Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 32
24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
Skipting auðs og tekna á fyrri
öldum er hulin þéttri þoku, því að
engar nothæfar staðtölur eru til
um ójöfnuð milli manna á fyrri tíð.
Við vitum, að himinn og haf skildu
að lífskjör höfðingja og þræla til
forna, en hversu mikill var mun-
urinn? Tífaldur? Hundraðfaldur?
Þúsundfaldur? Það er ekki vitað.
Við vitum, að höfðingjar miðalda
bárust sumir mikið á, alþýðan
lapti dauðann úr skel, og bændur
héldu hjúum í vistarbandi fram
undir aldamótin 1900. Vistarband-
ið jaðraði við þrælahald og lagðist
ekki af fyrr en eftir að aðrar þjóð-
ir höfðu afnumið þrælahald með
lögum. Fátæktin þrúgaði þjóðlífið.
En enginn veit, hversu mikill
ójöfnuðurinn var milli manna á
miðöldum á mælikvarða nútím-
ans.
Fátækt og ójöfnuður fyrri tíðar
voru aðaluppspretta nokkurra
helztu félagshreyfinga tuttugustu
aldar, þar á meðal verklýðshreyf-
ingar og jafnaðarmannaflokka,
sem hafa haft mikil áhrif á félags-
þróun Evrópu og um allan heim.
Það var að miklu leyti fyrir þeirra
tilverknað, að Evrópulöndin
byggðu upp stöndug velferðarríki
á öldinni sem leið, hvert eftir sínu
höfði. Markmiðið var að útrýma
fátækt og tryggja meiri jöfnuð
milli þegnanna en áður hafði tíðk-
azt. Þetta tókst að miklu leyti
innan ramma blandaðs markaðs-
búskapar. Önnur iðnríki fylgdu
fordæmi Evrópulandanna, þar á
meðal Bandaríkin og Japan. Í
Japan ríkir svipaður jöfnuður
tekna milli manna og í Svíþjóð.
Japanar hafa reist sér breiðvirkt,
ríkt og friðsælt velferðarríki fyrir
samstilltan tilverknað einkafyrir-
tækja og almannavalds.
Nýlegar rannsóknir á þróun
tekjuskiptingar í Bandaríkjunum
sýna, að þar dró saman með ríkum
og fátækum frá 1930 til 1980.
Stefna stjórnvalda virðist hafa
ráðið miklu um þessa þróun.
Demókratinn Franklin Roosevelt
var kjörinn forseti landsins 1932.
Kreppan mikla var þá nýskollin á,
og Roosevelt beitti sér fyrir kjara-
bótum handa miðstéttinni. Hann
var hástéttarmaður og uppskar
óvild margra annarra hástéttar-
manna, sem töldu hann ekki sýna
tilhlýðilega stéttvísi í störfum
sínum. Ég fagna hatri þeirra, sagði
Roosevelt og hélt sínu striki, og
það gerðu eftirmenn hans úr
báðum flokkum. Paul Krugman
prófessor rifjaði það upp í dálki
sínum í New York Times um dag-
inn, hvað repúblikaninn Dwight
Eisenhower, forseti Bandaríkj-
anna 1953-1960, hafði að segja um
þá flokksbræður sína, sem vildu
rífa félagsumbætur Roosevelts
upp með rótum: Þeir eru sárafáir,
og þeir eru fífl, sagði Eisenhower.
Síðan 1980 hefur ójöfnuður um
landið aukizt til muna. Til marks
um það má hafa hlutdeild þess
hundraðshluta mannfjöldans, sem
mestar hefur tekjurnar, í þjóðar-
tekjum. Þegar Roosevelt varð for-
seti 1933, féll sjöttungur þjóðar-
tekna í skaut 1% þjóðarinnar.
Tekjuskiptingin jafnaðist svo með
tímanum, að árið 1980 féll tólfti
partur þjóðarteknanna í skaut 1%
þjóðarinnar. Síðan 1980 hefur
dæmið snúizt við, svo að árið 2000
var aftur svo komið, að sá hundr-
aðshluti mannfjöldans, sem mest-
ar hafði tekjurnar, tók til sín sjött-
unginn af þjóðartekjum
Bandaríkjanna. Bilið hefur haldið
áfram að breikka.
