Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 3 Nokkur einstök eðaltré verða skoðuð í kvöld í göngu á vegum Garðyrkjufélags Íslands um Vesturbæinn í Reykjavík. Vesturbærinn geymir mörg sögu- leg, einstök og falleg tré. Nokkur þeirra verða á leið göngufólks í kvöld undir leiðsögn garðyrkju- fræðinganna Helgu Thorberg og Steinars Björgvinssonar. Meðal annars hinn eini sanni Vesturbæj- arvíðir. Mæting í gönguna er á Ingólfstorgi klukkan 20. Eðaltré heimsótt Helga Thorberg blómasali verður annar leiðsögumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessi glæsilega gjöf er þín við kaup á tveim hlutum úr Elizabet Arden línunni, þar af eitt krem. Kynningar verða á eftirfarandi stöðum : 17. ágúst á Melhaga & Kringlu 18. ágúst Eiðistorg & Kringla 21. ágúst Kringla 22. ágúst Kringla Gildir á meðan birgðir endast *Tilboðið gildir ekki á öðrum tilboðum * Sími: 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í Evrópu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 16.600 Ítalía kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 13.200 Spánn kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 19.400 Holland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 17.900 Bretland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 24.200 Danmörk kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Barn í bíl hefur lítið skyn á því hvenær ferðinni mun ljúka og gæti spurt að því í Mosfells- bænum hvort ferðin sé á enda þegar leiðin liggur til Akureyr- ar. Til þess að allir farþegar í bílnum haldi geðheilsu er því nauðsynlegt að undirbúa af- þreyingu fyrir börnin á leiðinni og sjá til þess að það fari sem best um þau. Svefn Það besta í stöðunni er að barnið sofni á löngu ferðalagi. Það þýðir þó ekki að vona of mikið eða búast við því. Það er ótrúlegt hvað pirrað barn getur haldið sér lengi vakandi! En það er allt í lagi að reyna að ýta undir það ... ■ Mett barn sofnar frekar en svangt barn. Best er að barnið borði holla og staðgóða máltíð áður en lagt er af stað. Pásur og sjoppustopp vekja barnið til lífsins og gefa því orku til að þrauka næsta klukkutímann. ■ Koddar og teppi. Látið fara vel um barnið og gerið aftursætið að huggulegu svefnbóli. ■ Mikilvægt er að barnið sé í þægi- legum fötum sem þrengja hvergi að. ■ Spjall á rólegu nótunum milli þeirra sem sitja í framsætunum getur verið ótrúlega syfjandi. Það er ekkert gott að veita barninu of mikla athygli heldur leyfa því að gleyma sér smá. Dund Það er ljúft ef barnið gleymir sér við dund og gleymir að spyrja út í ferðalok í klukkustund eða svo. Hér eru nokkur dund-leynivopn. ■ Þrautabækur. Litabækur sem innihalda ýmsar léttar þrautir. Tungan út í munnvikið og einbeit- ingarsvipur fylgir þessu dundi. ■ Les- og myndabækur. Nógu marg- ar og nógu litlar. Það er skemmti- legast að skipta um bók. ■ Saumadót. Eldri börnunum gæti þótt gaman að sauma í einfalda mynd. Það er hægt að kaupa alls kyns saumadót með fínum mynd- um. Reyndar gæti farþeginn fram í orðið svolítið bílveikur við að hjálpa til og þræða nálar. Leikir og hávaði Það getur líka stytt fullorðna fólk- inu ferðalagið að taka þátt í hinum ýmsu bílaleikjum og skapa smá stemningu í bílnum. ■ Klassískir leikir. Frúin í Ham- borg og Hver er maðurinn? standa alltaf fyrir sínu. ■ Litir og númer. Allir velja sér einn lit eða eina tölu og svo eru bíl- arnir skoðaðir sem keyra fram hjá og ferðalangarnir telja hversu oft bíll með þeirra lit eða tölu í bílnúm- erinu fer fram hjá. Sá sem er með hæstu töluna vinnur. ■ Hugsunarleikurinn. Leikur sem hentar þeim yngri. Einhver hugsar um eitthvað, annaðhvort í umhverf- inu sem er sjáanlegt eða bara eitt- hvað heima, og hinir eiga að giska á hlutinn/manneskjuna/fyrirbærið. Það má bara spyrja já- og nei- spurninga til þess að fá vísbend- ingar. ■ Útvarp Latibær og geisladiskar. Það er um að gera að hafa nógu marga geisladiska til að missa ekki vitið eftir að hafa hlustað á sömu lögin í tvo tíma. Þeir sem eru sér- staklega viðkvæmir fyrir hávaða ættu að íhuga möguleikann á ferða- geislaspilara. ■ Syngja saman. Börn geta gleymt sér tímunum saman við að syngja og skemmtilegast er þegar mamma eða pabbi syngja með. Reglulegar bílapásur Það er nauðsynlegt að stansa með reglulegu millibili og leyfa barninu að teygja úr sér. (Bara ekki rétt á meðan það er að sofna!) Börn verða líka bílveik og geta orðið slöpp við að hristast í bíl í lengri tíma. Best er að stoppa á fallegum stað og njóta útiverunnar með nesti í stað þess að stoppa í sjoppu sem er full af fólki og troðningi. Hollt nesti fer líka betur í skapið á barninu en sjoppu- fæði og barnið á auðveldara með að una sér og jafnvel að sofna. Góða ferð! erlabjorg@frettabladid.is Hvenær komum við? Gott er að hafa skipulagt afþreyingarefni fyrir börnin í löngum bílferðum. Heit máltíð án fyrirhafnar Í Nýju skátabúðinni fást margar teg- undir af frostþurkuðum máltíðum. Að sögn starfsmanna verslunarinnar er galdurinn á bakvið frostþurkaðan mat að hann er bakaður við lágt hitastig í mjög langan tíma, þannig helst orkan í fæðunni. Þó svo bragðið af frostþurrkuðum mat sé ekki eins mikið og af venjulegum mat þá er mikil orka í honum og það er það sem mestu máli skiptir. Það er alltaf hægt að lauma kryddi með í för. Í Nýju skátabúðinni er hægt að fá um tíu gerðir af frostþurrkuðum máltíðum, meðal annars kjúkling í karríi, risotto, stroganoff, núðlur, grænmetisrétti og fleira. Það er ekki mikil fyrirhöfn að elda frostþurrkaða máltíð, aðeins þarf heitt vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Frostþurrkað grænmetispasta. Bolognese-núðlur með nautakjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.