Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 77
Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! Býðst einnig á rekstarleigu. Hafðu samband við rágjafa RV og kynntu þér málið. Á tilboði í ágúst 2006 Öflugar gólfþvottavélar frá TASKI 738.807 kr. TASKI Swingo 1250 B R V 62 12 C www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Fyrir hornið… 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þýsku plötusnúðarnir Tiefschwarz koma fram á stóru Party Zone- kvöldi á Nasa þann 15. september. Tief- schwarz-liðar slógu rækilega í gegn á einu alskemmtileg- asta klúbba- kvöldi ársins í janúar í fyrra á árlistakvöldi Party Zone. Síðan þá hafa þeir meðal annars gefið út hina lofuðu plötu Eat Books. Forsala og miðaverð á Party Zone-kvöldið verður tilkynnt síðar. Tiefschwarz til landsins TIEFSCHWARZ Þýsku plötusnúðarnir eru á leiðinni til landsins. Iceland Film Festival stendur laug- ardaginn 2. september fyrir yfir- gripsmiklu eins dags Hollywood- námskeiði um undirstöðuatriði handritagerðar. Þar læra nemendur að þróa sölu- hæfa hug- mynd, móta persónur og skrifa upp- kast að hand- riti með heilu tilbúnu atriði og hagnýtri söluáætlun. Tveir starf- andi Holly- wood rithöfundar sjá um kennsl- una, þeir David Garret og Gregg Rossen. Garret var m.a. einn höf- unda myndanna Deuce Bigalow: European Gigolo og Corky Roma- no. Sala á námskeiðið er hafin á midi.is og í síma 580 8020. Hollywood- námskeið DEUCE BIGALOW David Garret var einn af handritshöfundum Deuce Bigalow: European Gigolo. Þau Matt Dillon, Owen Wilson og Kate Hudson leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni You, Me and Dupree sem hefur gert ágætishluti vestan- hafs. You, Me and Dupree segir frá hinum nýgiftu Carl og Molly sem Dillon og Hudson leika. Þau eru rétt búin að koma sér fyrir í nýju húsi þegar gamall vinur Carls, Dupree, bankar upp á. Hann hefur lent í úti- stöðum við yfirmann sinn og skortir bæði vinnu og pening. Carl er í fyrstu mjög hrifinn af því að skjóta skjólshúsi yfir þennan gamla vin enda er Dupree bæði kærulaus og yfirmáta skemmtilegur ... í fyrstu. Carl reynist þó erfitt að fylgja eftir fíflalátum Duprees og að halda kon- unni sinni góðri. Auk þeirra Dillons, Wilsons og Hudson leikur Michael Douglas stórt hlutverk í myndinni sem er leikstýrt af bræðrunum Joe og Anthony Russo en þeir eiga heið- urinn af hinum feikivinsælu sjón- varpsþáttum Arrested Develop- ment. Ólíkindatól- ið Dupree CARL OG MOLLY Komast í smávandræði þegar góðvinur Carls, Dupree, flytur inn á þau. Umdeildasti iðnaður allra tíma, tókaksiðnaðurinn, er til umfjöll- unar í kvikmyndinni Thank you for Smoking eftir hinn kornunga Jason Reitman sem skrifar sjálfur handritið eftir samnefndri bók Christophers Buckley. Aaron Eck- hart leikur Nick sem fær það erf- iða hlutverk að kynna glæsileika þess að reykja sígarettur en á und- anförnum árum hefur tóbaksiðn- aðurinn mátt sitja undir stanslaus- um árásum vegna framleiðslu, og ekki síst markaðsetningu sinnar. Nick er hins vegar snillingur í að beita allskyns fáránlegum rökum og snýr áhorfendum sínum í hringi. Sonur Nicks á erfitt með að skilja hvers vegna faðir hans er að kynna þetta hættulega fíkni- efni og þegar falleg fréttakona svíkur Nick virðist sem veröld hans hrynji. Þó á eftir að reka einn nagla til viðbótar í líkkistu mark- aðsmannsins. Auk Eckharts kemur fyrir fjöldi stórstjarna í myndinni og nægir þar að nefna Robert Duvall, Maria Bello og Katie Holmes. Takk fyrir að reykja NICK Fær það hlutskipti að kynna sígarettur sem lúxusvöru á tímum þar sem tóbaks- framleiðendur eru hundeltir af skaðabóta- lögfræðingum. Karl Tómasson, trommuleikari og forseti bæjarstjórnar í Mosfells- bæ, hefur safnað saman góðum vinum og hljóðfæraleikurum sem munu leika saman í Hlégarði á laugardagskvöldið. „Þessi dans- leikur er haldinn í tilefni af bæjar- hátíðinni Í túninu heima, sem hald- in er annað árið í röð í Mosfellsbæ. Það er hefð fyrir því að foreldrafé- lagið Þrumur og Eldingar, sem er starfrækt í kringum yngri flokka- starfið í fótbolta hjá Aftureldingu, haldi öflugan dansleik einu sinni á ári í bæjarfélaginu. Að þessu sinni er sú uppákoma komin inn í þessa hátíð,“ segir Karl og bætir því við að bæjarfélagið muni iða af lífi alla helgina enda verði boðið upp á glæsilega dagskrá úti um allan bæ. „Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið lengi og það verður allt lagt í sölurnar.“ Karl stóð sjálfur fyrir því að safna saman tónlistar- mönnum fyrir dansleikinn en grunn- urinn að hljómsveitinni eru félagar hans úr Gildrunni. „Svo koma nátt- úrlega Hilmar og Gústi úr Hljómi, sem er vinsæll gítardúett í bæjarfé- laginu. Magnús Stefánsson, trommu- leikari Utangarðsmanna og Egó, verður með okkur en hann hefur alltaf verið einn af mínum uppá- haldstrommuleikurum. Einnig eru í hljómsveitinni Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte, Nikulás Róbertsson úr Paradís og Start auk aðalsöngv- ara kvöldsins, Birgis Haraldssonar úr Gildrunni,“ segir Karl en það er ljóst að einvalalið tónlistarmanna verður á sviðinu í Hlégarði á laugar- dagskvöldið. „Það verður nú einhver hreyfing á sviðinu þar sem við erum svo margir að við verðum væntanlega ekki allir á sviðinu í einu. Annars erum við búnir að æfa vel fyrir kvöldið og ég lofa hörkudansleik þar sem allir ættu að heyra eitthvað við sitt hæfi. Við verðum að mestu með lög frá hinum og þessum hljóm- sveitum en auðvitað tökum við ein- hverja gamla og góða Gildrusmelli.“ Karl segir stóra dansleiki haldna ótrúlega sjaldan í Mosfellsbæ. „Almennt er þó mjög góð mæting meðal heimamanna þegar þeir eru haldnir en það er eins hér og annars staðar að skemmtanalífið hefur færst meira inn á pöbbana.“ Þess má geta að á bæjarhátíðinni, sem mun standa alla helgina, verða meðal annars markaðir, brenna, brekkusöngur, kjúklingaveisla og vegleg flugeldasýning. Hápunktur helgarinnar verður þó án efa ballið í Hlégarði. sigridurh@frettabladid.is Kalli Tomm með súpergrúppu EINVALALIÐ Birgir Haraldsson, Jóhann Ásmundsson, Nikulás Róbertsson, Sigurgeir Sigmundsson, Karl Tómasson, Magnús Stefánsson, Ágúst B. Linn og Hilmar Gunnarsson munu halda uppi stuðinu í Hlégarði á laugardaginn. ROBERT DUVALL Leikur tóbaksframleiðanda sem svífst einskis í að ná fram markmiðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.