Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 22
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Einn sérstæðasti stjórnmálamað- ur sem ég hef hitt um ævina heitir Chamlong Srimuang. Þegar ég hitti manninn var hann borgar- stjóri Bangkok. Undirsátar hans gengu í silkifötum og létu aka sér um á fínustu bílum, enda borgin vellauðug og óhemjustór. Chamlong gekk hins vegar um á lélegum sandölum og var í grófum bómullarstakk af því tagi sem hrísgrjónabændur klæðast á ökr- unum. Skoðanir Chamlongs eru þannig að enginn stjórnmálafræð- ingur gæti flokkað þær niður í þægilega og vel merkta kassa en einlægnin í þeim var heillandi. Fólk treysti líka Chamlong og veitti honum yfirburðasigur í Bangkok. Seinna leiddi hann mót- mæli milljóna manna sem enduðu með falli síðustu einræðisstjórnar Taílands fyrir röskum áratug. Chamlong var herforingi á yngri árum og aðstoðarmaður forsætis- ráðherra en gerðist svo munkur í óvanalegri og strangri reglu innan búddadóms. Mér var sýnt frí- stundahúsið hans utan við Bang- kok. Það reyndist ekki hús í venju- legum skilningi því veggi vantaði. Þetta voru fjórir fermetrar af tré- gólfi en súlur héldu stráþaki yfir því. Þarna var ekkert enda þarfn- aðist þessi maður einskis. Ég var minntur á Chamlong í vikunni því nú er þessi sérstæði munkur og stjórnmálamaður í þann veginn að koma núverandi forsæt- isráðherra frá völdum, hinum auð- uga og spillta Thaksin. Það var raunar Chamlong sem kom Thaks- in til valda á sínum tíma en hann segist ekki hafa áttað sig á því þá hvað maðurinn er spilltur. Það voru þó ekki taílensk stjórnmál sem fengu mig til að hugsa lengi um Chamlong, heldur stjórnmál miklu nær okkur. Stutt samtal við mann- inn þarna um árið og lengri fyrir- lestur sem ég heyrði hann flytja leiddu í ljós að ég var Chamlong ekki sammála um margt. Ég fékk að hitta hann út á það eitt að aðstoð- armaður hans komst að því að ég borða ekki kjöt. Ég var kynntur fyrir borgarstjóranum sem græn- metisæta, búsett í Hollandi. Andúð á dýradrápi til manneldis reyndist líka ein af tiltölulega fáum verald- legum skoðunum sem ég deildi með þessum sérstaka manni. Samt hefði ég kosið hann ef ég hefði búið í Bangkok. Sú minning leiddi til hugsana um hvers menn leita þegar þeir kjósa stjórnmálamenn. Svarið við því var augljóst hér áður. Menn kusu þann flokk sem varði hags- muni þeirra eða fylgdi hugsjónum þeirra. Í seinni tíð hefur þeirri kenningu vaxið fylgi víða um heim að stórfelldur árgreiningur um skipulag efnahagslífsins sé úr sög- unni og því skipti mestu að kjósa fólk sem líklegt er til að reka rík- iskerfið af kunnáttusemi, heiðar- leika og fagmennsku. Auðvitað er enn munur á hægri flokkum og vinstri flokkum en hann hefur greinilega minnkað og þar sem flestir flokkar virðast líka geta unnið saman segja margir að mestu skipti að finna fólk sem sameinar þekkingu, kunnáttusemi og heiðarleika og getur með þeim hætti unnið af fagmennsku. Hvað skyldi ráða vali manna á Íslandi á stjórnmálaflokkum? Eru menn að leita að færum einstakl- ingum með mikla þekkingu og yfirsýn og í leiðinni að ósérplægnu fólki sem lætur ekki stjórnast af hagsmunum sínum eða vina sinna? Ef svo er virðist