Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 58
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR34 Magnús varð formaður fjárlaganefndar eftir síðustu alþingiskosningar og hafa gárungarnir sagt að Magnús hafi orðið gráhærður af því að taka við nefndinni og elst við það um fjöldamörg ár. Skal hér ósagt um þá gamanspeki, þó fynd- inn sé brandarinn. Frá því að Magnús varð ráðherra í júní hefur Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður nefndarinn- ar, verið starfandi formaður og vakið mikla athygli fyrir að tala hreint út um málin að vestfirðinga sið. Birkir Jón er yngsti þingmaðurinn á Alþingi og kemur þessi vegtylla hans mér ekki að óvörum. Birkir Jón náði kjöri á Alþingi í þing- kosningunum 2003, þvert á allar spár, eftir tvísýna baráttu við Láru Stefáns- dóttur, frambjóðanda Samfylkingar- innar, um þingsæti á kosninganótt. Birkir Jón var þá 24 ára og er næst- yngsti maðurinn sem hefur náð kjöri á þing í stjórnmálasögu landsins, aðeins Gunnar Thoroddsen var yngri, en hann var yngri en Birkir Jón í árinu er hann var kjörinn á þing árið 1934. Birkir Jón hefur þótt styrkjast mikið af verkum sínum í stjórnmálum og vera áberandi. Sem dæmi um það má nefna að hann gaf kost á sér í kosningunum í vor fyrir flokkinn í sveitarfélagi sínu, Fjallabyggð, og náði kjöri og er t.d. formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Fjallabyggðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Birkir Jón getur samræmt þá formennsku og bæj- arfulltrúasetu saman við formennsku í þingnefnd og þingsetu. Það hlýtur að hafa verið verulegt áfall fyrir Birki Jón að þurfa að hætta við framboð sitt til ritaraembættis Fram- sóknarflokksins og láta af pólitískum metnaði sínum í þá áttina til að tryggja að kona hlyti embættið á flokksþing- inu. Væntanlega má líta á formennsku fjárlaganefndar sem nokkra sárabót fyrir hann að hætta við ritaraframboð- ið, en öllum var ljóst að hann fór í það af alvöru og ætlaði sér sigur. Það heyr- ast margar sögur af framboðsmálum Framsóknarflokksins hér í kjördæminu. Sumar segja að Dagný Jónsdóttir ætli að hætta, aðrir að hún haldi áfram, sagt er að Birkir Jón vilji annað sætið og pískrað um að Jakob Björnsson ætli fram. Framsóknarmenn fá varla meira en tvö sæti hér næst í stað sinna fjög- urra nú, enda blasir við þeim afhroð hér í öllum könnunum. Það verður án vafa harður slagur um efstu sæti þeirra hér. Stefán Friðrik Stefánsson á stebbifr. blogspot.com/ Uppstokkun í nefndum Fram- sóknar Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er sextugur í dag. Á sama degi og nýr formaður Framsóknarflokksins fagnar sextugsafmæli sínu er kynnt ný skip- an Framsóknarflokksins í nefndakap- al Alþingis Íslendinga eftir þær miklu sviptingar sem hafa átt sér stað innan flokksins seinustu mánuði. Þing- flokksfundurinn var reyndar nokkuð sögulegur, einkum fyrir þær sakir að hann er sá síðasti sem Halldór Ásgrímsson, fyrrum formaður Fram- sóknarflokksins, mun sitja og mun hann hafa verið kvaddur sérstaklega á fundinum. Í dag á sextugsafmæli eftirmanns hans á formannsstóli mun Halldór Ásgrímsson formlega segja af sér þingmennsku eftir rúmlega þriggja áratuga setu og Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins, taka sæti hans á þingi og verða með því 11. þingmaður Reykjavíkurkjör- dæmis norður. Það kemur fátt sérstaklega á óvart í nýjum nefndakapal Framsókn- arflokksins. Helstu tíðindin hljóta væntanlega að teljast þau að Birkir Jón Jónsson, alþingismaður hér fyrir Norðausturkjördæmi, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd af Magn- úsi Stefánssyni, félagsmálaráðherra. AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Engar