Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 6
6 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L Y F 33 20 4 0 6/ 20 06 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu („lifrarbrúnir blettir“). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. BENSÍNVERÐ Bensínstöðvar lækk- uðu eldsneytisverð í gær í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu fór lækkandi. Flest lækkuðu fyrir- tækin lítraverð á bensíni um tvær krónur, Skeljungur þó aðeins betur, um 2,1 krónu. Lítraverð á ólitaðri dísilolíu lækkaði víðast hvar um 1,1 krónu, nema á stöðvum Orkunnar, þar sem það lækkaði um eina krónu. Orkan var þó með lægsta verðið að loknum lækkunum í gær, og bauð tíu aurum betur á lítrann en hinar sjálfsafgreiðslustöðvarnar. Að sögn talsmanna olíufélag- anna er verðlækkunin vegna lækk- andi heimsmarkaðsverðs og þrátt fyrir lítilsháttar hækkun dollar- ans gagnvart krónunni. Lækkun heimsmarkaðsverðsins má rekja til þess að viðkvæmt vopnahlé Ísraela og Hizbollah-samtakanna í Líbanon hafi haldið og þess að leki í einni stærstu olíuvinnslustöð Alaska hafi ekki verið jafnalvar- legur og menn héldu í fyrstu. - sh Lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu skilaði sér til Íslands í gær: Allir lækkuðu bensínverð ALGENGASTA VERÐ Í SJÁLFSAF- GREIÐSLU Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU Í GÆR: 95 oktana bensín: díselolía: Atlantsolía 127,4 122,7 Egó: 127,4 122,7 Esso: 128,9 124,2 Olís: 128,9 124,2 Orkan: 127,3 122,6 ÓB: 127,4 122,7 Skeljungur: 128,9 124,2 DÆLT Á TANKINN Bensíndropinn kostar bíleigendur sitt. BANDARÍKIN, AP Fjölskylda Ashley Turner, tvítugu konunnar sem myrt var á svæði varnarliðs Bandaríkjanna við Keflavíkur- flugvöll fyrir ári, ætlar að vera viðstödd þegar réttarhöld yfir morðingjanum halda áfram í dag. Turner var myrt 14. ágúst í fyrra af félaga sínum úr hernum, Calvin E. Hill. Hill var sakaður um þjófnað, að ljúga að yfirmönn- um sínum og mæta ekki til vinnu án leyfis, og ætlaði Turner að bera vitni gegn honum. Hill hafði þá komist yfir leyninúmerið aðbankareikningnum hennar og stolið af henni tvö þúsund dölum. Verjendur Hills hafa farið fram á að hann verði færður í fangelsi með minni öryggisgæslu, en hann er nú staddur í fangelsi í herstöð í Virginíufylki. Þar er hann alltaf í hlekkjum, er fylgt hvert sem hann fer og fær aðeins að eyða tuttugu mínútum utan- dyra dag hvern. Þetta segja verj- endur torvelda fundi sína við Hill. Ef Hill verður fundinn sekur um morð gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Fjölskylda Turner kom saman og hélt minningarathöfn við gröf hennar á mánudag, en þá var nákvæmlega ár liðið frá dánar- dægri hennar. - sh Réttarhöld yfir morðingja varnarliðskonunnar Ashley Turner halda áfram í dag: Fjölskyldan verður viðstödd SVÆÐI VARNARLIÐSINS Turner ætlaði að bera vitni gegn Hill vegna þess að Hill hafði stolið af henni tvö þúsund dölum. SAMGÖNGUR „Útkoman er betri en ég óttaðist en engu að síður þurf- um við að taka okkur á. Við þurfum að bæta vegakerfið hvað varðar hönnun og framkvæmdir og taka tillit til þeirra ábendinga sem koma fram í skýrslunni,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Gæða- og öryggiskönnun á íslenskum vegum, EuroRAP, var unnin í samstarfi samgönguráðu- neytisins, Umferðarstofu og Félags íslenskra bifreiðaeigenda en FÍB sá um framkvæmd könnunarinnar ásamt sænskum EuroRAP-aðilum. Í þessum fyrsta áfanga könnunar- innar voru Reykjanesbrautin, Suð- urlandsvegur að Landvegamótum og Vesturlandsvegur að Borgar- nesi teknir fyrir og fengu vegirnir þrír allir meðaleinkunnina þrjár stjörnur, en hæst eru gefnar fjórar stjörnur í EuroRap-kerfinu sem notað er til að kanna öryggi vega um alla Evrópu. Nokkrir vegakaflar fengu tvær stjörnur en meðal þeirra atriða sem drógu vegina niður í stigagjöf voru of mörg vegamót eða illa hönnuð, háir vegkantar, úfið hraun eða grjótveggir