Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 72
36 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyriliði og leikmaður Barcelona, var ekki með Íslandi gegn Spáni í gærkvöldi en fjar- vera hans var tilkynnt daginn fyrir leik. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði á blaða- mannafundi sama dag að Eiði hefði liðið illa um morguninn og því var ákveðið í samráði við þjálfara og lækni landsliðsins að gefa honum frí. „Þessi ákvörðun var tekin af skynsemi en ekki út frá hjart- anu,“ sagði Eiður Smári í frétta- tilkynningu sem Eggert Skúlason, fjölmiðlafulltrúi hans, kom áleið- is. „Mig langaði að koma en hlust- aði á lækna og aðra sem hafa með þessa ákvörðun að gera. Ákvörð- unin var tekin á síðustu stundu. Það liggur fyrir að ég hefði eytt 30 klukkustundum í flugvélum á þremur dögum og menn geta spurt sig hvað ég hefði verið til mikils gagns fyrir landsliðið eða Barcelona eftir slíka törn. Það er hins vegar alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið og hlakka ég til að koma heim og spila næsta leik sem verður gegn Dönum. Þar stefnum við á þrjú stig.“ Fréttablaðið fór þess á leit við Eggert að fá símaviðtal við Eið Smára en þess í stað hann gaf frá sér áðurnefnda fréttatilkynn- ingu. Eiður kom til Barcelona á sunnudagskvöldið eftir æfinga- ferð liðsins til Mið- og Suður- Ameríku en þrír félagar hans í Barcelona voru valdir í spænska landsliðið. Tveir þeirra, Xavi Heranandez og Carles Puyol, for- fölluðust á mánudag eftir að hafa hitt lækni spænska landsliðsins í Madríd en sá þriðji, Andrés Iniesta, var með í förinni til Íslands. Annars gat Luis Arago- nes landsliðsþjálfari stillt upp sínu besta liði í gær. - esá EIÐUR SMÁRI Fagnar hér marki sem hann lagði upp fyrir Lionel Messi í Bandaríkjun- um um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY Eiður Smári Guðjohnsen um fjarveru sína frá landsleiknum gegn Spáni: Hefði eytt 30 klukkustundum í flugvél FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona meiddist í leik með Malmö gegn Sunnenå í sænsku úrvalsdeildinni um helgina og þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið fast olnbogaskot í andlitið. Meiðsli hennar eru þó ekki jafn slæm og óttast var í fyrstu og sagði þjálfari hennar í gær að hún gæti byrjað æfingar aftur fljótlega. „Ásta fékk enga beináverka og getur byrjað að æfa á nýjan leik þegar höfuðverkurinn minnkar og bólgan hjaðnar,“ sagði Jörgan Pet- ersson við Sydsvenskan. Allar líkur eru því á að Ásthildur geti verið með íslenska landsliðinu sem mætir því tékkneska um helgina. - esá Ásthildur Helgadóttir: Fékk olnboga- skot í andlitið ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Verður sennilega með íslenska landsliðinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Dean Ashton ökklabrotn- aði á æfingu með enska landslið- inu í gær. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir úrvalsdeildarlið West Ham en reiknað var með að hann yrði í byrjunarliði Englands í æfinga- leik gegn Grikklandi í kvöld. Það hefði verið hans fyrsti landsleikur en Ashton stóð sig vel á síðasta tímabili. - egm Æfing enska landsliðsins: Dean Ashton ökklabrotinn FÓTBOLTI Michael Ballack sagði á heimasíðu Chelsea í gær að hann vonaðist til að vera orðinn klár fyrir opnunarleik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið mætir Manchester City á sunnudag. Hann þurfti að fara meiddur af velli gegn Liverpool um síðustu helgi eftir aðeins 26 mínútna leik. „Ég er með slæmt mar á mjöðm og er nokkuð bólginn. Ég verð að bíða og sjá til í nokkra daga en vonandi hefur þetta jafnað