Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 78
54 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleik, hafnaði á dögun- um tilboði frá litháísku meisturunum Lietuvos Rytas en þeir vildu fá Ágúst sem aðstoðarþjálfara hjá liðinu. Eftir mikla og langa yfirlegu ákvað Ágúst að hafna tilboðinu þó það hafi verið freistandi enda hér á ferðinni eitt besta lið í Evrópu. „Það var vissulega mjög erfitt að segja nei en aðstæður hjá mér í dag bjóða ekki upp á að ég flytji utan með skömmum fyrirvara. Það er mjög spenn- andi vetur framundan með Haukunum þar sem við ætlum aftur í Evrópukeppni og svo er ég að setja upp körfuboltaaka- demíu hjá Flensborg ásamt fleiru. Það er því nóg að gera hjá mér,“ sagði Ágúst við Fréttablaðið í gær en hann var þá að fylgjast með leik Bandaríkjanna og Ítalíu á HM í körfubolta. Ágúst dvaldi í Litháen í einn og hálfan mánuð í sumar en hann fór utan til að gifta sig en konan hans er frá Litháen. Ágúst er ekki ókunnugur í landinu því hann dvaldi í land- inu veturinn 2003-2004 en hann var þá að vinna hjá þessu félagi sem sjálfboðaliði. „Þetta er frábært tækifæri enda hefði ég getað unnið eingöngu við körfubolta og það á fínum launum. Það sem ég stefni að er að komast út í að þjálfa á fullum launum en þeir héldu hurðinni opinni og svo gæti farið að staðan verði enn í boði næsta vor. Það gerði mér auð- veldara fyrir að hafna tilboðinu núna, annars hefði ég hugsan- lega stokkið á tækifærið. Ann- ars er mér líka sýndur mikill heiður með þessu tilboði því það eru hundruðir þjálfara í Litháen sem eru á höttunum eftir slíku tækifæri,“ sagði Ágúst en hann hafnaði öðru tilboði frá Litháen fyrr í sumar en það félag var hvorki eins stórt né eins gott og Lietuvos Rytas. ÁGÚST BJÖRGVINSSON KÖRFUKNATTLEIKSÞJÁLFARI: VINSÆLL Í LITHÁEN Hafnaði tilboði frá litháísku meisturunum FÓTBOLTI Það lá fyrir í upphafi sumars að Hrafn Davíðsson, mark- vörður ÍBV, gæti ekki leikið síð- ustu leiki sumarsins fyrir ÍBV og því hafði félagið út júlímánuð að finna nýjan markvörð en þá lokaði félagaskiptamarkaðurinn. Það tókst ekki hjá ÍBV og því standa eftir hinn 23 ára gamli Guðjón Magnússon, sem er reynslulaus, og 15 ára markvörður úr 3. flokki. Samninga- og félagaskipta- nefndin hafnaði beiðni Eyjamanna á þeirri forsendu að engin „neyð- arstaða“ væri komin upp þar sem félagið ætti fullþroskaðan mark- vörð sem hefði setið á bekk félags- ins í nokkurn tíma. Undanþágu- ákvæðið væri neyðarúrræði og þetta atvik flokkast ekki sem neyðarstaða að mati nefndarinn- ar. „Þeir greinilega telja 15 ára leikmann gjaldgengan í efstu deild og telja að hann sé búinn að taka út nægan þroska til að spila með fullorðnum mönnum. Við treyst- um Guðjóni til að spila en erum ekki vissir um að sá 15 ára geti höndlað álagið ef eitthvað kemur fyrir Guðjón,“ sagði Viðar hund- fúll en hann setur augljóslega ekki sama skilning á málið og KSÍ. Hann vill meina að það sé neyðar- ástand ef aðeins einn markvörður af tveimur hefur enga reynslu en KSÍ segir nóg að annar af parinu hafi reynslu. Birkir Sveinsson, starfsmaður nefndarinnar hjá KSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að færi svo að eitthvað kæmi fyrir Guðjón þá væri kominn upp önnur staða sem gæti leitt til þess að ÍBV fengi undanþágu fyrir nýjan markvörð. Á vefnum sudurland.is ásakaði Viðar KSÍ um að reyna að koma