Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 72
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR48 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Iðnó í kvöld í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar, Wine For My Weakness, sem kem- ur út hjá 12 Tónum í dag. Öll lögin á plötunni eru frumsam- in og fóru upptökur að mestu fram í Sundlauginni undir stjórn Péturs og Bigga Poolboy sem sá einnig um allan lokafrágang. Platan inni- heldur ellefu lög og hefur eitt þeirra, White Tiger, þegar fengið að hljóma í útvarpi. Áhrif frá Neil Young og Dylan „Ég hef verið með þetta efni í handraðanum. Svo eftir að ég kláraði „sándtrakkið“ við Börn á vordögum fór ég á fullt í að klára plötuna,“ segir Pétur Ben. Hann segist fara um víðan völl á plötunni og taki m.a. áhrif frá Neil Young, Bob Dylan, Ninu Sim- one og Radiohead. „Hún er svolít- ið þjóðlagaskotin og líka rokkuð á köflum. Svo fer hún niður í strengi og kassagítar og þannig hugguleg- heit,“ segir Pétur sem naut m.a. aðstoðar trommarans Sigtryggs Baldurssonar á plötunni. Einnig syngur þar konan hans Péturs, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Ómetanlegur Mugison Þó svo að Pétur hafi ekki gefið út plötu áður hefur hann verið á kafi í tónlistinni undanfarin ár. Hann hefur samið tónlist fyrir leikhús auk þess sem hann samdi eins og áður segir tónlistina við nýjustu mynd Ragnars Bragasonar, Börn, sem er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði. Auk þess hefur hann unnið töluvert með Mugison og bæði spilað með honum á tón- leikum og á plötunni Mugimama is this Monkeymusic? Mugison kemur þó hvergi við sögu á Wine for my Weakness. „Hann hefur mest verið andlegur stuðningur því hann hefur svo mikið að gera sjálfur. En ég notaði hann samt og var að fá hann í heimsókn til að hlusta og síðan var hann að ráðleggja mér með umslag- ið á plötunni. Hann var algjörlega ómetanlegur þótt hann spilaði ekk- ert á þessari plötu.“ Pétur játar að vinnan við leik- hús- og kvikmyndatónlistina eigi sinn þátt í fjölbreytni plötunnar. Einnig hafi tónsmíðamenntun hans úr Tónlistarskóla Reykjavík- ur komið að góðum notum en hann lauk námi þaðan vorið 2004. Sjálfsbaráttuplata Pétur segir að platan sé nokkurs konar sjálfhjálparmeðal, eins og nafnið Wine for my Weakness gefur til kynna. „Ég hef verið að lækna sjálfan mig af eigin krank- leikum. Eru ekki allir meingallað- ir,“ segir hann í léttum dúr og bætir við: „Þetta er fyrst og fremst sjálfsbaráttuplata.“ Útgáfutón- leikarnir í Iðnó í kvöld hefjast klukkan 22.00 og er aðgangseyrir 1000 krónur. freyr@frettabladid.is Sjá umsögn um plötu Péturs á bls. 52 Í baráttu við sjálfan sig PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur útgáfutónleika í kvöld í tilefni af sinni fyrstu plötu, Wine for my Weakness.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan á í viðræðum við kínverska leik- stjórann Zhang Yimou um að þeir geri nýja mynd saman. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki fundið rétta handritið. Zhang er þekktur fyrir myndir á borð við Hero og House of Flying Daggers. Hann hefur tvívegis unnið Gullna ljónið á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum.Nýjasta mynd hans nefnist Curse of the Golden Flower. Með aðalhlutverk í henni fara Gong Li og Chow Yun-fat. Chan ræðir við Yimou JACKIE CHAN Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan ætlar að starfa með Zhang Yimou. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Leikarinn David Hasselhoff hefur nú fallið fyrir Lundúnum og langar helst að flytja þangað. Hasselhoff er nýskilinn og er á leiðinni til London á næstunni til að leita sér að húsnæði í Chelsea eða Rich- mond. Síðustu tvær ferðir hans til borg- arinnar hafa hins vegar ekki gengið vel, í fyrra skiptið var honum ekki hleypt upp í flugvél á Heathrow sökum ofurölvunar og í seinna skiptið fór hann á spítala með einkennilegt raksturssár á hendi. Féll fyrir Lundúnum HASSELHOFF Nýskilin og vill flytjast búferlum frá Þýskalandi til Englands. Leikonan Kate Hudson hefur