Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 31
Yfir væntingum | Hagnaður FL Group var 5.721 milljón króna eftir skatta á fyrri hluta ársins miðað við 1.933 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eignir aukast | Hreinar eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.358 milljarða króna í lok júní og jukust um tæp tvö prósent milli mánaða. Tapaði þremur | Norska fjár- málafyrirtækið Aktiv Kapital, sem FL Group á yfir tíu prósenta hlut í, tapaði þremur milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Bæta við | Exista hefur aukið við hlut sinn í Bakkavör um 4,1 pró- sent og fer nú með 30,8 prósenta hlut. Heildarvirði kaupanna nam tæpum 4,5 milljörðum króna. Eyrir stærst | Eyrir Invest hefur aukið við hlut sinn í Marel og er nú stærsti hluthafinn. Landsbankinn seldi hlut til Eyris og er eftir það næststærsti hluthafinn. Undir spám | Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,34 prósent í júlí sem var undir spám greining- araðila. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 8,6 prósent. Sjóðurinn græðir | Hagnaður Íbúðalánasjóðs nam rúmum 2,5 milljörðum króna á fyrri helmingi árs og jókst um tæpa tvo milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Mikil aukning | Hreinn hagn- aður Actavis á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs nam sem jafngildir rúmum 2,7 milljörðum sem var umfram væntingar. Bóksala stúdenta Ekkert bítur á Bóksölunni 14-15 Marel Tekur forystuna í samkeppninni 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 16. ágúst 2006 – 31. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R CFC-löggjöf Beint gegn skúffufyrirtækjum 10-11 Óli Kristján Ármannsson skrifar Í New York í Bandaríkjunum er hafin tilraunafram- leiðsla á skyri unnu eftir íslenskum framleiðslu- aðferðum en úr mjólk amerískra kúa. Sigurður Kjartan Hilmarsson heitir þrítugur Íslendingur sem að framleiðslunni stendur, en verkefnið er óháð Bændasamtökum Íslands sem unnið hafa að markaðssetningu landbúnaðarafurða héðan vestra. „Það er mjög gaman að sjá hversu mikill árangur hefur náðst í markaðssetningu á íslenska skyrinu og ég myndi fagna samstarfi við Mjólkursamsöluna,“ segir Sigurður og kveðst ekki svo langt kominn með verkefnið að hann sé farinn að huga að mark- aðssetningu að ráði. Líkt og MS stefnir hann þó á að kynna vöru sína sem hágæðavarning. „Já, ég hef starfað með bónda í New York-fylki sem fram- leiðir mjólk með svokölluðum lífrænum hætti, það er ekki verksmiðjuframleiðslu. Kýrnar hans fá að fara út, er gefið gras og svo framvegis.“ Sigurður vill því enn ekki slá föstum tímasetningum um hve- nær framleiðsla hefst í alvöru, en það verður ekki fyrr en eftir að lagst hefur verið yfir umbúðagerð og annað slíkt. Hann hefur þó tryggt sér vefinn www.skyr.com, þar sem hægt verður að fylgjast með þróuninni. Sigurður fór upphaflega út í nám en einbeitir sér nú að skyrverkefninu og nýtur við það aðstoðar tveggja annarra Íslendinga. „Fyrst var skyrið nú eins og tómstundagaman,“ segir hann, en honum datt fyrst í hug að búa til skyr þegar hann rak sig á að jógúrt í Bandaríkjunum var honum ekki að skapi. Hann vissi að langamma hans hafði sjálf búið til skyr í sveitinni í gamla daga og datt í hug að gera eins. „Þá fór ég að prófa mig áfram upp úr uppskriftum úr eintaki af Kvennablaðinu frá 1969 sem mamma sendi mér um jólaleytið 2004,“ segir hann. Tilraunastarfsemin vatt svo upp á sig og var orðin heldur fyrirferðamikil fyrir eldhúsið þannig að hann leitaði á náðir nokkurs konar iðntækniskóla í nágrenninu og fékk að nota hjá þeim mjólkurbúið. Þar komst hann svo í kynni við bændur sem höfðu áhuga og boltinn tók að rúlla. Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri átaksverkefnis um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða hjá Bændasamtökunum, er dálítið vantrúaður þegar kemur að framleiðslu í öðrum löndum. „Stóra hættan er auðvitað að búa til eitt- hvað sem ekki er vottað og upprunalega frá Íslandi. Íslenska mjólkin er öðruvísi og með annað prótein- innihald,“ segir hann og telur margt líkt með ostum og skyri, til sé einn upprunalegur mozzarella ostur þótt víða séu framleiddar af honum aðrar útgáfur. Hann bendir líka á að vörumerkið skyr sé eign Mjólkursamsölunnar. „Okkur tókst að fá það skráð sem trademark í Bandaríkjunum og víðar, þannig að önnur framleiðsla verður þar með aldrei seld sem skyr.“ Íslendingur framleiðir skyr í Bandaríkjunum Tilraunaframleiðsla er hafin á skyri úr amerískri mjólk í Bandaríkjunum. Bændasamtökin segja ólíku saman að jafna, íslenskri mjólk og útlendri. Félög skráð á Ermarsundseynni Guernsey áttu hér eign- ir fyrir rúmlega 41,6 millj- arða króna í árslok 2005 sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Heildarfjármunaeign erlendis frá nam á sama tíma rúmum 252 milljörðum króna. Einungis kemur meiri fjárfesting frá tveimur löndum; níutíu milljarðar frá Lúxemborg og 60,3 milljarðar frá Hollandi. Skattaumhverfi á Guernsey er hagstætt og auðvelt fyrir erlenda aðila að fá undanþágu frá greiðslu tekjuskatts á fyrirtæki. Eigna- menn hafa því gjarnan stofnað þar svokölluð skúffufyrirtæki og freistað þess að komast kring- um skattalöggjöf heimafyrir. Skattaumhverfi er líka hagstætt í Lúxemborg og í Hollandi. Indriði H. Þorláksson, rík- isskattstjóri, segir Íslendinga í auknum mæli skrá félög sín á lágskattasvæðum til þess að komast hjá skatti eða lágmarka greiðslur. Félögin greiða ekki skatta á viðkomandi stað heldur bara stofn- og árgjöld. „Það hvíla engar kvaðir á þessum aðilum; engin hlutafjárlöggjöf, engin upp- lýsingaskylda eða skylda til að birta ársreikninga. Þetta eru í flestum tilvikum hrein gervifé- lög,“ segir hann. Landsbankinn keypti á dögun- um Cheshire-banka á Guernsey. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri sagði þá nauðsynlegt að bjóða viðskiptavinum upp á þann kost að eiga bankaviðskipti á Ermarsundseyjum. Rúmlega helming tekna Guernsey má rekja til fjármálastarfsemi. -jsk Gervifélög skráð á Guernsey Ríkisskattstjóri segir ólöglegt að fela tekjur og eignir í erlendum skattaparadísum. Búist er við að stýrivextir Seðlabankans hækki um 0,50 til 0,75 prósentustig í dag, að mati greiningardeilda bankanna. Í síðasta mánuði hækkaði bankinn vextina í 13 prósent. „Í stýrivaxtaspá okkar gerum við ráð fyrir 50 punkta hækk- un núna og annarri 50 punkta hækkun í september. Þar með teljum við að ljúki vaxtahækk- unarferli Seðlabankans og svo taki vextir að færast niður á við á fyrsta ársfjórðungi 2007,“ segir Þóra Helgadóttir, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka. Spár bankanna eru í samræmi við ný álit bæði OECD og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um að hér sé enn þörf aðhaldssamrar peninga- stefnu. Ákvörðunin í dag er utan hefðbundinna vaxtaákvörðunar- daga bankans. Næst verða vextir ákveðnir 14. september. - óká Stýrivextir ákveðnir í dag Heildarafli íslenskra skipa var 88 þúsund tonn í júlí síðastliðn- um samkvæmt bráðabirgðatöl- um frá Fiskistofu. Það er sama magn af afla og í júlí í fyrra. Heildarafli íslenskra skipa nam 876 þúsund tonnum í janúar til júlí í ár en hann var 1.255 þús- und tonn í fyrra. Jafngildir það þrjátíu prósenta samdrætti sem skýrist að mestu af því að loðnu- vertíðin var mun styttri en áður. Á móti kemur að mun hærra hlut- fall af loðnuaflanum í ár fór til manneldisvinnslu auk þess sem afurðaverð var hátt og hærra en í fyrra. Í Morgunkorni Glitnis segir að almennt séu ytri skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hagstæð- ari nú en í fyrra þar sem gengi krónunnar hafi lækkað frá fyrra ári og afurðaverð á erlendum mörkuðum sé nálægt sögulegu hámarki. - hhs Óbreyttur afli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.