ÍBV úr efstu deild. „Þeir hjá KSÍ virða þessa skoð- un okkar einskis og að mínu mati vinna þeir að því öllum árum að ÍBV falli um deild,“ sagði Viðar við vefinn en hann gekk ekki eins langt er Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Ég er ekki ánægður með KSÍ, hvernig get ég verið ánægður með þessi vinnubrögð? Ég veit að það eru engir Vestmannaeyingar í þessari nefnd,“ sagði Viðar en telur hann að verið sé að vinna markvisst gegn ÍBV. „Ég veit að minnsta kosti að liðunum á Stór- Reykjavíkursvæðinu myndi ekk- ert leiðast að koma okkur út úr deildinni. Mér heyrist að það sé stundum vandamál að fljúga eina ferð til Eyja á ári.“ henry@frettabladid.is Félögin yrðu eflaust fegin að losna við ferð til Eyja Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, er hundfúll út í KSÍ eftir að undanþágubeiðni þeirra um nýjan markvörð var hafnað. UNGUR OG ÓREYNDUR Hinn 23 ára gamli Guðjón Magnússon er fyrsti kostur þar sem Hrafninn er floginn. SKILUR EFTIR SIG STÓRT SKARÐ Hrafn Davíðsson stóð sig vel í Eyjamarkinu í sumar og hans skarð er augljóslega vandfyllt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Svo gæti farið að gamla kempan Birkir Kristinsson standi í marki Eyjamanna gegn KR í kvöld. Eyjamenn eru í mar- kvarðavandræðum þar sem Hrafn Davíðsson er farinn til Bandaríkjanna og varamaður hans, Guðjón Magnússon, er óreyndur. ÍBV er í vondri stöðu í deildinni og þarf að hafa sig alla við til að halda sætinu í deildinni. „Þeir eru búnir að margreyna að fá mig en ég segi alltaf nei. Reyndar er ekki hægt að neita því að ég er farinn að skoða málið af meiri alvöru eftir því sem nær dregur leiknum,“ sagði Birkir við Fréttablaðið í gær. „Þetta er engin óskastaða og ég ætlaði ekki að koma mér í þessa stöðu enda hef ég lítið sem ekkert æft síðasta árið. Því er samt ekki að neita að Eyjahjartað slær alltaf og ég vil allt fyrir félagið gera. Við sjáum hvað setur.“ Ferill Birkis endaði á leiðin- legan hátt gegn FH í júlí í fyrra þegar herðablaðið klofnaði og hann hefur verið heilt ár að jafna sig af þeim meiðslum. „Líkaminn er annars í ágætu standi, það virðist vera alveg sama hvað maður borðar mikið,“ sagði Birkir sem neitaði því að vera búinn að taka endanlega ákvörðun þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Til stóð að æfa seinnipartinn og taka síðan ákvörðun. Hinn ungi og óreyndi Guðjón Magnússon er í erfiðri stöðu þar sem leikirnir framundan eru mjög mikilvægir og svo virðist hann ekki njóta mikils trausts manna í Eyjum. Hann lætur það ekki trufla sig. „Ég er klár ef kallið kemur enda er ég í þessu til að spila. Sjálfstraustið er í lagi og maður verður að hafa bein í nefinu og sýna hvað í sér býr þegar maður fær tækifærið. Annars er ekki alveg komið á hreint hvort ég spili,“ sagði Guðjón. - hbg Eyjamenn pressa stíft á gömlu kempuna Birki Kristinsson að klára sumarið með þeim í markinu: Engin óskastaða en vil allt fyrir félagið gera BIRKIR KRISTINSSON Gæti snúið til baka á KR-vellinum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Fimmtánda umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. KR mætir ÍBV vestur í bæ, ÍA tekur á móti Keflavík og Grindavík og Víkingur mætast suður með sjó. Umferðinni lýkur síðan á sunnu- dag þegar FH tekur á móti Breiða- blik og Valsmenn heimsækja Fylki í Árbæinn. Allt eru þetta áhugaverðir leik- ir enda spennan á botni deildar- innar hreint ótrúleg. ÍA og ÍBV eiga mest undir enda sitja þau á botninum með 14 stig en þau mæt- ast síðan í 17. umferð í leik sem gæti skorið úr um framtíð þeirra. