Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 70
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR46 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON Hvaða matar gætirðu síst verið án? Góðrar, kaldpressaðrar, jómfrúar- ólífuolíu sem gerir flestan mat betri, ferska grænmetisins og kryddjurt- anna úr matjurtagarðinum mínum og gæða súkkulaðis. Fyrsta minningin um mat? Ég man eftir því þegar ég var agnarlítið kríli að drekka mjólkurblöndu úr stórum pela sem ég rétt svo náði utan um með höndunum. Mér finnst eins og mér hafi ekki endilega þótt mjólkurblandan heldur fremur athöfnin sjálf, peladrykkjan, ótrúlega góð og fullnægjandi. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Líklega þegar ég og Arnar, maður- inn minn, vorum í brúðkaupsferðinni fyrir tíu árum í Búrgúndí í Frakk- landi og keyptum okkur gómsæt kirsuber, nýtt baguette og sveitapylsu í hádeginu úr búðarbíl í litlu sveitaþorpi. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, en mér finnst matur misgóður og misjafnlega aðlaðandi. Og sviðatunga þykir mér minna góð og aðlaðandi en margt annað, þá er það aðallega hugmyndin um það hvað verið er að borða sem truflar. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Nóg af ferskum kryddjurtum, hvítlauk- ur og engifer, Rietine ólífuolía frá Toskana, gott vín, ljúf tónlist, kerti og Amedei súkkulaði. Þetta má finna í eldhússkápnum og það nægir til að gera hvaða máltíð sem er ógleymanlega. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Að sjálfsögðu súkkulaði, fæðu guðanna. Helst frá Amedei í Toskana á Ítalíu, og allra helst góm- sætu trufflurnar þeirra eða konfektið ómótstæðilega. Hvað átt þú alltaf í ísskápnum? Grænmeti, rótarávexti, smjör, mjólk, osta, egg og kjöt- eða fiskbita. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Manninn minn og börnin fyrst og fremst. Svo nokkrar kýr, kindur og hænsn og nóg af gæðafræjum fyrir grænmeti, rótarávexti og kryddjurtir, svo við gætum hafið okkar eigin rækt og sjálfsþurftarbúskap. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að um yrði að ræða ekta eyðieyju þar sem ávextir drjúpa af hverju tré, við myndum örugglega aldrei vilja snúa heim aftur. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hef bragðað ýmislegt skrítið en efst í huga eru steiktu grísaeyrun sem ég smakkaði á veitingastaðnum St. John í London. MATGÆÐINGURINN RAKEL HALLDÓRSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI SAFNARÁÐS Sviðatunga minna góð en margt annað Haustið er tími berjasprettunnar og reyna margir að komast í berja- mó til að byrgja sig upp fyrir vet- urinn. Framan af sumri voru frétt- ir af því að berjasprettan yrði ekki svo góð víða um land þetta árið en eftir því sem nýjustu fréttir herma virðist víða krökkt af berjum. Á Austurlandi er berjasprettan víða með miklum ágætum. Segir meðal annars á heimasíðu Horna- fjarðar að sprettan sé góð á ýmsum stöðum sunnan og austan við Höfn. Krækiberin orðin þroskuð þótt blá- berin vanti sumstaðar örfáa daga upp á að vera orðin góð. Sömu sögu er að segja úr Eyjafirðinum þar sem krækiber, bláber og aðalblá- ber eru víða orðin þroskuð og góð. Ferð í berjamó er heilsusamleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ber eru holl í munninn, gómsæt og henta vel í ýmiss konar matargerð. Bæði er hægt að sulta krækiber og bláber og búa til úr þeim gómsætt mauk sem er ljúffengt með ýmiss