Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 30

Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 30
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR30 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.906 +1,01% Fjöldi viðskipta: 749 Velta: 7.438 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,30 +0,46% ... Alfesca 4,68 +0,21% ... Atlantic Petroleum 561,00 +0,36% ... Atorka 6,12 +1,16% ... Avion 33,80 +0,00% ... Bakkavör 52,80 +0,57% ... Dagsbrún 5,27 +0,77% ... FL Group 17,70 -0,56% ... Glitnir 19,30 +2,12% ... KB banki 806,00 +0,75% ... Landsbankinn 24,20 +1,26% ... Marel 80,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,00 -1,16% ... Straumur-Burðarás 16,10 +1,90% ... Össur 128,50 +4,05% MESTA HÆKKUN Össur +4,05% Glitnir +2,12% Icelandic Group +2,47% MESTA LÆKKUN Mosaic Fashions -1,16% FL Group -0,56% Verslaðu aðeins hjá viðurkenndum HP söluaðila: Offi ce 1 Superstore um land allt Sími 550 4100 Oddi skrifstofuvörur um land allt Sími 515 5000 HP Búðin, Reykjavík Sími 568 5400 Start, Kópavogi Sími 544 2350 Samhæfni, Reykjanesbæ Sími 421 7755 TRS, Selfossi Sími 480 3300 Kaupfélag Skagfi rðinga, Sauðarkróki Sími 550 4100 Tölvuþjónustan, Akranesi Sími 575 9200 Netheimar, Ísafi rði Sími 456 5006 Eyjatölvur, Vestmannaeyjar Sími 481 3930 Bókabúð Þórarins Stefánssonar, Húsavík Sími 464 1234 HP Compaq nx6325 • AMD Sempron 3500 örgjörvi • 15” XGA skjár1024x768 • 512MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • ATI Mobility Radeon skjákort með allt að 128MB • Bíómetrískur fi ngrafaralesari verð kr. 129.900 HP mælir með Windows XP Professional www.fartolvur.is Hámarksafköst – Hámarksframmistaða HP Pavilion dv1599 • Intel Pentium M 760, 2GHz örgjörvi • 14” skjár WXGA 1280x768 • 1024MB DDR vinnsluminni • 100GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB verð kr. 155.900 HP Compaq nc6320 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 15” TFT skjár 1400x1050 • 512MB DDR2 vinnsluminni • 80GB harður diskur SMART SATA • 16X LightScribe DVD+/-RW Double Layer geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB: • Engar áhyggjur ábyrgð verð kr. 199.900 HP Compaq nx9420 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 17” TFT WSXGA breiðtjaldsskjár 1680x1050 • 1024MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW SuperMulti Double Layer geislaskrifari • ATI skjákort með allt að 256M verð kr. 224.900 OK TAKTU FINAL 530x200.indd 1 23/08/06 15:52:51 Minni bankar og sparisjóðir í Dan- mörku sýndu að jafnaði betri arð- semi en stóru fjármálafyrirtækin á fyrri hluta ársins og hafa verið að stela markaðshlutdeild og við- skiptavinum frá risunum. Frá þessu er greint í samantekt Jyll- ands-Posten, en hún nær til 70 pró- senta danskra fjármálastofnana. Jóski bankinn Ringkjøbing Landbobank sýndi hæstu arðsemi eiginfjár á fyrri hluta ársins eða um 42 prósent á ársgrundvelli sam- anborið við þrjátíu prósent árið áður. Í næstu sætum á eftir koma Sydbank (35 prósent), Amager- banken (32 prósent), Totalbanken (29 prósent) og færeyski Spari- kassinn (29 prósent). Stóru bankarnir voru neðar. Jyske bank sýndi 24 prósenta arð- semi eigin fjár og Danske bank 23 prósenta. Mikill vöxtur hefur verið í danska bankakerfinu á árinu líkt og því íslenska sem kemur að stærstum hluta til vegna mikils útlánavaxtar. Hefðbundinn banka- rekstur skilar methagnaði en tap af fjárfestingum í hlutabréfum dró afkomuna niður. Í umfjöllun blaðsins kemur einnig fram að smærri fjármála- fyrirtæki hafi vaxið hratt frá því á tíunda áratugnum eftir að sam- þjöppun hófst hjá stærri bönkum. Á einum áratug hafi smærri bank- ar aukið fjölda útibúa um fjórðung á sama tíma og þeir stóru drógu saman seglin í þeim efnum sem lið í því að minnka kostnað. - eþa PETER STRAARUP FORSTJÓRI