Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 26
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR26 70 0 kr . 80 0 kr . 80 0 kr . 200420031997 55 3 kr . 2000 hagur heimilanna Bryndís segir óbrigðult ráð að setja dagblað á hringinn á borðinu og strauja síðan yfir það með heitu straujárni. „Þetta ráð dugar bæði á hringi sem koma vegna heitra og blautra glasa svo fremi sem hringirnir eru nýlegir. Sama ráð má einn- ig nota til að ná vaxblettum úr dúkum.“ Bryndís segist nota húsráð þegar hún komsist á snoðir um þau og þessa dagana er hún að fikra sig áfram með að nota rabarbara í eftirrétti og bökur. „Ég brytja rabarbarann niður og frysti hann og þannig er hann handhægur í næstur uppskrift.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HRINGINA AF BORÐINU ■ Bryndís Hlöðversdóttir, deildarfor- seti lagadeildar Háskólans á Bifröst, kann gott ráð til að ná glasa- hringjum af viðarborði. „Þetta kemur vel á vondan, ég held að ég sé einn sá allra harðasti neytandi sem fyrirfinnst,“ segir Gunnar Hansson leikari þegar hann er spurður um hans bestu og verstu kaup á ævinni. „Flestum mínum kaupum fylgir yfirleitt einhvers konar samviskubit. Fram að því að ég kaupi eitthvað eru það bestu kaup lífs míns en svo sé ég eftir því. Ég keypti til dæmis um daginn galdrakúst í gegnum sjónvarpsmarkað um daginn sem ég var mjög spenntur fyrir. Svo kom á daginn að hann var ekki alveg jafn góður og var sagt í auglýsingunni,“ segir hann. „Þetta var eins og svo mörg kaup hjá mér, súrsæt tilfinning. Ég ætla ekki að afskrifa hann algjörlega en þetta gætu verið ein verstu kaup sem ég hef gert. Ég sem var að vonast til að fá góða græju til að þrífa.“ Hann nefnir líka tölvur sem bæði bestu og verstu kaup sem hægt er að gera. „Það er ótrúlega gaman að leika sér í tölvum en það heldur ekkert jafn illa verði. Þetta er held ég eina varan þar sem það er samþykkt að eftir ár er hún komin niður í þrjátíu prósent af upphaflegu verði.“ Hann segir sín bestu kaup hafa verið golfkylfusett. „Þetta var Ping-golfsett sem ég keypti þegar ég var fjórtán ára og notaði þangað til ég var þrjátíu og eins árs. Þá seldi ég það á mjög góðu verði til félaga míns sem notar þær enn þann dag í dag. Ég fékk mér síðan annað golfsett sem ætti að endast mér út ævina. Annars kemur fíkn mín best fram í vörukaup- um. Ég missi mig í að kaupa eitthvað og fæ svo samviskubit. Oft breytast bestu kaupin í þau verstu eftir að ég er búinn að borga vöruna.“ NEYTANDINN: GUNNAR HANSSON LEIKARI Einn harðasti neytandi sem fyrirfinnst Sjónvarpsáhorf, ein helsta tómstundaiðja landsmanna, getur verið jafn dýrt og það er skemmtilegt. Frétta- blaðið kannaði hvað það kostar að horfa á sjónvarp á Íslandi í dag. Eina rás þurfa allir sjónvarps- eigendur að borga fyrir, en það er sjálft Ríkissjónvarpið. Þar er afnotagjald 2.705 krónur á mánuði fyrir útvarps- og sjónvarpsnotkun. Ekki er um neina aðra pakka að ræða hjá Ríkissjónvarpinu, enda aðeins ein sjónvarpsrás í boði. Undir merkjum Skjásins eru sjónvarpsstöðvarnar Skjár Einn og Skjár Sport, sem sýnir enska boltann. Skjárinn býður líka upp á gagnvirkt sjónvarp þar sem áhorf- endur geta pantað sér bíómynd- ir og horft á þegar þeim hentar. Jafnframt er hægt að horfa á fjölda erlendra sjónvarpsstöðva í gegnum Skjáinn. Ekki þarf að greiða fyrir áskrift að Skjá Einum en bíómynd kost- ar 250-450 krónur eftir því hvort hún er ný eða gömul. Hægt er að horfa á hana í einn sólarhring frá því borgað er fyrir hana. Mánað- aráskrift að Skjá Sporti kostar 2.495 krónur en 1.990 krónur bindi viðskiptavinur sig í tólf mán- uði. Hægt er að blanda erlendu sjónvarpsrásunum saman í ótal áskriftarleiðir en vilji maður ná öllum þeim erlendu rásum sem Skjárinn hefur upp á að bjóða kost- ar mánaðaráskriftin 3.995 krónur. Innifalið í því verði eru um sextíu sjónvarpsrásir. Digital Ísland býður upp á Stöð 2 og Sýn ásamt fjölda erlendra sjónvarpsstöðva. Mánaðaráskrift að Stöð 2 kostar 5.450 krónur en 4.995 skuldbindi viðskiptavinur sig í tólf mánuði. Áskrift að Sýn kostar 4.790 krónur á mánuði. Líkt og hjá Skjánum er boðið upp á ýmis konar samsetningar á erlendum stöðvum en sé keypt áskrift að þeim öllum, fjörutíu og fimm talsins, kostar það 4.290 krónur