Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 18
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Sumarið er tími fornleifaupp- graftar og aldrei hafa verið unnar fleiri rannsóknir á því sviði en í ár. Nú er unnið að rúmlega fimmtíu fornleifa- rannsóknum víða um land og margt merkilegt hefur komið upp úr moldinni. „Við höfum veitt leyfi til fimmtíu fornleifarannsókna í ár og það er rúmlega tvöföldun frá árinu 2002,“ segir Dr. Kristín Huld Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Fornleifa- verndar ríkisins. „Það eru tvær tegundir forn- leifarannsókna sem eru algengast- ar. Annars vegar rannsóknir sem framkvæmdar eru að frumkvæði rannsóknaraðilanna og hins vegar framkvæmdatengdar rannsóknir. Framkvæmdatengdar rannsóknir fara oftast fram í tengslum við virkjana- og vegaframkvæmdir og þeim hefur fjölgað mjög mikið undanfarin ár,“ segir Kristín. Fornleifavernd ríkisins sér um leyfisveitingar til þeirra sem hyggjast framkvæma uppgröft og aðrar fornleifarannsóknir, en stofnunin heyrir undir mennta- málaráðuneytið. Stofnunin hefur starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu. „Við teljum mjög mikilvægt að hafa sérstaka stofnun sem hefur umsjón með fornleifarannsóknum, sérstaklega þar sem þeim hefur fjölgað mikið undanfarin ár,“ segir Kristín. Á slóðum landnema Jesse Byock, prófessor í norrænni fornleifafræði við Háskólann í Kali- forníu, hefur stjórnað uppgrefti í Mosfellsdal undanfarin tíu ár. Þar af hefur verið grafið í sjö ár við Hrísbrú. Ýmsar merkar fornminj- ar hafa fundist við uppgröftinn á Hrísbrú, meðal annars kirkja og grafir úr kristnum og heiðnum sið. Í sumar hefur verið unnið að upp- grefti á langhúsi og stendur hann enn. Nú þegar er búið að grafa upp 26 metra af húsinu og ljóst að það á meira eftir að koma í ljós. „Með fornleifarannsóknum lærum við um hvernig fólk bjó til forna. Til eru ýmsar hugmyndir en með rannsóknunum getum við borið saman þær heimildir sem eru til og niðurstöður rannsókn- anna,“ segir Jesse. Hann segir fornleifarannsóknir mikilvægar svo fólk fræðist um sögu þjóðar sinnar. Hann segir Íslendinga eiga mjög merkilega sögu og það hafi verið hún sem vakti áhuga hans á að koma hingað til lands og hefja rannsóknir. „Ég hafði lesið Íslendingasögur og aðrar heimildir og það varð til þess að ég ákvað að koma hingað í Mosfellsdal,“ segir Jesse. Merkir fundir sumarsins Töluvert hefur fundist af merkum munum við uppgröft í sumar. Þrjár bækur fundust við uppgröft á Skriðuklaustri í Fljótsdal, en það er í fyrsta skipti sem bækur hafa varðveist frá fornleifauppgrefti hérlendis. Um er að ræða skinn- handrit frá fyrri hluta miðalda sem skrifuð eru á latínu með gotnesku letri. Bækurnar fundust í þremur gröfum og lágu þær opnar ofan á brjóstkassa beinagrindanna. Þá var unnið að uppgrefti klausturhús- anna á Skriðuklaustri og fundust ýmsir smærri munir þar. Rústir miðaldakirkju fundust við uppgröft á Gásum í Eyjafirði. Eru það rústir af þremur kirkjum sem stóðu á sama kirkjustæðinu á mismunandi tímabilum og er sú yngsta frá því eftir 1300. Talið er að kirkjan hafi þjónað erlendum kaup- mönnum sem stunduðu viðskipti á Gásum. Á Hólum í Hjaltadal var grafið niður á hús frá miðöldum en það var í öskuhaug. Það hús er með byggingarlagi sem ekki hefur sést áður hérlendis og verður það rann- sakað nánar næsta sumar. Þá var unnið áfram að uppgrefti í prent- húsinu á Hólum en þetta er þriðja sumarið sem grafið er þar. Eftir þetta sumar verða gripirnir sem grafnir hafa verið upp orðnir um 45 þúsund, en grafið hefur verið á Hólum frá árinu 2002. Hólarann- sóknin hefur verið styrkt af Kristni- hátíðarsjóði fram til þessa en sveit- arfélagið Skagafjörður mun frá áramótum styrkja verkefnið. Úrvinnsla og skráning mikilvæg Eins og veðurfar er á Íslandi er ein- ungis hægt að grafa hluta úr árinu. Það eru hins vegar næg verkefni yfir vetrarmánuðina því mikil vinna liggur í úrvinnslu þeirra gagna sem aflað er yfir sumartímann. Þá fer á veturna fram skipulagningarvinna fyrir uppgröft sumarsins. Fornleifavernd ríkisins vinnur nú að fornleifaskrá og er búið að skrá um tuttugu prósent landsins. Kristín Huld segir skráningu forn- minja með mikilvægari verkefnum stofnunarinnar. Góð skráning gagn- ist bæði fornleifafræðingum við frekari rannsóknir og fyrirtækjum sem undirbúa stórframkvæmdir. Skráning fornleifa getur komið í veg fyrir að framkvæmdir tefjist vegna óvæntra fornleifafunda. FRÉTTASKÝRING