Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Geir H. Haarde forsætisráðherra skipaði í fjármálaráðherratíð sinni sérstakan starfs- hóp sem falið var að skoða hvort CFC- löggjafar væri þörf hér á landi. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og laga- skrifstofu fjármálaráðuneytuneytisins, fór fyrir starfshópnum. „Með alþjóðavæðing- unni vakna ótal spurningar og þar á meðal sú hvernig megi koma í veg fyrir að fyrirtæki flytjist úr landi í þeim eina tilgangi að kom- ast hjá eða lágmarka skattgreiðslur,“ segir Maríanna. Hún segir mikið um það að fyrirtæki flytji starfsemina úr landi að nafninu til. Ákvarðanataka, yfirráð og eign- arhald séu hins vegar enn hér á landi. „Þetta er í sjálfu sér eðlileg þróun. Við göngum í EES og í kjölfarið dynur alþjóðavæðingin á okkur. Það má segja að þetta sé einn angi hennar.“ Maríanna segir hins vegar að CFC-reglunum sé langt í frá beint gegn útrásarfyrirtækjum. Mikilvægt sé að greina á milli fyrirtækja sem flytji raunveru- lega starfsemi úr landi og hinna sem fyrst og fremst vilja lág- marka skattgreiðslur með sýnd- argerningum. „CFC-reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að menn stofni skúffufyrirtæki úti í heimi í skattalegum tilgangi og engum öðrum. Reglurnar eiga ekki að refsa mönnum sem sjá viðskipta- tækifæri erlendis og grípa þau.“ BEINT GEGN SKÚFFUFYRIRTÆKJ- UM Maríanna telur að lýsa megi til- gangi CFC-reglna best með dæmi: Jón Jónsson, sem á ráðgjafarfyrir- tæki á Íslandi, ákveður að stofna fyrirtæki á Ermarsundseynni Guernsey. Ráðgjafarfyrirtækið á Íslandi selur því næst fyrirtæk- inu á Guernsey alla þjónustu á kostnaðarverði. Fyrirtækið á Guernsey selur síðan þjónustuna áfram. Þannig er fyrirtækið á Guernsey einungis milliliður. Þjónustan og verðmætin verða öll til heima á Íslandi. Skráning sölunnar fer hins vegar fram á Ermarsundseyjunum og virðisaukinn verður þar með eftir á eynni. „Í þessu ímyndaða tilviki er verið að færa verðmætin sem verða til á Íslandi til þessa tiltekna lágskattasvæðis. CFC-reglunum er ætlað að sækja þessi verðmæti aftur og færa þau til skattlagningar hér á landi.“ Velflest lönd í kringum okkur hafa komið sér upp CFC-löggjöf. Maríanna segir oft erf- itt að greina á milli sýndarfyrirtækja og ann- arra sem hafa raunverulega starfsemi, þess vegna sé CFC-löggjöf óhjákvæmilega stór í sniðum og flókin. Algengt sé að hún sé felld inn í tekjuskattslöggjöf viðkomandi ríkja en aðrir hafi farið þá leið að búa til sjálfstæða lagabálka. „Þessi löggjöf er þannig byggð Einn angi alþjóðavæðingarinnar Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og lagasviðs í fjármálaráðuneytinu, hefur kynnt sér CFC-löggjöf víða um lönd. Hún telur nauðsynlegt að vanda til verka eigi að koma upp slíkri löggjöf hér á landi enda sé oft erfitt að greina á milli skúffufyrirtækja og raunverulegra. Jón Skaftason spjallaði við Maríönnu og komst að því að mikil rannsóknar- og undirbúningsvinna hefur farið fram í fjármálaráðuneytinu. FRÁ GUERNSEY Á Ermarsundseynni Guernsey er auðvelt fyrir félög í eigu erlendra aðila að fá skattaundanþágu. Alþjóðlegir fjárfestar sækja enda þangað í miklum mæli. Landsbanki Íslands keypti nýlega banka á eynni. Indriði H. Þorláksson ríkis- skattstjóri telur engan vafa á því að CFC-löggjafar sé þörf hér á landi. Hann segist sjá aukin merki þess að menn not- færi sér glufur í skattalögum til að lágmarka skattgreiðslur. „Þetta er allútbreitt. Hjá mörgum fjármálafyrirtækj- um er stór hluti hlutafjárins í höndum félaga sem skráð eru erlendis. Þessi félög eiga síðan hlutafé í íslenskum félögum að nafninu til en telja ekki fram hér á landi.