Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 20
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.403 +0,17% Fjöldi viðskipta: 193 Velta: 3.160 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,00 -0,47% ... Alfesca 4,22 -0,47% ... Atlantic Petroleum 555,00 +0,00% ... Atorka 5,80 +0,87% ... Avion 31,70 -0,32% ... Bakkavör 51,30 +0,98% ... Dagsbrún 5,32 -1,12% ... FL Group 15,80 +3,27% ... Glitnir 17,60 -0,57% ... KB banki 710,00 +0,57% ... Landsbankinn 21,60 +0,47% ... Marel 81,00 -0,61% ... Mosaic Fashions 17,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,70 -1,26% ... Össur 112,50 -1,32% MESTA HÆKKUN Flaga +3,51% FL Group +3,27% Vinnslustöðin +1,18% MESTA LÆKKUN Össur -1,32% Straumur-Burðarás -1,26% Dagsbrún -1,12% Steven Brooker, sérfræðingur sænska bankans SEB í Kaup- mannahöfn, segir verðmat nor- ræna bankans Nordea á fasteigna- félaginu Keops, sem er að þrjátíu prósentum í eigu Baugs, byggjast á röngum forsendum og einkenn- ast af svartsýni sem ekki eigi rétt á sér. Brooker metur bréf í Keops á 26 danskar krónur á hlut. Nordea sendi á dögunum frá sér verðmat á Keops þar sem bréf í félaginu eru metin á 13,10 dansk- ar krónur. Þar var þeirri skoðun lýst að bréf í félaginu væru allt of hátt metin. Bréf í Keops féllu snarpt í kjölfarið og fóru lægst í rúmlega 17,50 danskar krónur á hlut. Bréfin hafa síðan hækkað á ný og standa nú í rúmum nítján krónum á hlut. „Það er víða pott- ur brotinn í verðmati Nordea. Til að mynda er þriðjungs eignar- hlutur Keops í fasteignafélaginu Capi Nordic allt of lágt metinn. Það eitt og sér ætti að hækka verðmatsgengið um þrjár dansk- ar krónur á hlut,“ segir Steven Brooker og bætir við „Nordea vanmetur auk þess gildi eigna Keops og gerir ráð fyrir full erf- iðum markaðsaðstæðum. Okkar verðmat hljóðar upp á 26 danskar krónur á hlut.“ Keops á fasteignir sem metnar eru á tæpa 160 milljarða íslenskra króna. Bréf í félaginu hækkuðu um 650 prósent á síðasta ári og fóru hæst í 37 danskar krónur á hlut. -jsk Segir Keops vera vanmetið HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Í DANMÖRKU Fast- eignafélagið Keops á fasteignir sem metnar eru á 160 milljarða íslenskra króna. Sparisjóðabanki Íslands, sem er í eigu sparisjóðanna, hagnaðist um 1.759 milljónir króna á fyrri helm- ingi ársins og nam arðsemi eigin fjár yfir fimmtíu prósentum á árs- grundvelli. Þetta er um 130 pró- senta aukning frá sama tímabili í fyrra. Nokkur vöxtur var í hreinum vaxtatekjum og þóknunartekjum en meginástæða þessa mikla hagn- aðar er rakin til hækkunar á verð- bréfaeign bankans, einkum 4,6 prósenta hlut í Exista. Aðeins tólf milljónir króna voru gjaldfærðar vegna virðisrýrnurn- ar útlána. Þá var kostnaðarhlutfall bankans undir sextán prósentum á tímabilinu sem er það lægsta sem þekkist hérlendis. Eignir bankans voru um 79 milljarðar króna við lok tímabils- ins og höfðu hækkað um tæpt 21 prósent frá áramótum. Eigið fé bankans nam um 8,1 milljarði króna en auk hagnaðar var hlutafé aukið í apríl á genginu 7,5. Innra virði hlutafjár er nú komið í 11,7 krónur á hlut. - eþa FINNUR SVEINBJÖRNSSON, BANKASTJÓRI Sparisjóðabankinn meira en tvöfaldaði hagnað á fyrri hluta ársins samanborið við sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sparisjóðabankinn slær hagnaðarmet Kostnaðarhlutfall sjóðsins var 16 prósent og arðsemin yfir 50 prósentum. Hagnaður svissneska bankans UBS, annars stærsta banka Evr- ópu, nam rúmum 3,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði 181 milljarðs íslenskrar króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 47 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári og nokkuð umfram væntingar. Hagnaður bankans skýrist af þjónustugjöldum efnaðra við- skiptavina. Fyrri hluti þessa árs einkennd- ist af útrás og yfirtökum á fjár- málafyrirtækjum í Brasilíu og Bandaríkjunum. Með viðskiptun- um nældi bankinn sér í auðuga viðskiptavini sem búist er við að muni auka hagnað hans á næstu árum - jab UBS græðir á ríkum kúnnum Stjórnendur Fram Foods hf. hafa náð samkomulagi við eigendur franska matvælafyrirtækisins Fjord King um kaup á öllu hlutafé félagsins. Fjord King rekur eina verksmiðju í París og sérhæfir sig í framleiðslu kældra sjávarafurða fyrir franska Kosher-markaðinn. Í fréttatilkynningu frá Fram Foods segir að með kaupunum á Fjord King styrki félagið stöðu sína í Frakklandi verulega. Kaupin falli mjög vel að stefnu og fram- tíðarsýn Fram Foods sem er að vera leiðandi fyrirtæki í fram- leiðslu og sölu á kældum sjávaraf- urðum í Evrópu. Fram Foods hf. kaupir nú 74 prósenta hlut í Fjord King en 26 prósent verða keypt innan nokk- urra missera samkvæmt sam- komulagi. Kaupverð hlutabréf- anna er ekki gefið upp. - hhs Kaupa franskt fyrirtæki VÖRUR FRAM FOODS Hagnaður bandarísku verslana- keðjunnar Wal-Mart á öðrum árs- fjórðungi nam tæpum 2,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 148 millj- arða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í ára- tug sem hagnaður verslanakeðj- unnar dregst saman á milli ára. Helstu ástæður minni hagnað- ar eru þær að fyrirtækið hætti við útrás á þýskan markað og ákvað að selja 85 verslanir keðjunnar til þýska keppinautarins Metro í síð- asta mánuði. Talið er að tap Wal- Mart vegna þessa geti numið allt að einum milljarði dala, um 75 milljörðum króna. Þá flutti fyrir- tækið sig sömuleiðis frá Suður- Kóreu með nokkrum kostnaði. Wal-Mart, sem rekur 6.400 verslanir í 15 löndum, hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum á síð- ustu mánuðum, meðal annars vegna minni sölu í kjölfar aukinn- ar samkeppni. - jab Samdráttur hjá Wal-Mart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.