum fram eftir nóttu.“ Hún segir að karlarnir skemmti sér engu síður en kon- urnar sem lifa eins og prinsessur þennan dag og er venjulega mán- aðarlöng tilhlökkun fyrir þennan dag. „Ég er alltaf að segja körlun- um að gera eitthvað svipað og við myndum þá stjana við þá en þeir hafa bara ekki rænu á því.“ Farin er ný leið á hverju ári og eru þá heimamenn á því svæði þaðan sem lagt er af stað jafnan ábyrgir fyrir skipulaginu. Sú ábyrgð var því í höndum Skarðstrendinga að þessu sinni og fórst þeim það vel úr hendi að sögn Gróu Dal. - jse Kvennareið í Dölum: Konur ríða og karlar elda ÓLÖF EDDA EYSTEINSDÓTTIR OG GRÓA DAL HARALDSDÓTTIR Þær stöllur nutu dagsins enda fóru þær um á fákum og eiginmenn báru þær á höndum hvar sem þær komu sér af baki. BJÖRN A. EINARSSON Félag eigenda- og rækt- enda landnámshænsna stóð fyrir fegurðarsamkeppni á Hrafnagili. Svo virðist sem íslenski stofninn sé með þeim fáu þar sem eiginleik- ar víkinganna hafa ekki farið forgörðum. Mikill mannfjöldi var saman kominn um síðustu helgi að Hrafnagili í Eyjafirði, en þar fór fram stórsýning Eigenda- og ræktendafélags landnáms- hænsna. Haninn Jónsi á svörtum fötum sigraði í sérstakri fegurðarsam- keppni sem haldin var og hænan Grána var kosin sú fegursta, en það er ekki á hverra færi að vinna til þessara verðlauna. „Til að verða verðlaunahani þarf hann að vera stór og stæltur rétt eins og í hverri annarri fegurðarsam- keppni,“ segir Jóhanna Harðar- dóttir formaður félagsins. „Þeir þurfa líka að vera með fallegt fiður. Þeir mega ekki vera eins og reittir hanar og því mega alls ekki vera göt á þeim, eða eins og einn ungur áhorfandi sagði, „það er svo ljótt þegar sést í kjúklinginn á þeim.“ Svo er það afar mikil- vægt að þeir séu með fallegan kamb og stél.“ Það er líka eins gott fyrir hana að vera stæltur og fallegur því venjulega þarf hver hani að sinna átta hænum. „Grána var afar vel að sigrin- um komin því hún er með svo afskaplega fallegar fjaðrir. Hver einasta fjöður var brydduð, svo er hún þykk og breið að aftan en það þykir gott ef þær eru svolítið mjaðmamiklar og þar að auki er hún brosmild þannig að hún rústaði keppninni eins og ungl- ingarnir myndu segja.“ En hvað eru landnámshænsn? „Þetta eru gömlu íslensku hænsnin sem komið var með fyrir um þúsund árum en enginn vissi að væru til fyrr en fyrir fimm árum, þegar þetta félag kom til skjalanna. Síðan er ræktunin komin í mjög gott horf, ég fékk staðfestingu á því nú fyrir skemmstu þegar ég var á þingi úti í Danmörku þar sem saman voru komnir ræktendur gamalla stofna. Þeir voru á því að Íslend- ingar sköruðu fram úr í þessum efnum. Íslenska hænan er eins og villtur fugl: sjálfbjarga, dugleg, þolir kulda, litfögur og svo eru þær duglegar að verpa. Í nágrannalöndunum hafa þeir verið að reyna að rækta upp sína gömlu stofna en það gengur ekki svona vel. Það virðist bara vera komin úr þeim allur víkingurinn,“ segir Jóhanna, stolt af sínum hænsnastofni. jse@frettabladid.is Má alls ekki sjást í kjúklinginn STOLTIR EIGENDUR MEÐ VINNINGSHAFANA Fegurðarkóngurinn Jónsi á svörtum fötum situr hér á armi eigandi síns Einars Gíslasonar og fegurðardrottningin á armi síns eiganda Atla Vigfússonar. JÓHANNA HARÐARDÓTTIR „Bara allt ljómandi gott, við erum á fullu að undirbúa skólastarfið,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er verið að ganga frá stundatöflunum og niðurröðun í bekki og auk þess eru í gangi hér framkvæmdir á fullu, það er verið að endurbyggja hér Casa Nova.