Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 40
[ ] Mæðgurnar Jósefína og Helga selja gamla muni með sál á Selfossi. Helga Salbjörg Guðmundsdóttir bjó í Danmörku í átta ár og heillað- ist þá af gömlum hlutum og hvernig Danirnir notuðu þá í óhefðbundnar uppstillingar. „Það heillaði mig hvernig það er bara eitt eintak til af hverjum hlut og hvernig hver hlutur hefur sögu bak við sig,“ segir Helga. Hana dreymdi um það í mörg ár að opna fornmunabúð og hún lét svo drauminn loks rætast í júlí þegar hún opnaði verslunina Maddömurnar á Selfossi í félagi við móður sína, Jósefínu Friðriks- dóttur. „Við erum með almúgamublur,“ segir Helga. „Hundrað ára furu- skápa og annað slíkt, postulín, silfur, ljósakrónur og eiginlega allt mögulegt milli himins og jarð- ar. Flest húsgögnin koma frá Dan- mörku, Svíþjóð og Austurríki en við værum alveg til í að kaupa íslenska hluti, til dæmis úr dánar- búum eða frá fólki sem vill losa sig við gömul húsgögn.“ Auk hús- gagna er að finna í búðinni lín og tau, lampa og ljósakrónur og fjöldann allan af skemmtilegum smáhlutum. Verslunin er í fimmtíu fermetra húsnæði við Kirkjuveg á Selfossi og þær mæðgur segjast selja hluti með sál. Hvað nafnið varðar segir Helga að þeim hafi fundist það hæfa þeim sjálfum. „Við erum svo maddömulegar. Þetta er íslenskt og gamalt nafn.“ Maddömurnar opnuðu 22. júlí og móttökur hafa verið vonum framar. „Það kom okkur á óvart hvað fólk var fegið. Margir höfðu á orði að loksins væri komin búð með öðruvísi vörur. Fyrir utan Sunn- lendinga kemur hingað fólk sem er að keyra í gegnum bæinn og fólk úr sumarbústöðum. Þetta er eina antikverslunin á Suðurlandi, fyrir utan Reykjavík. Viðtökurnar voru það góðar að ég þurfti að hoppa til Danmerkur aftur og kaupa meira og á von á gámi á næstu dögum,“ segir Helga að lokum. -ee Maddömur með sál Það er miklu skemmtilegra að elda með áhöldum sem hafa sál, eins og þessi vigt. Snyrtiborð fyrir fínar dömur á öllum aldri. Gullfallegur skenkur sem væri fínn í bað- herbergið eða svefnherbergið. Fínn sími frá því snemma á síðustu öld. Helga og Jósefína í verslun sinni, Maddömurnar, sem selur hluti með sál. LJÓSMYNDIR: EGILL BJARNASON Það er þægilegt að geta fengið sér úrvalskaffi í rólegheitum heima hjá sér, þar að auki geta kaffivélar verið ansi flottar inni í eldhúsinu. Ný sending af baðkörum, mikið úrval, gott verð. Eigum einnig vinsælu Subway salernin frá Villeroy & Boch. Handrið og stigasmíði Mikið úrval af handriðum inni sem úti. Stigar fáanlegir á lager - Gerum tilboð í sérsmiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.