Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 38
[ ] Í hópaþjálfun á vegum Gigtar- félags Íslands er lögð áhersla á alhliða þjálfun með rólegum æfingum. Það hentar ekki öllum að demba sér í líkamsrækt á borð við þá sem er í boði á heilsuræktarstöðvum. Á vegum Gigtarfélags Íslands er boðið upp á marvíslega þjálfun fyrir þá sem vilja fara hægar í sakirnar og vilja æfa í rólegu og notalegu umhverfi. „Við erum með góða alhliða leikfimi, jóga og vatnsleikfimi,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnisstjóri hópaþjálfunar hjá Gigtarfélagi Íslands. „Við byrjuðum líka með þyngdarstjórnunarnámskeið í fyrra. Þar er um að ræða almenna heilsueflingu og stuðning fyrir fólk sem vill ná heilsusamlegri þyngd og halda henni. Svo erum við með bakleikfimi fyrir karla, sem er alhliða þjálfun með áherslu á styrkingu og liðleika.“ Það allra nýjasta er svo stott- pilates. „Það er æfingakerfi þar sem verið er að þjálfa og styrkja djúpu bolvöðvana, bæði bak- og kviðvöðvana. Það hentar mjög vel fyrir einstaklinga með vefjagigt og aðra sem vilja góða styrkingu með rólegum æfingum, engum hamagangi eða hoppum,“ segir Margrét og bætir við að það sama eigi við um önnur námskeið hjá þeim. Umhverfið sé rólegt og notalegt og æfingarnar allar rólegar. „Gigtarfélagið stendur fyrir þessum æfingum og við miðum tímana helst út frá þörfum þeirra sem eru með gigt og þeirra sem þurfa að fara rólega og fá góða handleiðslu, til dæmis þeim sem eru með viðkvæmt stoðkerfi eða eru að fara af stað aftur eftir langt hlé. Námskeiðin eru opin öllum en félagar í Gigtarfélaginu fá afslátt.“ Námskeiðin fara annars vegar fram í húsnæði Gigtarfélagsins í Ármúla 5 og hins vegar í Sjálfs- bjargarlauginni í Hátúni, þar sem vatnsleikfimin er kennd. „Þetta eru litlir hópar, í kringum tíu til fimmtán manns,“ segir Margrét. „Vetrinum er skipt í þrennt: sept- ember til jóla, jól til páska og páskar til maí. Sérstaða okkar er fagleg handleiðsla en starfsmenn eru sjúkraþjálfarar og hjúkrunar- fræðingar með sérmenntun.“ Áhugasömum er bent á að hafa samband við Gigtarfélag Íslands í síma 530 3600. einareli@frettabladid.is Rólegar æfingar í notalegu umhverfi án hopps og skopps Í vatnsleikfimitíma. Allar æfingar á vegum Gigtarfélagsins byggjast upp á rólegri alhliða hreyfingu. Margrét segir stott-pilates það allra nýjasta í hópaþjálfun Gigtarfélags Íslands. Nú er tími melónunnar genginn í garð. Melónurnar eru á besta þroskastigi, sætar og safaríkar, og henta vel sem snarl á kvöldin í staðinn fyrir sælgætið og snakkið. Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Það vilja flestir hafa hröð efna- skipti, en það þýðir að maður „brenni“ eða nýti mikið magn af orku (hitaeiningum) hvort sem maður er að hreyfa sig eða í hvíld. Maður er fljótur að nýta orkuna sem maður neytir og safnar síður umframfitubirgðum, sem þýðir minni hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum og sykursýki II svo eitthvað sé nefnt. Ef við höfum hæg efnaskipti eru minni líkur á að við náum góðum árangri þrátt fyrir þokkalegt fæðuval og vel hannaða æfinga- áætlun. Það getur því verður vandasamt mál að missa umfram- fitu. Sum okkar hafa óvirkan skjaldkirtil eða aðra kvilla sem draga úr efnaskiptum og erfitt er að ráða við nema með lyfjum. En flest getum við stjórnað efna- skiptum okkar töluvert með réttu fæðuvali á réttum tímum og auk- inni hreyfingu. Á sama hátt getum dregið úr efnaskiptunum með lélegu fæðuvali í stærri skömmtum og lítilli sem engri hreyfingu. Þetta er í þínum hönd- um! Árangursríkasta leiðin til að auka efnaskipti líkamans á heil- brigðan hátt Ef þú vilt koma „trukki“ á efna- skiptin og koma þeim í sitt besta mögulega ástand eru margar máltíðir á dag vafalaust besta lausnin. Líklega hafa margir sagt þér þetta áður og þú átt eftir að heyra þetta aftur og aftur. Borð- aðu fimm til sex sinnum á dag, um það bil á þriggja tíma fresti, tiltölulega lítið í einu og þú setur efnaskiptin í hærri gír en þau hafa verið. Það er engin afsökun að hafa engan tíma, þetta þarfn- ast bara skipulags og fyrirhyggju í upphafi, eins og að hafa alltaf epli/banana eða orkustöng í tösk- unni/bílnum svo maður missi ekki úr máltíð. Fljótlega kemst þetta í vana eins og allt annað sem þú hefur vanið þig á. Ef dag- skráin er þéttskipuð þarf að ákveða kvöldið áður hvað þú ætlar að borða daginn eftir, sér- staklega í millibita. Taktu eitt- hvað hollt með þér svo þú endir ekki í kökuveislu í vinnunni eða freistist til að hlaupa út í sjoppu eftir Snickers! Margir máltíðir á dag halda líka blóðsykrinum jöfnum, sem þýðir minni þörf fyrir sætindi. Gæðin skipta máli Ef þú ert ein/n af þeim sem ætla að koma sér í heilbrigða rútínu í haust eftir sumarfríið með reglu- legri hreyfingu og huga betur að fæðuvalinu, skaltu byrja á að skoða tíðni máltíðanna. Skiptu því sem þú borðar venjulega yfir daginn í fimm til sex máltíðir á dag og þú ferð að nýta orkuna betur en áður. Gæði fæðunnar skipta líka máli. Því hreinni (minna unnin) sem fæðan er, því betri. Veldu ávexti, grænmeti, gróft kornmeti, baunir, ferskan fisk og kjöt sem oftast og efna- skiptin fara að vinna eins og túrbóvél. Það er ekki að ástæðu- lausu sem Solla „græna“ nefnir gott hráefni sem fyrsta þáttinn í lögmálum sínum. Morgunmaturinn er mikilvæg- astur Þegar við missum úr máltíð hægj- um við á efnaskiptunum, aukum líkur á vöðvarýrnun og komum jafnvel líkamanum í sveltis- ástand. Í slíku ástandi fer líkam- inn að hægja á sér og halda í fitu- forðann til að hafa einhverja orku. Þegar loksins er borðað eru miklar líkur á að máltíðin verði of stór, sem líkaminn nær ekki að vinna úr og breytir umframhita- einingum í fitu. Þetta verður víta- hringur sem erfitt er að komast út úr! Þegar við borðum ekki morgun- mat byrjar líkaminn ekki að starfa eins og hann á að gera. Vélin fer ekki að vinna af sama krafti og hún getur unnið. Láttu það því verða þitt fyrsta verk að venja þig á næringarríkan morg- unmat, ef þú ert ekki vön/vanur því nú þegar. Þú finnur muninn! Kær kveðja, Borghildur Tengsl efnaskipta og tíðni máltíða ������������ �������������������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ������������ ��������������������������������� ���������������������������� Öflugasta sjónvarpsdagskráin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.