“ Casa Nova er viðbygging við mennta- skólann sem inniheldur fleiri kennslustofur fyrir nemendur skólans. „Byggingin er á áætlun og það eru allar horfur á að húsnæðið verði tilbú- ið við skólabyrjun,“ segir Yngvi, en skólasetning hjá MR verður fimmtudaginn 24. ágúst og hefst almenn kennsla daginn eftir. Að sögn Yngva eru kennarar skólans að tínast inn úr sumarfríinu þessa vikuna. „Auk þeirra þarf að taka á móti nýjum kennurum sem kenna hér við skólann á næsta ári, en hjá okkur eru að byrja fjórtán nýir kennarar,“ segir rektorinn. „Mér líst ljómandi vel á nýja mannskapinn og það er mikill hugur í fólki fyrir komandi skólaár.“ Menntaskólanum var lokað í júlímánuði og þá fór okkar maður beint á fjöll eins og hann reynir að gera hvert sumar. „Ég fór inn á hálendið og það var ljómandi gott eins og alltaf,“ segir göngugarpurinn. „Ég leita til fjalla á hverju ári til að byggja upp kraftinn fyrir komandi átök.“ Torfajökulssvæðið er í miklu uppáhaldi hjá Yngva sem göngusvæði. „Ég og fjölskyldan gistum bara í tjaldi og stílum inn á þá daga þegar það er spáð vel, það er listin,“ segir Yngvi og hlær. Á veturna tekur starfið nær allan hans tíma en þó reynir okkar maður að fara í kvöldgöngu- túra á eitthvert fjallið nágrenni Reykjavíkur. „Ég hef verið duglegur að ganga á Esjuna og á Hengilinn, mér líður best úti í náttúrunni,“ segir Yngvi sem greinilega er mikið náttúrubarn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? YNGVI PÉTURSSON REKTOR MENNTASKÓLANS Í REYKJAVÍK Á fjöll til að endurhlaða batteríin Fjötur um fót „Ýmsir eru fjötrarnir og sumir myndu álíta að svona kristin trú væru fjötrar.“ HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, FORMAÐUR SAMTAKANNA 78, ER EKKI HRIFIN AF AUGLÝSINGU SAM- TAKA TRÚFÉLAGA. FRÉTTABLAÐIÐ, 15. ÁGÚST. Ógnarstjórn „Þetta líkist æ meira fas- istaríki, þar sem njósnað er um borgarana. Ég bíð bara eftir að þeir komi með byssurnar.“ GUÐMUNDUR BECK HEFUR LEYFT MÓTMÆLENDUM AÐ SLÁ UPP TJÖLDUM Í GARÐI SÍNUM VIÐ REYÐ- ARFJÖRÐ. FRÉTTABLAÐIÐ, 15. ÁGÚST. „Maður veit nú varla hverju maður á að trúa í þessu máli, þetta er mikil hringavitleysa og svo margar stað- reyndir sem virðast ekki vera uppi á borðinu að það er erfitt að mynda sér almennilega skoðun. En ef það er satt að virkjunin sé á virku sprungu- svæði og allt geti farið á hreyfingu, þá segir það sig sjálft að mér líst alveg skelfilega á það. Mér finnst það bara út í hött,“ segir Skúli Þórðarson, söngvari og trúbador, aðspurður um niðurstöður úr skýrslu jarðfræðinga um að stíflurnar við Kárahnjúka séu á virku jarðhitasvæði. „Mér heyrist þetta vera afar hroðvirknislega unnið allt saman. Svo gerist allt svo hratt og sífellt nýjar staðreyndir að koma í ljós. Það er kannski einmitt það sem er furðulegt við þetta allt saman að í svona stóru verki skulum við vera að heyra þessi tíðindi núna fyrst. Eins er skrítið að það skuli yfirleitt farið í svona risaframkvæmdir þegar það eru jafn ólíkar skoðanir á þessu. Það hefur líklega alls ekki verið farið almennilega í saumana á þessu til að byrja með. Og svo er ekkert hægt að bakka með neitt út af þessum fyrirtækjum, er ekki búið að gefa út öll blessuð leyfin?“ SJÓNARHÓLL KÁRAHNJÚKAR Á VIRKU SPRUNGUSVÆÐI Furðuleg tíðindi SKÚLI ÞÓRÐARSON SÖNGVARI Ó ! · 8 8 7 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.