Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 74
24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR50
Verslunin Elvis mun opna á nýjum
stað með pompi og prakt í kvöld.
Verslunin, sem áður var á Vatns-
stíg, sérhæfir sig í notuðum fatnaði
fyrir karlmenn og opnar nú á Klapp-
arstíg þar sem Spútnikk var áður til
húsa. Í sama húsnæði er plötubúð
Smekkleysu, Gallerí Humar og
frægð og Bókaverslun Nýhils en til-
gangurinn er að viðskiptavinir búð-
arinnar fái allir eitthvað fyrir sinn
snúð enda fjölbreytileg blanda.
Í tilefni af opnunni verður partí
fyrir gesti og gangandi þar sem
boðið verður upp á léttar veitingar.
Veislan hefst klukkan 19.00 og
stendur til 22.00. Mr. Silla &
Mongoose munu troða upp
ásamt plötusnúðatvíeykinu
Electrotroll sem mun sjá um
að halda öllum í stuði.
Elvis opnar á nýjum stað
ELVIS Búðin er flutt frá Vatnsstíg yfir á Klapparstíg og er opnunarpartí í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VERSLUNARSTJÓRINN Rokkarinn
Krummi hefur séð um búðina síðan
hún opnaði og mun halda því áfram í
nýju húsnæði.
„Meiningin er að vera með mjög
ýkta hnakkastemningu á Yello á
laugardaginn,“ segir Atli Rúnar
Hermannson, eigandi skemmti-
staðarins Yello í Keflavík. „Hug-
myndin er að gera aðeins grín að
þessum hnakkaheimi en það verða
að sjálfsögðu nokkrir opinberir
hnakkabílar, eða Subaru Impreza,
í hlaðinu og að auki verður leikin
hressileg hnakkatónlist í partíinu,
sem DJ Heiðar Austmann sér um,“
bætir Atli við og bendir væntan-
legum gestum Yello á að það væri
ekki verra ef hnakkaútlitið yrði
haft meðferðis í partíið, sem hefst
kl 22.00. „Ég og Óli Geir skemmt-
anastjóri verðum alveg í hnakka-
stemningunni, með strípur í hár-
inu og „heltanaðir“. Síðan má
nefna að allir sem eru með lög-
heimili á Selfossi fá óvæntan
glaðning á barnum,“ segir Atli en
andlit partísins er sjálfur Gillzen-
egger sem prýðir auglýsingaplaköt
fyrir uppákomuna.
Alvöru hnakkapartí
TVEIR GÓÐIR Atli Rúnar Hermannsson,
eigandi Yello, er hér ásamt stórvini sínum,
Ásgeiri Kolbeinssyni.
Dansdúóið Josh Gabriel og Dave
Dresden kemur fram á heljarinn-
ar klúbbakvöldi sem verður haldið
á Broadway á föstudagskvöld.
Þeir félagar hafa m.a. samið
stefið fyrir sjónvarpsþættina vin-
sælu Nip/Tuc og titillag óskars-
verðlaunamyndarinnar Broke-
back Mountain. Sem plötusnúðar
hafa þeir ferðast vítt og breitt um
heiminn og eru núna í 21. sæti yfir
bestu plötusnúða heimsins. Hafa
þeir gefið út og endurhljóðbland-
að lög eftir listamenn á borð við
Madonnu, Annie Lennox, Britney
Spears, Dido og Sara Maclachlan.
Húsið opnar klukkan 23.00 og
verður opið til 5.30. DJ Ghozt &
Brunhein sjá um að hita upp. Áætl-
að er að stjörnur kvöldsins stígi á
svið kl. 1.30 eða 2.00. Miðaverð er
1500 krónur og eru allir miðar
seldir við hurð.
Feitt
klúbba-
kvöld
JOSH OG DAVE Þeir félagar munu þeyta
skífum á Broadway á föstudagskvöld.
Sony Computer Entertainment í
Evrópu hefur tilkynnt að nýjasti
meðlimur PlayStation-fjölskyld-
unnar verði bleik PlayStation 2
tölva, sem verður framleidd í tak-
mörkuðu upplagi.
Þessi nýja
útgáfa mun verða
fáanleg í verslun-
um frá og með 8.
nóvember. Vélin
mun koma með
tveimur bleikum
stýripinnum og
bleiku 8MB minn-
iskorti.
Talsmaður
SCEE segir ástæð-
una fyrir þessari
útgáfu vera þá að
bleika vélin end-
urspegli vaxandi og breiðari not-
endahóp PlayStation 2. Það er að
þakka leikjum eins og Buzz!,
SingStar, og fleiri partíleikjum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Sony gefur út tölvuna í nýjum lit,
þar sem hún hefur áður verið til
silfurlituð.
Bleik tölva á
markað
BLEIKI LITURINN
Bleiku Playstation-
tölvurnar fara á
markað þann 8.
nóvember.
Leikarabræðurnir Luke og Owen
Wilson þurftu báðir að láta ein-
hvern annan sýna á sér rassinn í
þeirra stað í nýj-
ustu myndum
sínum. Ástæðuna
segja þeir vera
að aldurinn sé
farinn að segja
til sín og sjáist
það helst á bak-
hlutanum. Þeir
bræður munu
hafa skemmt sér
vel þegar þeir
voru að velja sér
rassa en sögðu þó að það hafi verið
erfitt enda er nauðsynlegt að
vanda valið.
Vildu ekki
sýna rassinn
LUKE WILSON
Þarf að notast við
annan rass en sinn
eigin vegna aldurs.
