Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 70
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Loksins virðist eitthvað nýtt vera að gerast í bresku popp/rokki. Bylgjan sem Chris Martin og félagar komu af stað fyrir of mörgum árum er orðin frekar þreytt og því hlaut að koma að breytingu. Hér er þó ekki um neina byltingu að ræða. Hljóm- sveitin Guillemots hefur ekki verið starfandi lengi en aðalmað- urinn á bak við hana, Fyfe Dang- erfield, ásamt félögum í hljóm- sveitinni hefur tekist að skapast einhverja aláhugaverðustu popp- plötu sem komið hefur út í Bret- landi í nokkuð langan tíma. Stór orð en engu að síður sönn. Platan Through the Window- pane þarf reyndar smá tíma í spil- aranum áður en hún almennilega nær til hlustandans. Melódíurnar eru einfaldar og áreynslulausar og þrátt fyrir að mörg laganna séu skreytt með ýmiss konar auka- hljóðum, hefðbundnum og óhefð- bundnum, falla þau vel að laglín- unum þannig að úr verður skemmtileg heild, ómmikil en samt yfirveguð. Guillemots fara ekki ótroðnar slóðir en þó skynjar maður samt að hér er eitthvað nýtt á sveimi. Þú þarft ekki annað en að hlusta á kontrabassaleik Arist- azabals Hawkes til að fá þá tilfinn- ingu. Tala nú ekki um ef lokalagi plötunnar, hinu rúmlega ellefu mínútu langa São Paulo, er gefinn gaumur. Aðalmaðurinn, Dangerfield, hljómar reyndar á tímum hættu- lega líkt David Gray en í laginu Blue Would Still Be Blue heldur rödd Dangerfields laginu algjör- lega uppi við lágt og minimalískt undirspil og sannar þar sönghæfi- leika sína. Þannig er með margt annað á plötunni, margt sem við fyrstu sýn er öðruvísi en það reyn- ist vera. Platan er þannig aðgengi- leg en samt framsækin. Popp- slagarnir Made Up Lovesong #43 og Annie, Let‘s Not Wait grípa hlustandann um leið og titillag plötunnar er án efa eitt af lögum ársins. Inn á milli má þó heyra tóna sem mér finnst að eigi ekki að vera þar en þeir eru sem betur fer fáir. Guillemots eru ekki nýir Radio- head, Oasis eða Coldplay og hún er svo sannarlega ekki að finna upp hjólið en Guillemots tekst hins vegar að senda frá sér plötu þar sem heildarsvipurinn er frábrugð- inn flestu öðru sem komið hefur frá Bretlandi á undanförnum misserum. Einfaldlega hin fínasta plata. Steinþór Helgi Arnsteinsson Framsækið en hlýlegt popp frá Guillemots GUILLEMOTS THROUGH THE WINDOWPANE Niðurstaða: Ein áhugaverðasta plata sem komið hefur frá Bretlandseyjum í dágóðan tíma. Virðist vera einföld og jafnvel einhæf við fyrstu hlustun en er í raun framsækin og frum- leg og jafnframt aðgengileg og þægileg. Kevin Federline, sem þekktastur er fyrir að vera eiginmaður söng- konunnar Britney Spears, hefur neyðst til að stofna eigið plötuút- gáfufyrirtæki. Drengurinn þráir ekkert heitara en að vera rappari en eftir að öll stóru útgáfufyrir- tækin höfnuðu tilraunalagi hans „PopoZao“ ákvað hann að fara þá leið að gefa út nýjustu plötuna sína á eigin vegum. Útgáfufyrir- tækið hefur fengið nafnið Feder- ation Records og er í eigu Fed- erlines og umboðsmanns hans, Dans Dymtrow. Undirbúningur fyrir útgáfu nýju plötunnar er kominn á fulla ferð, en búist er við að hún komi út í október. Er Federline meðal ann- ars búinn að taka upp myndband við lagið „Lose Control“ sem hann kynnir á Teen Choice verðlaunun- um í næstu viku. Segja heimildarmenn sem þekkja til parsins að Kevin Fed- erline sé sannfærður um að efni hans nái stórkostlegum vinsæld- um, enda sé hann staðráðinn í að verða vinsælli en eiginkonan. Kevin