Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 6
6 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
BANGKOK Yfirstjórn taílenska
hersins fyrirskipaði skriðdreka-
hermönnum í gær að umkringja
stjórnarráðið og setti herlög í
landinu. Stjórnarskrá Taílands var
numin úr gildi og dagskrá sjón-
varpsstöðva slitið. Á skjánum
sáust einungis textaboð sem skip-
uðu fólki að halda sig heima við og
að nánari útskýringar kæmu von
bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins
sást hins vegar mynd af konungs-
hjónunum og spiluð „valdaráns-
tónlist“, það er tónlist sem herinn
hefur spilað í valdaránum fyrri
tíma.
Herinn tilkynnti seinna um
kvöldið að stjórnartaumar væru
nú í höndum „Ráðs um stjórn-
sýslulegar umbætur“ og sór kon-
ungi landsins hollustu. Ríkissjón-
varpið birti svo yfirlýsingu frá
Sondhi Boonyaratkalin yfirhers-
höfðingja, þar sem hann skipaði
öllum hermönnum að gefa sig
samstundis fram við yfirmenn
sína og halda síðan kyrru fyrir í
herbúðum. Herinn hefði náð völd-
um í Bangkok og nágrenni, án
nokkurrar mótstöðu.
Thaksin Shin-
awatra forsætis-
ráðherra var
staddur í New
York þar sem
hann ávarpaði
allsherjarþing
Sameinuðu þjóð-
anna í gærkvöldi,
en ávarpi hans var flýtt um einn
dag vegna valdaránsins. Shina-
watra lýsti yfir neyðarástandi í
Taílandi og leysti yfirhershöfð-
ingjann frá störfum.
Ólafur Jóhannesson kvik-
myndagerðarmaður sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að nokkuð
órólegt væri í borginni. „Ég var á
leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég
var stoppaður á götunni og sendur
aftur heim á hótel. Það voru allir
hlaupandi í eina átt úti á götu,
alveg eins og í bíómyndunum.“
Ólafur segir það hafa verið tíma-
spursmál hvenær herinn tæki
völdin í sínar hendur, því óánægjan
í landinu hafi
verið afar mikil
og herinn sé
vanur að grípa
inn í atburðarás-
ina þegar svo
standi á.
„Það hafa
verið dagleg mót-
mæli út af ýmsum spillingar-
málum Thaksins,“ sagði Ólafur,
„Herinn hefur leyst upp þing eitt-
hvað um fjórtán sinnum á síðustu
sextíu til sjötíu árum. „Vesturlanda-
búarnir sem hafa verið hér lengur
en ég eru á taugum og segja að nú
gætu stúdentar farið út á götu að
mótmæla. Það var víst mannfall í
síðasta valdaráni.“ Friðsamlegt
var þó í höfuðborginni þegar blað-
ið fór í prentun í gærkvöldi.
klemens@frettabladid.is
Það voru allir hlaupandi
í eina átt úti á götu,
alveg eins og í bíómyndunum.
ÓLAFUR JÓHANNESSON
KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR.
KJÖRKASSINN
REYKJAVÍK, 15.–22. SEPTEMBER
www.reykjavik.is
EVRÓPSK
SAMGÖNGU-
VIKA
LOFTSLAGSBREYTINGAR
Reykjavíkurborg tekur nú, fjórða árið í röð, þátt í Evrópsku Samgöngu-
vikunni. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og tekur
dagskrá vikunnar mið af því. Leiðarljós Samgönguviku er hreint loft og
lögð er áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi,
heilsu og borgarbrag.
Miðvikudagur 20. september
12.00 Borgarbragur og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Getum við breytt götumynd Reykjavíkur þannig að meira jafnræðis gæti
á milli ólíkra samgöngumáta? Hvaða áhrif hafa samgöngur á
borgarbrag?
Frummælendur: Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi, Guðmundur
Steingrímsson, blaðamaður og rithöfundur og Sigurður Guðmundsson
skipulagsfræðingur.
Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson.
Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla.
Fimmtudagur 21. september
08.00 Hversu lengi ertu í skólann/vinnuna?
Rannsókn á ferðahraða þriggja einstaklinga í Reykjavík – á hjóli, í bíl
og í strætó. Lagt verður af stað kl. 08.00 frá þungamiðju Reykjavíkur
sem miðast við Vogaskóla. Ferðinni er heitið að Háskóla Íslands og
verður safnast saman að nýju við aðalinngang Háskólans. Rannsóknin
er gerð til að kanna hentugleika allra samgöngumáta í
borgarumhverfi á háannatíma.
Föstudagur 22. september
08.30 Borgin í bítið – breytt loftslag í Reykjavík? Málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hvaða áhrif geta loftslagsbreytingar haft á Reykjavík? Hvaða áhrif geta
Reykvíkingar haft á loftslagsbreytingar?
Frummælendur: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræðum við
Háskóla Íslands, Hjalti J. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Stefnumótunar og þróunar hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar og
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar
fróða, Háskóla Íslands.
Meira um dagskrá Samgönguviku á www.reykjavik.is
TALSMENN
HREINS LOFTS
Reykjavíkurborg
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
3
4
9
STJÓRNMÁL Sólveig Pétursdóttir,
forseti Alþingis, lætur af þing-
mennsku í vor. Hún tilkynnti um
ákvörðun sína á fundi fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
í gær.
