Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Uppsetning á búnaði fyrir rekstur þriðju kynslóðar farsímakerfis hér á landi er á áætlun hjá fjar- skiptafyrirtæki í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Talsmaður félagsins segir til- raunarekstur hefjast öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Novator fékk heimild til allt að eins árs í júní til að setja upp búnað og prófa kerfið. Félagið má hins vegar ekki selja þjón- ustuna fyrr en endanlegt leyfi liggur fyrir, en það gæti fyrst orðið um mitt næsta ár. - jab Farsímakerfið á áætlun G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 5% 29% Alfesca 3% 4% Atlantic Petroleum -1% 28% Atorka Group -5% -10% Avion Group -2% -30% Bakkavör 7% 0% Dagsbrún 1% -10% FL Group -1% -20% Glitnir 6% 2% KB banki 1% -5% Landsbankinn -4% -15% Marel 10% 25% Mosaic Fashions 1% -10% Straumur 1% -0% Össur 5% 0% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að innkalla rúmlega fjórar milljónir rafhlaðna fyrir fartölvur um allan heim af öryggisástæðum. Aldrei fyrr hafa jafn mörg eintök af nokkrum raf- eindahlut verið innkallaðar og nú. Um er að ræða galla í rafhlöðun- um, sem veldur því að þær ofhitna og getur eldur kviknað í þeim. Vitað er um sex tilvik þar sem þettta hefur komið upp en enginn fartölvunotandi mun þó hafa orðið fyrir meiðslum af þessum sökum. Flestar fartölvurnar, sem eru af gerðinni Latitude, Inspiron, XPS og Precision, voru seldar í Bandaríkjunum, en talið er að um ein milljón tölva með rafhlöðu af þessari gerð hafi verið seldar í öðrum löndum. Sony framleiddi rafhlöðurnar, sem seldar voru í tölvum frá apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs hjá EJS, sem flytur inn tölvur frá Dell, er inn- köllunin einungis í varúðarskyni. „Við vitum ekki hversu margar af þessum rafhlöðum eru á Íslandi, ef þá einhverjar,“ segir Halldór en bætir við að fjöldi þeirra muni koma í ljós á næstu dögum. EJS hefur sett upp leiðbein- ingar á vefsíðu fyrirtækisins, ejs.is, þar sem fartölvueigendur geta kannað hvort tölva þeirra sé hugsanlega með gallaða rafhlöðu. Geta fartölvueigendur leitað til fyrirtækisins telji þeir tölvu sína vera með gallaða rafhlöðu. - jab EJS Fyrirtækið flytur inn fartölvur frá Dell, sem ætlar að innkalla rúmar fjórar milljónir rafhlaðna í fjórum gerðum tölva. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Dell innkallar gallaðar rafhlöður Íslendingar virðast ekki láta verð- bólgufréttir og svartsýnisspár stöðva sig í neyslunni, ef marka má nýútgefnar tölur Seðlabanka Íslands um greiðslukortaveltu. Kreditkortavelta í júlí nam 21,3 milljörðum króna og dróst saman um sex prósent frá fyrri mánuði. Hins vegar nam raunaukning kreditkortaveltu í júlí í ár miðað við júlí í fyrra fjórtán prósentum og á sú aukning jafnt rætur í kortanotkun innanlands sem erlendis. Sterkt samband er milli raunþróunar kredit- kortaveltu og þróunar einka- neyslu, samkvæmt Morgunkorni Glitnis. Þar kemur fram að það láti nærri að aukning neyslu sé tveir þriðju hlutar af raunaukn- ingu kortaveltu. Samkvæmt því væri vöxtur einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi nálægt tíu prósentum miðað við sama tíma- bil í fyrra. - hhs Einkaneyslan eykst ALLTAF AÐ STRAUJA Íslendingar eru enn að auka við eyðsluna. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar „Þetta er níð og ekkert annað. Þegar þú lest þessa grein þá bera þau orð, sem eru notuð til að lýsa ákveðnum hlutum, vott um að þarna er ekki verið að lýsa ástandi heldur að búa til einhverja ímynd,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, um skrif Berlingske Tidende um rekstur og afkomu FL á síðustu dögum. Hannes bendir á að þegar hlutabréf lækki, eins og gerst hefur víðast hvar, þá noti blaðamenn Berlingske orðalagið að hlutabréfaverðið „sé búið að fara í skítinn.“ Svona orðalag noti menn til ná einhverjum öðrum markmiðum fram en að lýsa ástandi. Þarna séu einnig rangfærslur og sleggjudómar eins og að Icelandair gangi illa, eins og öllum öðrum flugfélögum í heiminum. „Við vorum að sjá tölur frá Icelandair. Það gengur ekki illa.