Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 78
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 eyja 6 hljóm 8 bein 9 draup 11 tveir eins 12 fell 14 skarkali 16 utan 17 nöldur 18 besti árangur 20 tveir eins 21 heimsálfu. LÓÐRÉTT 1 hirsla 3 rykkorn 4 týndur 5 kraftur 7 sósa 10 frostskemmd 13 set 15 sjá eftir 16 tunna 19 golfá- hald. LAUSN LÁRÉTT: 2 java, 6 óm, 8 rif, 9 lak, 11 ll, 12 fjall, 14 ólæti, 16 án, 17 tuð, 18 met, 20 rr, 21 asíu. LÓÐRÉTT: 1 hólf, 3 ar, 4 villtur, 5 afl, 7 majónes, 10 kal, 13 læt, 15 iðra, 16 áma, 19 tí. FRÉTTIR AF FÓLKI Þrátt fyrir miklar vinsældir Rock Star: Supernova þar sem Magni Ásgeirs- son hefur farið hamförum er ekki að sjá að það hafi haft mikil áhrif á áhugamál netverja. Sam- kvæmt talningu leitarvélarinnar leit.is þá eiga klámið og stefnumótasíður sér dyggan aðdáendahóp meðal þeirra sem nýta sér þjónustu leit. is og eru orð á borð við „sex“, „penis“ og „klám“ auk „einkamal.is“ ofarlega á lista. Leitarorðið „Magni“, sem væntanlega er tilvísun í Magna Ásgeirsson, er einungis 28. vinsælasta leitar- orðið ef marka má niðurstöðurnar sem birtar eru í hverri viku. Tíu manna tökulið frá Los Angeles er væntanlegt til landsins í dag á vegum Icemodel Management í samstarfi við Basecamp. Tilgang- urinn er að taka upp efni fyrir tvo þætti sem sýndir eru í Bandaríkj- unum og á netinu. Annars vegar er um að ræða útilífsþáttinn Playing in Paradise og hins vegar Hawaii- an Tropic Adventure en í honum er fylgst með daglegu lífi fyrirsætna. Að sögn Ásdísar Rán Gunnars- dóttur, framkvæmdarstjóra Icem- odel Management, verður farið með tökuliðið á framandi slóðir víðsvegar um landið en tíu til fimmtán fyrirsætur koma til með að sitja fyrir í þáttunum. „Við förum í Bláa lónið, Jökulsárlón og upp á Mýrdalsjökul þar sem við þeysumst um á snjósleða. Þá ætlum við einnig að koma við á Búðum,“ útskýrir Ásdís en dag- setningin á þessari för var engin tilviljun. „Þeir ætla jafnframt að mynda töluvert í Reykjavík og við ákváðum að það væri mjög hent- ugt fyrir þá að koma til landsins þegar menningarnótt stendur yfir í höfuðborginni,“ segir Ásdís. Með í för til landsins kemur ljómsyndarinn Rick Moore en Ásdís réð hann til að mynda það sem fram færi. Moore þessi er mjög þekktur ljósmyndari í Bandaríkjunum og hefur verið starfandi hjá Playboy tímaritinu í 18 ár. „Þetta verða engar Playboy- tökur núna en Moore er vissulega að kíkja í kringum sig, eftir bæði hentugum tökustöðum og fyrir- sætum,“ segir Ásdís en hersingin mun verða á skemmtistaðnum Rex á menningarnótt og heldur síðan aftur heim eftir helgi. -fgg Bandarískt tökulið til landsins STENDUR FYRIR KOMU TÖKULIÐS Ásdís Rán Gunnarsdóttir og félagar hennar hjá Icemodel Management taka á móti tökuliði frá Los Angeles sem væntanlegt er til landsins í dag. opið alla laugardaga 11-14 Stór humar, túnfiskur og úrval fiskrétta á grillið Nördaliðið KF Nörd eru nú á fullu við tökur á raunveruleikaþættinum undir stjórn Bjarna Hauks en þættirnir hefja göngu sína á Sýn í lok þessa mánaðar. Félagarnir hafa verið að keppa við hin og þessi lið á landinu en væntanlega hefur hjartað slegið aðeins hraðar fyrir nokkru þegar leikmennirn- ir lögðu leið sína austur og kepptu við úrvalslið fanga á Litla-Hrauni. Ekki er hægt að greina frá úrslitunum að svo stöddu en ljóst má vera að vistmenn- irnir á Hrauninu hafa haft gaman af heimsókn þessa sérstæða knattspyrnu- liðs. Á mánudaginn var síðan efnt til vítaspyrnukeppni við landslið Íslands sem undirbjó sig af kappi fyrir lands- leikinn gegn Spánverjum. Skemmst er frá því að segja að nördaliðið sigraði en landsliðsmennirnir tóku sínar spyrnur með heldur óhefðbundnum hætti. Einn landsliðsmannannna lét hafa eftir sér að annað hvort markaði nördaliðið upphaf eða endi íslenskrar knattspyrnu. HRÓSIÐ FÆR... Rebekka Guðleifsdóttir sem hefur slegið í gegn á netinu og er um það bil að ljúka samningi við Toyota-bílaframleiðandann. „Við notum hjólið til að flytja börn- in milli staða. Það er mjög þægi- legt, sérstaklega þegar það