Hvað hefur gerzt? Þrjár skýr-
ingar koma helzt til álita. Í fyrsta
lagi hafa tækniframfarir aukið
eftirspurn eftir vel menntuðu
vinnuafli og breikkað bilið milli
hálaunafólks og láglauna. Í öðru
lagi hafa síaukin heimsviðskipti
veikt stöðu ýmiss launafólks, eink-
um láglaunafólks, þar eð mörg
störf hafa flutzt til Indlands og
annarra landa, þar sem vinnulaun
eru miklu lægri en vestra. Í þriðja
lagi var Ronald Reagan kjörinn
forseti Bandaríkjanna 1980, hann
hafði áður verið demókrati í anda
Roosevelts og skipti síðan um
skoðun og flokk og beitti sér í
embætti fyrir verulegri lækkun
skatta og öðrum lagabreytingum,
sem drógu úr jöfnunaráhrifum
ríkisbúskaparins. George Bush,
núverandi forseti og flokksbróðir
Reagans, hefur gengið enn lengra
á þessari braut með fulltingi
þingsins, sem hefur lotið stjórn
repúblikana síðan 1994. Fjórða
hvert bandarískt barn býr við
fátækt samkvæmt viðteknum skil-
greiningum á móti tuttugasta
hverju barni í Svíþjóð.
Repúblikönum er því ekki
einum um það að kenna, hversu
ójöfnuður hefur ágerzt í Banda-
ríkjunum síðan 1980, enda hefur
þróun tekjuskiptingar á Bretlandi
frá 1930 verið áþekk þróuninni
vestra. Þó er sá munurinn á, að
jöfnuður tekna milli manna á Bret-
landi hefur síðan 1965 verið mun
meiri en í Bandaríkjunum. Um
Ísland er engum haldbærum upp-
lýsingum til að dreifa um tekju-
skiptingu langt aftur í tímann.
Brýnt er að bæta úr því.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Í DAG
AUKINN
ÓJÖFNUÐUR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Fjórða hvert bandarískt barn
býr við fátækt samkvæmt
viðteknum skilgreiningum á
móti tuttugasta hverju barni í
Svíþjóð.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Samkvæmt frétt hér í blaðinu í gær varðandi tilkynningar um brot gegn börnum virðist ekki hafa verið vanþörf á að tekið væri upp samstarf Barnaverndarstofu og Neyð-
arlínunnar um slík brot. Hvorki meira né minna en 600 slíkar
tilkynningar berast á hverju ári, en það samsvarar því að 50 til-
kynningar berist í hverjum mánuði, eða nærri því tvær á dag.
Það eru að vísu dagaskipti og vikuskipti varðandi tilkynningar
sem þessar, en þörfin fyrir tilkynningakerfi sem þetta er
greinilega fyrir hendi, þótt sumir hafi kannski haft efasemdir
um það þegar þetta samstarf var kynnt opinberlega í ársbyrj-
un 2004.
Ef menn telja að brotið sé gegn börnum á einhvern hátt, þá
geta þeir hringt í aðalnúmer Neyðarlínunnar og tilkynnt um
ætlað brot. Málið er þá afgreitt þar eftir eðli þess og í flestum
tilfellum er því vísað til viðkomandi barnaverndarnefndar og í
10 til 20 af hundraði tilfella er lögregla send á staðinn, ef ætla
má að þörf sé fyrir afskipti hennar.
Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem
börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er
algengast að það sé annað hvort foreldrið.
Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs bárust 159 tilkynningar
til Neyðarlínunnar um ætluð brot gegn börnum, og þar af var í
langflestum tilfellum um að ræða tilkynningar vegna van-
rækslu barna. 90 þessara tilfella voru í Reykjavík, enda mann-
fjöldinn þar mestur, og þar er þessi þjónusta kannski best
kynnt og þörfin fyrir hana mest. Í litlum samfélögum vítt og
breitt um landið, þar sem allir þekkja alla ef svo má segja,
koma nágrannarnir frekar til hjálpar ef eitthvað bjátar á hjá
fjölskyldum, heldur en í þéttbýlinu, þar sem minni persónuleg
kynni eru meðal íbúanna. Þar veigrar fólk sér kannski frekar
við að hringja í Neyðarlínuna vegna brota gegn börnum. Þegar
þessi starfsemi var tilkynnt var skýrt tekið fram að fyllsta
trúnaðar væri gætt gagnvart öllum, og þess vegna ætti fólk
ekki að hika við að tilkynna, ef það hefur grun um að brotið sé
gegn börnum. Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem
börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er algengast
að það sé annað hvort foreldrið.
Í viðtali við starfsmann Neyðarlínunnar um þessi mál í
Fréttablaðinu í gær sagði Kristján Hoffmann: „Fólk veigrar
sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að
leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og
atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla á lögreglu. 112 er þá
valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi
mæli.“
Það er mikilvægt að þessi þjónusta við borgarana þróist í
rétta átt, því mál af þessu tagi geta verið mjög vandmeðfarin,
og mikilvægt að hæft starfsfólk veljist til að sinna þessum
málum. Neyðarlínunni er því vandi á höndum, en ekki er annað
vitað en þessi starfsemi hafi gengið vel, og hún á greinilega
eftir að vaxa, þegar tímar líða.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Fleiri og fleiri hringja í Neyðarlínuna vegna
barna.
Brot gegn börnum
Allir standa uppréttir
Jón Kristjánsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, gerir kosningar á
nýafstöðnu flokksþingi að umtalsefni í
grein í Morgunblaðinu í gær. Jón fer yfir
úrslitin og segir nafna sinn Sigurðsson
hafa fengið ótvírætt fylgi í formanns-
kjörinu, Sæunn Stefánsdóttir komi
mjög sterk inn í forystuna og Guðni
Ágússton hafi fengið traust fylgi í
varaformannsembættið. Þá hafi
Siv Friðleifsdóttir fengið góða
kosningu og Jónína Bjartmarz
verulegt fylgi. Niðurstaða hans
er því sú að allir geti staðið
uppréttir eftir þessar kosningar.
Hvað með Hauk?
Jón minnist hins
vegar ekki á Hauk
Loga Karlsson sem
fyrstur manna gaf
kost á sér til forystuembættis í flokkn-
um. Haukur Logi sóttist eftir ritarastarf-
inu og lengi vel stefndi í að fjórir yrðu
í framboði. Þegar á hólminn var komið
var þó aðeins kosið á milli hans og
Sæunnar. Haukur Logi hlaut 82 atkvæði
í ritarakjörinu en Jón gerir ekki tilraun
til að greina stöðu hans. Haukur Logi
getur svo sem staðið uppréttur eftir
kosningarnar en er varla sáttur.
Dráttur
Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari í Baug-
málinu, tilkynnti í vikunni að
ekki verði endurákært í fyrsta
lið málsins en hann snerist
um kaup og sölu 10-11
verslananna. Í
Frétta-
blaðinu
14.
ágúst sagðist Sigurður Tómas ekki
útiloka endurákæru og fjórum dögum
fyrr,10. ágúst, voru orð hans í Morgun-
blaðinu á sömu lund. Athyglisvert er að
skjalið, sem fréttatilkynning Sigurðar
Tómasar um áðurnefnda ákvörðun var
skrifað í, var stofnað 10. ágúst, sama
dag og hann sagði í Mogganum að ekki
hefði verið tekin ákvörðun og fjórum
dögum áður en hann sagði
það sama í Fréttablaðinu. Vel
má hugsa sér að á sumum
bæjum tíðkist að stofna
skjal mörgum dögum áður
en nokkuð er vitað um
hvað standa eigi í því en
hitt er ljóst að stundum eru
ákvarðanir teknar löngu
áður en þær eru
opinberaðar.
bjorn@frettabladid.is
Jöfnuður, saga og stjórnmál