Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 23 AF NETINU Chippendales „Manneskja - ekki markaðsvara“ er slagorð sem femínistar hafa notað í aug- lýsingum og mótmælum td. í kringum fegurðarsamkeppnir. Á þetta slagorð ekki alveg eins við þegar karlmenn eru markaðssettir á þennan hátt? Karlmenn seldir sem kjötskrokkar til að fullnægja íslensku kvenfólki. Persónulega er ég hlynnt valfrelsi. Það að öllum sé frjálst að gera það sem það vill á meðan það er ekki að skaða aðra. Hvort sem fólk kýs að markaðssetja hugmyndir sínar, list, já eða jafnvel líkama sinn? Tvö helstu markmið Femínistafé- lags Íslands eru þessi (skv. stefnuskrá þeirra): Að vinna að jafnrétti kynjanna. Að vinna gegn hverskonar birtingar- myndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi. Femínistar, verið sjálfum ykkur sam- kvæm! Erla Margrét Gunnarsdóttir af frelsi.is Jón eða Siv Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir eru ein og sama persónan. Mig skiptir engu, hvort þeirra verður formaður Framsókn- ar. Ég veit af viðtölum í fjölmiðlum, að Jón verður verri en Halldór, sem var botn stjórnmálanna. Um Siv veit ég, að hún laug, að Kárahnjúkavirkjun kaffærði mela eina. Ég hef sannreynt, að landið, sem sekkur í Hálslón, er að mestu gróið og býr yfir einstæðum náttúruminjum. Þær voru þess valdandi, að ríkisstjórn- in þurfti að affriða Kringilsárrana til að koma orkuverinu á koppinn. Jón og Siv henta bæði hálfdauðum flokki, sem þarf sem fyrst að deyja alveg. Jónas Kristjánsson af jonas.is Ég var að ljúka við að lesa bók Andra Snæs Magnasonar, Drauma- landið. Eftir lesturinn er ég þungt hugsi. Margt athyglisvert kemur fram í þessari bók og ýmislegt verið um hana rætt. En það er einn stór galli. Í raun mjög alvar- legur galli. Umfjöllunin um bók- ina hefur öll verið á einn veg, ein- ungis á jákvæðum nótum. Sem segir manni það að lesendahópur- inn er ansi einsleitur, það hefur greinilega enginn þingmaður rík- isstjórnarinnar lesið bókina, engir starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins, Orkustofnunar né yfirmenn Landsvirkjunar! Því ef svo væri hlytu þeir að vera búnir að tjá sig opinberlega og leiðrétta þennan misskilning sem fram kemur í bókinni. Ég endurtek, misskilning, því Andri Snær vitnar alls staðar í heimildir máli sínu til stuðnings. Því getur vart verið um rang- færslur að ræða. Hér eru nokkur dæmi: Í bæklingi sem gefinn var út af Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjun 1995 og ætlaður var til að laða að stóriðju- fjárfesta stendur að Íslendingar bjóði upp á ódýrasta vinnuafl á Vesturlöndum? Getur verið að þetta sé sett fram svona með sam- þykki launþegasamtaka og ríkis- stjórnarinnar? (Andri Snær, bls. 177) Í sama bæklingi kemur fram eftir að búið er að dásama heil- næma loftið og ómengaða loftið á Íslandi að starfsleyfi hér fyrir stóriðju sé yfirleitt veitt miðað við lágmarks umhverfiskröfur? (A.S.,bls. 177) Þar kemur einnig fram að á Íslandi megi virkja 30 Terawatt- stundir ári með tiltölulega litlum umhverfisáhrifum. Miðað við heimildasöfnun Andra Snæs verð- ur að virkja til þess að ná þeirri tölu: Dettifoss, Þjórsárver, Gull- foss,og ýmsar laxveiðiár s.s. Selá í Vopnafirði og Stóru-Laxá.(A.S, bls 180-183). Getur verið að það telj- ist lítil umhverfisáhrif að virkja þessa staði? Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur, eða afglöp. En hvernig stendur á því að enginn mótmælir þessu opinberlega? Ekki trúi ég því að nýráðinn iðnað- arráðherra eða stjórn Landsvirkj- unar vilji sitja undir því að þau markaðssetji landið svona? Ekki er mönnum alveg sama hvaða atvinnutækifæri bjóðast, geri menn ekki lágmarkskröfur eins og kemur svo vel fram í mark- aðsbæklingi iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á norskum skólabörnum og Norsk Hydro styrkti veldur brennisteinsdíoxíðmengun (SO2) ofnæmi og þau eru marktækt gjarnari á að fá lungnabólgu en önnur. Það gerðist við 20-40 µg/ m3. Á Reyðarfirði er samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu getur sólarhringsgildið náð 50 og mun fara allt upp í 350 µg/m3(A.S, bls 246). Er það þess vegna sem brennisteinsmengunin frá álveri sem Norsk Hydro ætlaði að reisa í Reyðarfirði átti að vera 20 falt lægri en það sem Alcoa er að reisa núna?(A.S, 244). Kannski Hafn- firðingar hafi þetta í huga þegar kemur að kosningu um stækkun álversins í Straumsvík.? Ekki síst er alvarleg sú yfirlýs- ing Gríms Björnssonar jarðeðlis- fræðings á Orkustofnun þar sem hann segir frá því að upplýsingum um alvarlegt misgengi á stíflu- svæði Kárahnjúka var viljandi haldið leyndum fyrir Alþingi þar til búið var að samþykkja lögin um virkjunina(A.S., bls. 224). Eru þetta eðlileg vinnubrögð í lýðræð- isþjóðfélagi? Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur einnig vitnað um það í viðtölum að ófáir heim- ildamenn hans við gerð kvikmynd- arinnar um Kárahnjúka hafa beð- ist undan því að vera nafngreindir. Hvað er að óttast? Maður spyr sig: Viljum við lýð- ræðislegt samfélag þar sem upp- lýsingum er haldið leyndu? Er fáfræði er styrkur og þá fyrir hverja? Eru málin bara svo flókin að það er erfitt að sjá þetta mál í heildarsamhengi nema við lestur heillar bókar eins og Andra Snæs? Hefur enginn þessa heildaryfir- sýn eða er hún allt öðruvísi en kemur fram í bókinni? Og hver er hún þá? Hver er sannleikurinn í þessu máli. Þögn ráðandi aðila um bókina er athyglisverð. Af hverju stafar hún? Er sannleikurinn óþægileg- ur og því best að halda fólki sem minnst upplýstu. Er þögnin góð því með meiri umræðu um málið myndu fleiri nenna að setja sig inn í málið. Væri það óþægilegt fyrir þá sem ráða ferðinni? Spyr sú sem ekki veit en ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! Draumalandið; Þögn er sama og samþykki UMRÆÐAN ÁLVER SIGRÚN THEODÓRSDÓTTIR GARÐYRKJUFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.