ÖRLYGUR HNEFILL ÖRLYGSSON hnefill@frettabladid.is Sjávarútvegsráðuneytið íhugar nú að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný eftir 17 ára hlé. Alþjóða hvalveiðiráðið er alþjóðlegt samband um skipulag á hvalveiði. Hvað er Alþjóða hvalveiðiráðið? Alþjóða hvalveiðiráðið var stofnað af Alþjóðlega sáttmálanum um hvalveiði- reglugerðir 2. desember 1946, til að vernda hvalastofninn. Ráðið starfar í trausti þess að aðildarríki vilji sjálfra sín vegna viðhalda hvalastofnunum og taka upp reglugerðir til að vernda stofninn gegn ágangi. Ráðið heldur árlega fundi og færist gestgjafahlut- verkið milli aðildarþjóða á hverju ári. Um hvað er deilt í ráðinu? Frá seinni hluta níunda áratugarins var tekist hart á um verndarstefnu hvalveiði- ráðsins og töldu margir tímabært að hefja hrefnuveiðar, þar sem margir stofnar væru orðnir nógu fjölmennir til að leyfa takmark- aðar veiðar. Upp úr þessu hefur spunnist eitt hatramasta deilumál síðari ára, þar sem þjóðir fylgjandi hvalveiðum efast um lögmæti ákvarðana hvalveiðiráðsins. Hverjir eiga aðild að ráðinu? Ekki er skylduaðild að hvalveiðiráðinu og sögðu Íslendingar sig úr ráðinu árið 1991, þar sem þeir fengu ekki að hefja tak- markaðar veiðar. Þá hafði hvalveiðibann á landinu staðið í tvö ár. Ísland fór aftur í ráðið árið 2002 og stundar nú takmark- aðar hvalveiðar í vísindaskyni. Nú eru um 70 aðildarríki í ráðinu og stunda þau ekki öll hvalveiðar. Átta landanna liggja ekki að sjó. FBL-GREINING: ALÞJÓÐA HVALVEIÐIRÁÐIÐ Sum aðildarríki liggja ekki að sjó Íslendingar eru aðilar að norrænu vopnahléseftirlitsnefndinni á Srí Lanka, SLMM (Sri Lanka Monitoring Mission). Þorbjörn Jónsson er sendi- ráðunautur Íslensku friðargæslunnar. Hvenær hófst aðild Íslands að SLMM og hversu margir Íslend- ingar starfa við nefndina? 2002, þegar henni var komið á fót. Við byrjuðum með tvo en síðastliðin tvö ár hafa fjórir til fimm verið að jafnaði. Þarna hafa verið lögreglu- menn, menn með starfsreynslu frá Landhelgisgæslu, lögfræðingar, fjölmiðlafólk og fleira. Venjulega er gerður samningur til sex mánaða, sem oft hefur verið framlengdur upp í eitt ár. Hvað felst í starfinu? Þetta er borgaraleg sendiferð sem hefur ekkert hernaðarlegt hlutverk og engan búnað til þess. Þetta eru eftirlitsmenn sem fylgjast með vopnahléinu, rannsaka atvik og halda reglulega fundi með aðilum. SPURT & SVARAÐ FRIÐARGÆSLAN Á SRÍ LANKA Borgaraleg sendiferð Aldrei fleiri fornleifarannsóknir BÆKUR FINNAST Á SKRIÐUKLAUSTRI Þrjár bækur hafa fundust við uppgröft á Skriðu- klaustri í sumar. MYND/GUNNAR GUNNARSSON > Fjöldi rannsókna sem Fornleifavernd ríkisins hefur veitt leyfi fyrir. Fjöldi fornleifarannsókna: UPPGRÖFTUR LANGHÚSS Á HRÍSBRÚ Í MOSFELLSDAL Í sumar hefur verið unnið að uppgrefti á langhúsi og stendur hann enn. Nú þegar er búið að grafa upp 26 metra af húsinu og ljóst að það á meira eftir að koma í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL RANNSÓKNIR Í VÍSINDALEGUM TILGANGI: Skálholt í Bláskógabyggð Framhaldsrannsókn á biskupssetri. Kirkjubæjarklaustur í Skaftárhreppi Framhaldsrannsókn á nunnuklaustri. Reykholt í Borgarfirði Framhaldsrannsókn á gamla kirkju- stæði Reykholtskirkju. Þingvellir við Öxará Framhaldsrannsókn á þingstaðnum. Bær í Öræfum, A-Skaftafellssýslu Framhaldsrannsókn á bæ undir Salthöfða. Mosfellssv. Hrísbrú, Leirvogur og Borg. Framhaldsrannsókn á kirkju og álagahól. Skriðuklaustur í Fljótsdal Framhaldsrannsókn á munkaklaustri. Gásir í Hörgárbyggð Framhaldsrannsókn á verslunarstað. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp Framhaldsrannsókn á bæjarstæði. Hólar í Hjaltadal Framhaldsrannsókn á biskupsstól. RANNSÓKNIR GERÐAR VEGNA FYRIRHUGAÐRA FRAMKVÆMDA: Arnarnesland-Akraland, Garðabæ Fornleifarannsókn á tóft vegna fram- kvæmda við íbúðarhverfi. Nesstofa, Seltjarnarnesi Vegstæði að Nesstofusafni. Uppgröft- ur vegna framkvæmda. HELSTU FORNLEIFA- RANNSÓKNIR SUMARSINS – vel lesið Sérblað um skóla og námskeið fylgir Fréttablaðinu 18. ágúst Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband við Helgu Kristjánsdóttur | sími 550-5821 | helga@frett.is • Alþjóðaskólinn • Nýtt háskólanám • Tungumálanámskeið • Dómaranámskeið • Háskólinn á Akureyri • Myndlistarnám • Lesblinda • Skólavörur • Aukin ökuréttindi Meðal efnis er: ÞORBJÖRN JÓNSSON SENDIRÁÐUNAUTUR 2002 23 33 38 40 50 2003 2004 2005 2006* *það sem af er ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.