Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 42
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR10 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA Haustblóm Nú eru haustlægðirnar dálítið farnar að setja svip sinn á garðagróður jafnt sem úthaga. Plönturnar sem voru svo skínandi fallegar í kerjum og beðum fyrir nokkrum dögum eru byrjaðar að láta á sjá og sumar þeirra meira að segja alveg búnar með sitt atriði í hinum litríka blómasirkus sumarsins. En það þýðir ekki að við þurfum að horfa upp á tóma potta og ker eða gloppur í blómabeðunum. Nú gefst einmitt kostur á að endurnýja í pottunum með plönt- um sem standa út haustið, jafnvel þótt komi nokkr- ar frostnætur. Silfur og purpuri Haustútgáfuna af blómakerjunum byggjum við ekki upp með miklu blómaskrúði. Við leggjum frem- ur áherslu á skrautleg blöð og dálítið draumkennd- ar samplantanir þar sem beitt er saman silfurloðn- um blöðum skrautkambsins og purpuralitum brúskum af skrautkáli í ýmsum formum. Báðar teg- undir standast frost og geta staðið státnar langt fram á vetur þótt hryssingsleg hret, frost og fann- koma gangi yfir trekk í trekk, hrekjandi allt annað til foldar. Til að fá fleiri liti eða skemmtilegri form, má taka greinar, – lauflausar eða í haustlitunum – með í dæmið og stinga þeim niður þar sem vel fer á í þessu samhengi. Einnig er auðvelt að verða sér út um grænan mosa til að leggja ofan á moldinna milli plantnanna. Fallegir steinar koma einnig til greina. Sömuleiðis alls konar nettur og öruggur ljósaútbún- aður, hvort sem það eru útikerti eða raftengdir „utanhúss“ ljósgjafar sem svo vinsælir eru um þessar mundir. Ef við viljum fá meira blómskrúð í þetta er hentugt að grípa til pottakrýsans. Hann stendur vel utandyra og þolir vel nokkura stiga næt- urfrost ef moldin í pottinum er ekki höfð of blaut. Silfurkambur Silfurkamburinn er ættaður frá ströndum Miðjarð- arhafs, en hefur teygt sig nokkuð norður eftir vest- urströnd Evrópu eftir að farið var að rækta hann þar. Í eðli sínu er hann marggreindur hálfrunni sem getur náð drjúgt hálfum metra á hæðina. Hér í Norður-Evrópu er hann ávallt ræktaður sem einært sumarblóm og fyrst og fremst vegna blaðanna sem eru aflöng og fjölflipuð. Blöðin eru fínhærð allt umkring, silfurhærð og skínandi björt í kvöldhúm- inu. Endrum og eins kemur það fyrir að plöntur lifa af veturinn og blómgast þá gulum blómdúskum í marggreindum skúfum upp úr miðju sumri. Plönt- urnar þola tíu stiga frost og þeim virðist lítið gera til þótt frjósi, þiðni, fenni eða rigni framan af vetri, en gefst svo upp upp úr miðjum janúar. Til eru ótal- mörg afbrigði af silfurkambi með mismunandi blað- stærð og blaðflipum. Í garðinum þarf silfurkambur- inn helst að fá sólríkan, fremur þurran vaxtarstað. Svo að hann dafni sem best þarf jarðvegurinn umfram allt að vera fljótur að þorna. Moldarblanda sem er u.þ.b. tveir þriðju sandur er best. Áburðar- gjöf skal stillt í hóf. Silfurkamburinn er mikið not- aður til að afmarka beð og undirstrika blóm í sterk- um litum. Hann fer vel í blómakerjum og er afbragðsplanta til að hafa í frostlausum eða lítið upphituðum gróðurskálum á veturna. Skrautkál Skrautkálið tilheyrir sömu tegund og færir okkur grænkál, höfuðkál, rauðkál, brokkólí og blómkál og ber langt og margbrotið vísindaheiti. Nefnilega: Brassica oleracea var acephala forma laciniata. Þetta þarf ekki að leggja á minnið! Okkur nægir að vita að skrautkálið er ræktað eins og allt annað venjulegt kál, jafnvel þótt það sé mesta tilhalds- drósin í sinni fjölskyldu. Það er tvíært og sunnar í álfunni safnar það vetrarforða og myndar þéttar plöntur sem minna meira á hvítkál. En hér norður í björtu sumarnóttunum hefur það tilhneigingu til að hlaupa í njóla, blómgast og bera fræ á fyrsta sumri. En það gerir ekkert til. Við höfum vanist þessu og okkur finnst ekkert athugavert við þessa hegðun, þótt garðyrkjukollega sunnan að reki í rogastans. Og enda þótt hægt sé að fá skrautkálið til að haga sér eðlilega í þessum efnum með því að sá og ala plönturnar upp eftir Jónsmessuna þegar sólargang- ur fer að styttast. Þá væru plönturnar búnar að ná útplöntunarstærð í lok ágúst og hefðu september og eitthvað fram í október til að vaxa upp í það að vera áberandi. Í venjulegum árum gerist það ekki hér, svo við skulum bara vera ánægð áfram með „skraut- kálsnjólana“ okkar. Blöð skrautkálsins eru afar skrautleg í ýmsum purpurarauðum, gulum og rjómahvítum tilbrigðum. Oftast eru blöðin mjög flipótt og kögruð á svipaðan hátt og grænkál. Þau eru ágætlega æt og gaman er að nota þau í hrásalöt en við suðu missa þau lit og verða fremur óspenn- andi. Í beðum, kerjum og öðrum samplöntunum heldur skrautkálið lit sínum og lögun langt fram eftir vetri. Auðvelt er að flytja og færa plönturnar án þess að það trufli þær nokkuð. Þetta má nota sér og flytja nokkrar plöntur þétt saman eftir að þær hafa náð fullri stærð á haustin, þannig að þær myndi eins konar blómvönd. Vínrekkar fást í ýmsum stærð- um og gerðum. Allir unnendur góðra vína ættu að eiga vínrekka á heimilinu. Vínið geymist svo miklu betur ef flösk- urnar eru látnar liggja svo tappinn þorni ekki upp. Í verslunum má víða finna fallega vínrekka og hönnuðir keppast við að hanna nýstárlega og fallega rekka sem eru sannkölluð heimilisprýði. Útgáfurnar eru fjöl- margar og rekkarnir eru úr ýmsum efnum: viði, stáli, gleri eða jafnvel plasti. Þeir fást líka í öllum stærð- um og gerðum, sumir taka einungis eina flösku en aðrir eru ætlaðir mörgum tugum. Vínrekkarnir eru margir hverjir fallegir út af fyrir sig en skemmti- legastir eru þeir þó þegar komin er flaska í hvert hólf. Geymslur fyrir gæðavín Fallegur vínrekki frá Rosendahl sem fæst víða. Skemmtileg hönnun frá Echelon. Framúrstefnulegur plastrekki úr versluninni Casa. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Þessi skemmtilegi vínrekki úr stáli fæst í versluninni Casa. Skemmtilegur og ódýr vínrekki úr IKEA. Tekur 12 flöskur og lítið mál að kaupa nokkra og festa þá saman. Fallegur vínrekki úr kross- viði frá Mod livin. Bæjarlind 6, Kóp. • s. 5347470 • www.feim.is Opi› virka daga 10-18 og laugardaga 11-15 Lokadagar útsölunnar Garðhúsgögn enn meiri verðlækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.