Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 24
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur Svona erum við FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR smk@frettabladid.is Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Svisslend- ingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Með því skora þeir á Íslendinga og Norð- menn í glímu um fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna. Hvað er EFTA? Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, voru stofnuð árið 1960. Hugmyndin með samtökunum var að frjáls viðskipti myndu auka vöxt og hagsæld aðildarþjóða þeirra ásamt því að stuðla að nánari efnahagssamvinnu milli þjóða í Vestur- Evrópu. Fyrir þjóðir sem annað hvort gátu ekki eða vildu ekki ganga til liðs við Evrópu- sambandið var EFTA annar, og oft heppilegri, valkostur. Síðan í byrjun tíunda áratugarins hefur EFTA tekið virkan þátt í að koma á fót viðskiptatengslum við ríki í Mið- og Austur-Evr- ópu og við Miðjarðarhaf. Á síðustu árum hefur samkomulag EFTA um frjáls viðskipti teygt sig alla leið til Asíu. Hverjir eru í EFTA? Þau sjö ríki sem tóku þátt í stofnun sam- takanna voru Bretland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Austurríki, Sviss og Portúgal. Finnland, Ísland og Liechtenstein gengu til liðs við samtökin eftir stofnun þess. Aðildarríkjum EFTA hefur fækkað jafnt og þétt eftir því sem þjóðir þess hafa gengið í Evrópusambandið. Árið 1973 yfirgáfu Bretland og Danmörk sambandið og fylgdi Portúgal á eftir árið 1986. Austurríki, Sví- þjóð og Finnland létu sig svo hverfa árið 1995. Í dag eru aðeins fjórar þjóðir eftir í EFTA. Þær eru Noregur, Sviss og Liechtenstein ásamt Íslandi. Hver er framtíð EFTA? Norðmenn hafa tvisvar neitað að ganga í Evrópusambandið. Seinustu tvær ríkisstjórn- ir þeirra hafa hvorki getað né viljað hefja aðildarviðræður. Ólíklegt er að Ísland gangi í Evrópusambandið á næstunni þar sem aðeins einn flokkur hefur lýst yfir áhuga á að hefja aðildarviðræður. Svisslendingar hafa oftar en einu sinni neitað að ganga í Evrópusamband- ið. Það lítur því út fyrir að Fríverslunarsamtök Evrópu verði til í einhver ár í viðbót. FBL-GREINING: FRÍVERSLUNARSAMTÖK EVRÓPU, EFTA Eykur vöxt og hagsæld aðildarríkja > Þróunaraðstoð Íslendinga af vergri landsframleiðslu Sætin orðin tíu þúsund Undanfarið hefur staðið yfir mikil vinna við endurbætur á Laugardals- velli. Eggert Magnússon er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hvaða breytingar er verið að gera? Það er verið að stækka gömlu stúk- una til suðurs og norðurs og það er verið að reisa fræðslumiðstöð fyrir aftan gömlu stúkuna. Þetta er mjög stór og mikil framkvæmd. Hvenær er áætlað að þetta klárist? Við vissum alltaf að framkvæmdin myndi ekki klárast fyrir lok þessa árs. Það sem við stefndum að var að hafa sætin tilbúin fyrir Spán- arleikinn og síðan er vonast til þess að stúkan verði alveg tilbúin fyrir Danmerkurleikinn í byrjun september. Hvað er pláss fyrir marga áhorf- endur? Við höfum um tíu þúsund sæti núna eftir stækkun gömlu stúkunnar. Svo máttum við til dæmis selja í stæði á Spánarleikinn, eins og aðra vináttuleiki. Þá getur áhorfendum fjölgað svona nokkurn veginn eins og okkur hentar. SPURT OG SVARAÐ FRAMKVÆMDIR Á LAUGARDALSVELLI EGGERT MAGNÚSSON, FORMAÐUR KSÍ Heimild: Utanríkisráðherra, valgerður.is 2004 0,19% 2009 Viðmiðun SÞ 0,35% 0,70% Handtaka 41 árs Banda- ríkjamanns í Taílandi í síðustu viku hefur endur- vakið umræðuna um eitt umtalaðasta morð síðustu ára í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðamenn viður- kenndi John Mark Karr að hafa „verið hjá“ JonBenet Ramsey, sex ára gamalli fegurðardrottningu, þegar hún var myrt fyrir áratug, en sagði lát hennar hafa verið „slys“. Þó er afar lítið vitað um rannsókn málsins opinberlega og efast bæði fjölmiðlar og almenn- ingur um réttmæti játningar hans, að hluta til vegna klúðurs lögreglu við rannsókn málsins. Barnaskólakennarinn, sem árið 2001 var dæmdur í Bandaríkjun- um fyrir að hafa barnaklám undir höndum, var handtekinn í Taí- landi, en bandaríska lögreglan mun hafa verið á höttunum eftir honum í nokkur ár. Morðið á JonBenet Á annan í jólum árið 1996 hringdu foreldrar JonBenet í lög- reglu og tilkynntu hvarf hennar eftir að þeir fundu bréf frá meint- um mannræningja telpunnar, þar sem lausnargjalds upp á 118.000 dollara var krafist, en það sam- svarar rúmum átta milljónum íslenskra króna. Lögreglan í Boulder, heimabæ Ramsey-fjölskyldunnar, í Color- ado-ríki, bað föður hennar að leita enn einu sinni að telpunni á heim- ili sínu og fann hann lík hennar í kjallaranum. Hún hafði verið barin svo illa að höfuðkúpa