Fréttablaðið - 16.08.2006, Page 41

Fréttablaðið - 16.08.2006, Page 41
H A U S MARKAÐURINN upp að hún setur upp ákveðið próf. Fyrst þarf að komast að því hvort viðkomandi land sé lágskattasvæði. Þá þarf fyrirtækið í heima- landinu að eiga tiltekinn hluta í erlenda fyr- irtækinu. Í þriðja lagi er spurt hvers konar tekjur séu á ferðinni. Eru þetta tekjur af raunverulegri starf- semi eða eru þetta óvirkar tekjur? CFC- reglum er beint gegn þessum óvirku tekj- um, til að mynda arði, söluhagnaði, þóknana- tekjum og vöxtum.“ Maríanna telur einn helsta kost CFC-reglna þann að leikreglurnar verða skýrari. Í tekju- skattlöggjöf í dag sé að finna almenn, hug- læg ákvæði þar sem sönnunarbyrðin er erfið. CFC-reglur séu skýrari og einfaldari og geri fólki auðveld- ara að fara að lögum auk þess sem hægara verður að framfylgja þeim. ÍSLAND LÁGSKATTASVÆÐI Í NOREGI Maríanna segir þó mörg álitaefni uppi varð- andi CFC-löggjöf. Ein ástæða þess að frumvarp um slíka löggjöf hafi enn ekki verið lagt fram sé sú að nauðsynlegt hefur verið talið að standa á hlið- arlínunni og fylgjast með þróuninni í nágrannalönd- um okkar. Til að mynda hafi komið upp mál fyrir E v r ó p u d ó m s t ó l n u m þar sem CFC-löggjöf var talin stangast á við grundvallarmark- mið Rómarsáttmálans, stofnsáttmála Evrópu- sambandsins, um fjórfrels- ið. Þá skapist óhjákvæmi- lega vandamál þegar eitt ríki seilist inn á skattalög- sögu annars og geri tilkall til skattekna. „Með CFC-reglum er eitt ríki í raun að seilast inn á yfirráðasvæði ann- ars og gera tilkall til skattstofns á þeirri forsendu að um sýndargerning sé að ræða. Viðkomandi ríki verður oft á tíðum ekki sátt og kannski ekki reiðubúið að gefa þessar tekjur eftir.“ Sú leið sem mörg lönd hafa farið til að forðast slíka togstreitu er að skilgreina einfaldlega hvaða ríki teljast til lágskatta- svæða. Mörg ríki ganga jafnvel skrefinu lengra og útbúa svo- kallaða „svarta lista“ þar sem lágskattaríki eru talin upp. Með því er þeim sem hyggja á stofnun fyrirtækja á lágskattasvæðum gert ljóst á gagnsæjan hátt að þeir geta átt á hættu að CFC-lög- gjöfin nái til þeirra. Samkvæmt sænskri CFC-lög- gjöf er lágskattasvæði skilgreind sem ríki þar sem tekjuskattshlut- fall fyrirtækja er innan við fimm- tíu og fimm prósent af skatthlut- falli Svía, sem í dag er tuttugu og átta prósent. Í Noregi er tekju- skatturinn sá sami og í Svíþjóð, en hlutfallið 2/3. Samkvæmt norskri CFC-löggjöf teljast því öll ríki þar sem tekjuskattur á fyrirtæki er undir 18,6 prósentum til lágskattasvæða. Þar á meðal Ísland, en hér er skattprósentan átján prósent. „Þau grínast nú oft með þetta norræn starfsystkini mín og spyrja hvers vegna Íslendingar ættu að koma sér upp CFC- löggjöf, þar sem landið telst nú einu sinni til lágskattasvæða,“ segir Maríanna. 11MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 Ú T T E K T Einn angi alþjóðavæðingarinnar Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og lagasviðs í fjármálaráðuneytinu, hefur kynnt sér CFC-löggjöf víða um lönd. Hún telur nauðsynlegt að vanda til verka eigi að koma upp slíkri löggjöf hér á landi enda sé oft erfitt að greina á milli skúffufyrirtækja og raunverulegra. Jón Skaftason spjallaði við Maríönnu og komst að því að mikil rannsóknar- og undirbúningsvinna hefur farið