Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 4
4 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR ÖRYGGI Skilti sem banna umferð í íshellum voru sett upp við Hrafn- tinnusker í gærkvöld. Slysavarn- arfélagið Landsbjörg stendur fyrir uppsetningu skiltanna ásamt lögreglu og sýslumannsembætt- inu í Rangárvallasýslu. Þýskur ferðamaður lést þegar hrundi úr lofti eins af íshellunum á jarðhita- svæðinu við Hrafntinnusker 16. ágúst síðastliðinn. Gils Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir hugmyndir uppi um að setja svip- uð skilti við fleiri hættulega staði. „Það hefur verið rætt um að setja upp skilti við katla á Fimmvörðu- hálsi,“ segir hann. - sþs Landsbjörg setur upp skilti: Banna umferð um íshellana GAZABORG, AP Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarps- stöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræn- ingjarnir krefjast þess að í skipt- um fyrir gíslana verði allir mús- limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólar- hringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnatta- sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sex- tugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenn- ingunum frá því þeir hurfu af vett- vangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upp- tökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveit- anna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólar- hringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heima- stjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæð- unum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræn- ingjanna, kröfur gíslatökumann- anna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri. audunn@frettabladid.is KVARTA EKKI UNDAN AÐBÚNAÐI Gíslarnir Olaf Wiig og Steve Centanni virtust vel haldnir, íklæddir íþróttagöllum, á myndbandsupptökunni sem birt var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima Myndband sem birt var í gær var fyrsta lífsmarkið frá fréttamönnum Fox-sjón- varpsstöðvarinnar sem var rænt á Gaza fyrir tíu dögum. Gíslatökumennirnir krefjast lausnar allra múslima úr bandarískum fangelsum í skiptum fyrir gíslana. ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������� ���������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 23.8.2006 Bandaríkjadalur 69,95 70,29 Sterlingspund 132,29 132,93 Evra 89,63 90,13 Dönsk króna 12,01 12,08 Norsk króna 11,147 11,213 Sænsk króna 9,742 9,800 Japanskt jen 0,6011 0,6047 SDR 103,93 104,55 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 123,7943 Gengisvísitala krónunnar ÍSRAEL Íslendingur af palestínsk- um ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellin- um í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vega- bréfi, sem ísraelskir lögreglu- menn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekk- ert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðing- arstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gær- kvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. „Ég held að það sé engin spurn- ing. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer.“ Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft sam- band við ísraelsk yfirvöld vegna málsins. - sh Íslendingi haldið á flugvellinum í Tel Avív og hann sakaður um að bera falsað vegabréf sem síðan var ógilt: Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma HVALREKI Rúmlega tveggja metra langan tannhval af höfrungaætt rak á land við Hólmavík í sumar. Um er að ræða kýr sem hugs- anlega hefur drepist þegar hún var í miðjum burði. Sporður kálfs- ins er sýnilegur þar sem hann stendur út úr skepnunni. Hræið fannst í fjörunni á vin- sælli gönguleið. Hvalurinn er far- hvalur sem venur komur sínar hingað til lands á vorin, en miklar hvalavöður hafa verið í Stein- grímsfirði í sumar. - æþe Hvalreki við Hólmavík: Drapst hugsan- lega við burð HVALUR VIÐ HÓLMAVÍK Eins og sjá má er hræið afar illa leikið eftir veruna í fjörunni. Það verður ekki fjarlægt. MYND/SIGURÐUR ATLASON SÖFNUN Olga Guðgeirsdóttir, hús- móðir í Vogum, hefur stofnað söfnunarreikning fyrir fjöl- skyldu Jóhanns Fannars Ingi- björnssonar, sem lést í bílslysi á Garðskagavegi þann 16. ágúst síðastliðinn. Jóhann Fannar lét eftir sig 27 ára eiginkonu og þrjú ung börn. Olga missti sjálf eiginmann sinn fyrir þremur árum með svip- legum hætti, þá einnig 27 ára og með þrjú börn. „Á sínum tíma var svona söfnunarreikningur stofn- aður fyrir mig og það kom sér mjög vel,“ segir Olga. Þeir sem vilja leggja fram fjárframlög til ekkju Jóhanns Fannars er bent á bankareikning- inn 1109-05-411333 undir kenni- tölunni 201079-3149. - æþe Banaslysið á Garðskagavegi: Söfnun fyrir ekkju hafin DÍANA ALLANSDÓTTIR Segir Abraham munu fara aftur til Ísraels. LUNDÚNUM, AP Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir átta mönnum sem grunaðir eru um aðild að samsæri um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það var fram- lengt um sólarhring yfir tveimur öðrum og einum var sleppt án ákæru. Dómari hlustaði bak við luktar dyr á rök rannsóknarlögreglu- manna fyrir framlengingu varð- haldsins, þótt mennirnir hafi enn sem komið er ekki verið ákærðir. Úrskurður dómarans byggði á ákvæðum nýrra hryðjuverka- varnalaga um að heimilt sé að halda mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í allt að 28 daga án ákæru. Áður hafði gæsluvarðhald verið framlengt yfir öðrum ell- efu sakborningum. Enn eru því alls 21 í haldi í Bretlandi vegna málsins. - aa Bresk hryðjuverkarannsókn: Gæsluvarðhald framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.