DANSKE BANK Stærri bankar í Danmörku tapa markaðs- hlutdeild og kúnnum til þeirra minni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Slá stóru dönsku bönkunum við Litlir bankar í Danmörku vaxa hraðar en þeir stóru og stela frá þeim kúnnum. Methagnaður varð af rekstri SPRON á fyrri hluta ársins eða 2.627 milljónir króna. Til saman- burðar var afkoma sparisjóðsins tæpir 1,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 37 prósent á ársgrundvelli. Hreinar rekstr- artekjur SPRON voru um 5,1 millj- arður króna og hækkuðu um helm- ing á milli ára. Stærstur hluti tekna var annars vegar hreinar vaxta- tekjur, sem voru um 1.657 milljónir og jukust um helming, og hins vegar gengishagnaður af hluta- bréfum, sem var 1,8 milljarðar og jókst um 90 prósent. Hreinar þjón- ustutekjur námu tæpum hálfum milljarði og arðstekjur voru 464 milljónir og hækkuðu umtalsvert. Rekstargjöld námu rúmum tveimur milljörðum króna og hækkuðu um 37 prósent á milli ára. Heildareignir SPRON þann 30. júní voru komnar yfir 153 milljarða króna og höfðu hækkað um rúman þriðjung frá áramótum. Eigið fé var um 19,2 milljarðar, um 47 pró- senta hækkun, sem meðal annars er tilkomin vegna aukningar stofn- fjár. Aö sögn Guðmundar Hauksson- ar, sparissjóðsstjóra SPRON, eru horfur góðar seinni hluta ársins. - eþa GUÐMUNDUR HAUKSSON, SPARISSJÓÐS- STJÓRI SPRON SPRON skilar 2,6 milljörðum í hús Yfir 67 prósenta aukning hagnaðar á milli ára. Eitt allsherjar samsæri? Íslendingar fjárfestu fyrir 147 milljarða í Danmörku árin 2004 og 2005, og eru meðal stærstu erlendu fjárfesta í landinu. Ljóst er að ekki hefur dregið úr fjárfestingum Íslendinga í Danmörku það sem af er árinu 2006, þrátt fyrir að Danir hafi reynt hvað þeir geta til að flæma íslenska fjárfesta á brott. Ekki er nóg með að dönskum fjölmiðlum sé einstaklega illa við íslensku útrásarvíkingana, heldur taka fjármálastofnanir og jafnvel stjórnmála- menn þátt í leiknum. Þannig mat danska útibú hins norræna Nordea banka fast- eignafélagið Keops, sem Baugur á þriðjungs- hlut í, tæplega helmingi lægra en kollegar þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Nú síðast lýstu Sósíaldemókratar á danska þinginu því yfir að þörf væri á löggjöf til að koma í veg fyrir samstarf Nyhedsavisen og Danska póstsins um dreifingu hins nýja fríblaðs. Fleiri í ónáð Íslendingar eiga hins vegar óopinberan sendiherra í Danmörku. Sá heitir Sven Dam, kemur frá Jótlandi, er forstjóri 365 Scandinavia, og þekktur undir gælunafninu Saddam. Saddam lætur ekki vaða yfir sig á skítug- um skónum og svarar öllum gagnrýnis- röddum fullum hálsi. Þannig gekk hann fram á dögunum og sagði Nyhedsavisen síður en svo standa brauðfótum. Þá hvatti hann samkeppnisyfirvöld til þess að skoða samvinnu keppinautana, Dato og 24 Timer, um dreifingu blaðanna; þar væri komið skýrt dæmi um misnotkun á markaðsaðstöðu. Einn viðmælenda Börsen, virtasta viðskiptarits Dana, hefur hins vegar loks fundið ljóð á annars ágætu ráði Saddams „Nyhedsavisen gengur aldrei upp með þennan Jóta við stjórnvölinn. Þeir þurfa Kaupmannahafnarbúa“, sagði sá. Greinilegt að það eru fleiri í ónáð en Íslendingarnir. Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTARHráolíuverð lækkaði um rúman dal í Bandaríkjunum í gær í kjölfar upplýsinga um auknar olíubirgðir í landinu. Lækkun á markaði í Bretlandi nemur hins vegar rétt rúmum hálfum dal. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mán- uðum ársins. Verðmætið hefur dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Eignaverðsvísitala Greiningardeildar KB banka lækkaði um 1,4 prósent í júlí og nam lækkunin 1,9 prósentum að raun- virði. Tólf mánaða vöxtur vísitölunnar er kominn niður í 2,3 prósent en hann var 20 prósent í upphafi árs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.