OWEN WILSON Fannst gaman að velja rass
en erfitt þó, enda þarf bakhlutinn að vera
fullkominn. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan
segir nútíma upptökutækni vera
skelfilega og í raun einskis virði.
Dylan, sem er 65 ára, gefur um
þessar mundir út sína fyrstu plötu
í fimm ár, Modern Times. Í viðtali
við tímaritið Rolling Stones segist
hann vera afar ósáttur við hljóm-
inn á geisladiskum. „Ég veit ekki
um neinn sem hefur gert plötu
sem hljómar almennilega undan-
farin tuttugu ár,“ sagði Dylan.
Bætti hann því við að sín eigin tón-
list hljómaði betur í hljóðveri
heldur en á geisladiski. „Geisla-
diskar eru litlir, það er engin reisn
yfir þeim,“ sagði hann.
Dylan hefur gefið út átta hljóð-
versplötur á undanförnum tuttugu
árum og alls 44 plötur á farsælum
ferli sínum.
Lélegur
hljómur
BOB DYLAN Tónlistarmaðurinn Bob Dylan
er ósáttur við nútíma upptökutækni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Eiturlyf og kynlíf eru oft
sögð einkennisorð rokk-
aranna en stundum fer
hegðun þeirra út yfir öll
velsæmismörk. Fréttablaðið
rýndi í nokkur af frægustu
kynlífshneykslum tónlistar-
fólksins.
Allt sýnt
Heimsbyggðin saup hveljur þegar
fréttist af svæsnu myndbandi þar
sem Tommy Lee, trommuleikari
Mötley Crüe, og strandvarðargell-
an Pamela Anderson létu vel
hvort að öðru. Jafnvel
umferðarspekingar
hristu hausinn yfir
framferði Tommy
þar sem hann ber-
aði sitt heilagasta á
fullri ferð með risa-
stóran bát í eftir-
dragi. Myndbandið
lak að sjálfsögðu
út á netið og var um
tíma eitt vinsælasta
niðurhalið meðal net-
verja. Reynt var
síðan að selja mynd-
bandið á þeim
grundvelli að það
væri klám en aðdá-
endum slíks afþrey-
ingarefnis fannst
lítið til þess koma.
Vildi skyndikynni
í L.A
George Michael
komst fyrir skömmu í fréttirnar
þegar News of the World greindi
frá ástarævintýri hans og ungs
bílstjóra í vinsælum garði í Lond-
on. Michael hafnaði því algjörlega
að hafa átt nokkurs konar líkam-
legt samneyti við manninn en
þetta var ekki í fyrsta skipti sem
poppsöngvarinn kemst í fréttirnar
fyrir kynlífsathæfi sitt. Lögreglan
í Los Angeles handtók hann árið
1998 fyrir að
gera sér dælt
við lögreglu-
mann í dul-
argervi en
Michael
beraði stolt
sitt frammi
fyrir mann-
inum.
Michael svaraði síðar meir
með lagi þar sem hann tók
Stóra bróður fyrir.
Framleiddi klámmyndir
Rapparinn Snoop
Dogg hefur
ekki átt upp á
pallborðið hjá
femínistum.
Hann þykir ala á
kvenfyrirlitningu
enda er það ekki
sjaldgæf sjón að
sjá hálfberar stúlk-
ur í myndböndum hans,
skakandi sér við takt-
fasta hipp/hopp-tónlist.
Snoop gekk fram af öllum
þegar hann framleiddi
klámmyndina Doggy
Style sem hlaut tvenn
verðlaun hjá Adult
Video News Awards hjá
Hustler. Snoop hefur
síðan þá látið af þess-
ari framleiðslu enda
segir hann það skaða
þá „fjölskyldu-
ímynd“ sem hann
vilji koma sér
upp um þess-
ar mundir.
Í fótspor
Pamelu
Hin
„heims-
fræga“
Paris
Hilton
komst
heldur
betur í
álnir
þegar kyn-
lífsmyndband hennar og Rick Sal-
omon „lak“ á netið. Paris beitti að
sjálfsögðu fyrir sér arfgengum
viðskiptaklækjum og fékk hluta af
sölugróða myndbandsins. Salom-
on kom þó best út úr þessu því
þetta þriggja mínútna brot var
selt hæstbjóðanda fyrir rúmlega
sjö milljónir dollara. Paris fékk
athyglina og Salomon uppreisn
æru því hann vildi með þessum
„leka“ sanna að Paris hefði hvorki
verið dópuð né drukkin þegar her-
legheitin voru tekin upp.
Giftist barnungri frænku sinni
Kynlíf með stúlkum undir lögaldri
er ljótur stimpill á afþreyingar-
iðnaðinum og ótrúlegur fjöldi
þeirra heimsþekktu listamanna
sem heimurinn þekkir af verkum
sínum hefur verið dæmdur fyrir
að draga á tálar ungar „grúppíur“
með stjörnur í augunum. Jerry
Lee Lewis sló hins vegar öllum við
þegar hann giftist þrettán ára
gamalli frænku sinni. Hann var
enda baulaður niður af áhorf-
endum í Bretlandi.
4.500 konur í svörtu bókinni
Rokkarar njóta gjarnan kven-
hylli enda þykir mörgum
stúlkunum rokkarar bæði
hættulegir og heillandi.
Þeir Keith Richards og
Mick Jagger hafa löngum
verið taldir öflug-
ir á skeiðvellin- um
en þeir jafnast ekki
á við hinn
tungulanga
Gene Simm-
ons sem hefur
lýst því yfir í
heyranda
hljóði að
hann hafi
sængað hjá
fjögur þús-
und og
fimm
hundruð
konum.
Hneyksli fræga fólksins