Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Jón Skaftason
skrifar
Stjórn enska knattspyrnufélags-
ins Aston Villa hefur samþykkt
tilboð bandaríska auðkýfingsins
Randys Lerner í félagið. Nú þarf
einungis samþykki meirihluta
hluthafa til þess að kaupin verði
að veruleika. Fjárfestingafélag
Lerners, RAL, greiðir 8,5 millj-
arða króna fyrir 56,85 prósenta
hlut í Aston Villa.
Öldungurinn Doug Ellis, sem
verið hefur meirihlutaeigandi
auk þess að gegna starfi stjórn-
arformanns frá árinu 1982, mun
hætta afskiptum af félaginu. Ellis
hefur alla tíð verið gríðarlega
óvinsæll hjá áhang-
endum Aston Villa;
hann hefur þótt halda
fremur fast um budd-
una og að auki sýna
aðdáendum félagsins
lítilsvirðingu.
„Það hefur verið
gríðarlega ánægjulegt
að starfa hjá Aston
Villa. Ég hef bæði verið
stjórnarformaður og
meirihlutaeigandi í
meira en tvo áratugi
og starfað hjá félaginu
síðan 1968. Ég lít til
baka með stolti,“ sagði Ellis.
Fjögur fjárfestingafélög
sýndu Aston Villa áhuga en
stjórn félagsins taldi
tilboð Lerners fýsi-
legast. Litið hafði út
fyrir að ekki næð-
ist samkomulag um
kaupin þar sem Ellis
setti það skilyrði að
fá nafnbótina heið-
ursforseti. Lerner tók
það ekki í mál og svo
virðist sem Ellis hafi
að lokum látið undan.
Lerner hefur lofað
nýjum knattspyrnu-
stjóra Aston Villa,
Martin O´Neill, fjár-
magni til leikmannakaupa. Þá
hyggst Lerner afskrá félagið af
hlutabréfamarkaði.
Ellis víkur úr sæti
Tilboð bandarísks auðkýfings í Aston Villa hefur verið sam-
þykkt. „Deadly“ Doug Ellis hættir afskiptum af félaginu.
„DEADLY“ DOUG ELLIS
Bandaríski auðkýfingurinn
Randy Lerner greiðir 8,5
milljarða króna fyrir tæp-
lega sextíu prósenta hlut
í Aston Villa. Aðdáendur
félagsins eru ánægðir með
brotthvarf Dougs Ellis.
Jeffrey Skilling, fyrrverandi
forstjóri hins fallna bandaríska
orkurisa Enron, þarf að greiða
rúma þrettán milljarða króna
í sekt fyrir sinn hlut í málinu.
Sektin var hækkuð á dögunum
í kjölfar fráfalls Kenneths Lay,
sem gegndi starfi forstjóra á
undan Skilling. Skilling verður nú
einnig gert að greiða hluta Lays.
Báðir voru þeir fundnir sekir
um fjársvik í maí síðastliðnum,
dæmdir til fangelsisvistar og gert
að greiða háar sektir. Lay féll hins
vegar frá þann fimmta júlí.
Enron varð gjaldþrota árið
2001. Skuldir fyrirtækisins námu
þá tvö þúsund og þrjú hundruð
milljörðum króna. Fjögur þúsund
manns misstu vinnuna í kjölfar
gjaldþrotsins.
Skilling, sem fundinn var
sekur í nítján af tuttugu og átta
ákæruliðum, hyggst áfrýja dómn-
um. -jsk
Sekt Enron-stjóra hækkuð
Fyrrverandi forstjóra Enron verður gert að greiða
hærri sekt í kjölfar fráfalls félaga hans.
KÓNGUR Í RÍKI SÍNU Jeffrey Skilling
var á sínum tíma hampað sem einu af
óskabörnum bandarísks viðskiptalífs.
Hann á yfir höfði sér langa fangelsisvist
og þarf að greiða milljarða í sektir.
Hagvöxtur jókst um 0,9 pró-
sent á evrusvæðinu á öðrum
fjórðungi ársins, samkvæmt
útreikningum Eurostat, hag-
stofu Evrópusambandsins
(ESB). Þetta jafngildir 2,4 pró-
senta hagvexti á árs grundvelli
og hefur hann ekki verið meiri
síðastliðin fimm ár.
