Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 65
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 13 14 15 16 17 18 19 Miðvikudagur ■ ■ LEIKLIST  22.00 Sviðslistahátíðin ArtFart í húsi Ó. Jónsson & Kaaber. Leikhópurinn B8 sýnir grátbroslega söguleikinn Íslenzk fyndni LOL djók. Höfundur og leikstjóri er Árni Kristjánsson. ■ ■ ÚTIVIST  19.30 Sögusigling um Eyjafjörð á eikarbátnum Húna II. Lagt verð- ur af stað frá Torfunefsbryggju og siglt í um eina og hálfa klukku- stund. Leiðsögumaður um borð verður Hörður Geirsson, safnvörð- ur á Minjasafninu á Akureyri. Skoðaðar verða byggingar og önnur kennileiti í landi, auk þess sem rennt verður fyrir fisk í leið- inni. Siglingin er ókeypis og veiði- stangir um borð. ■ ■ DANSLIST  18.00 Sviðslistahátíðin ArtFart í húsi Ó. Jónsson & Kaaber. Listhópurinn Sarent sýnir RE:RE: RE:RE:RE:RE:RE:RE:No Subject.  20.00 Listahátíðin Art Fart í húsi Ó. Jónsson & Kaaber. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan sýnir dansverkið Meyjarheftið. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Helena Hansdóttir sýnir í Sögusetrinu Hvolsvelli. Sýningin ber heitið Éta og samanstendur af vídeógjörningi, ljósmyndum og innsetningu. Sýningin stendur til 3. september. Sögusetrið er opið alla daga frá 10 til 18.  11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóð- sagan er opin frá kl. 11-17. Fríkirkjuvegur 7. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 8 8 8 DAGAR Í FYRSTA LEIK 3 Í Gallerí Tukt sýna mennta- skólanemarnir Sölvi Snæ- björnsson og Viktor P. Hannesson eigin verk undir yfirskriftinni Ekki borða gulan snjó! Litríkar og skemmtilegar myndir prýða veggi Gallerí Tuktar fram til 25. ágúst. Menntaskólanemarn- ir og vinirnir Sölvi Snæbjörnsson og Viktor P. Hannesson settu þar um sýningu um síðstu helgi sem hefur fengið góðar viðtökur. Verk ungu listamannanna tveggja hanga í bland á vegjunum þótt þau séu í rauninni ekkert skyld innbyrðis. „Það er samt mjög skemmtilegt hvað þetta passar vel saman þegar maður setur þetta upp, eins ólík og þessi verk í rauninni eru,“ segir Viktor sem vinnur verkin sín alfarið í tölvu. Grunnur þeirra eru ljós- myndir sem hann leikur sér með. Sölvi vinnur aftur á móti mikið með blek, klippir út og stenslar. „Vinnslan hjá mér hefur dreifst yfir lengri tíma svo vinnan hefur meira jafnast út, þótt ég hafi nú gert held ég þrjár af þessum myndum í sumar,“ segir Viktor aðspurður um hvernig undirbún- ingi að sýningunni hafi verið hátt- að. Sölvi vinnur hlutina þó með öðrum hætti og segist varla hafa sofið dúr í tveggja vikna aðdrag- anda sýningarinnar, þar sem hann hafi verið upptekinn við að klára myndirnar sínar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri eitthvað svona stórt,“ segir Sölvi og bætir við þeirri ólánssögu af undirbúningn- um að kötturinn hans hafi étið tvær af myndunum sem áttu að fara á sýninguna. Aðspurðir segjast þeir fátt hafa lært í listunum, ef frá eru taldir myndlistartímarnir í Menntaskól- anum við Hamrahlíð þar sem þeir eru báðir að ljúka námi. Sölvi seg- ist þó hafa kynnt sér myndasögu- gerð í Myndlistarskólanum og Viktor minnist á að hafa unnið í ljósmyndaverslun og lært þar nokkur trikk í ljósmyndavinnslu. Þeir stefna þó báðir á listnám eftir að menntaskólanum lýkur, jafnvel erlendis. Ljóst er að viðtökur við sýn- ingu félaganna eru góðar, því margar myndanna eru merktar með rauðum depli. Aðspurðir um hvort þeir séu búnir að selja mikið segjast þeir svo vera. „Aðallega hann samt, ég er bara búinn að selja eina,“ segir Sölvi svo, hlær og bætir við að Viktor hafi verið að selja eina mynd rétt í þann mund sem blaðamaður steig í sýn- ingarsalinn. „Mamma á svo þessa,“ segir Viktor og bendir á eina mynd sem enn á eftir að merkja með rauðum depli. Sýning Sölva og Viktors er opin alla virka daga milli klukkan níu og sautján í Gallerí Tukt, Póst- hússtræti 3-5, en gengið er inn í gegn um skrifstofu Hins hússins. Síðasti sýningardagur er 25. ágúst. annatfrettabladid.is Kötturinn át tvær myndir UNGIR LISTAMENN Í GALLERÍ TUKT Félagarnir Sölvi Snæbjörnsson og Viktor P. Hannesson eru með samsýningu í Gallerí Tukt en félagarnir eru menntaskólanemar og sjálflærðir listamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN ÓLÍK VERK SEM ÞÓ PASSA VEL SAMAN Sölvi og Viktor segja að þeim hafi komið á óvart hversu vel verkin þeirra pössuðu saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.