hennar hafði brotn- að og síðan kyrkt til bana. Fegurð JonBenet Þó að yfir 800 börn hafi verið myrt í Bandaríkjunum árið 1996, vakti ekkert viðlíka athygli og morðið á JonBenet. Hún var svo sannarlega fallegt barn, lítil og nett með gullna lokka og þó að hún væri ekki nema sex ára þegar hún lést, höfðu foreldr- ar hennar margsinnis skráð hana í fegurðarsamkeppnir og hún unnið þær. Jafnframt voru til myndir af henni stífmálaðri og í eggjandi stellingum. Málið vakti því gríðarlega athygli og er vart til sá Banda- ríkjamaður sem ekki myndaði sér skoðun á því hvort rétt væri að dæma fegurð barna opinberlega. Foreldrar undir grun Fjölskylda JonBenet hefur lengi barist við að hreinsa nafn sitt en hún var grunuð um að hafa banað telpunni, en frá upphafi ein- beitti rannsóknarlögreglan sér að foreldrum JonBenet, John og Patsy. Þau héldu því fram að einhver hefði brotist inn á heimili þeirra, en lögregla fann hvorki merki um innbrot né spor í snjónum fyrir utan húsið. Eins þótti sérlega grunsamlegt hvað foreldrarnir forðuðust viðtöl við lögreglu. Æsifréttablöðin og sjónvarps- spjallþættir veltu sér upp úr myndum af JonBenet stífmálaðri og íklæddri tilkomumiklum feg- urðardrottningarbúningum. Fjölmargir áfelldust móður telpunnar fyrir að hafa ýtt henni út í fegurðarsamkeppnir, en Patsy sá ekkert rangt við það, enda hafði hún sjálf unnið fegurðarsam- keppni á yngri árum. John og Patsy voru þó aldrei formlega ákærð og árið 2003 komst alríkisdómari nokkur að þeirri niðurstöðu að foreldrarnir hefðu rétt fyrir sér – óboðinn gest- ur hefði brotist inn á heimilið og banað telpunni. Eftir að Karr var handtekinn, kom fram að lögreglan virðist hafa starfað meira með Ramsey- hjónunum, því hjónunum var kunnugt um leit lögreglunnar að Karr áður en Patsy dó úr krabba- meini í júní. Á undanförnum árum hefur lögreglan verið sökuð um að hafa staðið illa að rannsókninni. Til dæmis var blóð sem fannst á fötum telpunnar ekki sent í DNA- rannsókn fyrr en átta árum eftir morðið, og þá kom í ljós að það var úr hvítum karlmanni en ekki for- eldrum hennar. Taka ber játningu með fyrirvara Þótt Karr hafi játað að hafa verið hjá JonBenet þegar hún lést og sagt lát hennar hafa verið slys, hafa yfirvöld varað almenning við því að taka játningu hans trúan- lega. „Hann er álitinn saklaus,“ sagði Mary Lacy, lögfræðingurinn sem fer með rannsókn málsins. Þótt lögreglan sé þögul sem gröfin um rannsókn málsins, hefur ýmislegt lekið út og spurst hefur að margt í sögu Karrs standist ekki staðreyndapróf. Til dæmis hefur fyrrverandi eiginkona hans fullyrt að hann hafi verið hjá henni í Alabama þegar morðið var framið. Athyglin á Karr Karr þykir undarlegur vestra á ýmsan máta og hafa slúðurblöðin síður en svo látið fram hjá sér fara að hann var byrjaður á kynskipti- aðgerð í Taílandi. Hann hefur skipt oft um dval- arstað undanfarin ár og starfaði víða sem barnakennari. Lögfræðingur hans, Jamie Harmon, segir hann þó vera allt annað en undarlegan. „Fjölmiðlar hafa sýnt Karr sem andlega óheilan, athyglissjúkan, óheilbrigðan, andlega óheil- brigðan. Og hann er ekkert af þessu. Hann vill endilega fá tæki- færi til að svara ásökununum sem bornar hafa verið á hann, og vera sýndur í réttara ljósi,“ sagði Harmon, sem var verjandi Karrs þegar hann var dæmdur fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Karr, sem hefur verið ákærður fyrir morð, mannrán og kynferð- islega árás á barn, mætti í fyrsta sinn fyrir dómara á þriðjudag, en líklegt þykir að réttarhöldin yfir honum byrji innan tíðar. Þó bíða nú bæði lögregluyfir- völd og almenningur eftir niður- stöðum samanburðarrannsókna á sýnum teknum úr Karr og þeim sem fundust undir nöglum JonBe- net og á nærfötum hennar. DNA-sýni var tekið úr munni Karrs í Taílandi, og mun hann gangast undir frekari rannsóknir á allra næstu dögum. Barnsmorð aftur í sviðsljósið JONBENET RAMSEY Telpan var þaulæfð í að sitja fyrir. FALLEGT BARN Sex ára gamalt barnið hafði unnið margar fegurðarsamkeppnir. ÞÆGILEGT FLUG John Mark Karr, meintur morðingi sex ára gamallar fegurðardrottningar, sat óbundinn á fyrsta farrými í flugvél á leiðinni til Bandaríkjanna, drakk kampavín, borðaði önd og spjallaði við lögreglu- og blaðamenn. Karr situr við gluggann en við ganginn situr lögreglumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/APN �������������� ������� ���������� ���� ����� ���� ����������� ������������ ������ ���������� �������������� ��������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 226. tölublað (24.08.2006)
https://timarit.is/issue/272394

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

226. tölublað (24.08.2006)

Aðgerðir: