Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 71
LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Laugardag 19. ágúst kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudag 20. ágúst kl. 15 Uppselt Sunnudag 20. ágúst kl. 20 Uppselt Föstudag 25. ágúst kl. 20 Uppselt Laugardag 26. ágúst kl. 20 Laus sæti Laugardag 2. september kl. 20 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 15 Sunnudag 3. september kl. 20 Fimmtudag 7. september kl. 20 Föstudag 8. september kl. 20 Laugardag 9. september kl. 20 Sunnudagur 10. september kl. 16 Föstudagur 15. septemberkl. 20 Laugardagur 16. september kl. 20 Harry prins er að öllum líkindum búin að koma sér í mikil vandræði en þessi yngri sonur Díönu og Karls Bretaprins hefur oft komið sér á forsíður slúðurblaðanna fyrir misgáfulegt athæfi. Götublaðið The Sun birti í gær mynd af því þegar Harry grípur um brjóst ungrar stúlku á nætur- klúbbi í London. Harry er sem kunnugt er í tygjum við þokkadís- ina Chelsy Davy en lét það ekki aftra sér frá því að þukla aðeins á brjóstum hinnar 21 árs gömlu Natalie Pinkham. Samkvæmt sjón- arvottum lét Harry stúlkuna varla í friði á næturklúbbnum og gerði hosur sínar grænar fyrir ung- frúnni. „Hann kyssti andlit hennar og á einhverjum tímapunkti tók hann utan um Natalie og greip um brjóstið á henni,“ sagði einn sjón- arvotta. „Henni virtist aðeins bregða en kippti sér annars lítið upp við þessa tilburði prinsins“ bætti sjónarvotturinn við. Harry komst einnig á forsíður blaðanna þegar hann birtist í nas- istabúningi á grímudansleik en athæfið olli mikilli reiði á Bret- landi. Líklegt verður þó að teljast að þessi forsíða The Sun muni ein- göngu valda uppþoti á vígstöðvun- um heimafyrir. Prinsinn grípur í brjóst HARRY PRINS Hefur komið sér í vandræði heimafyrir eftir að hafa gripið um brjóst ungrar stúlku á næturklúbbi í London. Leikkonan Kate Hudson og rokk- arinn Chris Robinson er skilin samkvæmt talsmanni leikkonunn- ar, Brad Cafarelli. Hudson og Robinson giftust á gamlárskvöld árið 2000 og eiga saman tveggja ára gamlan son, Ryder Russell. Kate Hudson er dóttir leikkonunn- ar Goldie Hawn og fósturdóttir leikarans Kurt Russell en Robin- son er söngvari Black Crowes. Hudson var tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir leik sinn í kvik- myndinni Almoust Famous og leik- ur á móti þeim Owen Wilson og Matt Dillon í You, Me and Dupree. Hudson vann í síðasta mánuði mál sem hún höfðaði gegn Nation- al Enquirer sem höfðu birt fréttir þess efnis að hún ætti í erfiðleik- um með að halda niðri mat. Birtu þeir myndir af leikkonunni og sögðu að hún væri „hrikalega grönn“ auk þess sem haft var eftir móður hennar að hún ætti að borða eitthvað. Þetta reyndist allt byggt á sandi, blaðið baðst afsökunar og greiddi Hudson bætur. Hudson skilin HUDSON OG ROBINSON Eru skilin eftir sex ára hjónaband en Robinson er tólf árum eldri en Hudson. Michael Douglas hefur endanlega upplýst hver sé sagan á bak við einhverja þekktustu slúðurfrétt síðari tíma þegar blöðin kepptust um að segja frá kynlífsfíkn leik- arans. Þetta var sem sagt allt til- búningur sem var eingöngu not- aður til að selja blöðin. Douglas sagði í viðtali fyrir skömmu að hann hefði farið í meðferð við áfengi en það hefði fjölmiðlum þótt of leiðinleg frétt. „Tímarnir breytast og kynlíf selur. Árið 1990 fór ég í meðferð vegna þess að ég drakk of mikið. Þá hefur einhver snillingur á ritstjórn slúðurblaðs sagt að þetta væri leiðinleg frétt, enn einn leikarinn á leið í með- ferð, látum hann kljást við kyn- lífsfíkn,“ sagði Douglas sem lék meðal annars í Basic Instinct en talið hefur verið að sagan sé kom- inn til vegna opinskárra ástaratr- iða í þeirri mynd. Douglas lýsti því síðan yfir á dögunum að hann hyggðist aldrei aftur leysa niður um sig brækurn- ar í kvikmynd. Hann væri einfald- lega orðinn of gamall fyrir svo- leiðis vitleysu. Michael Douglas var aldrei kynlífsfíkill MICHAEL DOUGLAS Hefur loksins upplýst að meðferðin sem hann fór í fyrir tæpum 20 árum var ekki fyrir kynlífi heldur áfengi. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES. Bandaríkjamenn þekkja betur til heimkynna Ofurmennisins en eigin sólkerfis og fleiri vita hver Harry Potter er en Tony Blair. Þetta kemur fram í könnun Zogby International sem framkvæmd var á netinu. Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt vissi hver töfrastrákur J.K.K. Rowling var en aðeins færri höfðu hugmynd um hver forsætis- ráðherra Breta væri sem stutt hefur dyggilega við stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak. „Niðurstöð- urnar sýna ekki hversu heimskir Bandaríkjamenn eru,“ sagði Robert Thompson, prófessor við sjónvarps- og afþrey- ingar- miðstöðina í New York. „Þetta sýnir eingöngu hversu áhrifamikil popp- menningin er og hversu vel henni er dreift,“ útskýrði hann. Fleiri skemmtilegar nið- urstöður komu í ljós í þessari könnun því sex af hverjum tíu vissu hvað sonur Hómers Simpson hét en færri gátu nefnt aðra Hómerskvið- una. Rúmlega sextíu pró- sent vissu að Ofurmenn- ið er frá Krypton en aðeins einn af hverjum sjö vissi að Merkúr væri sú pláneta sem væri næst sólu. Þá áttu þátt- takendur ekki í erfiðleikum með að segja hverjir væru The Three Stooges en aðeins fjörutíu prósent vissu hverjar væru þrjár megin- stoðir stjórnkerfisins í banda- rískri stjórnsýslu. Könnunin var haldin í tilefni af opnun netleiks- ins Gold Rush sem AOL stendur fyrir. Þekkja Potter betur en Blair OFURMENNIÐ Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni vissu að Ofurmennið væri frá Krypton. Færri vissu hins vegar að Merkúr væri sú pláneta sem væri næst sólu. HARRY POTTER Fleiri vita hver hann er en breski forsætisráðherrann Tony Blair.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.