dreg- ið sig út úr kynningarherferð nýj- ustu kvikmyndar sinnar „You, me and Dupree“ um heiminn þveran og endilangan um þessar mundir. Ástæðan mun vera vegna þess að mikið hefur gerst í hennar einkalífi upp á síðkastið og segist hún ekki geta haldið andliti lengur. Hudson skildi við mann sinn Chris Robinson eftir sex ára hjóna- band fyrir stuttu og aðeins nokkrum dögum seinna kom fram að Hudson ætti í ástarsambandi við meðleikara sinn í kvikmyndinni, Owen Wilson. Hudson er hrædd um að það eina sem hún þurfi að tala um við blaða- menn sé einkalífið og segist hún ein- faldlega ekki hafa orku í það. Lokar sig af KATE HUDSON Leikkonan hefur gengið í gegnum margt að undanförnu og hefur dregið sig út úr herferðinni í kringum nýj- ustu mynd sína You, me and Dupree. Athafnakonan unga Nicole Rich- ie hefur verið mikið í slúðurpés- um upp á síðkastið vegna holda- fars síns. Þegar hún skaust fram í sviðsljósið ásamt fyrrverandi vinkonu sinni Paris Hilton í sjónvarpsþáttunum Simple Life var hún heilbrigð ung stúlka en svo fór að halla undir fæti og er hún búin að grennast svakalega á stuttum tíma eins og myndirn- ar sýna. Nicole Richie neitar þó stað- fastlega að hún þjásit af hinum hræðilega sjúkdómi lystarstoli og segir ástæðuna fyrir kílóa- hruninu vera stress og tauga- veiklun sem veldur því að hún missir matarlystina. Þetta þykir mjög slæmt þar sem Richie er mikil fyrirmynd ungra stelpna og þyngdartap hennar ekkert sem unglings- stúlkur ættu að herma eftir. Richie segist þó borða eins mikið og hún getur til þess að þyngja sig og af myndunum að dæma mun þarf mikið til. ÁGÚST 2006 Þetta eru nýjustu myndirnar sem hafa verið teknar af Richie og eins og sjá má er hún gjörsamlega að hverfa. Slúðurblöðin hamast á því að sýna nýjar og nýjar myndir af henni og segja hana þjást af lystarstoli en hún neitar því. Dæmi hver fyrir sig.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Nicole Richie er að hverfa APRÍL 2005 Aðeins nokkrum mánuð- um síðar er Richie orðin tálguð á öllum líkamanum. Það slettist upp á vinskapinn hjá henni og Hilton og hún verður meira áberandi á rauða dreglinum. NÓVEMBER 2004 Hér er Richie búin að missa nokkur kíló en segir þó við fjölmiðla að hún sé í átaki með einkaþjálfara. ÁGÚST 2003 Svona leit Richie út þegar hún byrjaði í sjónvarpsþáttunum vinsælu Simple Life. Heilbrigð og sælleg. Ólafur Geir Jónsson, fyrr- verandi Herra Ísland, hefur ásamt vini sínum, Árna Árnasyni, keypt herradeildina í Gallerí Keflavík, sem opnar á ný eftir breytingar á morgun. „Guðrún Jóns- dóttir hefur átt og rekið Gallerí Keflavík undan- farin þrjú ár og það má líklega segja að ég hafi verið hennar stærsti viðskiptavinur í herradeildinni,“ segir Ólafur Geir og bætir við: „Einhvern tíma spurði hún mig að því í ein- hverju gríni hvort ég vildi ekki bara kaupa alla herradeildina. Ég hló nú bara og gerði ekkert í því fyrr en ég fór að ræða þetta við Árna, vin minn. Við ákváðum síðan að skella okkur bara á þetta og keyptum deild- ina.“ Vinirnir hafa nú ráðist í breyt- ingar og stækkun á herradeild verslunarinnar og munu bjóða upp á meira vöruúrval en verið hefur. „Við erum búnir að vera að stúss- ast mikið í búðinni undanfarið. Settum upp plasma-sjónvarp og plexígler og fleira.“ Gallerí Kefla- vík er rekið í nánu samstarfi við NTC-veldið en allar vörur eru teknar inn í gegnum NTC. „Við verðum með bestu merkin í búð- inni hjá okkur eins og Diesel, 4You, Energy, Matinique og margt fleira,“ segir Ólafur Geir og bætir því við að þeir félagar hafi líklega aldrei verið eins spenntir fyrir neinu eins og þessu nýja verkefni. „Nú erum við að byggja upp okkar eigin verslun og erum uppfullir af áhuga,“ segir fyrrum Herra Ísland glaður. - sig MIKIÐ AÐ GERA Ólafur Geir er athafnasamur maður en auk þess að eiga og reka nú herradeild Gallerí Kefla- víkur er hann einnig skemmtanastjóri á skemmtistaðnum Keypti herrafataverslun í Keflavík VINSÆLL Óli Geir nýtur mikilla vinsælda í Keflavík og á eflaust eftir að slá í gegn á nýjum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.