hafa komið upp óheppilegt misræmi á milli eftir- spurnar og framboðs í íslenskum stjórnmálum. Eða finnst einhverj- um það einkenni á íslenska stjórn- málaheiminum hvað hann er vel mannaður af fólki sem ber af í okkar þjóðfélagi fyrir þekkingu, ósérdrægni og fagmennsku? Eru það þá hugsjónir sem ráða vali manna? Þá væri Alþingi og ríkis- stjórn væntanlega skipuð úrvali pólitískra hugsjónamanna í sam- félaginu. Eða ráða kannski per- sónulegir hagsmunir mestu um val manna á fólki og flokkum? Sjálfsagt fyrir suma en örugglega ekki fyrir alla þó ekki væri nema fyrir það að hagsmunir manna hafa orðið flóknari og ógreinilegri en áður. Líklega er verulegt mis- ræmi á milli framboðs og eftir- spurnar í íslenskum stjórnmálum. Sem betur fer þurfum við ekki mann á borð við Chamlong sem allir treysta í gerspilltum heimi vegna þess eins að hann á ekki neitt og langar ekki í neitt. Slíkir menn eru líka nokkuð vandfundn- ir í samtímanum. En við þurfum eitthvað annað en við höfum. Kannski þurfum við blöndu af ólíkum hlutum. Meiri hugsjónir úr öllum áttum og meiri einlægni. Meiri þekkingu, kunnáttusemi og fagmennsku. Annað en við höfum Í DAG STJÓRNMÁL JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Eða finnst einhverjum það ein- kenni á íslenska stjórnmála- heiminum hvað hann er vel mannaður af fólki sem ber af í okkar þjóðfélagi fyrir þekkingu, ósérdrægni og fagmennsku? Hvað þýðir aldursforseti? Á vef Alþingis kennir margra grasa. Þar má meðal annars sjá lista yfir þingmenn og hverjar helstu vegtyllur þeirra eru, svo sem ráðherratign, formennska eða varaformennska í þingflokki og hvort viðkomandi tilheyri fríðum flokki forseta þingsins. Einn titill sker sig úr en það er titillinn aldursforseti og það er ekki laust við að menn reki upp stór augu þegar sjá má að það er Halldór Ásgríms- son sem fær þann titil. Lausleg könnun leiðir í ljós að það eru hvorki fleiri né færri en 13 þing- menn sem eru Halldóri eldri í árum talið og nafni hans Blöndal þar efstur á blaði. Hins vegar á Halldór Ásgrímsson flest árin að baki sem þingmaður en það réttlætir varla að skrá hann aldursforseta þingsins eða hvað? Samsæri og plott Miklar samsæriskenningar eru komnar á kreik fyrir flokksþing framsóknarmanna um næstu helgi, Þannig lagði RÚV mikla merkingu í það að Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Birkir Jón Jónsson hefðu haldið sameiginlegan fund á Ísafirði á mánudagskvöldið. Hætt er við að þeir útvarpsmenn hefðu lent í vandræðum með að skilgreina plottið í því að Siv og Birkir Jón héldu sameig- inlega fundi með Jóni Sigurðssyni bæði á Reyðarfirði og Egilsstöðum daginn áður og að Siv og Jón, keppinautarnir um formannssætið héldu saman fund á Húsavík í síðustu viku. Álit álitsgjafans Andrés Magnússon, blaðamaður á Blaðinu, fór mikinn í sjónvarpsþætti á Omega í vikunni þar sem hann ræddi um fréttaflutning frá átakasvæðun- um í Líbanon og Palestínu við Ólaf Jóhannsson, forsprakka félagsins Zion vinir Ísraels. Ekki skal fullyrt hér að þeir hafi verið sammála um rót vandans, en þeir virtust þó ekki geta séð annað en að fréttaflutningur af átakasvæðunum væri alltof einhliða og oftar en ekki falsaður. ssal@frettabladid.is