Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 2006 33 AF NETINU Sorglega mikið er til af fólki, sem gengur ekki heilt til skógar og þarf að nota hækjur til að styðjast við. Engin dæmi veit ég þess þó, að það noti hjálpartækin til að berja á öðrum, eins og Sjálfstæðisflokkur- inn gerir með Framsóknarflokkn- um. Þó verkfærið sé lélegt og dýrt í rekstri, nýtir Sjálfstæðisflokkur- inn það sem stjórntæki í ráðuneyt- um sínum. Ríkisstjórnin dregur dám af skapara sínum, en vinnu- brögð hennar hafa meðal annars vakið heimsathyggli fyrir kjána- skap og fyrirhyggjuleysi í umhverfismálum. Flokkurinn drottnar yfir þjóðinni og það með hennar samþykki, svo ótrúlegt sem það nú er. Hann hefur með hækju sinni, haft af þjóðinni allar arðbærustu eignir hennar, aðeins Landsvirkjun eftir, en margir eig- endur þeirra, hagnast nú óhugnan- lega mikið á þjóðinni. Nokkrir nýju eigendanna hafa sýnt þá „rausn“ að gefa til mannúðarmála, upp- hæðir sem þá munar álíka mikið um og öryrkjanum tíu krónur. Einskonar syndaaflausn eða frið- þæging eigin sálar. Minnir nokkuð á, þegar kunningi minn fór á sveitaball með fulla flösku af góðu víni. Þegar hann ætlaði að grípa til hennar við fætur sér, var hún horf- in. Er liðið var á ballið, birtist hendi yfir öxl hans með hálftóma flösku sömu gerðar og vingjarnleg rödd bauð honum að fá sér sopa. Náunginn kórónaði það svo með því að slá létt á bakið á fórnardýri sínu og segja: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi: Þjófurinn og kunningi minn sneru bökum saman við sitt hvort borðið. Þrítugasta júní fór ég á fund heilbrigðisráðherra. Hún tók á móti mér, ásamt þremur ráðgjöf- um sínum. Á dagskrá voru bíla- styrkir til fatlaðra og heimahjúkr- un. Sjaldan hef ég upplifað annað eins reglugerðablaður og þar og kom til hugar nafnið Möppudýr, sem Vilmundur Gylfason, gaf úr sér gengnu starfsfólki ríkisstofn- ana. Þegar leið á fundinn, var mér ljóst að hvorki ráðherra né ráð- gjafar, höfðu heildstæða mynd af því sem verið var að ræða. Skiln- ingur þeirra á líðan og kjörum aldraðra og fatlaðra, var víðs- fjarri. En þær voru því duglegri við að fletta reglugerðarblöðum, uppfullum af þröngsýni, þar sem minnt er á, að þau sem minna mega sín, hljóti að sæta öðrum lífsstíl og er höfundunum til lítils sóma. Frá konunum fjórum kom ekkert jákvætt í garð fatlaðra, en hamrað á hve þeim væri meira hampað nú en áður. Til dæmis færi meira fé en áður í bílastyrki. Ekki var minnst á fjölgun styrkþega og útþynningu styrkja þar af leiðandi. Þá varð mér hugsað til þess, hve stjórnarflokkarnir er tilbúnir að fara niður á lágt plan, til að kreista upp í milljarða eftirlaunafrum- varpið, sem almenningur á að borga, svo þingfólk og embættis- menn geti lifað í vellystingum síð- ari hluta ævinnar. Þegar Ingibjörg Pálmadóttir færði aldur styrkþega úr 75 árum í 70, mótmælti ég því við Jón Kristj- ánsson, sem þá var orðinn heil- brigðiráðherra. Eftir bréfaskriftir og fundi, hvaðst ég kæra hann fyrir stjórnarskrárbrot. Þá var fært aftur í 75 ár, en sá böggull fylgdi skammrifi, að nú þurftu fatlaðir að eiga bíla í fimm ár, í stað tveggja. Þetta lúabragð stenst lög. Ég hefði því betur setið heima, því nú er fötluðum nær ógerlegt að brúa bilið. Ráðherrann spurði hvað ég áliti almenning yfirleitt eiga bíla sína lengi. Eftir svar mitt, spurði hún hversvegna fatlaðir þyrftu að eiga bíla sína skemur en aðrir. Ég undraðist skilningsleysið og gerði mér ljóst, að þessi mann- eskja yrði að þroskast mikið, til að frá henni gætu fatlaðir vænst sanngirni. Það er ekki nóg, að allt líti vel út, ef tómleiki er hið innra. Sannleikurinn er sá, að þegar upp er staðið, kostar það ríkið lítið meira að gera vel í bílastyrkjamál- um, en illa. Ef sá ráðgjafi er hjúkr- unarfræðingur, sem lét á sér skilja, að samþætting starfsgreina sé árangursríkari, en að huga að vellíðan starfsfólks og skjólstæð- inga, þá er hún stétt sinni til skammar. Því miður var ráðherr- ann sammála og greinilegt að for- stjóravelvild hennar, náði ekki niður til óbreytts starfsfólks og skjólstæðinga heilsugæslunnar. Þetta fólk horfir upp á að engu skiptir hvern Framsókn setur í ráðherrastól. Hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraliðar og skjólstæðingar, hafa sagt mér: (Haft orðrétt eftir þeim) Að á meðan Framsókn, þessi andstyggilegi flokkur, sé við völd, eigi þau engan málsvara hjá hinu opinbera. Flestu sé trúað sem verst liðnu forstjórarnir í stétt embætt- ismanna segi, en sjónarmið starfs- tétta og fatlaðra hunsuð. Tilvitnun lýkur. Því geta fleiri en hjúkrunar- forstjóri og framkvæmdastjóri Heilsgæslunnar, þakkað Fram- sókn. En mér skilst, að af þeirra ráði hafi læknavæddar heilsu- gæslustöðvar verið lagðar niður og samþættingargrauturinn orðið til. Tíðar tilfærslur á stöðvum heilsugæslunnar og tilraunir með starfsemina, hafa valdið stórskaða á þjónustunni, sem nú er ekki svip- ur hjá sjón miðað við sem áður var. Hugulsemi gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum, ásamt mannvæn- um framförum, hefur vikið fyrir yfirmannahroka. Tómlát fegurð, dvínar fljótt í farteskinu okkar. Fögur innra, sigrar skjótt, smitar allt og lokkar. Ráðherra, ráðgjafar og heimahjúkrun UMRÆÐAN HEILBRIGÐIS- KERFIÐ ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokk- inn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokks- þingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórn- málaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokk- urinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnar- samstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við for- mennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Hall- dóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórn- málamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbygg- ingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um fram- sýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta inn- viði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmála- maður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með við- brögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðar- innar. Í augnablikinu virðist sam- líkingin um turn Samfylkingar- innar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Fram- sóknarflokksins það helst til for- áttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi for- maðurinn hafi fengið þessa veg- semd á silfurfati. Þetta er auðvit- að fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í raun- inni upp úr gullstól í Seðlabankan- um sem oft hefur verið virðingar- embætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðar- innar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsemb- ætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr „réttu“ umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minn- ingar um misheppnaðan tónsnill- ing. „ Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk.“ Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri for- ystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sókn- ar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Vort líf, vort líf! UMRÆÐAN FLOKKSÞING FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON SVEITARSTJÓRI Hann er mælskur, það verður ekki tekið af honum. Hann er líka mælsk- ur þegar hann kemur fram á arabísk- um sjónvarpsstöðvum og kallar á alla sanna Araba og múslima til að sam- einast gegn hættunni sem steðjar af Bush og Blair. Og hann er mælskur þegar hann kallar Sýrlandsforseta eina heiðvirta leiðtoga Araba eða þegar hann ræðst á þá Líbana sem hafa gagnrýnt Hizbullah. Meint peningatengsl hans við Saddam Hussein eru ekki þau einu sem hann hefur verið bendlaður við. Benazir Bhutto og Nawaz Sharif borg- uðu honum fyrir að verja yfirvöld í Pakistan á tíunda áratugnum. Hann er mælskur þegar hann kallar leiðtoga Vesturlanda verri morðingja en Hitler og að kapítalisminn hafi drepið fleiri en nokkuð annað. Nú, eða þegar hann segir að útlendingar [Bandaríkjamenn og Ísraelar] séu að nauðga tveimur af fallegustu dætrum Araba, Bagdad og Jerúsalem. Hann er einhver versti tækifær- issinni breskra stjórnmála og flokk- urinn hans, öfugmælið RESPECT, er þar besta dæmið. Þar náðist að safna saman Trotskyistum (sem Galloway fram af því hafði alltaf átt í ýmsum deilum við), múslimum og ýmsum eftirlegukindum af vinstri vængnum sem ekki höfðu borið sitt barr eftir að bylting öreiganna missti stuðning sinn að austan. Þetta hagsmunabandalag hefur síðan í kjölfarið færst nær múslimska hluta bandalagsins, gömlu vinstri- mönnunum til nokkurrar gremju, þar sem jafnréttismálum hefur verið sópað undir teppi til að höfða betur til íhaldssamra múslima, bæði í London og Birmingham, en helsti leiðtogi flokksins er engu að síður ein kona. Benda óánægjuraddirnar innan RESPECT á að George hefur t.d. forðast að kjósa í Westminster þegar jafnréttismál eru á dagskrá, sér í lagi varðandi kynhneigð. RESPECT stend- ur fyrir Respect, Equality, Socialism, Peace, Environmentalism, Commun- ity og Trade union. Finnst mörgum, þ.m.t. þeim sem studdu fylkinguna í upphafi, að flest af þessu hafi setið á hakanum í stefnuskrá flokksins og t.d. er ekki lengur opinber stefna hans jafnrétti óháð kynhneigð. Femínistar kvarta undan því sama. Gagnrýnendur innan flokksins hafa sumir verið opinberlega sak- aðir um íslamafóbíu þegar þeir hafa gagnrýnt aukna félagslega íhaldssemi í flokknum. Aukinheldur hafa nokkrir blaða- menn, sumir gyðingar, ásakað bæði RESPECT og Galloway um óbeinan antisemítisma í ræðu og riti, þ.m.t. á kosningafundum meðal múslima. Ágúst Flygenring á semsagt.net Af hverju George Galloway er hræðilegur stjórnmálamaður GEORGE GALLOWAY FLOKKSÞING FRAMSÓKNAR Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, óskar Jóni Sigurðssyni, nýkjörnum formanni flokksins, til hamingju. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.