stofnar plötuútgáfu KEVIN FEDERLINE ÁSAMT FRÚNNI Federline er farinn að rappa og þráir að verða frægari en eiginkonan, Britney Spears. Colin Farrell hefur ekki útilokað að hann muni taka að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum Ballykiss- angel sem skutu leikaranum írska upp á stjörnuhimininn fyrir nokkr- um árum en í undirbúningi eru nú framhaldsþætttir af þessari vin- sælu þáttaröð. Farrell er á fullu við að kynna kvikmyndina Miami Vice sem fengið hefur frábæra dóma en það breytir víst ekki þeirri staðreynd að Farrell virðist tilbúinn að leggja framleiðendum þáttanna lið ef þeir óska eftir nær- veru hans. „Ef hlutverkið er rétt myndi ég slá til. Ég byrjaði í Ballykissangel og naut þess að leika í þáttunum,“ sagði Farrell. Farrell aftur á skjáinn COLIN FARRELL Leikur aðalhlutverkið í Miami Vice en útilokar ekki endurkomu í sjónvarpið. Fyrirsætubransinn er með þeim allra hörðustu því daglega þurfa stúlkurnar að leggja ýmislegt á sig til að ná augum þeirra sem öllu ráða. Þegar fyrirsæturnar hafa komið ár sinni vel fyrir borð bíður þeirra frægð og frami þar sem tískuhönn- uðirnir leggja sig í líma við að fá þær til sín. Enginn vill hins vegar verða á milli þegar slær í brýnu með fallegustu konum heims. Nú eru tvær af frægustu og „bestu“ fyrirsætum heims komn- ar í hár saman og ágreiningsefnið: Jú, hver þeirra er „Líkaminn“. Fréttavefur Sky News er með fréttaúttekt á þeirri stððu sem komin er upp. Hingað til hefur „Íslandsvin- konan“ Elle Mac- pherson borið nafnið „The Body“ eða „Líkaminn“ vegna nánast fullkomins vaxtar. Macpher- son hefur náð langt með þessu atvinnu- heiti sínu síðast- liðin tuttugu ár en nú virðist sem arftaki hennar sé fundinn, þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum. Í auglýsingu fyrir nýjasta brjósta- haldara Victoria‘s Secret, The Body Bra, segir Heidi. „Ég er köll- uð „Líkaminn“ og nú er kominn með brjóstahaldari nefndan í höf- uðið á mér.“ Þessi setning hefur farið held- ur betur fyrir brjóstið á undirfata- línu Elle Macpherson og talsmað- ur fyrirtækisins segir að þegar þau hafi séð umrædda auglýsingu hafi allir sopið hveljur. „Við erum með heilan helling af auglýsingum sem tengja Elle við nafnið „The Body“,“ sagði talsmaðurinn við fjölmiðla. „Tískutímarit og versl- anir tengja Elle McPherson við nafnið The Body,“ bætti talsmað- urinn við. Fulltrúi Victoria‘s Secret gaf hins vegar lítið fyrir ásakanir um stuld og sagði að Heidi hefði borið þetta starfsheiti í tíu ár í auglýs- ingum fyrirtækisins. „Það hafa alltaf verið til fyrirsætur sem hafa borið þennan titil og nægir þar að nefna Brigitte Bardot og Ursulu Andress og einhverjar fyrirsætur framtíðarinnar koma til með verða þessa heiðurs aðnjótandi.“ Fyrirsætustríð í uppsiglingu BRIGETTE BARDOT Var oft nefnd The Body á árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES NÝJA HERFERÐIN Mikið er gert út á nafnið The Body í auglýsingaherferð Victoria‘s Secret sem skartar sjálfri Heidi Klum. HVOR ER LÍKAMINN? Heidi Klum og Elle Macpherson eru komnar í hár saman vegna starfs- titilsins The Body en þær segjast báðar geta borið nafnið með stolti. MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 og 8 STICK IT kl. 8 og 10.20 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 og 8 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 STORMBREAKER kl. 6 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR H.J.MBL Ó.T. Rás 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.