Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 2006 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Fylltir hælar, slöngustígvél og víniltöskur Að vanda er skótískan fyrir veturinn mikið til samansett af leðurstíg- vélum. Það má kannski segja að stígvél séu meira en nokkurn tíma áður í tísku. Sérkennið í vetur eru þó stígvél með fylltum hæl (platform) en slíkir hælar sáust mikið á skóm nú í sumar. Reyndar voru stígvél nokkuð áberandi í sumartískunni þó yfirleitt séu þau frekar í vetrarlínunni. Fyllti hællinn er í takt við tíðarandann sem síðustu misseri hefur mikið mótast af sjöunda áratugnum. Stígvélin eru úr ýmiss konar leðri svo sem mjúku lambsskinni eða sterkara kálfskinni, jafnt flatbotna sem með tíu sentimetra hæl og hællinn er að sjálfsögðu breiður. Aðalnýjungin í vetur er lakkað leður eða þá „vínill“ sem ekki er verra þar sem í töskunum má finna sama efni. Hjá tískuhúsi Chanel er aðalhandtaskan í vetur væntaleg í búðir 1. september, það er hin svokallaða „Coco´s cabas“ sem er eins konar sekkur úr vínil eða leðri. (Litlar töskur eru alveg úti – því stærri, því betri.) Svo mikil er eftirvæntingin eftir þessari nýju tösku að búðirn- ar setja æsta viðskiptavini á biðlista til þess að tryggja sjúkustu fórn- arlömbum tískunnar sitt eintak af hinni ómissandi tösku. Enda er hún í tískuþáttum í öllum blöðum Parísar þessa dagana. Sum stígvélanna eru loðfóðruð með kanínu eða mink. Loðfóðrið rímar að sjálfsögðu við loðfeldina sem sjást nú meira. Ekki má heldur gleyma slönguskinninu sem, eins og í handtöskum, hefur nú hafið innreið sína í skótískuna, bæði í kvöldskóm en einnig í stígvélum. Þetta má til dæmis finna í vetrarlínu Sergio Rossi og hjá Gucci. Það er eins víst að finna megi krókódílastígvél þó ég hafi ekki enn rekist á þau sem passa vel við metsölutösku tískuhúss Yves Saint Laurent í ár, „Muse“, sem í vetur er að sjálfsögðu úr krókódílaskinni. Pilsin eru stutt í vetur og hvað betra en hástígvél sem ná upp á mið læri við þau. Á hátískusýningu Chanel fyrir veturinn 2006-7 var það nær eina skótauið sem Karl Lagerfeld bauð upp á. Stundum hef ég heyrt að efnissalar ákveði í raun hvaða litir ráði ríkj- um í tískunni í hverri árstíð með þeim efnum sem þeir bjóða hönnuð- um á efnakaupstefnum áður en þeir setjast niður og hanna. Hönnuð- irnir spila svo úr því sem er í boði og því enda þeir allir á því að hanna meira eða minna í sömu litum. Ekki veit ég hvort sama skýring eigi við um öll þau villtu skinn sem eru í vetrartískunni hjá hinum ýmsu tískuhönnuðum að þessu sinni, hvort sem um er að ræða handtöskur eða skó. Ætli einhver hafi ekki verið með rýmingarsölu á skinnum!? bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Íþróttamenn eru fyrirmyndir margra, ekki einungis atgervi þeirra heldur líka klæðaburður. Þess vegna er til mikils að vinna fyrir stærstu framleiðendurna að fá skærustu stjörnurnar til að klæðast og keppa í fötum frá þeim. Það eru fleiri en körfubolta- og knattspyrnumenn sem þiggja háar fjárhæðir frá hinum og þessum framleiðandanum því nú þegar Opna bandaríska meistaramótið (US Open) hefst í næstu viku velta tískuspekúlantar fyrir sér hverju Maria Sharpova, ein skærasta og jafnframt fallegasta tennisstjarna heims, muni klæðast á vellinum. Á þriðjudaginn var sagði Maria að það myndi koma á óvart í hverju hún yrði. Þessi orð lét hún falla á kynningu Tag Heuer í Bloom- ingdales en upplýsti þó að hún myndi ekki alltaf klæðast eins og færi það eftir því hvort leikirnir færu fram að morgni eða kvöldi. Þess má geta að stílisti Mariu er engin önnur en stílisti ofurstjarn- anna, sjálf Rachel Zoe. Hin 19 ára gamla Maria mun þó vonandi geta einbeitt sér að mótinu sjálfu, en við sama tilefni sagði hún fréttamanni Vogue að hún hlakkaði til mótsins, sérstaklega til þess að spila fyrir framan æsta aðdáendur í New York. - tg Tískan í tennis Maria Sharapova, tennisdrottning frá Rússlandi. Outlet Mörkinni 1 neðri hæð • Mörkinni 1• 500 1.000 1.500 2.000 Aðeins 4 verð Leður og rússkin 50% afsláttur MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 Stærðir 40-46 verð kr: 3.995.- Stærðir 36-41 verð kr: 9.695.- Stærðir 37-40.1/2 verð kr: 9.995.- Stærðir 36-41 verð kr: 4.545.- Stærðir 40-46 verð kr: 3.995.- SKÓR Fæst í apótekum um land allt. ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.