Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 82
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR58 Fylkir - handknattleiksdeild Handknattleiksdeild Fylkis óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman þjálfara fyrir 4.fl okk kvenna fyrir tímabilið 2006-2007. Hægt er að senda inn umsóknir á rafrænu formi á netfangið fylkir@fylkir.com. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Jensson í síma 695-8843 FÓTBOLTI KSÍ og Landsbankinn boðuðu í gær til blaðamannafund- ar í húsakynnum Knattspyrnu- sambands Íslands þar sem áheitið „skorað fyrir gott málefni“ var kynnt. Landsbankinn mun greiða 25.000 krónur fyrir hvert skorað mark í 15. umferð Landsbanka- deildar karla og 30.000 krónur fyrir hvert skorað mark í Lands- bankadeild kvenna. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, mun njóta góðs af áheitunum að þessu sinni. Upphaflega ætlaði Landsbankinn að hafa sömu upp- hæð í Landsbankadeild karla og kvenna en Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs, ákvað að breyta upphæðinni úr 25.000 krónum í 30.000 krónur á miðjum blaðamannafundi. „Mörkin eru bara svo miklu fallegri í kvenna- boltanum,“ sagði Björgólfur á fundinum í gær. Eins og áður sagði verður afrakstur áheitanna að þessu sinni gefinn Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, en Landsbankinn lætur ekki þar við sitja heldur fær styrktarfélag- ið einnig boðsmiða á leiki í Lands- bankadeildinni í þessari umferð. „Þetta er bara okkar framlag til góðs málstaðar,“ sagði Björ- gólfur. Landsbankinn stefnir að því að hafa þetta reglulegan við- burð og framhald verður á þessu verkefni á næstu leiktíð. „Tilefnið er það að bankinn er 120 ára á þessu ári og við höfum verið að styrkja ýmis málefni. Við höfum reynt að tengja þetta við fótbolt- ann því við erum aðalstyrktaraðil- inn við fótboltann í landinu í Landsbankadeildinni og svo held ég að við komum nálægt því að styrkja flest félög á landinu í yngri flokkum og fleira,“ sagði Björgólf- ur um ástæðuna fyrir þessu góða framtaki. „Þetta er frábært framtak hjá Landsbankanum og gaman að geta tekið þátt í þessu. Það er gaman að vita það að með hverju marki sem maður skorar er tvöföld ánægja, að styrkja veik börn og að skora mark,“ sagði markahæsti leikmað- ur Landsbankadeildar kvenna, Margrét Lára Viðarsdóttir. - dsd BANKASTJÓRINN Björgólfur Guðmundsson kynnti „skorað fyrir gott málefni“ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rausnarleg gjöf Landsbankans til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna: Landsbankinn borgar fyrir hvert markFRJÁLSAR Á þriðjudaginn var heims- og ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi, Justin Gatlin, dæmdur í 8 ára keppnisbann vegna lyfja- notkunar eftir að testosterón greindist í sýni hans, en þetta var í annað skipti sem Gatlin fellur á lyfjaprófi. Bandaríska frjáls- íþróttasambandið ákvað að stytta bannið niður í 4 ár með því skil- yrði að Gatlin tæki að sér störf fyrir sambandið í baráttu þess gegn notkun ólöglegra lyfja. Í gær gaf Alþjóðafrjálsíþróttasamband- ið, IAAF, út þá yfirlýsingu að 4 ár væru algjört lágmark, en IAAF hefur vald til þess að ógilda ákvörðun Bandaríska frjáls- íþróttasambandsins. - dsd Justin Gatlin: Lágmark fjög- ur ár í bann JUSTIN GATLIN Er í mjög slæmum málum þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ÚRSLIT GÆRDAGSINS Meistaradeild Evrópu MLADA BOLESLAV-GALATASARY 1-1 STEAUA BÚKAREST-STANDARD 2-1 FK RABOTNICKI-LILLE 0-1 FENERBAHCE-DYNAMO KIEV 2-2 RUZOMBEROK-CSKA MOSKVA 0-2 AJAX-FC KAUPMANNAHÖFN 0-2 LEGIA WARSZAWA-SHAKTAR DONETSK 2-3 AEK-HEARTS 3-0 SPARTAK MOSKVA-SLOVAN LIBERCIC 2-1 CHIEVO-LEVSKI SOFIA 2-2 ARSENAL-DINAMO ZAGREB 2-1 Feitletruð lið eru komin áfram í riðlakeppnina. Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA-READING 2-1 0-1 Doyle (4.), 1-1 Angel, víti (33.), 2-1 Barry (61.) MANCHESTER CITY-PORTSMOUTH 0-0 CHARLTON-MANCHESTER UNITED 0-3 0-1 Fletcher (49.), 0-2 Saha (80.), 0-3 Solskjær (90.). MIDDLESBROUGH-CHELSEA 2-1 0-1 Shevchenko (16.), 1-1 Pogatetz (80.), 2-1 Vid- uka (90.). BLACKBURN-EVERTON 1-1 1-0 McCarthy (50.), 1-1 Cahill (84.). FULHAM-BOLTON 1-1 0-1 Diouf, víti (72.), 1-1 Bullard, víti (90.). FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar Lyn tók á móti Lilleström. Síðar- nefnda liðið hefði getað tryggt sér toppsæti deildarinnar með sigri og komust gestirnir yfir snemma leiks áður en Stefán Gíslason jafn- aði metin fyrir Lyn úr vítaspyrnu. Leikmaður Lilleström fékk svo að líta rauða spjaldið seint í fyrri hálfleik fyrir að slá til Stefáns en engu að síður komst Lilleström í 3- 1 á 57. mínútu. Lyn klóraði í bakk- ann tíu mínútum síðar og Stefán skoraði síðan aftur þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði því jafnteflið og missti Lilleström því af toppsætinu. - esá Lyn-Lilleström: Stefán skoraði tvívegis FÓTBOLTI Marel Baldvinsson hefur komist að samkomulagi við norska úrvalsdeildarliðið Molde um að ganga til liðs við félagið og leika með því næsta tvö og hálfa árið. Marel var í gær staddur í Nor- egi þar sem hann gekkst undir læknisskoðun en hann var þá þegar búinn að ganga frá öllum samningsatriðum. En til þess að samningurinn tæki gildi þurftu læknar liðsins að gefa grænt ljós á Marel sem hefur átt í miklum meiðslavandræðum á sínum knatt- spyrnuferli. Marel fékk að vita í gærkvöldi að hann hefði staðist læknisskoð- unina og væri því orðinn fullgild- ur leikmaður Molde og leikur hann því sinn síðasta leik með Breiða- bliki um helgina. Framkvæmdastjóri Molde, Tarje Nordstrand Jacobsen, segir í samtali við Romsdals Budstikke að það hafi kostað sitt að styrkja leikmannahópinn. „Við náðum samkomulagi um langan samning og því fjárfestum við nokkrum milljónum í þessi viðskipti. Ramm- inn sem við settum okkur var 2-3 milljónir en ég vil ekki segja hvort kaupverðið hafi verið undir eða yfir þvi.“ Jacobsen vísar vitanlega í norskar krónur og má því áætla að Marel hafi kostað á bilinu 20-30 milljónir íslenskra króna. Marel lagðist í október í fyrra undir hnífinn vegna meiðsla sinna og var áður búinn að gefa út að hann taldi sig ekki geta farið út í atvinnumennskuna á nýjan leik. Þetta hafi hann tilkynnt forráða- mönnum Molde og að hann gæti í mesta lagi æft einu sinni á dag. „Ég tel að við höfum ekki keypt köttinn í sekknum,“ sagði Jacob- sen. „Ég tel að kaupin séu ekki verri en þau sem við höfum áður gert á leiktíðinni.