fram í fjármálaráðuneytinu. MARÍANNA JÓNASDÓTTIR, SKRIFSTOFUSTJÓRI TEKJU- OG LAGASVIÐS Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Maríanna fór fyrir starfshópi sem nú hefur lokið störfum. Hún segir mörg álitaefni uppi varðandi CFC-löggjöf í nágrannalöndum okkar og að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með þróun mála áður en næsta skref verður tekið. N O K K U R L Á G S K A T T A S V Æ Ð I Land Íbúafjöldi Tekjuskattur á fyrirtæki Bahamaeyjar 323 þús 0% Bermúdaeyjar 66 þús 0% Jómfrúreyjar 22 þús 0% Caymaneyjar 45 þús 0% Gibraltar 28 þús Allt að 15% Jersey 91 þús Allt að 10% Guernsey 65 þús 0% til 20% Smáríkið Guernsey á Ermarsundi er í þriðja sæti þegar listi yfir fjármunaeign erlendra aðila hér á landi er skoðaður. Það vekur athygli í ljósi þess að á eynni, sem lýtur breskum yfirráðum, búa einungis 65 þúsund manns. Við nánari skoðun þarf þessi staðreynd þó ekki að koma á óvart; skattaumhverfi á eynni hefur löngum verið eignamönnum hagstætt. Á eynni er flatur tuttugu pró- senta skattur en þó er auð- velt fyrir útlendinga að fá undanþágur frá skattgreiðsl- um. Einungis þarf að standa skil á áttatíu þúsund króna skráningargjaldi sem greið- ist árlega. Hlutafélagalöggjöf eyjarinnar nær ekki til félaga í eigu erlendra aðila; engin upplýsingaskylda hvílir á eigendum og engin krafa er gerð um birtingu ársreikn- inga. Félögunum er heim- ilt að halda stjórnarfundi á Guernsey en að öðru leyti er ekki mikið um að raun- veruleg starfsemi fari fram á eynni. Rúmur helmingur tekna eyjarinnar kemur af fjármálastarfsemi. Einnig vekur athygli að aðilar staðsettir á bresku Jómfrúreyjum eiga eignir á Íslandi fyrir 1,3 milljarða króna. Eyjarnar eru líkt og Guernsey þekkt athvarf eigna- manna. Þá hefur skattaum- hverfi löngum þótt hagstætt í furstadæminu Lúxemborg enda er það í efsta sæti þegar uppruni fjárfestinga erlendra aðila hér á landi er skoðaður. Athyglisvert er að skoða lista yfir tuttugu stærstu eig- endur í félögum í Kauphöll Íslands. Mörg félagana eru skráð erlendis og hægara sagt en gert að nálgast upp- lýsingar um uppruna þeirra. Leiða má að því líkur að mörg þessara félaga séu skráð á Guernsey eða öðrum lág- skattasvæðum. - jsk Smáríki áberandi Erlendir aðilar fá skattaundanþágu á Guernsey. Hvorki upplýsinga- skylda né krafa um birtingu ársreikninga hvílir á erlendum félögum. F J Á R M U N A E I G N E R L E N D R A A Ð I L A Á Í S L A N D I – E F T I R U P P R U N A 1. Belgía/Lúxemborg 90,1 2. Holland 60,3 3. Guernsey 41,6 4. Bandaríkin 24,8 5. Sviss 9,5 6. Bretland 7,6 7. Noregur 6,0 8. Danmörk 5,3 9. Svíþjóð 3,8 10. Jómfrúreyjar 1,3 *Heimild: Seðlabanki Íslands **Allar tölur í milljörðum króna Úrræði tekjuskattslaga Í lögum um tekjuskatt frá 2003 er að finna ákvæði sem ætlað er að sporna gegn skattalegum sýndargerningum með almennum hætti. 9. töluliður 31. greinar: Í greininni er meðal annars kveðið á um frá- dráttarbærni arðs frá erlendum hlutafélögum hjá innlendu félagi - svo fremi sem hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi. 1. málsgrein 57. greinar: Ef skattaðilar semja um skipti sín í fjár- málum á hátt sem er verulega frábrugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samningsins, teljast honum til tekna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.