Sólveig sagðist í samtali við
Fréttablaðið í gær hafa verið í yfir
tuttugu ár í stjórnmálum, fyrst í
borgarmálum og svo á þingi, og
það væri orðinn góður tími. „Ég
hef aldrei litið svo á að þing-
mennska væri ævistarf og finnst
eðlilegt að það verði endurnýjun.“
Sólveig var í borgarstjórnar-
flokki Sjálfstæðisflokksins 1986-
1990 og var þá jafnframt vara-
þingmaður. Hún tók fast sæti á
Alþingi 1. febrúar 1991. Sólveig
gegndi formennsku í allsherjar-
og utanríkismálanefndum þings-
ins, hún var dóms- og kirkjumála-
ráðherra 1999-2003 og er nú forseti
Alþingis. Hún segist hafa verið
heppin að fá að gegna miklum
trúnaðarstörfum um ævina og
fengið tækifæri til að fylgja pólit-
ískum áherslum sínum eftir.
Sólveigu er umhugað um fram-
gang kvenna í stjórnmálum og
hvetur konur til að gefa kost á sér
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík. „Ég hef farið í gegnum
fimm prófkjör og þó það geti verið
harður slagur er þetta lýðræðisleg
aðferð. Það virðist stundum erfið-
ara fyrir konur en karla að koma
sér á framfæri en það er engu að
kvíða og ég hvet konur til að gefa
kost á sér.“ - bþs
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, hættir í stjórnmálum í vor eftir sextán ár á þingi:
Hvetur konur til framboðs
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Segist aldrei
hafa litið svo á að þingmennska væri
ævistarf.
Herinn í Taílandi
framdi valdarán
Forsætisráðherrann lýsti yfir neyðarástandi frá New York og leysti yfirhershöfð-
ingjann frá störfum. Svo mikil óánægja er með forsætisráðherrann að valda-
ránið var einungis tímaspursmál, segir Ólafur Jóhannesson, sem er í Taílandi.
TAÍLENSKIR HERMENN UMKRINGJA STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Herinn hóf valdarán í Taílandi í gær, meðan Thaksin Shinawatra, forsætis-
ráðherra landsins, var í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herinn náði valdi á helstu stjórnarbyggingum og sjónvarpsstöð-
um og lýsti yfir stuðningi við konung ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
550 5600
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi
Annan flutti í gær síðustu opnunar-
ræðu sína við upphaf Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna í New
York, því næsta haust verður nýr
framkvæmdastjóri tekinn við af
honum. Annan dró í ræðu sinni upp
dökka mynd af ástandi heims-
málanna. Hagstjórnin væri rang-
lát, glundroði væri ríkjandi og
almenn fyrirlitning á mannréttind-
um og lögum. Hann hvatti ríki
heims til þess að taka höndum
saman og vinna að einingu í alþjóða-
samfélaginu.
Hann sagði enn fremur að á
meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna væri ófært um að binda enda
á átök Ísraels og Palestínumanna
„myndi virðing fyrir Sameinuðu
þjóðunum halda áfram að dvína“.
Meðan Annan flutti ræðu sína
bárust þau tíðindi frá Taílandi að
herinn hefði gert stjórnarbyltingu
og steypt Thaksin Shinawatra for-
sætisráðherra af stóli. Thaksin var
staddur í salnum og fékk að skipta
við Svartfjallaland á ræðutíma,
þannig að hann gat flutt ræðu sína í
gærkvöld til þess að komast heim
til Taílands degi fyrr en til stóð.
Einna mesta athygli vakti þó
ræða George W. Bush Bandaríkja-
forseta, sem beindi meðal annars
máli sínu að Írönum og hvatti þá til
að hætta kjarnorkuáformum sínum.
Hann varði einnig stefnu sína í mál-
efnum Mið-Austurlanda. - gb
ÍRANSKA NEFNDIN HLÝÐIR Á BUSH
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans,
lét ekki sjá sig í salnum meðan Banda-
ríkjaforseti flutti ræðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna funda í New York:
Átök í Palestínu grafa undan SÞ
Tekur þú strætó?
Já 29%
Nei 71%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Horfir þú á NFS?
Segðu skoðun þína á visir.is
LÖGREGLUFRÉTT Allt að fimmtíu
unglingar fylgdust með slagsmál-
um tveggja pilta fyrir utan
Háskólabíó um helgina. Mynd-
bandi, sem sýnir slagsmálin,
hefur verið dreift á netinu en þau
voru skipulögð og auglýst þar í
síðustu viku. Ruv.is sagði frá.
Samkvæmt lögreglunni í
Reykjavík var hún ekki boðuð á
staðinn. Lögreglan hefur haft
spurnir af því að netið sé notað til
að auglýsa slagsmál, en þá eigi
hópar í hlut. Lögreglan hefur
brugðist við slíku en yfirleitt
hefur ekkert orðið úr átökum
þrátt fyrir að auglýst sé á netinu
og með smáskilaboðum. - shá
Slagsmálamyndbandi dreift:
Slagsmál aug-
lýst á netinu