er gott veður úti því þá sofna þau stund- um í kassanum,“ segir Christian Elgaard sem, ásamt unnustu sinni Katrínu Georgsdóttur, á reiðhjól með kassa framan á. Hjólið ættu margir Íslendingar að kannast við enda er um svokall- að Kristjaníuhjól að ræða – hjól sem er framleitt í fríríkinu Kristj- aníu í Kaupmannahöfn og er vin- sæll reiðskjóti þar í borg. Christian segir töluvert öðru- vísi að nota hjólið í Kaupmanna- höfn en Reykjavík. „Það verður eiginlega að vera gott veður til að nota það. Ef það er of mikið rok fýkur það út í sjó,” segir Christian hlæjandi. Á hjólinu er segldúkur sem hægt er að strengja yfir kassann svo ekki blási eða rigni á börnin. „Börnun- um finnst það voðalega þægilegt þegar tjaldið er dregið yfir, sér- staklega ef þau eru fleiri en eitt í kassanum,“ segir Christian sem keypti hjólið í Kaupmannahöfn þegar fjölskyldan bjó þar. „Þetta eru handsmíðuð hjól og þau eru nokkuð dýr. Þetta kostaði 140 þúsund kall nýtt og það er dýr- ara en bíllinn sem við keyptum fyrir skömmu,“ segir Christian. Hann segir auðvelt að stýra hjól- inu en það taki smá tíma að venj- ast því. „Mér tókst næstum því að detta í byrjun en þegar maður er búinn að venjast hjólunum er þetta ekkert mál.“ kristjan@frettabladid.is CHRISTIAN ELGAARD: Á FLEYGIFERÐ Á KRISTJANÍUHJÓLI Með börnin í kassa á handsmíðuðu hjóli Á FLEYGIFERÐ Christian segir börnin njóta þess að sitja í kass- anum þegar hann hjólar með þau um bæinn. CHRISTIAN ELGAARD OG BÖRN Christian segir hjólið henta vel til þess að hjóla með börnin á milli staða. „Ég vissi ekkert hverjir þetta voru í fyrstu, þeir þurftu að segja mér það sjálfir enda er ég fæddur 1965 og gæti ekki munað eftir þeim,“ segir Jónas Freydal sem leiddi liðsmenn hljómsveitarinnar Procol Harum um Reykjavík í síð- ustu viku. Jónas hefur í sumar staðið fyrir Draugaferðum um borgina sem notið hafa mikilla vinsælda meðal erlendra ferða- manna. Alls hafa um þrjú þúsund manns mætt í ferðir Jónasar, sem verður að teljast gott á fyrsta sumri. Procol Harum var þekkt hljóm- sveit á sjöunda áratugnum, sér- staklega fyrir lagið A Whiter Shade of Pale. Meðlimir sveitar- innar halda tónleika í Kaupmanna- höfn í lok vikunnar en ástæða þess að þeir stoppuðu á Íslandi var að flugi British Air- waves var aflýst vegna ástands á flugvöllum í Bretlandi. Jónas segir að Procol Harum-menn hafi reyndar ekki fengið gott veður en þeir hafi þó notið gönguferðar- innar. Í kjölfar þeirra kom svo þó nokk- uð af fólki úr aðdáendaklúbbi sveitarinnar, sem einnig notaði stopp sitt á Íslandi til að fara í Haunted Walk, eins og ganga Jónasar heitir upp á ensku. Gömlu rokkararnir fóru víða um borgina að sögn Jónasar. Meðal þeirra staða sem þeir heimsóttu var verslun Skífunnar á Lauga- veginum. „Þeir voru yfir sig hneykslaðir á því að það væru ekki sérstakir rekkar með plötun- um þeirra, karlagreyin,“ segir Jónas. -hdm Fékk Procol Harum í göngu um Reykjavík PROCOL HARUM Hinir öldnu rokkarar litu við á Íslandi og fóru í Draugagöngu. Þeir voru ósáttir við útstillingar í Skífunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓNAS FREYDAL Stjórnar Draugagöngum um Reykjavík í sumar. Fékk óvænta gesti um síðustu helgi. Bandarísku kynþokkabuffin í Chippendales-danshópnum koma til Íslands á fimmtudag en kapparnir munu skaka sig íslenskum konum og öðrum til ánægju og yndisauka á Broad- way á föstudaginn. Drengirnir yfirgefa landið á sunnudaginn en ætla að sögn að nota tímann til að slappa af og fara í ræktina og munu væntan- lega leggja leið sína í Laugar eins og aðrir tignir gestir hafa gert. Þeir munu snæða kvöldverð á Apótekinu annað kvöld og stefna að því að gera úttekt á skemmtanalífi Reykjavík- ur að því loknu. Miðum á danssýninguna fer fækkandi og það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér aðgang að olíubornum vöðva- búntunum. -fgg/þþ VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Jonas Gahr Störe. 2 Sæunn Stefánsdóttir. 3 Spænska landsliði í knattspyrnu. 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.