konar réttum. Heil ber geta svo gefið klassískum eftirrétum skemmtilegt bragð í stíl við árs- tímann og standa berjapönnukökur og kökur með berjaskrauti alltaf fyrir sínu. Fyrir fólk sem kærir sig ekki um að flækja málin eru nýtínd ber með sykri og rjóma ávallt mikið lostæti. Gaman saman í berjamó BLÁBERIN GÓÐU Ferð í berjamó er ekki bara skemmtileg heldur eru berin holl og góð viðbót í matargerðina. Prófaðu... ...að vaska upp jafnóðum næst þegar þú eldar. Þú losnar við að eiga allan fráganginn eftir þegar máltíðinni lýkur. Einkunnagjöf á vínum er umdeild og mælikvarðarnir sem notaðir eru margbreytilegir. Fyrir aldarfjórðungi voru það nánast aðeins sérvitringar í litlum sellum sem dunduðu sér við einkunnagjöf en núna veita jafnt virðuleg víntímarit sem hefðbundin dagblöð ein- kunnir í gríð og erg. Margir þakka frægasta vínrýni heims, Banda- ríkjamanninum Róbert Parker, fyrir að hafa komið einkunnagjöf í tísku. Nú eða kenna honum um, eftir því hvernig á það er litið. Víst er að hið einfalda kerfi Parkers, sem veitir vínum einkunn frá 50 og upp í 100, er auðskiljanlegt og sannfærandi. Margir nota kerfi Parkers en aðrir einkunnaskalar eru t.d. að veita einkunnir frá 10-20 (eins og Steingrímur Sigurgeirsson á Morgunblaðinu) eða stjörnukerfi eins og Þorri Hringsson hefur notað, gefið hæst 5 stjörnur eða bikara. Þorri hefur um átta ára skeið skrifað í Gestgjafann af miklu næmi en í vikunni bárust þær fréttir að hann hefði látið af störfum þar. Víst er að vínin verða lítið betri við að fá háa einkunn. Gildir um þau eins og hávaðann úr mögnurunum hjá gítarleikaranum í rokk- paródíu Robs Reiner, This is Spinal Tap. Hann jókst ekki þótt þeir næðu upp í 11 en ekki 10 eins og venjulegir magnarar. En salan eykst og verðið á vínunum hækkar gjarnan. Þannig hefur einkunnagjöf Parkers gífurleg áhrif á verð vína. Áhrif Parkers eru reyndar svo mikil að sagt er að margir vínframleiðendur hafi lagað víngerð sína að smekk hans. Lögfræðingurinn Parker er þó kunnur fyrir að hafa allt sitt á hreinu, engar auglýsingar eru í málgagni hans The Wine Advocate, og þar til nýlega keypti hann alltaf allt sitt vín sjálfur og þáði aldrei sýnishorn frá framleiðendum. Öðru máli gegnir um víntímaritin sem eru barmafull af auglýsingum vínframleiðenda og selja jafnvel vín sjálf á vefnum eða í vínbúðum. Svo ekki sé talað um allar þær vefverslanir með vín sem veita einkunnir rétt eins og þær væru fjölmiðlar. Um þetta fjallar blaðamaðurinn Garry Rivlin í nýlegri grein í New York Times sem vert er að benda á. Greinin heitir In Vino Veritas? og beinir Rivlin þar sérstaklega sjónum sínum að víntímaritunum sem gefa út einkunnir sínar fyrirfram til þess að kaupmenn geti birgt sig upp af vínunum. Það eykur sölu vínanna sem eykur tiltrú markaðarins á mætti tímaritanna og gildi einkunna þeirra. Tímaritin hafa þannig náð að gera framleið- endurna háða sér. VERT AÐ SPÁ Í: Don Melchor frá Chile hlýtur hæstu einkunn í septemberhefti Wine Spectator, 96 stig. Það er fyrir 2003 árganginn sem er þó langt því frá tilbúinn til neyslu. Það eru hinsvegar sannar- lega þeir eldri árgangar sem má fá á veitingastöðum hérlendis. Að ná upp í 11 ����� �������������� ������������ ����������������� �������������� ������� ���������� ���� ������������������������������ ������������������������������ Bragi Bergþórsson er söngnemi í Lundúnum sem hefur gaman að því að elda. Skemmtilegar