Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 56
24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR24
... að Matthew Adams er yngstur
þeirra sem farið hafa í endajaxla-
töku? Tannlæknir dró tvo endajaxla
úr honum á Midland-læknastöðinni
Í munn- og kjálkasjúkdómum í Mich-
igan í Bandaríkjunum 24. október
2002. Þá var Matthew aðeins níu ára
og 339 níu daga gamall.
... að Svíinn Ola Skinnarmi er yngstur
þeirra sem farið hafa yfir Suður-
skautið? Hann komst á leiðarenda
í Scott Base á Suðurskautslandinu
20. desember 1998, þá 26 ára
gamall eftir 47 daga, 1.200 km langa
skíðagöngu yfir þetta frosna land.
Í eftirdragi hafði hann 120 kg af
birgðaseðlum en lauk samt ferðinni
fyrr en hann átti von á.
... að Bandaríkjamaðurinn Bob Hatch
smellir fingrum manna hæst? 17.
maí 2000 smellti hann fingrum svo
hátt að samkvæmt hljóðmælingu
var smellurinn 108 db. Það jafngildir
hávaða í sláttuvél í eins metra
fjarlægð.
... að félagar í Hundaþjálfunarfélagi
Norður-Norðymbralands hafa mynd-
að lengstu hundagöng? Fjórir hundar
hlupu milli fóta félagsmanna sem
voru 222 talsins og stóðu í einfaldri
röð á Alnwick Castle-mótinu í Norð-
ymbralandi á Bretlandi 25. júlí 2005.
... Mauna Kea (Hvítafjall) á Hawaii-
eyju er mesta fjall jarðar? Tindur
þess er 10.205 m ofan við ræturnar
en þær teygja sig djúpt niður í
Hawaii-álinn. Þar af eru 4.205 m yfir
sjávarmáli.
... að elsta steingerða krabbadýr ver-
aldar fannst í Shropshire á Bretlandi
í júlí 2005? Jarðfræðingarnir bresku,
Mark Williams og David Siveter og
Þjóðverjinn Dieter Waloszek, til-
kynntu að þeir hefðu fundið 0,5 mm
langt steingert krabbadýr. Aldurs-
mælingar gefa til kynna, að það sé
511 miljón ára gamalt, sem þýðir að
þetta örsmáa dýr er elsta krabbadýr
sem vitað er um.
... að Damaskus á Sýrlandi er elsta
höfuðborg í heimi? Talið er að menn
hafi búið þar frá árinu 2.500 f.Kr.
... að Fahif bin Abdul Aziz, konungur
Sádi-Arabíu, er talinn vera ríkasti
konungur heims? Tímaritið Forbes
áætlar að auðæfin hafi numið 1.625
miljörðum króna árið 2004.
... að That´s alright með Elvis Presley
er elsta lagið sem komst á topp
bandaríska smáskífulistans? Lagið
sem komst í efsta sæti bandaríska
listans og þriðja sæti þess breska
árið 2004, hafði verið tekið upp og
gefið út árið 1954, hálfri öld áður, en
þá naut það engrar velgengni.
... að hjólbrettagoðsögnin Tony Hawk
frá Bandaríkjunum er fyrstur manna
til að fara 900-hjólabrettastökkið
(hálfur þriðji hringur í loftinu)? Það
gerði hann á X-leikunum í San-Franc-
isco 27. júní 1999. 900 stökkið dreg-
ur nafnið sitt af því að brettakappinn
snýst í 900 gráður en það er ein
erfiðasta brellan í hjólabrettaíþrótt-
inni. Hawk heppnaðist stökkið í sinni
elleftu tilraun þetta kvöld.
... að sýningin Schools Variety Spect-
acular státar af stærsta leikarahópn-
um? Í lokaatriði sýningarinnar sem
Rolf Harris kynnti komu fram 2.100
börn. Viðburðurinn fór fram í Sydney,
Ástralíu, í nóvember 1985.
... að liðvagnarnir Alligator
Jumbulances eru stærstu sjúkra-
bílarnir? Bresku góðgerðasamtökin
Across Trust reka þessa risavagna
sem eru 18 m langir og eru hannaðir
til að flytja sjúka og fatlaða til sumar-
leyfisstaða í Evrópu.
VISSIR ÞÚ ...
Það er Gunnar Lárus Hjálmarsson,
betur þekktur sem Dr. Gunni, sem
gefur okkur innsýn í kaupvenjur sínar
að þessu sinni.
1. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Sæl-
kerabúð Nings - ódýrasta utanlands-
ferðin sem maður kemst í.
2. Hvað finnst þér skemmtilegast að
kaupa? Mér finnst óhemju skemmtilegt
að gramsa í kössum með notuðum
hljómplötum.
3. Verslar þú í útlöndum? Já, framandi
mat, hljóðfæri, föt og plötur.
4. Einhverjar venjur við innkaup? Ekki
nema þær að hugsa fram í tímann og
að næsta vísareikningi.
5. Tekurðu
skyndiákvarðanir
í fatakaupum?
Já, segi ég, en
konan mín
segir að
það sé
bull.
KAUPVENJUR
Gramsar í notuðum plötum
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Hrísey liggur í utanverð-
um Eyjafirði og er önnur
stærsta eyjan við Ísland,
næst á eftir Heimaey,
sem einnig er eina eyjan
hér við land þar sem
fleiri búa en í Hrísey.
Eyjan er 7,5 km að lengd
og 2,5 km að breidd
þar sem hún er breiðust
að sunnanverðu. Eyjan
mjókkar til norðurs og
þar rís hún hæst í um
110 metra yfir sjávarmáli. Þar stendur
viti sem reistur var árið 1920.
Í Hrísey búa um 200 manns í sjáv-
arþorpi með hellulögðum götum,
fallegum görðum og útsýni til fjalla-
hringsins um Eyjafjörð.
Ferjan Sævar siglir til Hríseyjar og
gengur á einnar til tveggja stunda
fresti frá Árskógssandi. Siglingin tekur
aðeins korter.
Norðurhluti Hríseyjar, Ystabæjarland,
er alfriðað land í einkaeigu. Sérstakt
leyfi landeiganda þarf til að fá að fara
um þann hluta eyjarinnar.
EYJAN: HRÍSEY