Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 20
16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR20
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.403 +0,17% Fjöldi viðskipta: 193
Velta: 3.160 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,00 -0,47% ... Alfesca 4,22 -0,47% ...
Atlantic Petroleum 555,00 +0,00% ... Atorka 5,80 +0,87% ... Avion 31,70 -0,32%
... Bakkavör 51,30 +0,98% ... Dagsbrún 5,32 -1,12% ... FL Group 15,80 +3,27% ...
Glitnir 17,60 -0,57% ... KB banki 710,00 +0,57% ... Landsbankinn 21,60 +0,47%
... Marel 81,00 -0,61% ... Mosaic Fashions 17,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás
15,70 -1,26% ... Össur 112,50 -1,32%
MESTA HÆKKUN
Flaga +3,51%
FL Group +3,27%
Vinnslustöðin +1,18%
MESTA LÆKKUN
Össur -1,32%
Straumur-Burðarás -1,26%
Dagsbrún -1,12%
Steven Brooker, sérfræðingur
sænska bankans SEB í Kaup-
mannahöfn, segir verðmat nor-
ræna bankans Nordea á fasteigna-
félaginu Keops, sem er að þrjátíu
prósentum í eigu Baugs, byggjast
á röngum forsendum og einkenn-
ast af svartsýni sem ekki eigi rétt
á sér. Brooker metur bréf í Keops
á 26 danskar krónur á hlut.
Nordea sendi á dögunum frá
sér verðmat á Keops þar sem bréf
í félaginu eru metin á 13,10 dansk-
ar krónur. Þar var þeirri skoðun
lýst að bréf í félaginu væru allt of
hátt metin. Bréf í Keops féllu
snarpt í kjölfarið og fóru lægst í
rúmlega 17,50 danskar krónur á
hlut. Bréfin hafa síðan hækkað á
ný og standa nú í rúmum nítján
krónum á hlut. „Það er víða pott-
ur brotinn í verðmati Nordea. Til
að mynda er þriðjungs eignar-
hlutur Keops í fasteignafélaginu
Capi Nordic allt of lágt metinn.
Það eitt og sér ætti að hækka
verðmatsgengið um þrjár dansk-
ar krónur á hlut,“ segir Steven
Brooker og bætir við „Nordea
vanmetur auk þess gildi eigna
Keops og gerir ráð fyrir full erf-
iðum markaðsaðstæðum. Okkar
verðmat hljóðar upp á 26 danskar
krónur á hlut.“
Keops á fasteignir sem metnar
eru á tæpa 160 milljarða íslenskra
króna. Bréf í félaginu hækkuðu
um 650 prósent á síðasta ári og
fóru hæst í 37 danskar krónur á
hlut. -jsk
Segir Keops vera vanmetið
HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Í DANMÖRKU Fast-
eignafélagið Keops á fasteignir sem metnar
eru á 160 milljarða íslenskra króna.
Sparisjóðabanki Íslands, sem er í
eigu sparisjóðanna, hagnaðist um
1.759 milljónir króna á fyrri helm-
ingi ársins og nam arðsemi eigin
fjár yfir fimmtíu prósentum á árs-
grundvelli. Þetta er um 130 pró-
senta aukning frá sama tímabili í
fyrra.
Nokkur vöxtur var í hreinum
vaxtatekjum og þóknunartekjum
en meginástæða þessa mikla hagn-
aðar er rakin til hækkunar á verð-
bréfaeign bankans, einkum 4,6
prósenta hlut í Exista.
Aðeins tólf milljónir króna voru
gjaldfærðar vegna virðisrýrnurn-
ar útlána. Þá var kostnaðarhlutfall
bankans undir sextán prósentum á
tímabilinu sem er það lægsta sem
þekkist hérlendis.
Eignir bankans voru um 79
milljarðar króna við lok tímabils-
ins og höfðu hækkað um tæpt 21
prósent frá áramótum. Eigið fé
bankans nam um 8,1 milljarði
króna en auk hagnaðar var hlutafé
aukið í apríl á genginu 7,5. Innra
virði hlutafjár er nú komið í 11,7
krónur á hlut. - eþa
FINNUR SVEINBJÖRNSSON, BANKASTJÓRI
Sparisjóðabankinn meira en tvöfaldaði
hagnað á fyrri hluta ársins samanborið við
sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sparisjóðabankinn slær hagnaðarmet
Kostnaðarhlutfall sjóðsins var 16 prósent og arðsemin yfir 50 prósentum.
Hagnaður svissneska bankans
UBS, annars stærsta banka Evr-
ópu, nam rúmum 3,1 milljarði
svissneskra franka, jafnvirði 181
milljarðs íslenskrar króna, á
öðrum fjórðungi ársins. Þetta er
47 prósentum meiri hagnaður en á
sama tíma fyrir ári og nokkuð
umfram væntingar.
Hagnaður bankans skýrist af
þjónustugjöldum efnaðra við-
skiptavina.
Fyrri hluti þessa árs einkennd-
ist af útrás og yfirtökum á fjár-
málafyrirtækjum í Brasilíu og
Bandaríkjunum. Með viðskiptun-
um nældi bankinn sér í auðuga
viðskiptavini sem búist er við að
muni auka hagnað hans á næstu
árum - jab
UBS græðir á
ríkum kúnnum
Stjórnendur Fram Foods hf. hafa
náð samkomulagi við eigendur
franska matvælafyrirtækisins
Fjord King um kaup á öllu hlutafé
félagsins. Fjord King rekur eina
verksmiðju í París og sérhæfir sig
í framleiðslu kældra sjávarafurða
fyrir franska Kosher-markaðinn.
Í fréttatilkynningu frá Fram
Foods segir að
með kaupunum
á Fjord King
styrki félagið
stöðu sína í
Frakklandi
verulega.
Kaupin falli
mjög vel að
stefnu og fram-
tíðarsýn Fram Foods sem er að
vera leiðandi fyrirtæki í fram-
leiðslu og sölu á kældum sjávaraf-
urðum í Evrópu.
Fram Foods hf. kaupir nú 74
prósenta hlut í Fjord King en 26
prósent verða keypt innan nokk-
urra missera samkvæmt sam-
komulagi. Kaupverð hlutabréf-
anna er ekki gefið upp. - hhs
Kaupa franskt
fyrirtæki
VÖRUR FRAM FOODS
Hagnaður bandarísku verslana-
keðjunnar Wal-Mart á öðrum árs-
fjórðungi nam tæpum 2,1 milljarði
bandaríkjadala, jafnvirði 148 millj-
arða íslenskra króna. Þetta er 720
milljónum dölum minna en á sama
tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í ára-
tug sem hagnaður verslanakeðj-
unnar dregst saman á milli ára.
Helstu ástæður minni hagnað-
ar eru þær að fyrirtækið hætti við
útrás á þýskan markað og ákvað
að selja 85 verslanir keðjunnar til
þýska keppinautarins Metro í síð-
asta mánuði. Talið er að tap Wal-
Mart vegna þessa geti numið allt
að einum milljarði dala, um 75
milljörðum króna. Þá flutti fyrir-
tækið sig sömuleiðis frá Suður-
Kóreu með nokkrum kostnaði.
Wal-Mart, sem rekur 6.400
verslanir í 15 löndum, hefur orðið
fyrir nokkrum skakkaföllum á síð-
ustu mánuðum, meðal annars
vegna minni sölu í kjölfar aukinn-
ar samkeppni. - jab
Samdráttur hjá
Wal-Mart