Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 2
2 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Herinn heim fyrir helgi Ísraelski herinn verður sendur heim frá Líbanon áður en hið nýja ár gyðinga rennur upp á föstudagskvöld. Ákvörðunina um brottflutning liðsins kynnti undirhershöfðinginn Dan Halutz varnar- og utanríkismálanefnd ísraelska þingsins í gær. LÍBANON STJÓRNMÁL Búist er við að niður- stöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukku- stundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir við- ræðunum og nefndarmenn og ráð- herra varist allra frétta. Yfirlýs- ingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið var- færnar en eftir fundinn á fimmtu- dag kvað við nýjan tón. Í tilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagðist í samtali við Frétta- blaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. „Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku,“ sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þró- ast í takt við væntingar sínar. „Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið.“ Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkis- málanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. „Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Banda- ríkjamanna. Ég greindi stjórnar- andstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tæki- færi og jafn- framt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert.“ Geir segir ekki ljóst hvort við- ræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflug- velli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hitt- ust viðræðu- nefndir ríkjanna á fundi í Reykja- vík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslend- inga á rekstri og viðhaldi Kefla- víkurflugvallar. bjorn@frettabladid.is Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega. GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. FJÁRSVIK Öflun gagna og yfir- heyrslur í fjársvikamáli fyrrum starfsmanns Tryggingastofnunar standa enn yfir hjá efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra. Aflað er upplýsinga hjá á þriðja tug manna til að kanna hvort þeir tengist fjársvikamálinu eða ekki. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið að sér allt að sjötíu milljónir króna. Jón H. B. Snorrason saksókn- ari segir að bankareikningar hafi verið frystir, hald lagt á peninga og verðmæti svo sem fasteignir og bíla. „Við stefnum að því að ljúka þessu fyrir áramót,“ segir Jón H. B. Snorrason. - ghs Fjárdrátturinn hjá TR: Hald lagt á bíla og fasteignir JÓN H. B. SNORRASON „Við keppumst við að ljúka þess eins fljótt og hægt er,“ segir Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������� ���� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� �� MENNTAMÁL Fimmtán grunnskóla- kennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri menntasviðs Reykja- víkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar. - shá Fyrir mistök fékk hópur grunnskólakennara ofgreidd laun í verkfallinu árið 2004: Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa VERKFALL 2004 Kennarar eru nú krafðir um ofgreidd laun frá 2004 vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VIÐSKIPTI Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup OMX kauphallanna á Eignar- haldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. sem á Kauphöll Íslands. Verðið nemur rúmum þremur milljörð- um króna. Ganga á frá kaupunum í næsta mánuði og samkeyra kauphallirn- ar frá áramótum. Við sameining- una breytast aðstæður fyrirtækja sem hér eru skráð á markað, þau verða sýnilegri og líklegt að erlend fjárfesting aukist. Þá má búast við að erlendar greiningar- deildir taki að sýna íslenskum fyrirtækjum áhuga og fjalli um þau með reglulegum hætti. - óká/Sjá Markaðinn Íslensk fyrirtæki skráð á OMX: Kauphöllin seld á þrjá milljarða KAUPHÖLL ÍSLANDS Stefnt er að því að Kauphöllin verði hluti af OMX, sem á kauphallir Norðurlandanna og í Eystra- saltsríkjunum. KYNFERÐISOFBELDI Karlmaður á sextugsaldri, búsettur í Reykja- vík, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Mál mannsins kom inn á borð til Barnaverndarnefndar Reykja- víkur síðastliðinn föstudag og óskuðu forsvarsmenn nefndarinn- ar í kjölfarið eftir því að lögregl- an í Reykjavík hæfi rannsókn á málinu. Að sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, fulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, er rannsókn málsins á frumstigi. Hugsanleg fórnarlömb í málinu eru fleiri en eitt en fjöldi þeirra er meðal þess sem lögreglan rannsakar nú. Lögreglan verst frekari frétta af málinu. - mh Karlmaður á sextugsaldri: Kærður fyrir kynferðisofbeldi LÖGREGLUMÁL Karlmaður á Egilsstöðum hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta heimiliskött nágranna síns í bakgarði eigandans í vor. Kristinn Kristmunds- son, eigandi kattarins, sem hét Didda og var af síamskyni, segir aðkom- una hafa verið ljóta því læðan hafi skriðið helsærð úr bakgarðinum inn í íbúðarhúsið þar sem henni blæddi út. Kristinn hefur fengið staðfest hjá dýra- lækni og lögreglu að kötturinn hafi verið skotinn. Hann segir verknað- inn enn alvarlegri fyrir þá sök að ungt barn var í garðinum stuttu áður en dýrið var skotið. shá Egilsstaðir: Skaut kött nágrannans LÆÐAN DIDDA LÖGREGLUMÁL Tveir piltar um tví- tugt og sextán ára stúlka voru handtekin í gær vegna gruns um innbrot í félagsheimilið Árnes en þaðan var stolið fartölvum, flat- skjá, skjávarpa og töluverðu af áfengi. Lögreglan á Selfossi hand- tók ungmennin og við leit í bifreið þeirra fannst þýfi úr innbrotinu í Árnesi. Þremenningarnir voru teknir til yfirheyrslu og kom í ljós að þau höfðu stolið bílnum á Húsavík aðfaranótt sunnudagsins. Þau tóku stefnuna suður og að sögn lögregl- unnar eru þau grunuð um að hafa brotist inn í að minnsta fjóra sumarbústaði í Borgarfirði auk þess að valda skemmdum. Þá fann lögregla tæki og tól til fíkniefna- neyslu í fyrrnefndum bústöðum. Lögreglan í Borgarnesi útilokar ekki að þremenningarnir hafi brotist inn í fleiri sumarbústaði því iðulega berist ekki tilkynn- ingar um slíkt fyrr en eigendur komi að bústöðum sínum. Lögreglan í Reykjavík hafði lýst eftir stúlkunni. Hún er ólög- ráða og hafði strokið að heiman. Piltarnir tveir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eiga að baki sakaferil, hafa verið teknir við innbrot og brotið fíkniefnalög. Þá staðfestir lögreglan í Kópa- vogi að piltarnir liggi undir grun um að hafa framið afbrot í Kópa- vogi. Samstarf verði milli lög- regluembættanna við lausn þeirra mála. - þsj Tveir piltar og stúlka grunuð um fjölda innbrota: Tekin á stolnum bíl fullum af þýfi Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA Kolbrún, finnst þér Sykurmol- arnir góðir? „Mér finnst þeir mjög góðir en ég vil halda þeim frá kaffinu mínu.“ Sykurmolarnir hafa tilkynnt að þeir ætli að halda afmælistónleika í Laugardags- höll. Kolbrún Ýr Einarsdóttir er kaffiþjónn í Kaffitári í Kringlunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.