sig fyrir sunnudag,“ sagði Ballack. Hann missir af vináttulandsleik Þýskalands og Svíþjóðar á morg- un. - esá Michael Ballack: Vill spila um helgina MICHAEL BALLACK Gengur meiddur af velli gegn Liverpool um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Allt bendir til þess að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal sé á leið til spænska stórliðsins Real Madr- id. Reyes þakkaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir gera sér leiðina aftur til Spánar greiðari, „Draumur minn færist æ nær. Wenger hefur sýnt mér skiln- ing og hefur brugðist við eins og sannur herramaður,“ sagði Reyes. Leikmaðurinn er nú staddur hér á landi þar sem hann lék með spænska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Hann segist aldrei hafa náð að aðlagast lífinu á Eng- landi en hann kom ekkert við sögu í Evrópuleik Arsenal í Zagreb og ýtti það stoðum undir þær sögu- sagnir að hann væri á förum. - egm Mál Jose Antonio Reyes: Færist enn nær Real Madrid REYES Er hér í leik gegn Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gianluigi Buffon, mark- vörður heimsmeistaraliðs Ítala, staðfesti í gær að hann yrði áfram í herbúðum Juventus þrátt fyrir að liðið hafi verið dæmt niður í Seríu B á dögunum. Buffon sagði að hann hefði getað farið til Arsenal, Inter eða AC Milan. „Helst vildi ég fara til Milan en ákvað frekar að endur- greiða Juventus öll mín góðu ár hjá félaginu. Án þess hefði ég ekki orðið heimsmeistari,“ sagði Buff- on. - esá Gianluigi Buffon: Verður áfram hjá Juventus Tap fyrir Lettum Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta tapaði í gær fyrir Lettum í A-deild Evrópumótsins í körfubolta sem fer fram á Spáni. Niðurstaðan 94-56 sigur Letta en stigahæstur íslenska liðsins var Örn Sigurðarson með 14 stig en hann tók einnig flest fráköst, 7 talsins. Í dag mætir liðið Slóvenum. > Ragnar Snær til HK Handknattleiksmaðurinn Ragnar Snær Njálsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK en hann er uppalinn í herbúðum KA. Hann hefur í gegnum tíðina verið í unglingalandsliðum Íslands og spilað þar aðallega vörn. Ragnar skoraði 62 mörk í 23 deildarleikjum fyrir KA í fyrra en stærsta ástæðan fyrir því að hann spilar ekki á Akureyri á komandi tímabili er sú að hann er að fara í nám fyrir sunnan. Eins og kunnugt er hefur KA sam- einast Þór og spilar hið nýja lið undir nafninu KÖRFUBOLTI „Ég hef nánast helgað mínu lífi körfubolta og því á þetta starf vel við mig,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson sem tók í gær við starfi framkvæmdarstjóra Körfu- knattleikssambands Íslands. Hann er því hættur sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur en Friðrik Ragnarsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Njarðvíkur, mun taka við því starfi. „Í þessu starfi ætla ég að leggja áherslu á að sameina krafta þeirra sem koma að hreyf- ingunni. Mér hefur fundist hver vera að vinna í sínu horni. Það er fullt af góðu fólki sem er út um allt að vinna fína vinnu og með sameiginlegu átaki er hægt að hefja veg þessarar tignarlegu íþróttar enn hærra. Körfubolti er ein stærsta, skemmtilegasta og vinsælasta íþrótt heimsins,“ sagði Friðrik Ingi. Hann segir það í höndum KKÍ að sjá til þess að umfjöllun um körfubolta verði meiri. „Þetta er margþætt starf sem ég er búinn að taka að mér og margt sem ég þarf að stússast í. Það var samt vissulega erfið ákvörðun að segja skilið við þjálfarastarfið og ég hafði gaman að síðasta vetri. Ég var alls ekki kominn með leið á þjálfun en ákvað að breyta til eftir að hafa hugsað málið ítar- lega og margir þættir sem þar komu að.