mánaðarlega. Vilji sjónvarpsáhorfandi ekki missa af neinu þarf hann því að borga fyrir áskrift að Ríkissjón- varpinu, Stöð 2, Sýn og Skjá Sporti. Ef erlendar sjónvarpsstöðvar eru ekki teknar með inn í reikninginn borgar þessi tiltekni áhorfandi um fimmtán þúsund krónur á mánuði fyrir sjónvarpsáhorf sitt. Ætli hann að ná einhverjum erlendum stöðvum þarf hann að bæta um fjögur þúsund krónum við mánaðarlega, gefið að hann kaupi sér aðeins einn heildar- pakka með erlendum rásum. salvar@frettabladid.is 15.000 á mánuði fyrir ís- lenskar sjónvarpsstöðvar SJÓNVÖRP Eitt sjónvarpstæki dugir varla til ef ná á öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum sem boðið er upp á. Vasarnir þurfa líka að vera nokkuð djúpir því mánaðaráskrift að Ríkissjón- varpinu, Stöð 2, Sýn og Skjá Sporti kostar um fimmtán þúsund krónur. Erlendar stöðvar bætast síðan ofan á það verð, en margvíslegir pakkar eru þar í boði. RÚV 2.705 Stöð 2 5.450 Sýn 4.790 Skjár sport 2.495 Bíómynd hjá Skjánum 250-450 hver mynd Erlendar rásir (Heildarpakki) Digital Ísland 4.290 Skjárinn 3.995 Ballettskólar borgarinnar bjóða flestir upp á nám- skeið fyrir börn frá þriggja eða fjögurra ára aldri. Yngstu börnin, þriggja til sex ára, mæta einu sinni í viku og kosta námskeiðin frá 15.800 og upp í 17.000 krónur fyrir eina önn. Klassíski listdansskólinn er með kennslu í Mjóddinni fyrir fimm til sex ára börn. Nám- skeiðið kostar 17.000 og er ballettbúningur innifalinn í verðinu. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins á Seltjarnarnesi býður upp á forskólanámskeið fyrir fjögurra til sex ára börn sem kostar 15.800, en einnig er námskeið fyrir þriggja ára sem nefnist Barnaleikur og kostar 14.900. Ballettskóli Eddu Scheving er með kennslu í safnaðarheimili Háteigskirkju við Háteigsveg og í Grafarvogi og kostar námskeið fyrir þriggja til sex ára 15.800. Námskeið fyrir þriggja til sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann kostar 16.500 en kennsla fer fram í Skipholti og í íþróttahúsi Breiðabliks. Innritun er hafin í öllum skólunum. ■ Hvað kostar ballettnámskeið fyrir yngstu börnin? Svipað verð Svo gæti farið að örbylgjuflögur (RFID) verði teknar upp í stað greiðslukorta þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu. Örbylgjuflög- unum væri hægt að koma fyrir í farsímum og yrðu þeir þannig alþjóðlegt greiðslutæki sem gætu komið í stað greiðslukortsins. Stærstu verslunarfyrirtæki heims hafa gert tilraunir og þróað þessa tækni í samstarfi við þekkt tækni- fyrirtæki eins og Nokia. Um 20 milljónir Bandaríkja- manna eiga nú greiðslukort með örgjörva sem gerir korthafanum kleift að ljúka kaupum með því að bera kortið að snertilausum kortalesara í stað þess að renna kortinu í gegnum segulrandarles- ara eða afhenda það sölumanni. Sum stærstu verslunarfyrirtæki Bandaríkjanna eru þegar farin að samþykkja greiðslu snertilausra korta. Öryggi við notkun þessarar tækni er umdeild og hafa Sam- tök verslunar og þjónustu hvatt aðildarfyrirtæki sín til að fara sér hægt varðandi fjárfestingar við þær breytingar sem notkun greiðslukorta með örflögum kall- ar á. Bent hefur verið á að bank- ar og fjármálastofnanir í Evrópu hafi greitt fyrirtækjum fyrir að taka upp þessa tækni. Með nýrri örbylgjutækni gæti farsíminn leyst hefðbundin greiðslukort af hólmi: Greiðslukortið í farsímanum FARSÍMI Svo gæti farið að farsíminn yrði alþjóðlegt greiðslutæki. Og Vodafone hefur tekið í notkun netsíma og nettengingu fyrir verktakafyrirtæki sem vinna við virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Virkjunin var fyrir utan hefðbundið þjónustusvæði á síma og neti og því þurfti Orkuveita Reykjavíkur að leggja þrjú hundruð metra langa ljósleiðaratengingu til þess að hægt væri að tengja fyrirtækin um Netið. Hugmyndin er að auðvelda starfsmönnum aðgengi að háhraða- neti innan sem utan vinnutíma. Erlendir starfsmenn geta verið í betra sambandi við fjölskyldur sínar og hægt verður að sinna bankamálum gegnum heimabanka í stað þess að keyra til Reykjavíkur, svo dæmi séu tekin. ■ Verslun og þjónusta Nettenging vel utan alfaraleiðar Útgjöldin > Bíómiði á venjulega sýningu Heimild: Hagstofa Íslands (1997-2003)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.