Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 4
4 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 19.9.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,6211 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 70,01 70,35 131,66 132,38 88,58 89,08 11,871 11,941 10,706 10,77 9,662 9,718 0,5954 0,5988 103,37 103,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fang- elsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavík- ur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára. Málavextir eru þeir að pilturinn réðist á föður sinn á veitingahúsinu Kaffisetrinu aðfaranótt 17. júní síð- astliðins í kjölfar deilna um fjöl- skyldumál. Feðgarnir höfðu fyrr um kvöldið lent í átökum á heimili sínu með þeim afleiðingum að báðir hlutu minniháttar áverka. Stuttu síðar hélt rifrildi þeirra áfram á fyrrnefndum veitingastað og bar vitnum saman um að faðirinn hafi egnt son sinn meðal annars með því að kalla hann ítrekað „aumingja“. Við það missti pilturinn endan- lega stjórn á sér, greip til hnífs og stakk föður sinn í hægri síðu. Pilturinn viðurkenndi við yfir- heyrslu hjá lögreglu að hafa ætlað sér að drepa föður sinn en hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi. Hnífurinn, sem var rúmlega 16 sentimetra langur, stakkst um 10 til 15 sentimetra inn í síðu föður- ins, í gegnum lifrarblað og skadd- aði hægra nýra. Í vottorði læknis kom fram að faðirinn hefði vafa- laust látist ef hann hefði ekki kom- ist undir læknishendur. Sagði í vottorðinu að hundaheppni hefði ráðið því að ekki fór verr. - þsj Ungur maður dæmdur í Héraðsdómi fyrir að stinga föður sinn: Hundaheppni að ekki fór verr HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Átján ára piltur hefur verið dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás. Framboðsfrestur vegna próf- kjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann ekki út í gær, líkt og stóð í blaðinu í gær. Hins vegar rann út framboðsfrestur til kjörnefndar Varðar - fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING LÍFEYRISMÁL Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyris- greiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerð- ingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kost- ur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkja- bandalagið, ÖBÍ, fari með skerð- inguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyris- sjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðun- um. Það er því ekkert annað í far- vatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyris- sjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastað- an okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auð- vitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Trygg- ingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egils- son, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands- ins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. ghs@frettabladid.is Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina. SKERÐING YFIRVOFANDI Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjallar í dag um skerðingu lífeyissjóða. Greiðslurnar eiga að skerðast 1. nóvember og verði þeim ekki frestað eða aflýst fá þúsundir öryrkja allt að tugum þúsunda minna í vasann. BAGDAD, AP Kúrdískur öryggis- gæslumaður, sem ber vitni í máli Saddams Hussein, sýndi réttinum brunaför í gær. Áverkana segist hann hafa fengið í efnavopnaárás sem gerð hafi verið á þorp sitt árið 1988. Kúrdinn lýsti tveimur gerðum sprengna sem fallið hefðu og afleiðingum sprengjuregnsins á sig og sína, en hann leitaði síðar læknishjálpar í Íran. Annað vitni lýsti bágbornum aðstæðum í fangabúðum, reknum af hersveit- um Husseins. Sækjendur í málinu halda því fram að Saddam Hussein, ásamt sex öðrum mönnum, sé ábyrgur fyrir þjóðarmorði á 180.000 Kúrdum á síðustu árum níunda áratugarins.- kóþ Seinna dómsmál Husseins: Kúrdar bera harðræði vitni SADDAM HUSSEIN Fyrrverandi forseti Íraks var þögull í dómsalnum í gær og hripaði niður minnispunkta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ, AP Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Hægri- flokksins, fékk í gær formlega í hendur umboð til stjórnarmynd- unar. Lýsti hann því yfir að hann myndi mynda samsteypustjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, sem gengu til kosninga með sameiginlega stefnuskrá og yfirlýstan vilja til stjórnarsam- starfs. Ráðherralisti nýrrar stjórnar á að liggja fyrir er þingið kemur saman 3. október. Maud Olofsson, formaður Miðflokksins sem með tíu prósenta fylgi er næststærsti flokkurinn í borgaralega banda- laginu, sagðist ætlast til að helmingur ráðherranna yrði konur. - aa Stjórnarmyndun í Svíþjóð: Helmingur ráð- herra konur UMBOÐIÐ AFHENT Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra, og Björn von Sydow, forseti sænska þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stórum fjármunum að spila og auðvit- að er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömur- leg staða. KRISTJÁN GUNNARSSON FORMAÐUR STARFSGREINASAMBANDSINS Trésmiðja gjaldþrota Stjórn Trésmiðju Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að leggja fram beiðni í dag til sýslumannsins á Seyðisfirði um að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Öllum 30 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp störfum um miðjan ágúst síðastliðinn. GJALDÞROT LÖGREGLUMÁL Húsleit var gerð á fimm heimilum víðsvegar um landið í gærmorgun vegna ábendinga frá Interpol um niðurhal og vörslu á barnaklámi. Lögreglan í Reykjavík, Kópavogi, á Selfossi og Ísafirði lögðu hald á töluvert af tölvum, tölvudiskum og öðrum tengdum búnaði sem gæti hjálpað til við rannsókn málsins. Í Reykjavík var farið inn á tvö heimili, en á eitt á hinum stöðun- um. Hinir grunuðu voru teknir til yfirheyrslu en sleppt að þeim loknum. Ekki liggur fyrir hvort tengsl séu á milli málanna. Búnaðurinn verður rannsakaður í Reykjavík. - þsj Húsleitir víðsvegar um landið: Grunsemdir um barnaklám ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ���������������� ��������������� ���������������� ���������������� ���������������� ��������������� ��������������� ����������� ��������������� �������������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� �������������� ����������� ���������� �������������������� ������������������������� ������������� ��� ���� ����������������������� ��� ������ �������������� ����� �������������� �� ���� �� � ��������� ������������������ �� ������������������ ���������� ������ �� �������������� �� ��������� ����������� ��������� ����������� ������ �� ��������������� �������������� ������������������������� ��������������������� �� �������������������� �� ���� �� ������� ���� ������� ������������ �� ��� ��� ����������� ����� ����������������� ������������������� ����� ���������������� ������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� � � � � � �� �� �� � �� �� � � � � �� �� �� �� �� �� �� � �� � � � ����
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.