Til samanburðar jókst hag-
vöxtur um 0,6 prósent á sama
tíma í Bandaríkjunum en um 0,2
prósent í Japan.
Framkvæmdastjórn ESB spáir
nokkuð minni hagvexti á yfir-
standandi ársfjórðungi eða 0,7
prósentum, og 0,65 prósentum á
síðasta fjórðungi ársins. - jab
EVRUR Hagvöxtur hefur ekki mælst meiri á
evrusvæðinu í fimm ár.
Mikill hagvöxtur á evrusvæðinu
Hrávöruverð til framleiðenda
hækkaði um 1,1 prósent
í síðasta mánuði, sam-
kvæmt útreikningum
bresku hagstofunnar.
Hækkunin skrifast fyrst
og fremst á tíðar hækk-
anir á hráolíuverði.
Hráolíuverðið hækk-
aði um 6 prósent í júlí í
kjölfar átaka Ísraelshers
og Hizbollah-skæruliða í suð-
urhluta Líbanon og
fór þegar hæst lét í 78
bandaríkjadali á tunnu
um miðjan mánuð-
inn en það er sögulegt
hámarksverð á olíunni.
Vísitala framleiðslu-
kostnaðar í Bretlandi
hækkaði við þetta um
0,2 prósent. - jab
Hærra hrávöruverð
Í STÁLBRÆÐSLU
Hrávöruverð í Bretlandi
hækkaði um 1,1 pró-
sent í síðasta mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sætaskipti hafa orðið á stærstu
farsímafyrirtækjum í heimi.
Breska farsímafyrirtæk-
ið Og Vodafone, sem fram til
þessa hefur vermt fyrsta sætið,
hefur nú vikið fyrir kínverska
keppinautnum China Mobile.
Viðskiptavinir kínverska far-
símafyrirtækisins eru 200 millj-
ón talsins, eða 14 milljónum fleiri
en þeir sem kaupa þjónustu sína
hjá Og Vodafone.
Talsmaður Og Vodafone segir
fyrirtækið ekki einblína á það
að verða stærst í heimi heldur
einbeiti það sér að gæðum þjón-
ustunnar.
China Mobile hefur 40 pró-
senta markaðshlutdeild í Kína en
reiknað er með að fyrirtækið hafi
í hyggju að færa kvíarnar út til
annarra landa á næstunni.
FARSÍMI Kínverska farsímafyrirtækið China
Mobile er orðið stærsta fyrirtæki heims á
sínu sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Stærsta farsímafyrir-
tæki heims í Kína
Lögbann hefur verið sett á
verðhækkanir í Afríkuríkinu
Simbabve. Ætlunin er að stemma
stigu við gríðarlegri verðbólgu í
landinu. Simbabve er réttnefnd-
ur heimsmethafi í verðbólgu en
hún mælist nú um 1.200 prósent
á ársgrundvelli.
Gideon Gono seðlabankastjóri
tilkynnti nýlega að simbabveski
dalurinn yrði gengisfelldur og
þrjú núll skorin af. Verslanir í
landinu brugðust við með því að
hækka verð upp úr öllu valdi.
Gono brá því á það ráð að
mæla með þriggja vikna lög-
banni á verðhækkanir við
Robert Mugabe, forseta landsins.
Lögbannið tók gildi fyrsta ágúst
síðastliðinn og stendur til þess
tuttugasta og fyrsta.
Gono seðlabankastjóra hafa
borist fjöldamargar hótanir um
líkamsmeiðingar síðan lögbannið
tók gildi. „Ég vil vara þá við sem
standa í vegi fyrir efnahagsleg-
um framförum í Simbabve. Þið
eigið frelsissviptingu yfir höfði
ykkar,“ sagði Didymus Mutasa
öryggismálaráðherra. - jsk
GIDEON GONO Gidon er seðlabankastjóri
í Simbabve.
Lögbann á
verðhækkanir
Verðbólga í Simbabve mælist 1.200 prósent.
Seðlabankastjóri landsins á ekki sjö dagana sæla.
S Ö G U H O R N
Á sunnudag voru liðin 118 ár frá fæðingu skoska
uppfinningamannsins Johns Logie Bairds, en hann
fann upp sjónvarpið árið 1926, eða fyrir sléttum 80
árum.
