Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 64
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU 17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 01. sept - kl.20:00 - laus sæti 23.902 kr. Arka 25 ræstivagn Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! R V 62 13 C Á tilboði í ágúst 2006 Liprir ræstivagnar frá Filmop Kl. 19.30 Sögusigling um Eyjafjörð á eikar- bátnum Húna II. Lagt verður af stað frá Torfunefsbryggju undir leiðsögn Harðar Geirssonar, safn- varðar Minjasafnsins á Akureyri. Sýningartími er kl 21:00 Tónlistarkennarar athugið! Námskeið í Skapandi Tónlistarmiðlun verður haldið á sal Nýja Tónlistarskólanns við Grensás- veg dagana 19.-20. ágúst. Áhersla verður lögð á spuna og tónsmíðar sem eru nýjir liðir í aðalnámskrá tónlistarskólanna. Kennari verður Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sem kennir við Guildhall School of Music and Drama. Skráning fer fram á netfangi sigrunsae@yahoo.co.uk eða í síma 421 1582. Örfá pláss laus! Kvartett Andrésar Þórs leikur nýja tónlist á tvennum tónleikum í Reykjavík og á Akureyri í vikunni. Ásamt Andrési Þór leika þeir Sigurður Flosason á altós- axafón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni verður tónlist eftir Andrés Þór af spánýrri plötu hans, Nýr dagur. „Þetta er svona míní-túr,“ segir Andrés Þór um tónleikana sem verða haldnir á morgun í Djúpinu, Hafnarstræti 15, og á fimmtudaginn í Deiglunni á Akureyri. Djúpið er í Hafnarstræti, fyrir neðan veitingahúsið Hornið, og er Andrés Þór spennt- ur fyrir að halda þar tónleika. „Í Djúpinu voru oft djasstónleikar hérna í gamla daga. Í minni minningu eru þeir margir góðir tónleikar sem hafa verið þarna,“ segir Andrés Þór sem bætir við að honum þyki sérstaklega skemmtilegt að geta haldið tónleika með sína eigin tónlist. „Mér finnst gott að geta nýtt þessa staði sem hafa sál og gott sánd,“ bætir hann við. Tónleikarnir á Akureyri eru á vegum Listasumars á Akureyri og hefjast báðir tónleikarnir klukkan 21.30. Nýtir staði með sál og gott sánd „MÍNÍ-TÚR“ Kvartett Andrésar Þórs heldur tvenna tónleika í vikunni. > Ekki missa af Sýningu Stellu Sigurgeirsdóttur í Gallerí Boxi í Kaupvangsstræti 10, Akureyri, þar sem hún vinnur úr óvenjulegum minningum sínum um Akureyrarbæ. Tékkneska tónlistarhópnum Musica ad Gaudium sem held- ur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan tuttugu. Sýningu alþjóðlega listahópsins Distill, Tíminn tvinnaður, í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Talið er að breski rithöfundurinn David Mitchell sé líklegastur til að vinna Booker-verðlaunin, virt- ustu bókmenntaverðlaun Breta. Líkurnar á því að bók Mitchell, Black Swan Green, verði metin öðrum fremri eru taldar einn á móti fimm. Nítján bækur hafa hlotið til- nefningu til verðlaunanna en þann fjórtánda september verður list- inn styttur til muna. Tilkynnt verður um vinningshafann snemma í október og hlýtur hann bæði peningaverðlaun og auglýs- ingu sem ávallt skilar sér í aukinni sölu verðlaunabókarinnar. David Mitchell er því enn langt frá að vera með pálmann í hönd- unum. Hann keppir við skærar stjörnur bókmenntaheimsins og þar af eru nokkrir af Booker-verð- launahöfum síðustu ára. Peter Carey, sem hlaut verðlaunin 1998 og 2001, er einn þeirra sem nefnd- ir eru fast á hæla Mitchell en Carey er tilnefndur fyrir bókina Theft: A Love Story. Á eftir honum koma svo höfundar á borð við Nadine Gordimer og Barry Uns- worth sem bæði hafa hlotið verð- launin. Athygli vekur