Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 10
10 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Umboðsmenn um land allt ������������������������� ������������� ����������������������������� �������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������������� ������������� �������� �������������������������������������������������������� ��������������������������������������� �� ���������������������������������������������������������� ������������������������������� ������ ������������� ������������� ������������� ������������� ����������������� ������������������� ������������ ����� ������������� ���� ������������� ����������������� EIGNARHALDSFÉLAG Engin starfsemi er nú í Eignarhaldsfélagi Vest- manneyja og rætt hefur verið um að leysa félagið upp. Byggðastofn- un lagði stæstan hlut í eignar- haldsfélagið, 78,5 milljónir eða um 40 prósent alls hlutafjár. Hörður Óskarsson, formaður stjórnar eignarhaldsfélagsins, segir félagið ekki gjaldþrota en það sé aftur á móti búið að tapa megninu af sínu hlutafé. Sem kunnugt er fjárfesti eignarhalds- félagið í Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna en fyrir- tækið fór á hausinn. Eignarhalds- félagið keypti Íslensk matvæli daginn eftir að það var stofnað og þegar sú ákvörðun var tekin hafði ekkert verið greitt í stofnfé eign- arhaldsfélagsins. Guðjón Hjörleifsson og Þor- steinn Sverrisson lánuðu kennitöl- ur sínar til eignarhaldsfélagsins en aldrei var gert ráð fyrir að þeir greiddu til þess enda hafa þeir ekki gert það. Hörður segir eignarhaldsfélag- ið eiga nokkrar milljónir í sjóði en það sé ekki nægjanlegt til að fara út í fjárfestingar og út frá því sé eðilegt að leysa félagið upp. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, segir Vestmanna- eyjabæ hafa lagt fram eina millj- ón til eignarhaldsfélagsins ásamt vinnu. Hann segir eðlilegt að leysa félagið upp þar sem engin starf- semi sé í gangi. - hs Eignarhaldsfélag Vestmanneyja hefur tapað stærstum hluta alls hlutafjár: Eðlilegt að leysa félagið upp VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyf- anleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um við- skiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Sam- keppniseftirlitið leggur til er nið- urfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjón- ustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, segir að nú verði gengið til við- ræðna við bank- ana og stjórn- völd um þessi atriði og hann væntir niður- staðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni við- skiptafræðingi, nýja skýrslu nor- rænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlend- ur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignar- hald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög sam- tvinnað og að viðskiptavinir bank- anna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt ein- kenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bank- anna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppnis- eftirlitum á öllum Norðurlöndun- um áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hing- að erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örð- ugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálg- ast megi upplýsingar og saman- burð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskipta- banka. Þá segir forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar sam- keppni. Með skýrslu samkeppnis- eftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki við- ræður um þær leiðir. olikr@frettabladid.is PÁLL GUNNAR PÁLSSON Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda Samkeppniseftirlitið segir aðgerða þörf til að efla samkeppni á milli banka. Miðað við afkomu gætu þeir boðið betri kjör. Ný skýrsla sýnir að viðskiptavinir færa sig ógjarnan á milli banka. Huga þarf að eignarhaldi á greiðslukerfa og kortafyrirtækja, segir Samkeppniseftirlitið. MARKAÐSHLUTDEILD STÆRSTU VIÐSKIPTABANKANNA Á NORÐURLÖNDUNUM ÁRIÐ 2004 Danske Bank 55% Nordea 19% Nordea 61% KB banki 33% DnB Nor 38% Handelsbanken 27% OKO 21% Sampo11% Landsbanki 30% Íslandsbanki 27% SEB 24% Nordea 14% SB-1 13% Nordea 16% FS 15% Føroya Banki 45% Føroya Sparikassi 42% NS10% Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Færeyjar 0% 25% 50% 75% 100% aðrir 26% aðrir 10% aðrir 35% aðrir 18% 3% 7% FJÖR Í SÓLINNI Þessi palestínska fjölskylda naut sólarinnar og sumarhitans í Gazaborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VESTMANNAEYJAR Engin starfsemi er nú í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja. ALMANNAVARNIR Hvellbombur voru prófaðar í nágrenni Hrafntinnu- skers í gær. Hugmyndin er að þær verði notaðar til þess að vara ferðamenn við ef til Kötlugoss kemur. Almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra stendur fyrir próf- uninni. Hvellbomban er eins konar flugeldur sem gefur aðeins frá sér hljóð en ekki bjarma. Á sama tíma voru tívolíbombur sprengdar til samanburðar. „Það var athugað hvernig mætti vara ferðamenn við hugs- anlegum jarðeldum á svæðinu og niðurstaðan var hvellbombur,“ segir Björn Halldórsson, deildar- stjóri almannavarnadeildar Ríkis- lögreglustjóra. - sþs Hvellbombur prófaðar í gær: Hvellur varar ferðamenn við HVELLBOMBURNAR Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir þessum prófunum á hvellbombum sem eiga að vara ferðamenn við. Kanna viðhorf Starfsgreinasamband- ið, SGS, ætlar að gera könnun á við- horfum félagsmanna sinna til kjara- og launamála í samstarfi við IMG Gallup, svipaða og Flóafélögin svokölluðu hafa látið gera síðustu ár. KJARAMÁL LÖGREGLUMÁL Ökumaður á Vestur- landsvegi var stöðvaður í gær fyrir að aka of hægt. Ökumaður ók bifreið með hjólhýsi í eftirdragi og ók hann töluvert undir fimmtíu kílómetra hraða, þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er níutíu kíló- metrar á klukkustund. Um tuttugu til þrjátíu bíla röð safnaðist saman fyrir aftan öku- manninn og skapaðist hættuástand við það að sögn lögreglu vegna framúraksturs. Ökumaðurinn má eiga von á tíu þúsund króna sekt vegna aksturslagsins. Leyfilegur hámarkshraði með hjólhýsi er áttatíu kílómetrar þar sem leyfi- legt er að aka á níutíu. - æþe Ökumaður með hjólhýsi: Sektaður fyrir að aka of hægt Nýtt kúariðutilfelli Áttunda kúariðu- tilfellið sem greinst hefur í Kanada var staðfest af dýralæknayfirvöldum þar í landi í gær. Innflutningur á nautakjöti frá Kanada til Bandaríkjanna var stöðvaður í 30 mánuði eftir að fyrsta tilfellið greind- ist árið 2003. KANADA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.