“ Hannes veltir því fyrir sér hvort barátta Berlingske fyrir sínu lífi gagnvart komandi fríblöð- um geri blaðamenn svona skelkaða. „Þessi blaða- maður Eigil Evert skrifar alltaf illa um Íslendinga og hefur alltaf gert,“ segir Hannes og vísar til niðurlags í greininni þar sem standi að áreiðan- leikakönnun vegna hugsanlegrar yfirtöku Baugs og FL á House of Fraser hafi tekið nokkrar vikur. Áður fyrr hafi Íslendingar keypt fyrst og spurt svo. „Mér finnst með hreinum ólíkindum að editorinn á Berlingske skuli hafa hafa hleypt þessu inn í blaðið.“ Hannes segir að það komi alls ekki til greina að svo stöddu að taka FL af markaði, þrátt fyrir að félagið standi nálægt upplausnarvirði. Markaðsvirði félagsins stóð í 125 milljörðum króna í gær en eigið fé er í um 119 milljörðum króna eftir verulega aukningu hlutafjár í tengslum við kaup á fjórð- ungshlut í Straumi-Burðarási. „Við erum tiltölulega ódýrir miðað við mörg önnur fyrirtæki sem við berum okkur saman við. Við erum nánast að fara á pari.“ Í bókum FL er Icelandair Group metið á 8,2 milljarða en Hannes telur að félagið skili fimm til sex milljörðum króna í rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA) á þessu ári. Þannig að það er ljóst, að mati forstjórans, að markaðsvirði Icelandair er langtum meira en bókfært virði og því geti FL verið áhugavert fyrir marga fjárfesta. Stjórnendur FL Group hafa tilkynnt að á næstu fjórum til sex vikum muni koma í ljós hvort áform um skráningu Icelandair í kauphöll gangi eftir. Aðspurður um hvort vanmat á virði FL geti staf- að af því að fjárfestar átti sig ekki á eignum og fjár- festingum félagsins, segir Hannes að stjórnendur félagsins hafi ekki skynjað það þannig. „Við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum og sýna hvað við eigum og gefa til kynna hvernig rekstur hinna ýmsu félaga er að ganga. Þetta er félag með stóran efnahagsreikning [200 milljarðar] og stendur í ýmsum fjárfestingum.“ - esa HANNES SMÁRASON, FORSTJÓRI FL GROUP furðar sig á skrifum Berlingske og kallar þau níðskrif. Kallar skrif Berlingske níð- skrif um FL og Íslendinga Forstjóri FL Group telur gæta áhrifa yfirvofandi blaðastríðs í skrifum BT. Yfirtaka eigenda FL Group á félaginu komi ekki til greina þótt það standi nálægt upplausnarvirði. Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg trónir á toppi launa- hæstu manna í afþreyingargeir- anum á síðasta ári, samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Forbes. Spielberg, sem á að baki myndir á borð við E.T., Jurassic Park, og sumarsmell síðasta árs, War of the Worlds, fékk 23,7 milljarða íslenskra króna í árslaun. Tekjur leikstjórans eru ekki allar komnar frá afrekum hans á hvíta tjald- inu, en hann seldi fyrirtæki sitt DreamWorks á liðnu ári. Í öðru sæti er útvarpsmaður- inn Howard Stern. Hann skipti um útvarpsstöð gegn vænni þóknun á árinu og fékk jafnvirði tæpra 21,6 milljarða króna í laun á árinu. George Lucas, faðir Stjörnu- stríðsmyndanna, vermir þriðja sæti listans með jafnvirði 16,8 milljarða íslenskra króna í laun á árinu. Þá riðu leikarar og sjónvarps- fólk sömuleiðis sæmilega feitum hesti á árinu en sjónvarpskonan Oprah Winfrey, sem lenti í fjórða sæti, hafði að jafnvirði rétt um sextán milljarða króna í árslaun. Fjórmenningarnir tróna langt fyrir ofan þá næstu á listanum en meðlimir írsku hljómsveitarinnar U2 og grín- istinn Jerry Seinfeld fengu hvor um sig rúma sjö milljarða króna fyrir störf sín. - jab STEVEN SPIELBERG Leikstjórinn var tekjuhæsti launþeginn í afþreyingargeiranum á síðasta ári. Stjörnurnar með fín árslaun Þ E I R 1 0 L A U N A H Æ S T U Nafn Tekjur (í mill. kr) Steven Spielberg 23.734 Howard Stern 21.589 George Lucas 16.728 Oprah Winfrey 16.085 U2 7.863 Jerry Seinfeld 7.149 Rolling Stones 6.434 Tiger Woods 6.434 Dan Brown 6.291 Jerry Bruckheimer 6.005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.