Baird fæddist í strandbænum Helensburgh í
Skotlandi hinn 13. ágúst árið 1888 og var fjórða
barn foreldra sinna. Snilligáfa Bairds í tengslum
við rafmagn kom snemma í ljós. Þegar hann var
um 10 ára gamall kom hann á símasambandi við
heimili sitt og heimili bestu vina sinna sem bjuggu
í nágrenninu. Líftími símkerfisins varð hins vegar
skammvinnur því ekill á hestvagni rakst í eina af
símasnúrunum sem héngu milli húsanna og voru
þær teknar niður í kjölfarið. Baird litli dó hins
vegar ekki ráðalaus og notaði bæði vírana, tækja-
búnaðinn og tækniþekkinguna sem hann bjó yfir til
að búa til litla rafstöð í garðinum á bak við hús for-
eldra sinna. Rafstöðin virkaði sem skyldi og varð
húsið það fyrsta í Helensburgh sem lýst var upp
með rafmagni. Þá reyndi hann meðal annars að búa
til vélknúna svifflugu. Árangurinn lét hins vegar
á sér standa. Mótor svifflugunnar splundraðist
þegar Baird hugðist þreyta jómfrúrflugið og hlaut
hann við það meiðsli sem áttu eftir að hrjá hann til
æviloka auk þess sem hann varð flughræddur fyrir
lífstíð.
John Logie Baird gekk hinn hefðbundna mennta-
veg. Hann hóf fornám í rafmagnsverkfræði við
iðnskólann í Glasgow, sem er í um 40 kílómetra
fjarlægð frá heimabæ hans, og innritaðist að því
loknu í sömu grein við háskólann í Glasgow árið
1914. Fyrri heimsstyrjöldin braust út sama ár. Það
setti stein í götu Bairds er hann var kallaður í her-
inn og lauk hann aldrei námi.
Baird reyndist líkamlega óhæfur til að gegna
herþjónustu og var hann gerður að yfirverkfræð-
ingi hjá Clyde Valley Electrical Power Company,
raforkufyrirtækinu í Skotlandi. Að stríðinu loknu
setti hann á laggirnar fyrirtæki sem framleiddi
sápu í Trínidad í Karíbahafinu.
Baird gaf sápuframleiðsluna upp á bátinn árið
1922 og ári síðar ákvað hann að láta draum sinn
rætast og þróa frekar hugmyndir þýska uppfinn-
ingamannsins Pauls Nipkows, sem hafði búið til
frumstætt sjónvarp árið 1884. Þeir sem fjallað
hafa um ævi og störf Bairds eru hins vegar ekki
sammála um hvenær hann byrjaði að dufla við
sjónvarpsgerð. Sumar heimildir herma að hann
hafi byrjað á því 15 ára í foreldrahúsum með þeim
afleiðingum að hann brenndist á höndum, en aðrir
segja að tilraunastarfsemin hafi byrjað á árunum
1912 til 1915.
Hvað sem því líður þá kom Baird sér upp
vinnuaðstöðu í breska strandbænum Folkestone á
suðausturströnd Bretlands árið 1923 og fékk hann
tvo unga tæknimenn til liðs við sig. Ári síðar fór
starf Bairds loks að skila árangri er honum tókst
meðal annars að varpa mynd af starfsmanni sínum
á skjá.
Fyrsta formlega sjónvarpsútsendingin átti sér
svo stað 26. janúar árið 1926. Baird bauð 50 vís-
indamönnum á vinnustofuna og horfðu þeir á stutta
sjónvarpsútsendingu. Sýningin vakti mikla lukku
og hélt Baird sleitulaust áfram þróun sjónvarpsins.
Tveimur árum síðar stofnaði hann eigið fyrirtækið,
Baird Television Development Company Ltd., sem
meðal annars tókst að sýna beint frá Derby-veð-
reiðunum í Bretlandi árið 1931.
JOHN LOGIE BAIRD Fyrri heimsstyrjöldin varð til þess að mað-
urinn sem fann upp sjónvarpið lauk aldrei háskólaprófi í rafmagns-
verkfræði.
Faðir sjónvarpsins
fæðist