að bók verð- launahafa síðasta árs, John Ban- ville, er ekki í hópi þeirra nítján hljóta tilnefningu í ár. Einnig sjá margir eftir því að Mark Haddon, höfundur bókarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sé ekki til- nefndur fyrir nýjustu bók sína, A Spot of Bother. Mitchell líklegur til verðlauna STYTTIST Í BOOKER-VERÐLAUNIN Birtur hefur verið listi yfir þá nítján sem eru tilnefndir til bresku Booker-bókmenntaverðlaunanna í ár. Leikfélag Akureyrar kemur af krafti inn í haustið með aukasýningum á Fullkomnu brúðkaupi í Reykjavík og Litlu hryllingsbúðinni norð- an heiða. Vegna mikillar eftirspurnar hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að gefa leikhúsgestum kost á að sjá vinsælustu sýningar síðasta leik- árs áður en nýtt leikár hefst. Full- komið brúðkaup verður sýnt í Austurbæ út ágústmánuð en sýn- ingin er fyrir löngu orðin sú vin- sælasta sem leikfélagið hefur sett upp. Litla hryllingsbúðin snýr aftur heim til Akureyrar eftir stopp í Íslensku óperunni nú í vor og verða þrjár sýningarhelgar í september. Þrjár nýjar leikkonur hafa bæst í leikhópinn til að fylla í skörð Estherar Thalíu Casey, sem er barnshafandi, og Arndísar Óla- far Víkingsdóttur sem flyst af landi brott. María Þórðardóttir er ein þeirra, en hún tekur við hlut- verki Estherar Thalíu í Litlu hryll- ingsbúðinni. „Ég er svakalega spennt og hlakka mikið til að fara norður og byrja á þessu verkefni. Ég er fædd á Akureyri og skemmtilegt að stíga á svið í fæðingarbænum,“ segir María. Hún hefur aldrei áður unnið með Leikfélagi Akureyrar og í rauninni er þetta fyrsta verk- efnið hennar hér heima á Íslandi síðan hún hóf nám erlendis. „Það er alveg frábært að fá smá reynslu hérna heima áður en ég kem útskrifuð aftur til Íslands.“ María er við nám í Skotlandi og þarf að seinka skólabyrjuninni lít- illega til að ná að vera með í sýn- ingu Leikfélags Akureyrar. „Þau gefa mér smá svigrúm í skólanum til að koma seinna. Svo þegar ég er búin hérna fer ég bara á fullt aftur í október,“ bætir hún við. María og Birna Hafstein, sem einnig er ný leikkona í Litlu hryll- ingsbúðinni, hittu leikhópinn í júní og segist María hafa fundið góðan anda í hópnum. „Ég er alveg viss um að þau taka vel á móti okkur Birnu,“ segir María. „Það var troðfullt á öllum sýn- ingum hérna í vor og mikið rokk og ról svo húsið nötraði,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri LA, sem hlakkar augljóslega mikið til þegar Litla hryllingsbúð- in verður sýnd aftur á Akureyri. „Við sýndum allt upp í sjö sinnum í viku og komust færri að en vildu, en það var þess vegna sem við reyndum að ná þessum sýningum hérna að hausti,“ bætir hann við. Þrjár sýningarhelgar verða í sept- ember og ítrekar Magnús Geir að þær verði einungis þrjár, enda taki við önnur verkefni hjá leikur- unum að þeim loknum. Nýtt leikár hjá Leikfélagi Akur- eyrar verður kynnt í næstu viku en þar verða fjórar frumsýningar auk gestasýninga og annarra við- burða. annat frettabladid.is Stígur á svið í fæðingarbænum SNÝR AFTUR HEIM Leikkonan María Þórðardóttir er fædd á Akureyri og tekur við hlutverki Estherar Thalíu Casey í Litlu hryllingsbúðinni í september, þegar sýningar á þessu sívinsæla verki verða teknar upp á ný norðan heiða. RÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÚSIÐ NÖTRAR Á NÝ Þrjár sýningarhelgar verða á Litlu hryllingsbúðinni í september. VINSÆLASTA SÝNING LA Síðustu forvöð eru nú að sjá Fullkomið brúðkaup í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.