súpur úr framandi hráefni urðu oft til í stúdentaeldhúsinu hans eftir heimsóknir til grísks grænmetissala. „Við skötuhjúin erum ansi dugleg að elda og höfum gaman af því,“ segir Bragi Bergþórsson söngnemi sem er heima á Íslandi í sumarfríi frá óperunámi sínu í Guildhall-skól- anum. „Svo vildi til að á leiðinni heim þangað sem við bjuggum var grískur grænmetissali, þar sem við keyptum oft eitthvað framandi og skemmtilegt. Úr urðu margar skemmtilegar súpur og er þetta ein þeirra,“ segir Bragi um uppruna fennikusúpunnar sem hér fylgir. Hann lætur uppskrift af speltboll- um fljóta með enda er hann um þessar mundir mikið fyrir að baka úr grófu korni. „Þetta er svaka fínt og mjög ódýrt ef maður býr í Lond- on,“ segir Bragi og bætir hlæjandi við að súpan sé að vísu ekki alveg jafn ódýr þegar maður býr hana til á Íslandi. Aðspurður segir Bragi að stemn- ingin í eldhúsinu hans geti verið dálítið flókin. „Mér finnst best að fá að vera einn þegar ég elda en finnst líka ágætt að stjórna öðru fólki, á meðan það gerir það sem ég vil,“ segir hann hlæjandi. Fennikusúpa úr litlu eldhúsi í London fyrir þrjá til fjóra 4 msk smjör 2 blaðlaukar, skornir í 1/2 cm bita 1 laukur, skorinn smátt 2 meðal fennikur, smátt skornar 1 meðal blómkálshaus, smátt skorinn 500 ml grænmetissoð 500 ml matarrjómi 2 msk tómatpúrré 3 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk sterkt karrí Stórt glas af hvítvíni (smakkað til) Safi úr einni límónu Salt Pipar Smjörið er brætt í potti og blað- laukurinn og laukurinn steiktur við meðalhita í fimm mínútur. Fennikan og blómkálið fer því næst út í og er látið malla í um það bil tíu mínútur, eða þar til allt er orðið nokkuð mjúkt. Grænmetis- soðinu er síðan bætt út í og látið sjóða í tíu mínútur í viðbót. Þá er öllu hellt í hrærivél og maukað. Síðan fer allt aftur í pottinn og rjómanum, tómatpúrré, hvítlaukn- um, karríinu og hvítvíninu bætt við og súpan hituð aftur, en helst ekki láta hana sjóða. Þá er smakk- að til með límónusafanum og alls ekki má gleyma saltinu og piparn- um, en oft þarf meira af salti en maður heldur, þó fara þurfi var- lega! Speltbollur með hvítlaukssmjöri, um 12-15 2 bollar grófmalað spelt 1/2 bolli blanda af sólblóma-, graskers- og sesamfræjum 3 tsk vínsteinslyftiduft 2 dl súrmjólk (eða AB-mjólk) 1 dl sjóðandi vatn 1 tsk salt (td. Maldon) 1 egg --- Væn smjörklípa 1 msk ólífuolía 1 pressað hvítlauksrif Lítið búnt af ferskri steinselju, smátt skorin Salt (til dæmis Maldon) Forhitið ofninn í 200°C. Þurr- efnunum er blandað saman og vökvanum hellt smám saman út í og varlega hrært saman. Þá eru búnar til fallegar litlar bollur á plötu með smjörpappír og þær penslaðar með eggi ásamt því að strá yfir sesamfræjum. Þetta bak- ast síðan í um það bil hálftíma, en ég er reyndar með brenglað tíma- skyn, svo það gæti verið ágætt að fylgjast bara svolítið með! Ég tek síðan bara eins mikið smjör og ég áætla að nota með boll- unum, hendi slurk af olíunni út í og klípu af Maldon-salti og blanda síðan hvítlauknum og steinseljunni við og hræri. Svo má líka bæta við ferskum kryddjurtum. annat@frettabladid.is Vill vera einn í eldhúsinu HRÆRT Í SÚPUPOTTINUM Bragi Bergþórsson segir að stemningin í eldhúsinu hans sé stundum dálítið flókin því þar vill hann helst vera einn að elda eða að minnsta kosti einráður um hvernig hlutirnir eru gerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.