Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ F í t o n / S Í A Upplýsingaskortur „Fyrst og fremst tel ég gagn- rýni á virkjanaframkvæmd- irnar stafa af upplýsinga- skorti.“ PÁLMI JÓHANNESSON, EINN HÖNNUÐA KÁRAHNJÚKAVIRKJ- UNAR, TALAR UM GAGNRÝNI Á VIRKJANAFRAMKVÆMDIRNAR. FRÉTTABLAÐIÐ, 23. ÁGÚST. Bara viðskipti „Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað.“ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FOR- STJÓRI BAUGS, SEGIR ÞAÐ HAFA VERIÐ EINKENNILEGT AÐ BÍÐA EFT- IR ÞVÍ HVORT ENDURÁKÆRT YRÐI VEGNA FYRSTA LIÐS BAUGSMÁLS- INS. FRÉTTABLAÐIÐ, 23. ÁGÚST. „Allt mjög gott, ég er nýkomin úr fríi á Ítalíu. Ég var í Toskana og Róm með hluta af fjölskyldunni og vinafólki, bæði íslenskum, ítölskum og pólskum vinum mínum,“ segir Helga Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Alþjóðahússins. Helga ber sterkar tilfinningar til Toskana því hún gifti sig þar. „Þetta er yndislegt svæði, Ítalía er algjör perla,“ segir Helga. „Svo rauk ég bara beint í átökin hérna heima, það er búið að vera mikið að gera og mjög jákvætt að það sé verið að fjalla um málefni fólks af erlendum uppruna í fjölmiðlum.“ Helga er hálfnuð í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands og snýr aftur í háskólann í haust með vinnu. „Það er ofsalega gaman að vera í námi en það er líka ótrúlega skemmtilegt í vinnunni, það er frábært að geta notið þess að gera hvort tveggja. Það er rosalega skemmti- legur andi á vinnustaðnum og þetta er einstaklega gefandi starf,“ segir Helga. Hún getur eflaust nýtt sér námið í vinn- unni því hún vinnur nú, ásamt öðrum, að blaði sem gefið er ársfjórðungslega út á vegum Alþjóðahúss á íslensku, ensku og pólsku og fleiri tungumálum og í undirbúningi er útvarp fyrir innflytjendur. Helga er ánægð með sumarið enda var metþátttaka í fimmtudagsferðum Alþjóða- hússins, en boðið verður upp á einhverja dagskrá í vetur. „Við erum líka að fara aftur af stað með Tungumálaskipti, það er verkefni sem fór af stað fyrir nokkrum árum. Fólk getur skráð sig og svo pörum við fólk saman þannig að það geti hist og æft sig hvort á öðru í tungamálanáminu,“ segir Helga, en allir geta skráð sig í verkefnið. „Svo var Menningar- nóttin frábær, við vorum með dagskrá frá þrjú um daginn og það var dansað salsa í portinu hér á bak við til rúmlega fjögur um nóttina. Ég ætlaði varla að geta slitið mig frá fjörinu,“ segir Helga að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA ÓLAFS, UPPLÝSINGAFULLTRÚI ALÞJÓÐAHÚSS: Nóg að gera í Alþjóðahúsi „Um árabil hefur verið mikil mis- munun eftir því hvar hátíðirnar eru á landinu, það er rukkað fyrir löggæslu í Vestmannaeyjum, á Galtalæk og í ákveðnum landshlutum, en ekki í Reykjavík og Akureyri og þó er meiri kostnaður þar. Þetta er bara valdbeit- ing gegn landsbyggðinni og skattpín- ing á æskulýðsstarf í landinu,“ segir Árni Johnsen um það að Reykjavík þurfi ekki að borga löggæslukostnað á Menningarnótt vegna þess að enginn aðgangseyrir er rukkaður að hátíðinni. „Gott dæmi um það hver djöfulsins vitleysa þetta er er Ungmennafé- lag Austurlands sem fór á hausinn nokkrum sinnum vegna gjalda við ungmennamót, þessi gjöld drógu allan mátt úr félaginu. Það er bara verið að hafa fólk á landsbyggðinni að fíflum, verið að féfletta æskulýðs- samtök og fleiri sem eru að reyna að halda úti menningarhátíðum. Það er til háborinnar skammar að menn sem hafa lagt alla orku sína í að stuðla að jákvæðri uppbyggingu og skemmt- unum fyrir ungt fólk séu rukkaðir fyrir það á einum stað en ekki öðrum,“ segir Árni. SJÓNARHÓLL REYKJAVÍKURBORG BORGAR ENGAN LÖGGÆSLUKOSTNAÐ VEGNA MENNINGARNÆTUR Skattpíning á landsbyggðinni ÁRNI JOHNSEN Óskar J. Sigurðsson er eini vitavörðurinn í fullu starfi hér á landi en hann hefur starfað í 41 ár í Stórhöfða- vita sem er 100 ára um þessar mundir. Félagsmenn í Íslenska vitafélaginu beita sér fyrir því að vitarnir fái aftur sinn sess meðal þjóð- arinnar en nýtt hlutverk. „Það er strekkingur núna, vindur- inn er kominn í 16 metra á sek- úndu enda austanátt; hún er nokk- uð erfið hérna,“ segir Óskar J. Sigurðsson vitavörður og veður- athugunarmaður á Stórhöfða. Ekki er vitað nákvæmlega upp á dag hvenær ljós var fyrst tendrað í vitanum en þó er vitað að það var um þetta leyti fyrir 100 árum. Fjórum áðum síðar varð Jónatan Jónsson, afi Óskars, vitavörður þar en sonur hans Sigurður Jónat- ansson tók við af honum og nú starfa þeir feðgar Óskar og Sig- urður hlið við hlið. Sama ættin hefur því staðið vaktina í 96 ár. „Starfið hefur breyst mikið og tækin eru orðin að miklu leyti sjálfvirk. En þó að þessi sjálf- virku tæki séu góð þá þykja mér hálftómlegar veðurathuganirnar frá þessum sjálfvirku athugunar- stöðum, það vantar ýmsar upp- lýsingar, finnst mér.