Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 11 FLUGSAMGÖNGUR Flugfélag Íslands tók nýverið í notkun tvær nýjar flugvélar að gerðinni DASH 8, sem keyptar voru frá kanadíska flugvélaframleiðandanum Bomb- ardier. Vélarnar eru 37 sæta og munu á meðal annarra verkefna sinna flugi til Grænlands, en Flugfélag Íslands samdi á dögunum við grænlensku heimastjórnina um flug á austurströnd Grænlands næstu fimm árin. Samkvæmt fréttatilkynningu frá flugfélaginu búa nýju vélarn- ar yfir ýmsum eiginleikum sem ekki hafa áður verið í boði á íslenskum flugmarkaði, þær þurfa til að mynda stutta flug- braut og þola meiri krossvind en sambærilegar vélar. Kostnaður við kaup félagsins á vélunum er í kringum tíu milljón- ir bandaríkjadala eða tæplega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Flugfélagið hefur nú yfir að ráða tíu flugvélum, sex Fokker 50, tveimur DASH 8 og tveimur Twin Otter flugvélum. Heildar- farþegafjöldi félagsins var um 350 þúsund á síðasta ári. - æþe Flugfélag Íslands tók tvær nýjar flugvélar í notkun í fyrradag sem þurfa styttri flugbraut en Fokker-vélarnar.: Vélarnar sinna flugi til Grænlands DASH 8 FLUGVÉL Önnur af tveimur nýjum flugvélum sem bættust í flota Flugfélags Íslands í gær. DANMÖRK, AP Danska dómsmála- ráðuneytið hefur farið fram á framsal fyrrverandi SS-foringja frá Þýskalandi til Danmerkur. Søren Kam, sem fæddist í Dan- mörku en hefur nú þýskan ríkis- borgararétt, er sakaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum dönsk- um SS-mönnum, skotið danska blaðamanninn Carl Henrik Clem- ensen til bana í Kaupmannahöfn í ágúst 1943. Kam, sem er 84 ára, hefur við- urkennt að hafa skotið á Clemen- sen, en segist hafa hleypt af eftir að hinir höfðu banað honum. Krufningarskýrsla sem gerð var opinber árið 1997 sýnir þó að skot- unum átta hafi verið hleypt af á sama tíma. Annar félaga Kams var tekinn af lífi í Kaupmannahöfn árið 1946, en hinn hvarf eftir stríð. - smk 63 ára gamalt morðmál: Danskur SS- maður í sigtinu GARÐAR Þjóðfánum Íslands og Kanada var stolið eftir hátíðahöld við hús Stephans G. Stephansson- ar í Görðum, Norður-Dakóta, fyrr í mánuðinum. Hátíðahöldin eru þáttur í árlegri uppákomu Íslendinga í bænum Mountain og sáust tveir karlmenn draga fánana niður að henni lokinni og leggja á flótta. Stephan bjó í Görðum á níunda áratug 19. aldar og er fyrrverandi heimili hans þar enn varðveitt, en í Dakóta gaf Stephan meðal ann- ars út blaðið Fjalla-Eyvind. Dagblaðið Grand Forks Herald greinir frá þessu á heimasíðu sinni. - kóþ Heimili Stephans G. í Dakóta: Íslenskum fánum stolið Ómeiddur eftir óhapp Ökumaður ók bíl sínum út af veginum í Hvalvík í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var maðurinn einn í bílnum og sakaði ekki. Hann mun hafa misst stjórn á bílnum. Bíllinn er ekki talinn mikið skemmdur en var þó sóttur af kranabíl. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA NÝJA-SJÁLAND, AP Te Arikinui Dame Te Atairangikaahu, drottning Maóra-frumbyggja á Nýja-Sjá- landi, lést í gær. Hún var 75 ára að aldri. Te Ata var sjöundi þjóðhöfðingi Maóra, sem brugðust við valda- töku Breta á Nýja-Sjálandi árið 1858 með því að kjósa sér þjóð- höfðingja. Engin völd fylgja emb- ættinu, en sá sem gegnir því er afar virtur meðal Maóranna. Te Ata tók við sem drottning árið 1966, en enginn hefur gegnt embættinu lengur en hún. Faðir hennar, Koroki Te Rata Mahuta Tawhiao konungur, gegndi því á undan henni. Ekki hefur verið ákveðið hver mun taka við embættinu, en hún skilur eftir sig eiginmann, tvo sonu og fimm dætur. Frumbyggjar á Nýja-Sjálandi: Drottning Maóra látin DROTTNING LÁTIN Te Ata, drottning Maóra á Nýja-Sjálandi, lést á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.