Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Aðalheiður Halldórsdóttir dansari eyddi nokkrum dögum uppi á Snæfelli, þar sem Íslandsvinir voru með friðsamleg mótmæli gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Að sögn Aðalheiðar voru samtökin með tjaldbúðir sem hægt var að gista í, matast og hlýða á tónlist eða fyrirlestra manna eins og Andra Snæs Magnússonar rithöfundar og Gríms Björnssonar jarðfræðings. Þátt- takendur nýttu síðan veðurblíðuna til þess að fara í 10-12 tíma göngu einn daginn sem lauk með tíu mínútna langri friðsamlegri mótmælastöðu. „Það var stöðugt rennsli af fólki þessa daga, bæði Íslendingar og útlendingar, sem vildu annað hvort kynna sér málstaðinn eða styðja hann,“ bætir Aðalheiður við, sem gekk sjálf til liðs við Íslandsvini til að upp- fræða almenning betur um þær hliðar virkj- anaframkvæmda sem hún segir haldið leyndum. „Ef fólk vissi allan sannleikann, þá væru allir á móti þessari stóriðjustefnu,“ segir hún. Aðalheiði finnst að Íslendingar eigi að varðveita betur einstaka ósnortna náttúr- una en tekist hefur í nágrannalöndunum. „Ég vil ekki að það fari eins fyrir Íslandi og Holllandi þar sem ég bjó um tíma og fannst vera hálf sálarlaust af því að svo mikið hefur verið átt við umhverfið, eins undar- lega og það kann að hljóma,“ segir hún með hryllingi. „Kosturinn við að búa á Íslandi er hins vegar hversu stutt er í ósnortna náttúruna, sem er full af orku,“ segir Aðalheiður. „Það er góðu lagi að virkja svo hér sé hægt að búa, en þar við á að láta sitja. Eins og staðan er nú eru 80 prósent af raforku á Íslandi hins vegar framleidd fyrir stóriðju, sem nær engri átt.“ roald@frettabladid.is Heilluð af ósnortinni náttúru Íslands Aðalheiður segir náttúrufegurðina á Snæfelli ótrúlega og finnst skömm að því hvernig farið er með svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.21 13.32 21.41 Akureyri 4.55 13.17 21.36 Bágt í kladdann Camry og Caliber viðkvæmir fyrir aftanákeyrslum. Í niðurstöðum árekstraprófana Insurance Institute for Highway Safety í Bandaríkjunum kemur fram að tveir vinsælir bílar stóðust ekki væntingar hvað varðar öryggi farþega. 2007 árgerðin af Toyota Camry fékk góða einkunn fyrir árekstur á framenda og skipaði sér í fremstu röð þegar kom að hliðarárekstri. Þegar kom að árekstri á afturenda var einkunninn hinsvegar „á mörkunum“. Sömu sögu var að segja af 2007 árgerðinni af Dodge Caliber, sem fékk líka einkunnina „á mörkunum“ fyrir hliðarárekstur. Stofnunin bendir þó á að Caliber sé engu að síður öruggari en Neon, sem hann tekur við af. Toyota Camry kom vel út í prófunum IIHS, þar til kom að aftanákeyrslum. Kvennarúntur Fornbílaklúbbs Íslands verður farinn í kvöld frá Árbæjarsafni. Sérstök áhersla verður lögð á að konur aki fornbíl- unum, eða í versta falli mæti með sinn eiginmann, kærasta, föður eða bróður sem bílstjóra. Farinn verður rúntur um bæinn, sem hefst kl. 21. Ferðaþjónusta bænda stendur fyrir ferð til St. Pétursborgar dagana 27. september - 4. okt- óber. Um er að ræða spennandi vikuferð til borgarinnar sem var höfuðborg Rússlands á árunum 1712-1918 og hét síðar um tíma Leníngrad. Fararstjóri ferðarinnar er maður með reynslu, en Pétur Óli hefur búið árum saman í borginni og þekkir því hvern krók og kima. Skólaföt eru einhver ánægjuleg- asta vísun í haustið sem um getur. Á útsölunum núna má gera góð kaup svo hægt sé að vera fínn í tauinu þegar skólinn byrjar. Málið er að finna það flottasta frá því í sumar í bland við sígilda strauma. 80‘s ökklastrigaskór, þröngar gallabuxur, skyrtur og hnepptar afapeysur handa strákunum og víðar buxur með stroffi, teygjugalla- buxur, leggings og kjólar sem passa við fyrir ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR TÍSKA ] GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 16. ágúst, 228. dagur ársins 2006. MARGT BÝR Í MYRKRINU Jónas Þorsteinsson stendur fyrir skipulögðum ferðum um Reykjavík þar sem draugar eru í aðalhlutverki. FERÐIR 2 VEGUR AÐEINS 23 KÍLÓ Mini-moto hjólin eru nýjasta mótorsportið á Íslandi. BÍLAR 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.