fjöldagöngur Það eru engar fjöldagöngur til að mótmæla ofurlaunum. Það eru engin mótmæli. Það eru hins vegar fjölda- göngur upp landganginn í flugvélar við Leifstöð þar sem fjölskyldur lands- ins eru á leið til sólarlanda. Það eru fjöldagöngur um sali bílaumboðana þar sem fólk fær sér betri bíl. Það eru fjöldabiðraðir við kjötborðið í Nóatúni hvern sólríkan dag þar sem fólk kaupir góðan mat og fer heim og nýtur hans með fjölskyldunni. Almeninningur fagnar uppskerunni og árangrinum. Þetta er staðreyndin. Árangurinn er allra. Reiðin er hins vegar talsmanna þvingaðs jafnaðar sem betur fer eru ákaflega fáir. Friðbjörn Orri Ketilsson á frjals- hyggja.is/orri Ráðherrar sem blaðafulltrúar Í öllum stjórnmálaflokkum er til frama- gjarnt fólk sem eru svo afspyrnu dug- legt við að lesa skýrslur frá nefndum og ráðgjöfum að horfir til vandræða. Helsti veikleiki þessara stjórnmálamanna er að þeir telja sér til tekna að ganga í augu embættismanna og framkvæma sem mest af því sem embættismenn- irnir vilja. Slíkir stjórmálamenn eru því miður lítið meir en blaðafulltrúar sinna eigin ráðuneytisstarfsmanna, og því miður er engu líkara en þetta eigi sérstaklega við um núverandi mennta- málaráðherra. Hægt væri að benda á Há- og lágmenning Þeir sem segja að skil lágmenning- ar og hámenningar hafi máðst út kunna að hafa mikið til síns máls. Á hinn bóginn fæ ég á tilfinninguna að margir þeirra séu eingöngu farnir að neyta þess sem áður flokkaðist undir lágmenningu. Horfi bara á afþreying- armyndir úr kvikmyndaheiminum og bara leikna bandaríska myndaflokka í sjónvarpinu (og hvort tveggja getur vissulega einstaka sinnum risið hátt) ásamt raunveruleikaþáttum, lesi bara reyfara en séu löngu hættir að lesa hefðbundnar skáldsögur, hvað þá smásögur, hvað þá ljóð – og hlusti bara á eitthvað sem áður flokkað- ist undir dægurtónlist. Þegar svo er komið og maður vill ennþá láta taka mark á sér, þá er miklu þægilegra að segjast engan greinarmun gera á hámenningu og lágmenningu en við- urkenna að maður sé orðinn staðn- aður og innantómur, eða hafi kannski þegar allt kemur til alls aldrei verið neinn andans maður, það hafi bara verið sýndarmennska sem tíðarand- inn frelsaði mann loksins undan. Rokland er góð. Mér dettur hún sjálfkrafa í hug við þessar vangavelt- ur. Ágúst Borgþór á agustborgthor.blog- spot.com Þjóðerni glæpamanna Annað slagið birtast í fjölmiðlum fréttir af glæpamálum þar sem tekið er fram hverrar þjóðar gerendurnir eru ef þeir reynast ekki vera íslenskir. Í sumum tilfellum má vera að þjóðerni gerenda komi málinu við, til dæmis í smyglmálum eða málum sem tengj- ast erlendum glæpasamtökum, en í langflestum tilfellum má það hins vegar teljast stórfurðulegt að frétta- ritarar telja sig knúna til þess að til- taka þjóðerni meintra glæpamanna, enda engin tenging milli þjóðernis annars vegar og glæpahneigðar hins vegar. Til hvers í ósköpunum skyldu almennir borgarar þurfa að vita að maður, sem er handtekinn vegna meintra afbrota, reynist vera rúss- neskur en ekki íslenskur? Er með því beint eða óbeint verið að vara okkur hin við fólki af erlendum ættum? Og fyrst að það þarf að taka fram þjóð- erni, af hverju er ekki alveg eins tekið fram ef meintur glæpamaður er yfir- lýstur Framsóknarmaður, kaþólikki eða rauðhærður? Hildur Edda Einarsdóttir á politik.is mörg dæmi um hvernig slíkir stjórn- málamenn hafa unnið meiri og langvar- andi skaða á íslensku þjóðfélagi en þeir sem hafa haft vit á því að vera passlega trúgjarnir og gleiðir þegar kemur að skýrslunum og hrífast hæfilega mikið af „já ráðherra“. Hrafn Gunnlaugsson á hrafngunnlaugs- son.blogspot.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.