“ Óskar er hæglætismaður en það sama verður ekki sagt um veðrið sem hann fær oftast í fang- ið á Stórhöfða. „Það er mjög vindasamt hérna og vindurinn getur orðið nokkuð sterkur. Það má alveg búast við því að alla- vega einu sinni á vetri fari hann í 40 metra á sekúndu. Ég man eftir því að hann hafi farið upp í 50 metra en það gerist nú sjaldan.“ Það geta því orðið nokkur við- brigði þegar Óskar bregður sér af bæ þangað sem veðurfar er hæg- látara. „Mér finnst þetta varla geta heitið veður þarna í Reykja- vík, oft er þetta grátt og stilla en þá er nú betra að hafa einhverja hreyfingu á þessu.“ Sigurbjörg Árnadóttir, for- maður Íslenska vitafélagsins, segir að þjóðin þyrfti að vita meira um vita því þeir hafi áður fyrr verið veigamikill þáttur fyrir þessa dreifbyggðu þjóð. „Þetta voru gemsar síns tíma,“ segir hún og nefnir sem dæmi um mikilvægi þeirra að við upphaf síðustu aldar hafi konur í Ísa- fjarðardjúpi krafið ráðamenn um að vitum yrði komið upp við Djúp- ið svo að byggð myndi ekki leggj- ast þar af. Íslenska vitafélagið beitir sér fyrir því að vitar vinni sinn sess hjá þjóðinni á nýjan leik en í nýju hlutverki þó. Það eru til dæmis örlög Gróttuvita en frá 15. júlí til 20. ágúst í sumar var þar haldin ljósmyndasýning með myndum Friðriks Arnar Hjaltested af nokkrum vitum landsins og á sama tíma var þar rekið kaffihús- ið Eiland. „Vitaskuld voru við- brögðin afar góð en um 8000 manns komu í Gróttuvita,“ segir Friðrik Örn. „Fólk var almennt mjög þakklátt fyrir að geta komið í vitann og fannst gott að eitthvað færi fram í honum og langflestir höfðu aldrei komið í hann áður.“ Friðrik segir ekki loku fyrir það skotið að svipuð starfsemi fari þar fram á næsta ári. Hann er nú að undirbúa ferð umhverfis landið til þess að mynda alla 133 vita landsins. Íslenska vitafélagið hélt síð- astliðið vor ráðstefnu í samvinnu við vitafélögin í Svíþjóð og Nor- egi. Fulltrúar frá löndunum þrem- ur ásamt Finnlandi ræddu þar um framtíðarhorfur vita- og strand- menningar á Norðurlöndunum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynntu þar áform ríkisstjórnarinnar varð- andi vita- og strandmenningu, bæði hvað varðar verndun vita og hvernig megi nýta þá til dæmis í ferðaþjónustu og féllu þau áform síður en svo í grýttan jarðveg. Nú þegar er gistiheimili rekið í Horn- bjargsvita og svo í gömlu vita- varðaíbúðinni við Galtarvita. jse@frettabladid.is Þjóðin mætti vita meira um vita STÓRHÖFÐAVITI Ekki er vitað fyrir víst hvaða dag ljós var fyrst tendrað í Stórhöfðavita en það mun hafa verið um þetta leyti fyrir 100 árum. Húsið er eitt elsta, ef ekki elsta steypta húsið í Vestmannaeyjum. Þarna er vitavörður ásamt Friðrik Ásmundssyni. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON MYNDLIST Í GRÓTTUVITA Ekki þótti rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum en mörgum þótti viðdvölin í Gróttuvita hin skemmtilegasta reynsla en þar var myndlistarsýning og kaffihús í sumar. FRIÐRIK ÖRN HJALTESTED SIGURBJÖRG ÁRNADÓTTIR FORMAÐUR ÍSLENSKA VITAFÉLAGSINS Formaðurinn segir að þjóðin mætti huga meira að vitum og strandmenningu frekar en að horfa sífellt til fjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÓSKAR J. SIGURÐSSON VITAVÖRÐUR Á STÓRHÖFÐA Þótt víða þurfi menn til að sjá um vita er vitavörð í fullu starfi hvergi að finna nema á Stórhöfða. Hæglætismaður- inn sá lætur ekki fjúka í sig þó að þar sé æði vindasamt. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 226. tölublað (24.08.2006)
https://timarit.is/issue/272394

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

226. tölublað (24.08.2006)

Aðgerðir: