Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16
16 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR KLÁMSTJÖRNUGANGA Tuttugu og fimm klámmyndastjörnur beruðu á sér efri helming líkamans í göngu um Auckland á Nýja-Sjálandi í gær í þeim tilgangi að auglýsa erótíska sýningu í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÓLASTARF „Við byrjuðum á heim- sóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norð- lingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nem- anda og að allir starfsmenn skól- ans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallorms- staðaskóla þar sem hún var skóla- stjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norð- lingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslu- stundir mislangar en ekki fjöru- tíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarf- inu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlinga- skóla í gær sveif andi hins óhefð- bundna skólastarfs yfir vötnun- um en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr for- maður menntaráðs, var viðstadd- ur setninguna. Ein af þeim nýj- ungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnem- ar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúr- una og að fyrstu tvær vikur skóla- starfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægð- ir með starfshætti skólans. hugrun@frettabladid.is Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar Allir nemendur Norðlingaskóla fá heimsókn frá starfsfólki skólans í upphafi skólaárs. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir en skólinn býður upp á ýmiskonar nýbreytni í skólastarfi, til að mynda útikennslustofu. SIF VÍGÞÓRSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI Ásamt nokkrum nemendum Norðlingaskóla SKÓLASTARF Í NORÐLINGASKÓLA Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. BYGGINGAR Umhverfisráðuneytinu hefur borist umsögn frá Neytenda- samtökunum þar sem samtökin hafna fyrirhugaðri gjaldtöku á byggingavörum, til að fjármagna að hluta til starfsemi Byggingar- stofnunar. Neytendasamtökin benda á að slík gjaldtaka muni leiða til hækk- unar á verði byggingavara og neyt- endur þurfi þar með að bera lung- ann af kostnaði við rekstur Byggingarstofnunar. Samtökin telja eðlilegra að þeir sem nýta sér þjónustu stofnunarinn- ar greiði sjálfir fyrir hana. Að öðru leyti verði kostnaður við Byggingar- stofnun greiddur af ríkissjóði. - æþe Neytendasamtökin: Ekki gjald á byggingavörur BYGGINGAR Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) áætla að um 200 milljónir króna leggist á kaupendur almennrar byggingavöru vegna breytinga sem eru boðaðar í frum- varpi Jónínu Bjartmarz umhverfis- ráðherra um stofnun svonefndrar Byggingarstofnunar. Um er að ræða nýtt eftirlit með þessum vöru- flokki og áætla SVÞ að leggja þurfi 0,3 til 0,4 prósenta gjald á almennar byggingavörur til að fjármagna eft- irlitið. Samtökin vara við frekari álögum og segja að þær muni leiða til hærri byggingakostnaðar. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri SVÞ, segir fundi með starfs- mönnum ráðuneytisins um frum- varpið hafa leitt í ljós marga lausa enda. „Við erum mjög ósáttir við allt að 200 milljóna króna aukagjald á byggingavörur án þess að lækkað verði vörugjald sem við höfum gagnrýnt lengi. Þetta er skattur og af hverju er hann ekki tekinn af fjárlögum eins og aðrir skattar,“ spyr Sigurður en bætir því jafn- framt við að margt sé til bóta í nýju frumvarpi; ekki síst sameining eft- irlitsstofnana á einn stað. Byggingarstofnun er ætlað að taka yfir verkefni sem nú eru í höndum Skipulagsstofnunar, Bruna- málastofnunar, Neytendastofu og Vinnueftirlits ríkisins en fjárfram- lög ríkisins til þessara stofnana fylgja þeim til Byggingarstofnunar ef af verður. - shá Samtök verslunar og þjónustu gagnrýnir frumvarp um Byggingarstofnun: Mótmæla nýrri skattheimtu FRÁ BYGGINGARSTAÐ Samtök verslunar og þjónustu vilja meina að ný skattheimta á byggingavörur muni fylgja nýrri stofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Nemendum við Grunnskóla Bolungarvíkur fækk- ar á milli ára, úr 151 í 134 í haust. Soffía Vagnsdóttir skólastjóri segir aðeins fjögur sex ára börn koma í skólann í haust og því verði nemendum í fyrsta og öðrum bekk kennt saman. Nemendum fjórða og fimmta bekkjar verður einnig kennt saman og fækkar bekkjar- deildum við skólann úr ellefu í átta. Soffía segir að enn verði bið á að uppskera ástarvikunnar skili sér inn í skólakerfið en aðeins eitt barn fæddist í kjölfar tveggja síð- ustu ástarvikna. Flestir voru nemendur Grunn- skóla Bolungarvíkur um 250 fyrir 26 árum. - hs Færri nemar á Bolungarvík: Slök uppskera ástarviku SKOTLAND Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, vill að Skotland verði sjálfstætt ríki sem yrði hlekkur í „velmegunar- boga“ með Norðurlöndunum, frá Íslandi til Finnlands. Frá þessu er greint í blaðinu Scotland on Sun- day. Salmond stefnir að því að ná kjöri til forsætisráðherra skoska heimastjórnarþingsins, en kosn- ingar fara fram til þess á næsta ári. Komist hann í aðstöðu til þess vill Salmond fá valinn hóp sér- fræðiráðgjafa í efnahagsmálum til að leiðbeina sér hvernig best sé að haga málum til að markmiðum SNP verði náð: að árlegur hag- vöxtur verði um 4 prósent, íbúum Skotlands fjölgi um 3 prósent á næstu tíu árum, og að skoskt efna- hagslíf verði í hópi þeirra fimmt- án samkeppnishæfustu í heimi innan fimmtán ára. Talsmenn SNP segja að sjálf- stætt Skotland, með full yfirráð yfir olíulindunum í lögsögu þess, myndi strax og sjálfstæðið tæki gildi verða ríkasti hluti Bretlands- eyja og stökkva upp í áttunda sæti yfir Evrópuþjóðir með hæstu með- altekjur á mann, úr átjánda sæti. Ísland er í því fimmta. - aa ALEX SALMOND Leiðtogi Skoska þjóð- arflokksins, SNP, stefnir að sjálfstæðu Skotlandi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Sjálfstæðissinnar í Skotlandi: Vilja í velmegunarlið með Norðurlöndum ORKUVEITA Borgarfulltrúar vinstri grænna gagnrýna ákvörðun stjórnenda Orkuveitu Reykjavík- ur um að starfsmaður ætti ekki að tjá sig um málefni Kárahnjúka- virkjunar. Fulltrúarnir Svandís Svavars- dóttir og Árni Þór Sigurðsson hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, bréf vegna málsins. Þar er farið fram á að Guðlaugur beiti sér fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálf- sagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda. Einnig skuli hann aflétta fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfé- lagsmál. - sþs Vinstri grænir senda OR bréf: Starfsmenn megi tjá sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.