“ - esá MAREL BALDVINSSON Spilar með Molde næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ Marel Baldvinsson stóðst læknisskoðun í Molde í gær: Marel kostaði 20-30 milljónir FÓTBOLTI Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann. „Hér fæ ég lítið að spila og því vil ég komast til félags þar sem ég fæ að spila fótbolta. Um það snýst heila málið,“ sagði Hannes í gær. Hann vissi af áhuga einhverra liða, ekki bara í Noregi. „Ég býst þó ekki við að ég fari aftur til Nor- egs,“ sagði Hannes sem lék með Viking áður en hann hélt til Eng- lands. Tony Pulis er knattspyrnu- stjóri Stoke City. Heimildir Fréttablaðsins herma að Molde hafi gert Stoke tilboð í síðustu viku og nú sé Frederikstad að bera víurnar í Hannes. - esá Hannes Þ. Sigurðsson: Vill burt frá Stoke City FÓTBOLTI Ensku meistararnir í Chelsea sóttu Middlesbrough heim á Riverside-leikvanginn í gær og það var Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko sem skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu eftir sendingu frá Wayne Bridge. Á 80. mínútu fékk Middlesbrough svo aukaspyrnu og upp úr henni skor- aði Emanuel Pogatetz með skalla, 1-1. Mark Viduka, sem hafði komið inn á sem varamaður í síðari hálf- leik, skoraði síðan sigurmark Middlesbrough á 90. mínútu. Loka- tölur urðu 2-1 fyrir Middles- brough. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Charlton sem tók á móti Manchester United á The Valley í gær. Þetta var fyrsti leik- urinn sem Ian Dowie stýrði á heimavelli Charlton frá því að hann tók við liðinu af Alan Curbis- hley. Fyrsta markið kom á 49. mín- útu þegar Darren Fletcher lék á varnarmann Charlton og þrumaði knettinum í netið. Charlton átti að fá vítaspyrnu stuttu síðar þegar Hermann Hreiðarsson átti skalla að marki sem fór klárlega í hönd leikmanns Manchester United en ekkert var dæmt. Louis Saha kom Manchester United í 2-0 með glæsilegu skoti á 80. mínútu eftir mistök hjá varnarmönnum Charl- ton. Ole Gunnar Solskjær rak svo síðasta naglann í kistuna þegar hann skoraði þriðja markið á 90. mínútu leiksins af stuttu færi. Það var fjör á Villa Park í Birm- ingham þar sem Aston Villa tók á móti nýliðunum í Reading. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og Brynjar Björn Gunn- arsson kom inn á sem varamaður á 36. mínútu. Kevin Doyle kom Reading yfir á 4. mínútu en á þeirri 34. var dæmd vítaspyrna á Reading þegar Ibrahima Sonko braut á Luke Moore og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Angel skoraði úr vítaspyrnunni og jafn- aði þar með metin, 1-1. Aston Villa komst svo yfir á 64. mínútu þegar Gareth Barry skoraði með skalla eftir sendingu frá Peter Whitting- ham og það urðu lokatölur leiks- ins. Blackburn og Everton gerðu 1- 1 jafntefli þar sem Tim Cahill jafn- aði fyrir Everton á 84. mínútu eftir að Benedict McCarthy hafði komið Everton yfir í byrjun síðari hálf- leiks. Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í leik Fulham og Bolton. Á 73. mínútu skoraði El-Hadji Diouf úr vítaspyrnu og kom Bolton yfir en á síðustu mínútu leiksins jafn- aði Jimmy Bullard metin, 1-1. Manchester City og Portsmouth gerðu markalaust jafntefli í Manchester. Í Meistaradeildinni lenti Arsen- al undir í fyrri hálfleik gegn Dynamo Zagreb en tvö mörk undir lok leiksins tryggði þeim ensku sæti í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar. Ljungberg og Flamini skoruðu mörk Arsenal. - dsd MARK VIDUKA Ástralinn stóð undir nafni í gær þegar hann skoraði sigurmark Middlesbrough gegn Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY Chelsea tapaði aftur fyrir Boro Annað árið í röð biðu Englandsmeistarar Chelsea ósigur gegn Middlesbrough á Riverside-vellinum. Shev- chenko kom Chelsea yfir en tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins tryggðu heimamönnum sigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.