“ Indriði segir íslensk félög skráð víða um heim, í Lúxemborg, á Ermarsunds- eyjunum og í Kyrrahafinu. Yfirleitt borgi menn engan skatt á viðkomandi stað held- ur greiði einungis stofn- og árgjöld. „Það eru engar kvaðir sem hvíla á þessum aðilum; engin hlutafjárlöggjöf, engin upplýsingaskylda eða skylda til að birta ársreikninga. Þetta eru í flestum tilvikum hrein gervifélög.“ CFC-löggjöf hefur reynst vel í baráttunni gegn gervifé- lögunum, segir Indriði. Væri slíkri löggjöf komið á hér á landi yrði það til mikilla bóta. „Íslenski aðilinn verður þá tilkynningaskyldur um starf- semi, tekjur og eignir þessara félaga með nákvæmlega sama hætti og um innlend félög væri að ræða.“ Indriði segir Ísland skera sig frá nágrannalöndunum að þessu leyti. Flest ríki hafi lagt mikla áherslu á að þrengja snöruna um háls sýndarfé- laga. „Nánast öll þróuð ríki eru með CFC-löggjöf. Það er orðin leitun að Evrópuríki sem hefur ekki svona löggjöf og hún hefur verið til staðar í Bandaríkjunum í nokkra ára- tugi. Flest ríki hafa reynt að gera þessum félögum eins erf- itt fyrir og mögulegt er.“ Ákvæði skattalaga frá 2003 sem ætlað er að taka á óeðli- legum tilflutningi skatta eru of veik og flókin að mati Indriða. Jafnframt sé erfitt og kostn- aðarsamt að beita þeim. Til að mynda þurfi að höfða mál í hvert skipti sem grunur leikur á ólöglegum undanbrögðum. „Til að beita megi þeim úrræð- um sem við höfum þarf að sýna fram á að raunveruleg fram- kvæmdastjórn og að daglegur rekstur sé hér á landi. Hins vegar fela þessi félög erlend- um endurskoðunarskrifstofum eða lögfræðistofum að sjá um framkvæmdastjórn og komast þannig kringum reglurnar.“ Íslendingum er vissulega heimilt að stofna félög erlend- is, eða eiga bankareikninga. Hins vegar er ólöglegt að gefa eignirnar ekki upp hér á landi. „Það sem er ólöglegt er að telja ekki fram til skatts. Íslenskir ríkisborgarar eiga að borga skatt af öllum eignum sínum og tekjum, hvar sem þær eru í heiminum.“ Indriði segir mun erfiðara að hafa hendur í hári þeirra sem svíkja undan skatti gegn- um sýndarfélög erlendis en þeirra sem beita rótgrónari aðferðum. „Þau lönd sem um er að ræða veita ekki upplýs- ingar til annarra landa nema í undantekningartilvikum, og þá einungis sé um það beðið. Upplýsingaflæðið er ekkert.“ Indriði segist ekki trúa öðru en að CFC-löggjöf verði komið á hér á landi fyrr en seinna. „Ég er á því að þetta sé nauð- synlegt skref að taka. Flest nágrannalanda okkar hafa tekið upp slíka löggjöf og ég sé ekki að önnur lögmál gildi hér á landi.” - jsk Mikið um hrein gervifélög Ríkisskattstjóri telur nauðsynlegt að taka CFC-löggjöf í gagnið hér á landi enda fjölgi erlendum sýndarfélögum í eigu Íslendinga hratt. Íslenskum ríkisborgurum beri að greiða ríkinu skatt af tekjum sínum og eignum, hvar sem þær eru í heiminum. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON, RÍKIS- SKATTSTJÓRI Mun erfiðara er að hafa hendur í hári þeirra sem svíkja undan skatti gegnum sýndarfélög erlendis en þeirra sem beita hefðbundnari aðferð- um. „Þau lönd sem um er að ræða veita ekki upplýsingar til annarra landa nema í undantekningartilvikum, og þá einungis sé um það beðið.“ Hvað eru CFC-reglur? Meginmarkmið CFC reglna er að koma í veg fyrir óeðlilegan tilflutning skatta frá einu ríki til annars í þeim tilgangi að komast undan eða lágmarka skattgreiðslur. Reglunum er einkum beint gegn sýndarfyr- irtækjum sem stofnuð eru á lágskattasvæðum án þess að fylgi virk starfsemi. CFC-reglur lúta að skatt- lagningu svokallaðra óvirkra tekna eða fjármagnstekna, svo sem arði, vöxtum og þóknun- um. CFC er skammstöfun á „Controlled Foreign Company“, eða erlent félag í eigu innlends aðila. Flest vestræn ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin utan Íslands, hafa lögfest CFC-regl- ur. Hér á landi eru lagaleg úrræði gegn skattalegum sýnd- argerningi takmörkuð þótt í tekjuskattslögum frá 2003 sé að finna ákvæði almenns efnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.