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 18 og verða í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis. Landsbankadeild karla: Þrír leikir í kvöld SKAGAMENN Mega ekki við því að tapa stigum gegn Keflavík í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI FH 14 9 3 2 24-11 30 KEFLAVÍK 14 6 4 4 27-15 22 VALUR 14 5 6 3 21-14 21 KR 14 6 2 6 15-25 20 VÍKINGUR 14 5 4 5 19-11 19 FYLKIR 14 5 4 5 20-20 19 GRINDAVÍK 14 4 5 5 21-19 17 BREIÐABLIK 14 5 2 7 21-28 17 ÍA 14 4 2 8 19-25 14 ÍBV 14 4 2 8 13-32 14 > Við mælum með... að forráðamenn ÍBV í knattspyrnu líti í eigin barm og hætti að væla yfir því að þeir fái vonda og ósanngjarna meðferð hjá starfsmönnum KSÍ í Laugardal. Sem og að allir séu á móti þeim og vilji þá niður í 1. deild. Þeir vissu í marga mánuði að þeir yrðu að ná sér í nýjan markvörð og hvaða tíma þeir hefðu til þess. Það er dapurt að horfa upp á slíkan málflutn- ing því sú staða sem komin er upp er engum að kenna nema nákvæmlega þeim sjálfum. FÓTBOLTI Jose Mourinho er allt annað en sáttur við Knattspyrnu- samband Evrópu sem ákvað að setja ensku meistarana í 2. styrk- leikaflokk fyrir dráttinn í riðla- keppni meistaradeildar Evrópu sem fram fer í dag. Í fyrsta styrk- leikaflokki eru Barcelona, AC Milan, Inter Milan, Real Madrid, Valencia, Manchester United, Liverpool og Arsenal. „Inter Milan er sett í flokk fyrir ofan okkur þó að við séum enskir meistarar en Inter endaði í 3. sæti á Ítalíu,“ sagði Mourinho. Uppröð- un UEFA í flokka fer eftir frammi- stöðu liðanna í Evrópukeppnum síðustu fimm ár og einnig er tekin inn í frammistaða landsliða land- anna sem liðin koma frá. Liver- pool og Arsenal þurftu t.d. að fara í gegnum forkeppni til að komast í riðlakeppnina að þessu sinni en þau lið eru sett fyrir ofan Chelsea vegna árangurs þeirra í Evrópu- keppninni síðustu fimm ára. - dsd Mourinho illur út í UEFA: Chelsea gæti mætt Barca JOSE MOURINHO Er ekki sáttur þessa dagana með störf UEFA. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Adriano Galliani, varafor- seti AC Milan, flaug í gær til Madr- id til viðræðna við forráðamenn Real Madrid um hugsanleg kaup á brasilíska sóknarmanninum Ron- aldo. „Við vitum að Ronaldo hefur áhuga á að koma til okkar en fyrst þurfum við að ræða við Real Madr- id,“ sagði Galliani en Ronaldo lék á sínum tíma fimm leiktíðir með hinu Mílanó-liðinu, Internationale. Carlos Teves hefur einnig verið orðaður við AC Milan en eflaust verða nokkrir leikmenn til viðbót- ar orðaðir við þá þar til lokað verð- ur fyrir leikmannakaup 31. ágúst nk. - dsd Ronaldo: Hugsanlega á leið til Milan RONALDO Gæti verið á leiðinni aftur til Ítalíu þar sem hann lék í 5 ár með Inter. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Tap gegn Slóvökum Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum átján ára og yngri, tapaði í gær fyrir Slóvakíu, 3-1, á alþjóð- legu móti sem fer fram í Tékklandi þessa dagana. Oddur Ingi Guðmundsson kom Íslandi yfir snemma leiks en Slóvakar skoruðu þrívegis áður en leiknum lauk. Næsti leikur liðsins verður á morgun gegn Póllandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.