magnush@frettabladid.is Fyrir rúmlega fimm árum datt ónefndum íslenskum athafna-manni í hug að sækja um leyfi til stjórnvalda til að setja á fót bú þar sem hann hugðist rækta hunda til manneldis. Varla þarf að taka fram að hann ætlaði kjötið til útflutnings en ekki á heimamarkað. Viðbrögð þjóðarinnar voru á tvenna lund, annars vegar tók fólk þessu sem lélegum brandara, og hins vegar var hug- myndin harðlega fordæmd, eins og hundakjötsát er reyndar almennt gert á Vesturlöndum. Í Kóreu þykja hundar hins vegar herramannsmatur. Þar bjóða mörg þúsund veitingastaðir upp á svokallaða poshintang-súpu úr hundakjöti. Þetta er vinsæll réttur, sérstaklega á heitum sumar- dögum enda þykir hundasúpan sérlega svalandi og auk þess mýkj- andi fyrir húð kvenna. Af hverju er um þetta ritað hér? Jú, vegna þess að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til skoðunar innan sjávarútvegsráðu- neytisins að leyfa á nýjan leik hvalveiðar í atvinnuskyni, og að skoðanakannanir hafi ítrekað sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar er því fylgjandi þrátt fyrir augljósa andstöðu alþjóðasamfélags- ins. Er þjóðin þar í sömu sporum og Kóreubúar sem vilja halda áfram að borða sína hunda þrátt fyrir fordæmingu þeirra sem ekki eru vanir þeirri hefð. Hvalveiðar í atvinnuskyni eru nú til skoðunar vegna þess að ekki eru lengur í gildi skilyrði sem sett voru fyrir inngöngu Íslands á nýjan leik í Alþjóðahvalveiðiráðið fyrir fjórum árum. Með end- urnýjaðri þátttöku í ráðinu átti að freista þess að vinna hvalveið- um í atvinnuskyni fylgi á þeim vettvangi en það gekk ekki eftir. Ekki dugar þótt sýnt hafi verið fram á með vísindalegum hætti að fjölmargir hvalastofnar eru ekki í útrýmingarhættu og þola því hæglega skynsamlega nýtingu. Rétt eins og það álit að hundaát Kóreubúa sé skepnuskapur, byggir andúð alþjóðasamfélagsins á hvalveiðum á tilfinningaleg- um rökum. Það er hins vegar dálítið kaldhæðnislegt að á sama tíma og mót- spyrnu við hvalveiðar er viðhaldið á heimsvísu vegna væntum- þykju í garð þessara stærstu íbúa jarðarinnar, er nánast hægt að fullyrða að sú eindregna skoðun meirihluta Íslendinga að við eigum að hefja hvalveiðar sem fyrst, er einnig mun frekar byggð á tilfinningum, og nánast þjóðrembu, en skynsemi. Þannig er við- horfið þegar rætt er um hvalveiðar gjarnan á þá leið að öðrum þjóðum komi ekki við hvernig náttúruauðlindir eru nýttar hér á landi ef það er gert á hóflegan hátt. Það er þó alveg morgunljóst að tekjur þjóðarbúsins af hvalveið- um yrðu óverulegar. Reynsla úr fortíð segir okkur líka að þeim fylgi mikil hætta á grimmilegum mótmælum og jafnvel verður allt sem íslenskt er sniðgengið, sem gæti haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir einhæfan útflutning landsins sem og þá miklu uppbygg- ingu sem ferðaþjónustan hefur staðið í undanfarin ár. Skynsemin segir okkur því að láta hvalina í friði. SJÓNARMÐ JÓN KALDAL Skynsemin segir okkur að láta stærstu íbúa jarðar í friði. Hvalir og tilfinningar Rétt eins og það álit að hundaát Kóreubúa sé skepnu- skapur, byggir andúð alþjóðasamfélagsins á hvalveið- um á tilfinningalegum rökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.