Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 59

Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 59
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 23 AF NETINU Chippendales „Manneskja - ekki markaðsvara“ er slagorð sem femínistar hafa notað í aug- lýsingum og mótmælum td. í kringum fegurðarsamkeppnir. Á þetta slagorð ekki alveg eins við þegar karlmenn eru markaðssettir á þennan hátt? Karlmenn seldir sem kjötskrokkar til að fullnægja íslensku kvenfólki. Persónulega er ég hlynnt valfrelsi. Það að öllum sé frjálst að gera það sem það vill á meðan það er ekki að skaða aðra. Hvort sem fólk kýs að markaðssetja hugmyndir sínar, list, já eða jafnvel líkama sinn? Tvö helstu markmið Femínistafé- lags Íslands eru þessi (skv. stefnuskrá þeirra): Að vinna að jafnrétti kynjanna. Að vinna gegn hverskonar birtingar- myndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi. Femínistar, verið sjálfum ykkur sam- kvæm! Erla Margrét Gunnarsdóttir af frelsi.is Jón eða Siv Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir eru ein og sama persónan. Mig skiptir engu, hvort þeirra verður formaður Framsókn- ar. Ég veit af viðtölum í fjölmiðlum, að Jón verður verri en Halldór, sem var botn stjórnmálanna. Um Siv veit ég, að hún laug, að Kárahnjúkavirkjun kaffærði mela eina. Ég hef sannreynt, að landið, sem sekkur í Hálslón, er að mestu gróið og býr yfir einstæðum náttúruminjum. Þær voru þess valdandi, að ríkisstjórn- in þurfti að affriða Kringilsárrana til að koma orkuverinu á koppinn. Jón og Siv henta bæði hálfdauðum flokki, sem þarf sem fyrst að deyja alveg. Jónas Kristjánsson af jonas.is Ég var að ljúka við að lesa bók Andra Snæs Magnasonar, Drauma- landið. Eftir lesturinn er ég þungt hugsi. Margt athyglisvert kemur fram í þessari bók og ýmislegt verið um hana rætt. En það er einn stór galli. Í raun mjög alvar- legur galli. Umfjöllunin um bók- ina hefur öll verið á einn veg, ein- ungis á jákvæðum nótum. Sem segir manni það að lesendahópur- inn er ansi einsleitur, það hefur greinilega enginn þingmaður rík- isstjórnarinnar lesið bókina, engir starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins, Orkustofnunar né yfirmenn Landsvirkjunar! Því ef svo væri hlytu þeir að vera búnir að tjá sig opinberlega og leiðrétta þennan misskilning sem fram kemur í bókinni. Ég endurtek, misskilning, því Andri Snær vitnar alls staðar í heimildir máli sínu til stuðnings. Því getur vart verið um rang- færslur að ræða. Hér eru nokkur dæmi: Í bæklingi sem gefinn var út af Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjun 1995 og ætlaður var til að laða að stóriðju- fjárfesta stendur að Íslendingar bjóði upp á ódýrasta vinnuafl á Vesturlöndum? Getur verið að þetta sé sett fram svona með sam- þykki launþegasamtaka og ríkis- stjórnarinnar? (Andri Snær, bls. 177) Í sama bæklingi kemur fram eftir að búið er að dásama heil- næma loftið og ómengaða loftið á Íslandi að starfsleyfi hér fyrir stóriðju sé yfirleitt veitt miðað við lágmarks umhverfiskröfur? (A.S.,bls. 177) Þar kemur einnig fram að á Íslandi megi virkja 30 Terawatt- stundir ári með tiltölulega litlum umhverfisáhrifum. Miðað við heimildasöfnun Andra Snæs verð- ur að virkja til þess að ná þeirri tölu: Dettifoss, Þjórsárver, Gull- foss,og ýmsar laxveiðiár s.s. Selá í Vopnafirði og Stóru-Laxá.(A.S, bls 180-183). Getur verið að það telj- ist lítil umhverfisáhrif að virkja þessa staði? Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur, eða afglöp. En hvernig stendur á því að enginn mótmælir þessu opinberlega? Ekki trúi ég því að nýráðinn iðnað- arráðherra eða stjórn Landsvirkj- unar vilji sitja undir því að þau markaðssetji landið svona? Ekki er mönnum alveg sama hvaða atvinnutækifæri bjóðast, geri menn ekki lágmarkskröfur eins og kemur svo vel fram í mark- aðsbæklingi iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á norskum skólabörnum og Norsk Hydro styrkti veldur brennisteinsdíoxíðmengun (SO2) ofnæmi og þau eru marktækt gjarnari á að fá lungnabólgu en önnur. Það gerðist við 20-40 µg/ m3. Á Reyðarfirði er samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu getur sólarhringsgildið náð 50 og mun fara allt upp í 350 µg/m3(A.S, bls 246). Er það þess vegna sem brennisteinsmengunin frá álveri sem Norsk Hydro ætlaði að reisa í Reyðarfirði átti að vera 20 falt lægri en það sem Alcoa er að reisa núna?(A.S, 244). Kannski Hafn- firðingar hafi þetta í huga þegar kemur að kosningu um stækkun álversins í Straumsvík.? Ekki síst er alvarleg sú yfirlýs- ing Gríms Björnssonar jarðeðlis- fræðings á Orkustofnun þar sem hann segir frá því að upplýsingum um alvarlegt misgengi á stíflu- svæði Kárahnjúka var viljandi haldið leyndum fyrir Alþingi þar til búið var að samþykkja lögin um virkjunina(A.S., bls. 224). Eru þetta eðlileg vinnubrögð í lýðræð- isþjóðfélagi? Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur einnig vitnað um það í viðtölum að ófáir heim- ildamenn hans við gerð kvikmynd- arinnar um Kárahnjúka hafa beð- ist undan því að vera nafngreindir. Hvað er að óttast? Maður spyr sig: Viljum við lýð- ræðislegt samfélag þar sem upp- lýsingum er haldið leyndu? Er fáfræði er styrkur og þá fyrir hverja? Eru málin bara svo flókin að það er erfitt að sjá þetta mál í heildarsamhengi nema við lestur heillar bókar eins og Andra Snæs? Hefur enginn þessa heildaryfir- sýn eða er hún allt öðruvísi en kemur fram í bókinni? Og hver er hún þá? Hver er sannleikurinn í þessu máli. Þögn ráðandi aðila um bókina er athyglisverð. Af hverju stafar hún? Er sannleikurinn óþægileg- ur og því best að halda fólki sem minnst upplýstu. Er þögnin góð því með meiri umræðu um málið myndu fleiri nenna að setja sig inn í málið. Væri það óþægilegt fyrir þá sem ráða ferðinni? Spyr sú sem ekki veit en ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! Draumalandið; Þögn er sama og samþykki UMRÆÐAN ÁLVER SIGRÚN THEODÓRSDÓTTIR GARÐYRKJUFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.