við vegi, of stutt vegrið eða skortur á vegriði. „Þessir vegir sem við skoðun- um núna eru sennilega með þeim betri sem við höfum hér á landi en það kom mér mest á óvart hvað það eru margir góðir kaflar á þess- um vegum. En það eru gloppur sem draga niður heildina,“ segir Ólafur Guðmundsson, verkefna- stjóri EuroRAP á Íslandi. „Verstu kaflarnir eru kaflar eins og milli Hveragerðis og Selfoss vegna skurða, vegamóta og hárra kanta, og Borgarfjarðarbrúin kemur illa út vegna grjótgarða við hvorn brú- arenda og þar eru engin vegrið. Síðan er tveggja stjörnu kafli við Fitjar á Reykjanesbrautinni,“ segir Ólafur. Það sem eftir er af árinu verða fleiri vegarkaflar metnir, þar á meðal leiðin frá Borgarnesi til Akureyrar. „Það er löngu tíma- bært að fara í þessa vinnu og ég er ánægður með að hafa stuðlað að því. Sem betur fer höfum við látið meiri fjármuni í vegagerð og til dæmis gerðum við ráð fyrir að nota hluta af Símaandvirðinu til vegagerðar,“ segir Sturla Böðvars- son. „Þetta ætti í raun að vera við- varandi eftirlitsverkefni til að veita veghönnuðum aðhald.“ - rsg Borgarfjarðarbrúin sögð vera varasöm Íslenskir vegir fá þrjár stjörnur af fjórum í gæða- og öryggiskönnun sem gerð var eftir evrópskum stöðlum og kynnt var í gær. SAMGÖNGURÁÐHERRA Sturla Böðvarsson flettir skýrslu FÍB um könnun EuroRAP. GÆÐI VEGANNA Vegarkafli Meðaleinkunn Slæmir kaflar Góðir kaflar Reykjanesbraut 3 Í nágrenni álversins í Straumsvík Á stuttum kafla sem liggur gegnum Hafnarfjörð Suðurlandsvegur 3 Milli Hveragerðis og Selfoss Enginn tiltekinn Vesturlandsvegur 3 Við Borgarfjarðarbrú Milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar BRUNI Rúmlega sjötugur maður brenndist talsvert þegar eldur kom upp í húsbíl á Akureyri um fjögur leytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var maðurinn að gera við gaseldavél í bílnum þegar eldur blossaði upp. Maðurinn brennd- ist talsvert og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til meðferðar. Líðan hans er eftir atvikum og var hann fluttur á brunadeild Landspítalans við Hringbraut í gær. Hann mun ekki vera í lífshættu. Nágrönnum hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins. - sh Rúmlega sjötugur maður: Fluttur suður eftir eld í húsbíl HVALVEIÐAR Fimmtíu hrefnur hafa verið veiddar við Ísland í ár og stefnt er að því að veiða allt að tíu hrefnur í viðbót í sumar. Hrefnuveiðar í vísindaskyni hófust árið 2003 en þá voru 37 hrefnur veiddar. Árið 2004 voru 25 hrefnur veiddar og 39 í fyrra. Vísbendingar eru um að stærð hrefnustofnsins geti haft áhrif á afrakstursgetu nytjafiska, en mikil óvissa er um þessi áhrif, einkum vegna skorts á gögnum um fæðusamsetningu hrefnu hér við land að því er fram kemur í til- kynningu í gær. - öhö Hvalveiðar í vísindaskyni: Veiða allt að tíu hrefnur í viðbót Á 120 með farþega Ríflega tvítugur maður var tekinn á tæplega 120 kíló- metra hraða á mótorhjóli á leið vestur Sæbraut í fyrrinótt þar sem hámarks- hraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn hafði farþega fyrir aftan sig. LÖGREGLUFRÉTT Datt af hestbaki Ung kona slasaðist eftir að hafa dottið af hestbaki í grennd við Borgarnes um fjögur leytið í gær. Eft- ir skoðun var konan flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur en ekki var ljóst hversu alvarleg meiðsli konunnar voru. Sveitarstjóri ráðinn Guðrún María Valgeirsdóttir hefur verið ráðin sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi. Guðrún tók við af Sigbirni Gunnarssyni í lok síðasta kjörtímabils en þá var hún jafnframt oddviti. Í hreppnum hafa konur meiri- hluta í stjórn sveitarfélagsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL KJÖRKASSINN Ætlar þú að setjast á skólabekk á komandi vetri? Já 29% Nei 71% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að efla gæslu á skemmtistöðum? Segðu skoðun þína á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.