“ Friðrik Ingi segist mjög þakk- látur stjórninni hjá Grindavík og hvernig þeir tóku á þessum málum. „Þeir skildu mína afstöðu og studdu mína ákvörðun. Ég held að Grindvíkingar verði ekkert sviknir af eftirmanni mínum. Hann hefur spilað og þjálfað til margra ára og Grindavík verður í góðum málum hjá nafna mínum,“ sagði Friðrik en hann tekur við framkvæmdarstjórastöðu KKÍ af Hannesi Birgi Hjálmarssyni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að miklar vonir væru bundnar við ráðningu Friðriks. „Við þekkjum hann vel og vitum að hvert sem hann kemur þar gerast hlutirnir og það er gaman að vera í kring- um hann. Við erum að vinna í umhverfi núna þar sem skemmti- leg verkefni eru framundan. Stefnan er að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera gott í körfunni. Friðrik Ingi á pottþétt eftir að aðstoða okkur við það enda hefur hann rosalega mikla þekkingu og veit einnig hvernig reka á fyrirtæki,“ sagði Hannes Jónsson. elvargeir@frettabladid. Þetta starf á vel við mig Friðrik Ingi Rúnarsson var í gær ráðinn framkvæmdarstjóri KKÍ. Hann er hætt- ur sem þjálfari Grindavíkur en nafni hans Ragnarsson tekur við því starfi. FRIÐRIK INGI RÚNARSSON Segir að sameina þurfi krafta þeirra sem vinna í kringum körfu- boltann. FRÉTTABLAÐIÐ „Pabbi er mín fyrirmynd!“ Foreldrar eru bestir í forvörnum Reykjavíkurborg Velferðarsvið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H BS 3 37 04 0 8/ 20 06 U21 landslið karla er nú í Austurríki en það mætir heimamönnum í forkeppni Evrópumótsins í dag. Ferðin gekk þó ekki eins og best verður á kosið fyrir þá Theodór Elmar Bjarnason, Hjálmar Þórarinsson og Rúrik Gíslason sem flugu til Austurríkis frá Lundúnum. „Þeir flugu til móts við okkur frá Heathrow í London. Þeir fóru einhverjar krókaleiðir, flugu fyrst til Þýskalands og svo Sviss, og farangurinn þeirra týndist á leiðinni. Í þeim farangri voru meðal annars fót- boltaskórnir þeirra,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari liðsins. „Svo náðum við engu sambandi við þá því þeir fengu ekki að taka símann sinn með í handfarangur út af nýjum öryggisreglum. Við náðum síðan loksins sambandi við Rúrik en hann náði ein- hvernveginn að taka símann sinn með í flugið öfugt við hina tvo,“ sagði Lúkas. Strákarnir fengu síðan lánaða skó frá öðrum í hópnum til að geta tekið þátt í æfingu í gærmorgun. Þegar kom að því að kaupa nýja skó uppgötvuðu þeir hins vegar að það var frídagur í Austurríki í gær og nánast allar búðir lokaðar. „Fyrir algjöra tilviljun átti hótelstjór- inn vin sem rekur íþróttavöruverslun og hann fékk hann til að opna búðina sérstaklega svo að strák- arnir gætu keypt sér skó. Þannig að sem betur fer er allt komið í lag núna,“ sagði Lúkas Kostic sem er ánægður með aðstæðurnar ytra. „Völlurinn er alveg frábær, er í toppstandi. Arsenal kemur árlega á þennan völl á undirbúningstímabilinu og það kemur mér ekki á óvart eftir að við fengum að æfa á honum.“ Lúkas segir að austurríska liðið sé mikið baráttulið en auk þeirra eru Íslendingar með stórliði Ítalíu í riðli. Eitt af liðunum þremur kemst áfram en aðeins er leikin einföld umferð. Strákarnir okkar mæta Austur- ríki ytra klukkan fimm í dag og svo mæta þeir ítalska liðinu á Laugardalsvelli föstudaginn 1. september. „Við stefnum á sigur gegn Austurríki og það er mikilvægast að við náum að byrja leikinn vel. Þá erum við til alls líklegir,“ sagði Lúkas Kostic. U21 LANDSLIÐ ÍSLANDS: ÞRÍR LEIKMENN LENTU Í HRAKFÖRUM Á FERÐ SINNI TIL AUSTURRÍKIS Fótboltaskórnir týndust á ferðalaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.